Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 21
MORGUN8LAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971 21 Þórir Kr. Kristinsson forstjóri — Minning Faeddur 29. júní 1913 Dáiun 31. maí 1971 í DAG fer fram frá Dómkirkj- uani í Reykjavík útför í»óris Kristins Kristlnssonar, forstjóra, en hann andaðist að morgni 2. hvítasunnudags á 58. aldursári. Þórir fæddist í Reykjavík 29. júní 1913, en foreldrar hans wru hinn þjóðkunni athafna- maður Kristinn vagnasmiður (f. 30. sept. 1870, d. 14. nóv. 1957), Jónssonar, bónda að Hrauni í Ölfusi, Halldórssonar og konu hans Þuríðar (f. 1. júní 1875, d. 3. nóv. 1914), Guðmundsdóttur, bónda í Seli í Landeyjum, Brandssonar. Móðir Þóris andað ist, er Þórir var á öðru ári, en hann var yngstur 5 systkina. — Látin eu Ragnar, forstjóri, Lára, hárgreiðslukona og Georg, sem dó barn að aldri. Eftirlifandi er Kristrún og kjörsystir þeirra, Helga. Þórir lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Reykjavíkinga árið 1931 með hárri einkunn, enda góður námsmaður og greindur vel. Stundaði hann siðan nám I bifreiðasmíði í Danmörku og lauk prófi frá Fredriksberg Tekn iske Skole, Kaupmannahöfn árið 1934. Eftir heimkomuna hóf hann störf við fyrirtæki föður síns og störfuðu þeir feðgar sam an, ásamt Ragnari til æviloka hans. Þórir kenndi teikningar í bif- reiðasmíði við Iðnskólann í Reykjavík frá árinu 1943 til árs ins 1964 og er mér kunnugt um, hversu mjög hann lagði sig fram við kennarastarfið, enda báru hinir fjölmörgu nemendur, sem hann útskrifaði, þakklæti og virðingu í hug til hans. Þórir skipulagði teikninám í bifreiða- smíði við Iðnskólann, þegar bif- reiðasmíði var gerð að iðngrein 1943 og býr skólinn enn þann dag í dag að brautryðjendastarfi hans. Hann sat í fyrstu stjórn fé lags bifreiðasmiða og var félagi þess til æviloka. Hamingjusporið var stigið á friðardaginn 5. maí 1945, er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Cörlu Hönnu Proppé, dótt ur Carls Proppé, stórkaupmanns og Jóhönnu konu hans. Þórir og Carla byggðu bú sitt um þjóð- braut þvera og var jafnan gest- kvæmt hjá þeim, enda bæði af sterkum stofni og óvenjulega gestrisnu fólki komin. Þeim varð fjögurra barna auðið. Elzt var telpa, sem dó rétt eftir fæð- ingu, en hin eru Hanna Dóra, gift Helga Daníelssyni, málara- meistara, Þorkelssonar. Þau eru nýkomin heim eftir 2ja ára fram haldsnám erlendis, Hugó Lárus, við nám í Háskóla íslands og Þórir Kristinn við nám. Á seinni árum átti Þórir við mikla vanheilsu að stríða og eft ir að hann dvaldist á sjúkrahús- um og frá störfum i nær tvö ár, varð hann að leggja starfsemi vagna- og bílasmiðjunnar niður enda farinn að heilsu. Vagna- og bílasmiðjan, er starfað hafði síð an árið 1904 var því eitt af elztu fyrirtækjum landsins. Margir starfsmanna höfðu starfað ára- tugum saman við fyrirtæki þeirra feðga og sumir í fleiri ættliði, enda valinn maður í hverju rúmi og fannst mér jafn an sem hér væri um eina stóra fjölskyldu að ræða. Ákvörðun þessi var honum ekki sársauka- laus, en hann tók því með karl- mennsku og ró og var búinn að koma sínum málum vel fyrir, er hann féll frá. Þeir feðgar, Kristinn, Ragnar og Þórir hafa reist sér vegleg- an bautastein í iðnsögu þessa lands með því að tengja saman vagna- og bílaöldina. Margs er 'að minnast, þegar upp er rifjuð hálfrar aldar vin- átta og samfylgd okkar Þóris, fyrst i barna- og gagnfræðaskóla og síðan allar götur til æviloka. Við vorum fjórir vinirnir, sem vorum óaðskiljanlegir öll bernskuárin og má ef til vill þakka það hvað mest Kristni föður Þóris. Hann bókstaflega skapaði okkur tómstundaheimili með því að láta Þóri í té 3tórt og skemmtilegt herbergi búið vönduðum húsgögnum. Þangað voru jafnan bornarfram rausnar legar veitingar af glæsilegri konu frú Halldóru Guðmunds- dóttur, Andersen, en hún tók fljótlega við stjórn á heimili Kristins eftir lát konu hans og var frú Halldóra Þóri sem bezta móðir alla tíð. Á sumrum bauð Kristinn okkur félögum Þóris jafnan í tveggja daga ferðalag með fjölskyldunni og vinum þeirra og var þar vel séð fyrir öllu. Ferðalög þessi voru okkur ógleymanlegar gleðistundir. Árið 1934 réðumst við vinirnir í það stórvirki að kaupa litla „dross- íu“, sem kostaði 420 krónur, enda dekkja- og rúðulaus. Víð komum bílnum inn í port hjá Kristni vagnasmið og brátt voru komnar rúður í og dekk undir og ekki er mér grunlaust um að starfsmenn Kristirns hafi lagt þar hönd að verki. Bíllinn var mál- aður rauður og hét „Rauðka“ upp frá því. Á „Rauðku“ var ferðast um landið þvert og endi langt. Á vetrum til skíðaiðkana og á sumrum voru öræfin könn uð. Svona liðu æskuárin. Við fé- lagarnir Þórir, Björn Pétursson og Skúli Jóhannsson stofnuðum svo okkar eigin heimili og vor- um svo lánsamir að konur okkar féllu vel inn i hópinn svo enn treystust vináttuböndin. Skúli kom til landsins sl. fimmtudag eftir 16 ára dvöl í Kanada. Þórir taldi dagana þar til Skúli kæmi, en öðruvísi fór með móttökuna en ætlað var. Smárinn er aðeins þriggja blaða í dag. Fyrir fáum dögum hitti ég á götu gamlan skólafélaga og spurði hún, hvort enn væri sama vináttan milli okkar gömlu skóla félaganna. Staðfesti ég að svo væri. Henní varð þá að orði: „Mikið vildi ég að maðurinn minn ætti svona vini, hann á bókstaflega engari vin.“ Þórir var sannarlega tryggur og góður vinur, það fann ég bezt þegar á bátinn gaf, bæði vegna veikinda og annars. Oteljandi stundir hefir fjölskylda mín dvalið í sumarhúsi þeirra Þóris og Cörlu og síðast nú á hvíta- sunnu voru barnaböm mín að leik við hann þar lengi dags. Þórir var sérstakur barnavinur og var ekkert of gott, ef börn áttu í hlut. Hann var frábær og elskaður heimilsfaðir, léttur í lund, sérstakt prúðmenni og drengur góður. Það er því með söknuði og trega, sem við kveðj um þennan góða vin, en sárust er skilnaðarstundin fyrir konu hans, börn, systur og aðra ást- vini og bið ég þeim Guða bless unar. Minningargrein þessari vil ég ljúka með Ijóðlínu listaskáldsins góða: „Farðu vel, bróðir og vin ur!“ Oddur Helgason, í DAG verður jarðsettur frá Dómkirkjunni Þórir Kr. Kristins son bifreiðasmíðameistari. Hann var sonur hins merka manns Kristins vagnasmiðs, sem var brautryðjandi í smíði hestvagna á ísiandi, mikill dugnaðar- og atorkumaður og á undan sinní samtíð. Ungur að aldri hóf Þórir störf á verkstæði föður síns, en þá var_ einnig farið að byggja yfir bíla á verkstæði Kristins. Upp úr 1930, þegar innflutníng- ur bifreiða til íslands fór að auk ast, sendi Kristinn Þóri til Dan merkur til að kynna sér yfir- byggingar bifreiða og eins að læra teikningu í bifreiðasmíði. Eftir að Þórir kom heim frá námi, hóf hann aftur störf á verkstæði föður síns og teikn- aði öll hús, sem smíðuð voru í fyrirtæki hans, en þau voru æði mörg. Þegar félag bifreiðasmiða var stofnað 1938 var Þórir einn af stofnendum þess og einnig var hann ritari fyrstu stjórnar félagsias. Þegar bifreiðasmíði varð sériðngrein 1942, vantaði kennara til að kenna teikningu í iðninni við Iðnskólann. Eini mað urinn, sem gat tekið það að sér, var Þórir, og við það starf var hann í tuttugú og fimm ár, svo að þeir eru margir bifreiðasmið irnir, sem hann hefur keimt teikningu. Kynni mín af Þóri eru frá því ég man fyrst eftir mér. Faðir minn starfaði í fyrirtæki Krist- ins frá 1922 til dánardags, og mátti segja, að heimili Kristins væri mitt annað heimili í æsku minni. Því voru kynni okkar Þóris'óvenju mikil og góð. Ótald ar eru þær ferðir, sem hann tók mig með sér út úr bænum á sumrin í bíl sínum,' en á þeim tíma var ekki bifreið á hverju heimili sem nú. Þórir var mað- ur léttur í lund, og varla man ég eftir, að hann skipti skapi eða talaði illa um nokkum mann, og bóngóður var hann með afbrigðum. Eftir lát föður síns tók Þórir við stjórn fyrir- tækisins ásamt Ragnari bróður sínum, en þegar Ragnar féll frá, keypti Þórir fyrirtækið og rak það einn, meðan heilsan leyfði, eða til ársina 1969. Undanfarin 15 ár hefir Þórir átt við mikil veikindi að stríða, en þau bar hann með mikilli karlmennsku og aldrei heyrðist hann kvarta, þótt sárþjáður væri, en er hann féll frá, var hann enn einu sinni að bíða eftir spítalaplássi. Sína mestu gæfu taldi hann vera, er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Cörlu Proppé, og ótelj- andi eru þau skiptin, sem hann sagði: „Ekki veit ég, hvernig ég færi að, ef ég hefði ekki hana Cörlu mína.“ Fá hjón þeklcti ég sem voru eins samrýnd og þau voru. Þau eignuðust fjögur börn; eitt dó nýfætt, en þrjú eru á lífi: Hanna Dóra, gift Helga Dan íelssyni; Hugó Lárus og Þórir Kristinn, báðir í heimahúsum. Að loknum þessum fátæklegu orðum bið ég góðan guð að styrkja eiginkonu, börn og aðra ættjngja í sorg þeirra. Magnús B. Gíslason. ÞEGAR mér var tjáð lát vinar míns og gamla skólabróður Þór- is Kristinssonar, komu í hugann nrargar fagrar og skemmtilegar endurminningar frá vetrunum tveim, sem við vorum saman í I gamla Miðbæjarskólanum, en Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ Á morgun, miðvikudag, verð- ur „opið hús" frá kl. 1.30— 5.30 e. h. Ðagskrá: Lesið, tefk, spilað, kaffiveitingar, upplýsingaþjónusta, bókaút- lán og skemmtiatriði. FiladeKía Atmennur biblíulestur í kvöld ki. 8.30. Einar Gíslason talar. Annað kvöld, miðvikudag, verður systrafundur. einmitt frá þessum árum á mað ur oft skýrustu endurminningann. ar. ■Við vorum þá mikið sama«, þræðumir Þórir og Skúli Jó- hannsson (en þeir Þórir vomi óaðskiljanlegir vinir) en nú eíúr 16 ára fjarveru Skúia af landtrMA fær hann aðeins að fylgja vu»i sínum til hinztu hvíldar. Lífið er stundum séði torskiUS okkur mannanna börnum. Vinátta okkar Þóris hefur haM izt síðan, þó ekki hafi hún veriö svo náin síðari árin. Þegar ég byrjaði fyrst sjálf- stæðan rekstur við lítil efni : í næsta nágrenni við Þóri, þá var hann einn af fyrstu viðskipta- vinum sem til mín komu og sagði mér að vináttan og við- skiptin skyldu haldast í hendur hj á okkur. Þetta var mér mikill síyrkur þá, því hann hafði mikið umleik is á þeim tíma. Þórir var þéttur á velli og þéttur í lund en hafði sértega hlj'ja og milda framkomu. Síðari árin hefur Þórir átt við mikinn heilsubrest að stríða og minnkandi viðskiptarekstur; hafa þá á stundum verið erfiðir tímar, en þá hefur hans bezta at- hvarf verið hans góða kona og fagra og friðsæla heimili, Þetta eru aðeins fáein kveðjti orð til farins vinar með ósk um bjarta heiroferð að leikslokum, Konu hans og börnum votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim blessunar Guðs. Björn GuðmundssOB. S, Helgason hf. STEiNlÐJA B’nholti 4 Simar 2ÍS77 og Í42S4 Knattspyrnudeild Æfingatafla sumarið 1971 Meistara- og 1. flokkur: Mánud. kl. 20, miðvikud. <1. 20.30, föstud. kl. 20.30. 2. flokkur: Mánud. kl. 21, þriðjud. kl. 21, fimmtud. kl. 20.30. 3. ftokkur: Mánud. kl. 20. þrtðjud. ki. 20. fimmtud. kl. 19.30. 4. ftokkur: Þriðjud. kl. 19, miðvikud. kl. 19.30, föstud. kl. 19:30. 5. flokkur: HvETTA Á NÆSTA LEITI • eftir John Saunders og Alden McWilliani Farðu aftur á skrifstofuna þína, hers- höfðingi. og vinn fyrir bessuni risalaun- um, sem þoir buðu þér fyrir að skipta á etnkennisbúningi og jakkafötum. Fg verð að segja, Marty, að framkoma þín veldur mér áhyggjum. (2. mynd) Þessi var góð- ur . . . herra. Þú hafðir aldrei áhyggjur af eimi eða neinu, alla si/.t syni, sem þú faldir í herskólanum. (3. mynd) . . . cða eiginkonu, sem gat loks keypt sig út úr hernum með of stórum skainmti af svefn- töfluni- Mánud. kl. 5:30—Ó.30 O, ki. 6.30—7.30 A, 8, C, þriðjud. kl. 5.30—6.30 O. kl. 6.30—730 A. 8. C. fímmtud. kl. 5.30—6.30 O, kl. 6 30—7.30 A. B, C. Fálkarnir (Old boys): Fimmtud. kl. 21. HÖ8ÐUR ÖLAFSSON haostaréttarlogmaðui skjalaþýðandi — ensku Ausíurstræti 14 símar 10332 og 35673 RACNAR JÓNSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla Hverfisgata 14. - Slmi 17752,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.