Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971 Halldór Sölvason kennari - Minning Fæddur 16. september 1897. Dáinn 31. maí 1971. Halldór Sölvason kennari, Skipasundi 3, Reykjavik, fædd- ist að Gafli í Svínadal hinn 16. september 1897. Foreldrar hans voru hjónin Sölvi bóndí að Gafli Teitsson, bónda á Innstalandi, Skagafirði, Guðmundssonar og kona hans Signý Sæmundsdótt- ir bónda á Hryggjum í Göngu- skörðum, Halldórssonar. Hall- dór var yngstur þriggja barna t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Harriet Jensen, andaðist á Landakotsspítala 6. júní. Páll Pétursson Margrét E. Björnsdóttir Ása Pétursdóttir Birgir Sigurðsson og barnaböm. þeirra Sölva og Signýjar I Gafli og þar ólst hann upp hjá móður sinni, en faðir hans lézt tæpum tveim mánuðum áður en Halldór fæddist. Systkini Halldórs voru þau Þorsteinn, fæddur 1893 og Oddný, fædd 1895, en þau eru bæði látin. Ég hygg að allt frá fyrstu tið hafi Halldór mótazt af þeim hugsunarhætti, að menntun væri sá máttur er bezt gæti hjálp- að hverjum einstaklingi til að verða að nýtum manni og far- sælasta leiðin til menntunar og manndóms væri að nema og færa sér I nyt þá þekkingu, sem skóla lærdómur getur veitt. Þessa skoðun á gildi menntunar hef- ur Signý i Gafli vafalaust mót- að hjá drengnum sínum, en Signý var af öllum, sem til þekktu, talin afburða greind kona. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og fátækt hlutu þau öll skóla- göngU systkinin í Gafli. Halldór stundaði fyrst nám við Alþýðu- skólann á Hvammstanga á árun- um 1916—18 og samhHða skóla- t Elskulegi eiginmaður minn og faðir okkar, Albert Sigurgeirsson, Vorsabæ 18, Reykjavik, lézt af slysförum hinn 5. þ.m. Málfríður Guðmundsdóttir og böm. t Maðurinn minn, faðir, tengda- faðir og afi, Jóhannes Albert Kristjánsson, Hátúni 8, Reykjavík, lézt að heimili sínu að morgni mánudagsins 7. júní. Viktoría Guðmundsdóttir, böra, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, Hallgrímur G. Bjarnason, Laugardal við Engjaveg, verður jarðsettur frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 9. júní kl. 14,00. Bjarahéðinn Hallgrimsson Ingigerður Hallgrímsdóttir Guðleif Hallgrimsdóttir Stefán Hallgrrímsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Aðalsteinn Vigfússon, verkstjóri, Hraunbæ 33, verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju fimmtudaginn 10. júní M. 1,30 e.h. Ragnhildur Valdimarsdóttir Guðmann Aðalsteinsson Ragnhildur A. Kristinsdóttir og ættingjar. namínu vann hann fyrir sér eft- ir því sem tök voru á. Að ioknu námi á Hvammstanga hugðist HaHdór lesa að nokkru til stúd- entsprófs utanskóla og jafn- framt vinna fyrir sér. Mun hann hafa haft í huga ákveðna námsleið erlendis að stúdents- prófi loknu. Fjárskortur og fleiri ástæður urðu þess vald- andi, að sú breyting varð á, að hann innritaðist í Kennaraskóla Islands og iauk þaðan kennara- prófi vorið 1922. Um haustið réðst hann sem kennari I Breiðu vikurhrepp á Snæfelisnesi og kenndi þár næsta skólaár. Haustið 1923 er Halldór ráðinn kennari í Vestur-Landeyjum í RangárvaUasýslu og er þar kennari til ársins 1927, en þá ræðst hann sem skólastjóri að Reynis- og Deildarárskóla í Vestur-SkaftafeHssýslu. Þar er Halldór skólastjóri til ársins 1934, en jafnframt skólastjóra- störfum er hann námsstjóri fyr- ir Vestur-Skaftafellssýslu árin 1929—34. Haustið 1934 tekur HaHdór við skólastjórn Fljóts- hlíðarskóla og því starfi gegn- ir hann til ársins 1948 er hann flytur búferlum til Reykjavíkur og ræðst sem kennari við Laug- arnesskólann. Þyngst á metun- um varðandi þá ákvörðun að flytja tU Reykjavíkur mun hafa verið, að með þvi gæti hann hvað bezt stutt dætur sinar til náms og þar með betur tryggt framtíð þeirra, skapað þeim betri sMlyrði til að öðlast þá menntun, sem hugur þeirra stóð til. Halldór var kennari við Laugarnesskóla aHt til ársins 1968 að hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Eftir að Halldór lét af störfum við Laugarnes- skóla stundaði hann einka kennslu heimafyrlr og á vorin var hann prófdómari við Árbæj- arskóla. Hér hefur aðeins verið í stór- um dráttum getið starfsferils Halldórs sem kennara og upp- alanda, starfsferils, sem nær yf- ir 46 ára tímabil. Ég held að ekki sé ofsagt, né á neinn haHað, þótt ég fullyrði að varla verði betur unnið á þessum stárfsvettvangi en Halldór gerðd, enda lagði hann sannarlega sál sína í þetta starf sem og allt annað er honum var til trúað. 1 hléum frá skólastörfum stund- aði Halldór ýmis störf, en sIíM hefur löngum verið nauðsyn barnakennurum á Islandi, eigi þeir að geta séð sér og sínum farborða, svo lágt sem laun þeirra hafa löngum verið metin að krónutölu. Þegar HaHdór var kennari í Vestur-Landeyjum, kynntíst hann eftirlifandi konu sinni, Katrínu Sigurðardóttur, dótt- ur merkishjónanna Sigurðar Snjólfssonar og Þórhildar Ein- arsdóttur, sem þá bjuggu að Ey í Landeyjum. Þau Halldór og Katrín gengu í hjónaband 20. júnl 1925, en sú ást og virðing, sem í upphafi leiddi tH að þess- ar tvær góðu manneskjur bund- ust tryggðum, entist þeim báð- um svo, að þar sannast orð skáldsins er segir: „En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið." Þau hjón eignuðust fimm dæt- ur, sem allar eru á lífi, Ingiríði, Þórhildi, Signýju, Sigrúnu og Oddnýju Dóru. Allar eru þær giftar og búsettar hér í borg og allar eru þær kennarar að mennt, en þrjár þeirra nú starf- andi kennarar hér í Reykjavík. Það er auðvelt hverjum og ein- um að leiða getum að því, hve gott það var bæði mér og öHum dætrum Halldórs að geta leitað tU hans, rætt við hann oig þeg- ið holl ráð varðandi kennslu- starfið og sannarlega þurfti þar enginn að gang^. bónleiður til búðar. Heimili þeirra hjónanna var og er okkur öUum, dætrum, tengdasonum, og barnabörnun- um átta talsins, sem okkar ann- að heimili. Það tengir þennan hóp saman óvenju sterkum fjöl- skylduböndum og mun þar mestu um hafa ráðið samheldni þeirra hjóna og umhyggja fyrir velferð okkar allra. Ég get ekki látið hjá líða er ég fátæklegum orðum minnist Halldórs Sölvasonar, að minnast á hve létt hann átti með að t Maðurinn minn, t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR STEFÁNSSON SÉRA SVEINN VfKINGUR frá Harðbak, Fjölnisvegi 13, sem andaðist annan Hvitasunnudag verður jarðsunginn frá andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 5. júní. Neskirkju fimmtudaginn 10. júní kl. 13,30 (hálf tvö). Jarðsett verður i Fossvogskirkjugarði. Fyrir hönd vandamanna Sigurveig Gunnarsdóttir. Margrét Siggeirsdóttir. t t klæða hugsanhr sÆnar búningi hins stuðlaða máls. Þessum hæB. leikum sínum hélt hann lítt á loft og þeir eru ekki margir sem fengu að lesa yfir ljóðin og vísurnar, sem hann átti í fórum sínum. Þegar ég hef lesið ljóð eða vísu, sem Halldór hefur ort, finnst mér ég ætíð finna bezt þá mannkosti, sem í honum hjuggu, því ljóðin hans eru sem spegHmynd af honum sjálfum. Þar kemur fram glettni hans og góðlátleg stríðni, umhyggja hans og ástúð. Þar er að finna heilræði og lífsviðhorf góðs manns, það heHbrigða lifsvið- horf, að það sé undir mannin- um sjálfum komið hvernig hon- um tekst að nýta áskapaða hæfi leika sjálfum sér og öðrum til góðs og þar með öðlast lífsham- ingjuna. Mér finnst þetta við- horf speglast greinHega í tveim vísum, sem Halldór sendi einum dóttursyni sínum, þá fyrri við fermingu, þá síðari við lok stúd entsprófs. Vaxa stöðugt varðar mestu, vera æ hinn sanni. Víst þarf til þess vit og festu að verða að nýtum manni. Að byggja traust er horskra háttur, hugann þjálfa störf við ný. Sannað er að mennt er máttur, en maðurinn st jórnar afli þvL Halldór. Það eina, sem ég get gefið þér í vegamesti inn í lönd eilífðarinnar er þökk fyrir árin, sem við áttum saman, þökk fyT- ir að mér var það gefið að fá að vera þér samvistum og fá að kynnast þér. — Ég mun ætíð minn ast þín er ég heyri góðs manns getið. Jón Arnason. Það er ekki ætlun min að skrifa æviágrip, tU þess munu aðrir verða. Aðeins örfá orð til þín kæri HaUdór. Það kemur fyrst í hug mér vor morgunn ein fyrir nokkrum ár- um, ég var að keyra þig tU vinnu. Þú hafðir fundið las- leika upp á síðkastið. Ég sagði við þig: „Þvi ertu ekM heima í dag HaHdór." Eftir stutta þögn kom svarið alvöru þrunginni röddu: „Maður verður að gera skyldu sína meðan maður get- ur." Þessum orðum gleymi ég aldrei. Tveim timum síðar varstu fluttur á spítala miMð veikur. Skilningurinn á því hvað væri að gera skyldu sína, hefur senni lega vaknað í hug þínum á t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför, Eyþórs Þorgrímssonar, Skarphéðinsgötu 16. Guð blessi ykkur öll. Anna Jónsdóttir Lilja Maria Eyþórsdóttir Hulda Ágústsdóttir Rögnvaldur R. Gunnlaugsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi FRIÐSTEINN JÓNSSON veitingamaður, Hjarðarhaga 19, lézt af slysförum 6. jún! siðastliðinn. Lóa Kristjánsdóttir, böm, tengdaböm og barnabörn. t Móðir mín og t rngdar óðir s JÓHANNA KRISTJANSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, lézt að morgni 7. júní. Berta og Gunnlaugur Snædal. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐJÓN JÓNSSON Hringbraut 74, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 9. júní kl. 13.30. Gróa Guðnadóttir, böm, tengdaböm og barnabörn. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur vin.'rhug við andlát ERNU MCKESSON, John A. McKesson III, Sigríður Sigurðardóttir, John McKesson IV., Þórunn Hallgrímsson, Arma og Sigurður Guðmundsson. t Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, systur, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðfinnu Magnúsdóttur, Þórustig 4, Ytri-Njarðvík. Júlíus Vigfússon Karólina Júlíusdóttir Árni Júliusson, systkinl, tengdabörn, barnaböra og barna- barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.