Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JONl 1371
Fleiri flugfélög
lækka fargjöld
Ekki þörf á viðdvöl á íslandi,
segir Pan Am í auglýsingu
Sætaframboð Loftleiða nú of
mikið, segir blaðafulltrúinn
rORBABAMENN Loftleiða hafa
enn ekki tekið ákviirðun um
hvernig: þeir ætia að breffðast við
farg-jaldalækkun flugffélaganna
Sabena og Pan Am á leiðinni
yfir Norður-Atlantshaf, en þessi
féiög bjóða nú námsmönnum far
frani og til baka fyrir 59 dollara
læsra verð en 45 daga fargjöld
Loftleiða á leiðinni New York
— Luxemborg — New York. I
auglýsingunni um lækkunina,
sem Pan Am sendi út í Banda-
rikjunum í gær, segir m.a.: „Eng
in viðdvöl á íslandl, engir Ieigu-
flugsskilmálar svo engin hætta
er á að verða skilinn eftir með
ólöglegum leigruflugshóp, hvorld
hér né i Evrópu." I gær bárust
fréttir um að franska flugrfélagrið
Air France bjóði nú sams konar
fargjaldalækkun, ekki aðeins fyr
ir námsmenn heldur fyrir allt
ungt fólk á aldrinum 15—25 ára.
— Við vitum ekki nógu mikið
um þetta mál til þess að geta
sagt nokkuð um það hver við-
brögð Loftleiða verða, en stjórn
Loftieiða fylgist mjög vel með
framvindu þessa máls, sagði Sig
urður Magnússon, blaðafulltrúi
Loftleiða í viðtali við Mbl. — Al-
freð Elíasson framkvæmdastjóri
er nú í New York og mun þar
kanna þetta mál frekar, þótt
ferð hans hafi reyndar verið á-
kveðin áður en þetta mál kom
ttt.
— Af fréttum, sem okkur hafa
borizt um Air Franee sést að boð
félagsins á ekki aðeins við um
námsmenn heldur ungt fóik al-
mennt á aldrinum 15—25 ára og
þar er hægt að fá farbeiðni stað-
festa með allt að viku fyrirvara,
en hjá Pan Am er fyrirvarinn
aðeins 3 dagar. Er nú sennilegt
að önnur félög fari að bjóða
sömu kjör og er þá auðsætt að
Loftléiðir verða að gera einhverj
ar ráðstafanir til að félagið verði
áfram samkeppnishæft.
Aðspurður hvað hæft væri í
því að hundruð farþega, sem
pantað höfðu far með Loftleið-
um hefðu afpantað síðustu daga,
sagði Sigurður að minna væri
hæft í því en sögusagnir hermdu.
Aftur á móti væri það reynsla
undanfarinna ára að fyrst eftir
að haekikuð sumarfargjöld gengju
i gildi drægi jafnan úr farþega-
fjölda — og væri útlit fyrir að
það sætaframboð, sem Loftleið-
ir hefðu ákveðið fyrir fyrri hluta
júni væri of mikið miðað við eft-
irspum.
Fjölbreytt hátíðarhöld voru í Hafnarfirði á sjámannadaginn og var þessi mynd teldnn er kapp-
róður stóð yfir. Á morgun verður sagt frá hátíðarhölduni sjó- mannadagsins á nokkrum stöð-
uni úti á land. (Ljósm. Kr. Ben.)
ítarleg rannsókn á
N - Atlantshaf sþorski
Alþjóðleg nefnd skipuð
ÁKVEÐIN hefur verið stofnun
alþjóðlegrar nefndar til að gera
úttekt á ölltim þorskstofnum á
Norður-Atlantshafi og mun hún
taka til starfa á þessu ári. Var
ákvörðun þessi tekin á ársfundl
NV-Atlantshafsnefndarinnar,
sem haldinn var í Hallfax í síð-
ustn vikn, en þar voru menn
mjög uggandl vegna fjölgunar
hinna stóru veiðiskipa sem sótt
geta langt og auðveldlega flutt
sig milli miða, þegar aflinn á
einum stað minnkair. Mirn NV-At
lantshafsnefndin og Alþjóða haf-
rannsóknaráðið hafa samvinnu
um skipun þessarar nefndar.
Fékk Mbl. þessar upþlýsingar
lijá Jóni Jónssyni forstöðumanni
Hafrannsóknastof n 11 nari n nsvr en
hann sat fundinn.
Eins og fram kom I Mbl. s.l.
sunnudag var ákveðið á fundin-
Afpantanir meiri
en venja er til
- segir Sigurður Helgason,
forstjóri Loftleiða í New York
MORGUNCLAÐIÐ átti i gær-
kvöldi símtal við Signrð Helga
son, forstjóra hjá Loftleiðum
í New York, vegna fargjalda-
lækkana Sabena og Pan Am.
Sigurður sagði, að afpantan-
>r með Loftleiðum væru nú
rneiri en venja væri til, en
kvað það ekld enn iiggja fyr-
ir hversu mikil áhrif far-
gjaldalækkanir Sabona og
Pan Am hefðu . því sambandi
og því ekki unnt að nefna
nednar tölur.
„Málið er ekki komið á al-
variegt stig ennþá“, sagði
Sigurður Heligason, „og af-
pantanir eru ekki almennar."
Hann kvaðst búast við því,
að fleiri og fiieiri flugfélög
tækjoi upp lægri fargjöld fyr-
ir nemendur og ungmenni
eins og tvö fyrrnefndu félög-
in og þegar svo væri komið
yrði um alvarlegt vandamál
að ræða fyrir Loftleiðir.
Siguröur Helgason sagði,
að forráðamenn félagsins
fylgdust rækilega með þróun
inni og myndu grípa til við-
eigandi ráðstafana ef með
þyrfti.
Hann kvað þessa fargjalda
lækkun aðallega vera stefnt
að leiguflugfélögunum sem
fyrst og fremst tækju far-
þega frá áætlunarflugfélögun
um. „En við fáium að fljóta
með eins og kemur fram í
auglýsingu Pan Am u,m lágu
fargjöldin þar sem segir, að
ekki þurfi að hafa viðkoanu á
Islandi til að njóta þeirra,"
sagði Sigurður Helgason.
um að takmarka ýsuveiðar á mið
um suðvestur af Nova Scotia.
Sagði Jón Jónsson i viðtali við
Mbl. að mjög væri nú gengið á
ýsustofnana á þessum slóðum,
þeir hefðu ekki þolað aukna
veiði alþjóðlegra fiskiskipa á síð-
ustu árum. 1 fyrra voru settar
veiðitakmarkanir á svokölluðum
George-banka, djúpt úti af Bost-
on og veiðin takmörkuð við 12
þúsund tonn, en það var ekki
nóg og á fundinum nú var hún
takmörkuð við 6 þúsund tonn á
ári. í>á hefur friðun hrygningar-
svæða verið aukin. Jón sagði að
þessar veiðitakmarkanir hefðu
enga hagnýta þýðingu fyrir Is-
land, þar sem Islendingar sæktu
ekki á þessi mið og ekkert sam-
band væri milli þessara ýsu-
stofna og ýsustofnsins við Is-
land, þótt þeir væru sömu tég-
undar.
SÍLDIN
Á fundinum kom fram að sild
arstofnanimir á Nýfundnalands-
miðum hafa mjög látið á sjé og
er óttazt um framtíö síldveiða
þar. Bandaríkin og Kanada lögðu
til að reynt yrði að komast að
samkomulagi um einhvern kvóta
í sambandi við síldveiðarnar en
þar sem fundurinn taldi að ekki
lægju fyrir nægilega góðar upp-
lýsingar um síldina var ákveðið
að fresta frekari ákvörðunum til
næsta aukafundar nefndarinnar
sem haldinn verður í janúar. Er
reiknað með að á næsta ári verði
mögulegt að setja heildarkvóta
um sildveiðar á þessu svæði og
siðan verði reynt að setja kvóta
fyrir hverja síldveiðiþjóð og í
því sambandi tekið tillit til sögu-
legs réttar þjóðanna.
LAXINN
Kanadamenn lögðu á fundinum
fram tillögu um að minnka lax-
Sveinn Víkingur látinn
SR. SVEINN Víkingur andaðist
í Landakotsspitala sl. laugardag
75 ára að aldri. Hann var fædd-
ur 17. janúar 1896 a? Garði í
Kelduhverfi. Foreldrar hans
voru Grimur Þörarinsson bóndi
þar og kona hans Kristjana G.
Kristjánsdóttir.
Sr. Sveinn lauk stúdewtsprófi
1917 og guðfræðiprófi frá Há-
skóla Islands 1922. Sama ár var
hann vigður aðstoðarpresfur í
Skinnastaðapresitakalli, og þjón-
aði þar og síðar Þóroddsstaða-
prestakaili til 1926, er hann var
skipaður prestur að Dvergasteini
við Seyðisfjörð. Árið 1942 er sr.
Sveinn svo skipaður biskupsrit-
ari og gegndi því starfi til 1959.
Auk þess starfaði hann í ýms-
um nefndum, aðaJTega er vörð-
uðu málefni kirkjunnar. Þá var
hann forseti SáTarrannsóknafé-
lags ísiands um árabil.
Sr. Sveinm Víkinigur vann mik-
ið að ritstörfum og hafa alknarg
ar bækur koanið út eftir hann
auk þess sem hann skrifaði
ifjölda greina í blöð og timarit.
Þá þýddi hann fjölmargar bæk-
ur og var þjóðkunmiur útvarps-
fyrirlesari. Kvæmbur var sr.
Sveinn Sigurveigu Gunnarsdótt-
ur frá Skógum í Öxarfirði, og
lifir hún mann sinn.
veiðikvótann við Grænland um
20% frá því magni, sem ákveð-
i« viar í fyrra að leyfilegt skykii
að veiða, en það magn var miðað
við aflamagnið 1969. Var tillaga
Kanadamanna felld, en tillaga
Dana um óbreyttan kvóta sam-
þykkt. Islendingar greiddu at-
kvæði á móti tillögu Dananna á-
samt Bandarikjamönnum og
Rússum. Benti Jón Jónsson á
að atkvæðagreiðsla íslands hefði
þarna verið í samræmi við stefnu
fslands í sjólaxveiðimálum yfir-
leitt.
Sjálfboða-
liða vantar
á kjördag
Á KJÖRDAG vantar D-listann
fól'k til margvistegra sjálfboða-
starfa. Sérstakílega vantar fóik
til starfa sem fúffltrúar listans I
kjördeffldMm, auk margvfeáegia
annarra starfa. Þeir sem vilja
leggja D-Iistanum lið mieð starfá
kröftum sinum á kjördag, eru
vinisamtegaist beðnir að hafa
samband við skrifstofu fuffltrúa-
ráðisins í Valhöll í sSma 10071
og skrifstoifur hverfasamtak-
anina.
D-listann vímtar einniig fjöftda
bifreiða til aksburs frá himwn
ýmsu bifreiðastöðvum DJistans
á kjördag. Skráninig fer fraim í
stíima 10071 og á skrifstofum
hverf iasamtakanna.
Skátamót
leiðrétting
1 FRÉTT af skátamótuim i
sunnudagsMaði varð prentviiEa í
dagsetningu móts Birkibeina. —
Það verður haldið 13.—15. ágúst
að Bringum I Mosfellssveit.
D-listann vantar
bíla á kjördag
MORGUNBLAÐIÐ sneri »ér í
gær til Víglundar Þorsteinsson-
ar framkvæindast.jóra Fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Rvík,
og innti hann eftir því, hvernig
gengi að fá bíla til aksturs á
kjördag. Það koma fram, að enn
vantar bíla, en skráning fer
fram í Valhöll við Suðnrgötu I
simum 10071 og 10067.
Víglundur sagði, að það væru
eLndregisn tilmæJi tM stuðnings-
manna D-listans í Reykjavík, að
aMir þeir, sem hefðu yfir biifreið-
um að ráða aðstoðuðu við afcstíxrr
á kjördag. Bn jafntframt væci
þeirri áskorun beint til kjó®-
enda D-Iistana að þeir færu á
kjörstað, án þess að notá sér
bílaþjónustuna. Ljóst væri að
Muti kjósendia, aidraðir og þeir
sem langt ættu að fara, þyrfti
á bílaþjóniuisitunni að halda. Það
væri hins vegar ekki unnit að
haida þeirri þjónutsbu uppi, nema
allir biileigendiur úr röðum stuðn-
iingsmanna legðust á eitrt.