Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JljNl 1971 13 kvaemdætjóri, að tjónið hefði orðið við það, að bifreiðin rann á hálku, og hefði tryggmgarfélag ið ekki viljað bæta það. Nokkrum dögum aeinna fékk ég í póstinum ljósrit af trygg- ingarskírteminu eins og það var orðað í bréfi sem fylgdi. Til fróð leiks er hér birt mynd af þessu ijósrit. Hvers konar afrit það er, er þó fsnemur óljóst. Að vísu er á það ritað stórum stöfum COPY, en dagsetningin er 17. nóvember 1970, þ.e. eftir fund- inn. 1 öðru lagi má greina, að við útfyllingu eyðublaðsins hef ur upphæð söluskatts verið breytt úr kr. 964 í kr. 657. Seinmi talan svarar til söluskatts prósentunnar eins og hún hafði verið snemma árs 1969, en yfir strikaða talan svarar til sölu- skatts 1970. Yfirstrikaða talan kemur undarlega fyrir sjónir á þessu plaggi, hvort sem það á að heita afrit eða eftirrit af tryggingarskírteini frá 1969. Ég hygg, að lesendur muni vera mér sammála um, að í þessu máli sé sitthvað sem enn þurfi skýringa við. * ORÐ í SÍMA TÖLUÐ Simakostnaður rarunsókna- ráðs árið 1969 varð 88312 krón- ur. Af þeim kostnaði er auðvitað aðeins unnt að kanna símtöl og símskeyti sem sérstakir reikn- ingar eru fyrir. Ber þar mikið á reikningum, sem lítt virðast sinerta rannsóknaráð, þótt fram- kyæmdastjóri hafi með áritun staðfest, að þeir ættu að greið- ast af ráðinu. Þar á meðal eru fjöldamörg símtöl sem fram- kvæmdastjóri hefur átt við ýmsa menn á Vestfjörðum, heilla- skeyti og samúðarskeyti frá framkvæmdastjóra, símtöl og skeyti til vina og ættingja er- lendis o.s.frv. Hæsta upphæðin er vegna símtals við nákominn ættingja í New York, kr. 2464; aðrar upphæðir eru yfirleitt miklu lægri. í athugasemdum ríkisendur- skoðunar var gerð fyrirspurn um 105 símareikninga að upp- hæð kr. 25162. f svari sínu taldi framkvæmdastjóri að 69 reikn- inganna gætu tilheyrt sér og bauðst til að endurgreiða kr. 7017. Féllst ríkisendurskoðun á þá upphæð, og má telja þann úrskurð eðliiegan eftir atvikum. Hins vegar virðist hlutur Surts- eyjarfélagsins ekki hafa verið athugaður sem skyldi, því að eftir standa reikningar að upp- hæð kr. 7451, sem beinlínis eru merktir Surtseyjarfélaginu, með símnefni félagsins eða á annan hátt. Öllum er ljóst, að símakostn- aður verður aldrei aðgreindur í smáatriðum. Enginn myndi t.d. gera þá kröfu til framkvæmda- stjóra, að hann héldi tölu yfir persónuleg símtöl innanbæjar, enda geta auðvitað komið á móti önnur símtöl, sem hann verður að tala i heimasíma sinn í þágu ranmsóknaráðs. En skeyti og langlinusamtöl er auðvelt að að- greina (jafnvel eftir tilkomu sjálfvirku stöðvanna), eins og framkvæmdastjóranum mun kunnugt um, því að þess eru dæmi að símtöl úr heimasíma hans séu eftir beiðni til lands- sámans réttilega færð til gjalda á símanúmer rannsóknaráðs. Ekki eru öll kurl komin til grafar í sambandi við símakostn aðinn, og verður vikið að því síðar. * ÞÓKNANIR FYRIR AUKASTÖRF Eins og fram hefur komið í dagblöðum, gerði ríkisendurskoð un athugasemd við það atriði í néikningum rannsóknaráðs, að þóknanir fyrir aukastörf (færð sem nefndarlaun) höfðu átt sér stað án heimildar ráðuineytis. Greiðslur þessar, sem heimild vantaði fyrir, voru að upphæð 295 þúsund, þar af kr. 125000 til framkvæmdastjóra. Greiðsl- úfnar til framkvæmdastjóra skiptust þannig, að 10 þúsund féllu á árið 1967, 60 þúsund á árið 1968 og 55 þúsund á árið 1969. Ég vil taka fram, að ég sé enga ástæðu til að efast um, að greiðslur þessar hafi verið réttmætar, þótt greinargerðir fyrir sumum liðum séu ófull- komnar. Hitt þykir mér furðu- legt, að heimilda skyldi ekki leitað fyrir greiðslunum á sín- um tíma, svo sjálfsagt sem það var. Slík vinnubrögð geta vald- ið tortryggni eftir á, ekki sízt ef það kemur í ljós, að óhreint mél sé annars staðar í pokanum. í athugasemdum rikisendur- skoðunar um tilteknar auka- greiðslur er á það bent, að fram kvæmdastjóra rannsóknaráðs hafi í árslok 1969 verið greiddar kr. 60000 fyrir ómælda eftir- vinnu, með siama hætti og ýms- um öðrum forstöðumönnum rík- isstofnana. Eins og flestum mun kunnugt, var forsendan fyrir þessum greiðslum sú, að for- stöðumenn rikisstofnana hefðu margir hverjir orðið að leggja á sig mikla yfirvinnu, án þess að geta fengið hana greidda, og væru þeir því að þessu leyti í verri aðstöðu en undirmemn. í svari sínu gerir fram- kvæmdastjórinn grein fyrir því, hvers vegna aukagreiðslumar megi teljast óviðkomandi þeirri ómældu eftirvinnu, sem greidd var í lok ársins. Fyrsta rök- semdin (af þremur) er sú, að ekkert hafi verið vitað um þessa 60 þúsund króna greiðslu, þegar samið var um greiðslu fyrir aukastörf fyrr á árinu. Af þessu mætti ráða, að 60 þúsundirnar hafi komið óvænt og óumbeðið. Svo virðist þó ekki vera, því að í menntamálaráðuneytmu hef ég fengið þær upplýsingar, að framkvæmdastjóri rannsókna- ráðs hafi ekki verið i hópi þeirra forstöðumaama, sem greiðslu áttu að fá í árslok 1969 samkvæmt upphaflegri ákvörð- un yfirvalda. Ólafur Björnsson, prófessor: Vandamálin á komandi hausti í KOSNINGABARÁTTU þeirri, scm nú er háð, hefir talsveit bor- ið á góma efni framsögúræðu fyrir frv. um hagstofmun laun- þegasamtakanna, sexn ég flutti snemima í febrúar sl., en umrætt frv. flutti ég ásamt Karli Guð- jónssyni alþm. Ég sé að vísu eGski ástæðu til þess að hvika £rá neinu sem þar var sagt, en til þess að fyrir- byggja frekari missikiininig á sumu, . sem ég þá sagði en ég hefi þegar orðið var við, tel ég rétt að taika fram það sem hér fer á eftir. Vandim.n, sem við blasir er stjómimálalegs eðlis, en ckki tæknilegs í þeirn skilningi, að ekki séu til nein úrræði, sem fái efnahagsdæmið til þess að ganga upp. Eins og góður og gegn gamall nemandj miinin, Gunnar Tómasson, komist að orði í viðtali við Mbl. á dögunum þá stendur hagfræðin fyrir sínu, þannig að margvíslegar tillögur er hægt um það að gera, hvaða Skilyrðum þurfi að fullnægjatil þess að efnahagSkerfið megi hald ast í sæonilegu jafnvægL Vand- iim er hins vegar sá, að fá nægi- lega samstöðu hagsmunausamtak- anna og ríkisvaldsins um hugs- anleg úrræði. Það sem mestu máli sldptir varðaindi lausin vandans, sem við biasir á komandi hausti, eru auð vitað niðuristöður þeirra kjara- samninga er þá verða gerðir. Ólafur Björnsson. Eins og fram hefur komið í op- inberum umræðum um þessi máil', þá væri það vinmandi veg- ur, að öllu óbreyttu, þar á með- al grunmíkaupi, að halda verð- stöðvuninaii áfram um nokkurt skeið. Ein eins og ég hefi áður sagt, þá heíi ég ekki trú á því, að kaupgjaldsþróunim haldist innan þeirra marka, að unnt verði að halda áfram verðstöðvun í svip- aðri mynd og nú er. Byggi ég þetta bæði á fenginni reyinislu og þvi, að einhver alvara hljóti að fylgja þeim yfirlýsingum, sem gefnar hafa verið í þesau efni af hálfu vedkalýðssamtakanna. En óvæntir hlutir geta auðvitað alit af gerzt og bæri því auðvitað að fagna, ef sú yrði raunin á nú. En ef verulegar nýjar verðhækk anir verða innanlands, eru minni iíkur á því en noikkru sinni fyrr, að sá vandi verði leystur með nýrri gengislækkun. Hefi ég áð- ur leitt að því rök, sem ekki skulu endurtekin hér. Hins veg- ar má engan vegiinn draga þá ályktun af því, sem ég hefi hald- ið fram, að verðstöðvunjin, sem lögfest var á síðastliðnu hausti, hafi verið fyrir gýg. Þau vanda- mál, sem skapast, þegar henná lýkur, eiru vissulega stór, en þau hefðu verið etnm stærri, og það til mikilla muna, ef sú ráðstöfun hefði ekki verið gerð. Það má heldur ekki draga þá ályktun af ótrú mimni á því að halda áfram á gengislækkunar • brautinmi, að í því felist játniaiig á þvi, að gengislækkunin 1968 hafi verið mistök. Vissulega var hún neyðarúrræði, ekki síztmeð tiiiiti til þess, hve skammt var liðið frá síðustu gengisfellingu, en þær ráðstafanir sem gerðar voru í lok ársims 1968 náðu þó í meginatriðum þeim tilgangi, að koma atvinnulífinu upp úr þeim öldudal, sem það var þá í. Og víst er um það, að hvorki í her- búðurn stjórnarandstæðinga né stjórnarsinna sikutu þá upp koll- inum neinar aðrar tillögur um úrræði, sem hægt var að taka alvarlega. ★ FERÐAKOSTNAÐUR OG RISNA Ferðakostnaður og risma rannsóknaráðs, sem samandreg- in eru í einn lið í reikningsyfir- liti, námu 1 milljón og 30 þús- und krónum árið 1969. Þessi ótrúlega upphæð sundurliðast þannig: Erlendur ferðakostnaður 548 þús., þar af 239 þús. í dagpen- inga. Inrilendur ferðakostnaður 284 þúsund, þar með talinn kostnað- ur vegna jarðefnaleitar. Risna 198 þúsuncL (Til samanburðar má geta þess, að á sama ári nam ferða- ‘ V Mt f>íd«S ; ílfVKJAVIK Vér híílum þá ánægju aS fAS«tUTor«VI»ieH «■ ttAtóiSí <tag 1 BiSjum vér ySur virwemlég* «5 koma * skrHttafu vora nú þoflor, ■09 ««•«», se«»r*amW*kr. **9' 41 7* 00 *3a sendft ©ss groíösiu, ofi munum vér þé OWái yOur sklrtfllniQ um tufc!. . || Fylgiskjalið vegna húftryggíngar á bifreið rannsóknaráðs kostnaður fjármálaráðuneytisiins um 900 þús. kr. en risnan 90 þús. kr. og hjá flestum ráðuneyt um munu tölumar lægri). Jiú er það ekki svo, að þessi kostnaður dreifist á meðlimi rannsóknaráðs, 21 talsins, því að fæstir þeirra koma þar við sögu að heitið geti. Hitt er heldur ekki' rétt, sem einhverjir háfa haldið fram, að kostnaðurinn allur skiptist á tvo menn, fram- kvæmdastjóra ráðsins og for- mann framkvæmdanefndar. Til þess að enginn sé hafður fyrir rangri sök í þessu máli, er rétt að skýra frá því, að af ferða- kostnaði framkvæmdastjóra ut- anlands árið 1969 greiddi rann- sóknaráð kr. 141832, þar af kr. 80958 í dagpeninga. Af ferða- kostnaði formanns framkvæmda nefndar erlendis árið 1969 greiddi ranmsóknaráð kr. 136895, þar af .kr. 69482 í dagpeninga. Af ferðakostoaði ráðsina vegna utanferða (kr. 548 þús.) hefur því réttur helmingur verið vegna ferða þessara tveggja manna. Hinn helmingurimn skipt ist á fimm menn aðra. Um risnuupphæðina, 198 þús- und, ætti ekki að þurfa að fjöl- yrða, þar sem talan sjálf er nægilega lýsandi. Þó má geta þess, að hún er samsett úr 72 reikningum. Af þeim eru 56 hót- elreikningar (aðallega veitinga- ar), 4 reikningar fyrir heimboð hjá framkvæmdastjóra og 12 reikningar aðrir (þar á meðal einn fyrir veiðileyfi, kr. 13950). Til þess að skýra ferðakostn- að raimsóknaráðs hafa fram- kvæmdastjóri og formaður fram kvæmdanefndar látið nægja að sundurliða hann í lægri tölur og réttlæta hverja ferð fyrir sig. Þetta er hliðstætt því, að einstaklingur, sem lifði um efni fram, teldi það sér til réttlæt- ingar, að hverri upphæð væri varið til gagnlegri hluta. Eftir stendur sú staðreynd, að upp- hæðin í heild ex ol há. ★ FJÓRVÍB FJÁRHAGS- ÁÆTLUN Þá er komið að spurning- unni: Hvernig rúmast allur þessi ferðakostnaður og risna imnan fjárhagsáætlunar rann- sóknaráðs? Þessi spuming var reyndar sett fram af sjálfum for manni ráðsins, menntamálaráð- herra, þegar ég ræddi málið við hann í nóvember sl. Svarið er deginum ljósara: Fjárhagsáætlanir framkvæmda- nefndar rannsóknaráðs eru svo lausar í reipunum, að innan þeirra er rúmt athafnasvið. Sem dæmi mætti taka fjárhagsáætlun ina fyrír 1971, sem lögð var fyr- ir ráðið á sl. ári (eftir að fram- kvæmdanefndin hafði afgreitt áætlunina til ráðuneytis). Lang- stærsti liður áætlunarinnar hét einfaldlega „ýmsav rannsóknir", og var ekki nánar skýrgreindur. Sá liður nam 2 milljónum króna (sléttum). Loks má geta þess, að á fundi ráðsins 18. maí sL lagði fram- kvæmdanefnd fram viðbótartil- lögur um ráðstöfun fjárveiting- ar fyrir 1971. Kom þá í ljóa, að útgjöld höfðu farið fram úr áætl un og skuldir safnazt, að upp- hæð 1 milljón og 60 þúsund krónur. Fjárhagsáætlunin hefur sem sé fjórðu víddina lika: hún er teygjanleg i tímanum. ic HÖLL SUMARLANDSINS í reikningum rannsóknaráðs er ýmislegt sem bendir til þess, að sparsemi sé ekki sterkasta hlið þeirra, sem með fjármálin fara. í fylgiskjölum frá 1969 er t.d. víða að finna reikninga, sem merktir eru „vegna hornherberg is“. Er þar átt við herbergi sem innréttað var í Atvinnudeildar- húsinu sem skrifstofuherbergi fyrir starfsmann á vegum ráðsS- ins. Þegar ég iagði saman alla þá reikninga, sem ég fann og merktir voru á þennan hátt, tald ist mér svo til, að kostnaðurinn við innréttinguna hefði orðið 171 þúsund krónur’ I þessari upp- Framhald á Ms. W. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.