Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNl 1971 Fleiri f lugf élög lækka fargjöld Ekki þörf á viðdvöl á íslandi, segir Pan Am í auglýsingu Sætaframboð Loftleiða nú of mikið, segir blaðafulltrúinn rOBRABAMENN Loftleiða hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvernig þeir ætla að bregðast við fargjaldalækkun flufffélaganna Sabena og Pan Am á leiðinni yfir Norður-Atlantshaf, en þessi félöff bjóða nú námsmönnum far fram og til baka fyrir 59 dollara lægra verð en 45 daga farffjöld Loftleiða á leiðinni New York — Luxemborg — New York. f auglýsingnnni um lækkunina, sem Pan Am sendi út í Banda- rikjunum í gær, segir m.a.: „Eng tn viðdvöl á fslandi, engir leigu- flugsskilmálar svo engin hætta er á að verða skilinn eftir með ólöglegum leigiiflugshóp, hvorki hér né í Evrópu." f gær bárust fréttir um að franska flugfélagið Alr France bjoðl nú sams konar fargjaldalækkun, ekki aðeins fyr Ir námsmenn heldur fyrir allt ungt fólk á aldrlnum 15—25 ára. — Við vitum ekki nógu mikið «m þetta mál til þess að geta sagt nokkuS um það hver við- brögð Loftleiða verða, en stjórn Loftleiða fylgist mjög vel með framvindu þessa máls, sagði Sig urður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða í viðtali við Mbl. — Al- freð Elíasson framkvœmdastjóri er nú i New York og mun þar kanna þetta mál frekar, þótt ferð hans hafi reyndar verið á- kveðin áður en þetta mál kom tíi. — Af fréttum, sem okkur hafa borizt um Air France sést að boð félagsins á ekki aðeins við um namsmenn heldur ungt fólk al- mennt á aldrinum 15—25 ára og þar er hægt að fá farbeiðni stað- festa með allt að viku fyrirvara, en hjá Pan Am er fyrirvarinn aðeins 3 dagar. Er nú sennilegt að önnur félðg fari að bjóða sömu kjör og er þá auðsætt að Loftleiðir verða að gera einhverj ar ráðstafanir til að féiagið verði áfram samkeppnishæft. Aðspurður hvað hæft væri i því að hundruð farþega, sem pantað höfðu far með Loftleið- um hefðu afpantað siðustu daga, sagði Sigurður að minna væri hæft í því en sógusagnir hermdu. Aftur á móti væri það reynsla undanfarinna ára að fyrst eftir að haefcfkuð sumarfargjöld gengju i gildi drægi jafnan úr farþega- fjölda — og væri útlit fyrir að það sætaframboð, sem Loftleið- ir hefðu ákveðið fyrir fyrri hluta júní væri of mikið miðað við eft- irspurn. Fjölbreytt hátíðarhöld voru í Hafnarfirði á sjámannadaginn og var pessi mynd tekinn er kapp- róður stóð yfir. Á morgun verður sagt fra hátiðarhöldum sjó-mannadagsins á nokkrum stöð- um úti á land. (Ljosm. Kr. Ben.) Itarleg rannsókn á N-Atlantshafsþorski Alþjóðleg nefnd skipuð AKVEÖIN hefur verlð stofnun alþjóðlegrar nefndar til að gera úttekt á öllum þorskstofnum á Norður-Atlantshafi og mun hún taka til starfa á þessu ári. Var ákvörðun þessi tekin á ársfundi NV-Atlantshafsnefndarinnar, sem haldinn var i Halifax í síð- ustu vikn, en þar voru menn mjög uggandi vegna fjölgimar hinna stóru veiðiskípa sem sðtt geta langt og auðveldlega flutt sig1 milli ruiða, þegar aflinn á einum stað minnkar. Mim NV-At lantsihafsnefndin og Alþjóða haf- rannsóknaráðið hafa samvinnu um skipun þessarar nefndar. Fékk MbL pessar upþlýsingar hjá, Jóni Jönssyni forstöðumanni Hafrannsóknasitofnimarinnair en hann sat funditiii. Eins og fram kom í Mbl. s.l. sunnudag var ákveðið á fundin- r Afpantanir meiri en venja er til - segir Sigurður Helgason, forstjóri Loftleiða í New York um að takmarka ýsuveiðar á mið um suðvestur af Nova Scotia. Sagði Jón Jónsson i viðtali við Mbl. að mjög væri nú gengið á ýsustofnana á þessum slóðum, þeir hefðu ekki þolað aukna veiði alþjóðlegra fiskiskipa á sið- ustu árum. 1 fyrra voru settar veiðitakmarkanir á svokölluðum George-banka, djúpt úti af Bost- on og veiðin takmörkuð við 12 þúsund tonn, en það var ekki nóg og á fundinum nú var hún takmörkuð við 6 þúsund tonn á ári. Þá hefur friðun hrygningar- svæða verið aukin. Jón sagði að þessar veiðitakmarkanir hefðu enga hagnýta þýðingu fyrir Is- land, þar sem íslendingar sæktu ekki á þessi mið og ekkert sam- band væri milli þessara ýsu- stofna og ýsustofnsins við Is- land, þótt þeir væru sömu tég- undar. SÍLOIN Á fundinum kom fram að síld arstofnanirnir á Nýfundnalands- miðum hafa mjög látið á sjá og er óttazt um framtið síldveiða þar. Bandaríkin og Kanada lögðu til að reynt yrði að komast að samkomulagi um einhvern kvóta í sambandi við síldveiðarnar en þar sem fundurinn taldi að ekki lægju fyrir nægilega góðar upp- lýsingar um síldina var ákveðið að fresta frekari ákvörðunum tii næsta aukafundar nefndarinnar sem haldinn verður í janúar. Er reiknað með að á næsta ári verði mögulegt að setja heildarkvóta um síldveiðar á þessu svæði og síðan verði reynt að setja kvóta fyrir hverja síldveiðiþjóð og í því sambandi tekið tillit til sögu- legs réttar þjóðanna. LAXINN Kanadamenn lögðu á f undinum fram tillögu um að minnka lax- MOBGUNOLABIÖ áltí í gær- kvöldi símtal við Shfurð Helga son, forstjðra hjá. Loftleáðum í New York, vegna fargjalda- Iækkana Sabena og Pan Am. Signrður saeði, að afpantan- lr með Loftleiðum væru nú meiri en venja væri til, en kvað það ekki enn lifrsrja fyr- ir hversu mikil áhrif far- gjaldalækkanir SaÍMkUi og Pan Am hefðu : því sambandi og því ekki unnt að nefna nninar tölur. JMálið er ekki komið á al- varlegt stig ennþá", sagði Sigurður Heigason, Mog af- pantanir eru ekki almennar." Hann kvaðst bíuast við því, að fleiri og fleiri flugfélög tækju upp lægri fargjðld fyr- ir nemendur og ungmenni eins og tvö fyrrnefndu félög- in og þegar svo væri komið yrði um alvariegt vandamál að ræða fyrir Loftleiðir. SigpuroHir Helgason sagði, að forráðamenn félagsins fylgdust rækilega með þróun inni og myndu grípa til við- eigandi ráðstafana ef með þyrfti. Hann kvað þessa fargjalda lækkun aftaHega vera stefnt að leiguflugfélögunum sem fyrst og fremst tækju far- þega frá áætiunarfliigfélögun um. „En við fáum að fljóta með eins og kemur fram í augiýsingu Pan Am um lágu fargjöldin þar sem segir, að ekki þurfi að hafa viðkomu á íslandi til að njóta þeirra," sagði Sigurður Helgasofn. X-D Sveinn Víkingur látinn SR. SVEINN Víkingur andaðíst i Landakotsispítaia sl. laugardag 75 ára að aildri. Hann var fædd- ur 17. janúair 1896 að Garði í Kelduhverfi. Foreldrar hans voru Grímur Þórarinsson bóndi þar og kona hans Kristjana G. Kristjánsdóttir. Sr. Sveinn lauk stúdentsprófi 1917 og guðfræðiprófi frá Há- skóla Islands 1922. Saraa ár var hann vígður aðstoðarprestur í Skinnastaðaprestakallli, og þjón- aði þar og síðar Þóroddsstaða- prestakaili til 1926, er hann var skipaður prestur að Dvergasteini við Seyðisf jörð. Arið 1942 er sr. Sveinn svo skipaður blskupsrit- ari og gegndi þvi starfi til 1959. Auk þess starfaði hann í ýms- um nefndum, aðallega er vörð- uðu málefni kirkjunnar. Þá var hann forseti Sálarrannsóknafé- lags Isiands um árabii. Sr. Sveinn Víkinigur vann mik- ið að ritstörfum og hafa allmarg ar bækur komið út eftir hann auk þess sem hann skrifaði if jölda greina í blöð og timarit. Þá þýddi hann f jöimargar bsek- ur og var þjóðkunnur útvarps- fyrirlesari. Kvæntiur var sr. Sveinn Sigurveigu Gunnarsdótt- ur firá Skógum í Öxarfirði, og lifir hún mann sinn. veiðikvótann við Grænland um 20% frá því magni, sem ákveð- ið var i fyrra að leyfilegt skyldi að veiða, en það magn var miðað við aflamagnið 1969. Var tillaga Kanadamanna felid, en tillaga Dana um óbreyttan kvóta sam- þykkt. Islendingar greiddu at- kvæði á móti tillögu Dananna á- samt Bandaríkjamönnum og Rússum. Benti Jón Jónsson á að atkvæðagreiðsla íslands hefðl þarna verið í samræmi við steftnu Islands í sjólajcveiðimalum yfir- leitt. Sjálfboða- liða vantar á kjördag Á KJÖRDAG vantar D-iKstann fóik til margvisflegra sjáiÆboða- srtarfa. Sérstaktega vantar fólk til starfa sem fuMtrúar listans í kjördeildium, auk margvi^egim anncurra starfa. Þeir sem vilja leggja D-Iistanium Iið með starfe kröftuTn síniuni á kjördaig, eru vimisamfegast beðnir að hafa saimband við skrifstofu fuMtrúa- ráðsing í Valfiöll í síma 10071 og skrifsrtafur hverfasamtak- anna. D-listann vantar einnig f jðtda bifreiða til akstairs fra hinuim ýmsu biÆreiðastöðvum D-Iistans á kjördag. Skráninig fer fram í sírna 10071 og á sfcrifstofum hverfiissamtakanna. Skátamót leiðrétting 1 FRÉTT af skátamótium ( sunnudagisbJaði varð prentviílla I dagsetninigu mots Biridbeina. — Það verður haldið 13.—15. áigúst að Briragum í Mosfellssveit. D-listann vantar bíla á kjördag MORGUNBLAÐIB sneri sér í gær til Víglundar Þorsteinsson- ar framkvæmdastjóra Fulltrúa- raðs sjálfstæðisfélaganna í Rvík, og innti hann eftir því, hvernig gengi að fá bíla til aksturs á kjördag. Það koma fram, að enn vantar Wla, en skraning fer fram í Valhöll við Suðurgötu i símum 10071 og 10067. Vigliundur sagði, að það væru eindregin tiílm«Bli tifl stuðnings- manna D-liistans í Reykjavik, að aMir þeir, sem hefðu yfir biifreið- um að ráða aðstoðuðu við atesrtmr á kjördag. En jaifntframt væri þeirri ásfcorun beint til kjdsr- enda D-iistans að þeir færu á kjörstað, án þess að nota sér bílaþjóniustuna. Ljóst værl að Muti kjósendia, aldraðir og þeir sem lamgt æ*tu að fara, þyrfti á bílaþjónustunni að halda. Það væri hins vegar efkfci uihttt aS nalda þeirri þjóniuistu uppi, nema allir biieigendur úr röðum stuðn- imgsmanna legðust á ei*t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.