Morgunblaðið - 08.06.1971, Síða 2

Morgunblaðið - 08.06.1971, Síða 2
2 MORGUNBLAÐLÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 19T1 m Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra; Sýnum ekki innbyrðis sundr- ung í landhelgismálinu Hér á eftir fer ræða Egrgerts G. Þorsteinssonar sjávarút- vegrsmálaráðherra á sjómanna- ðaginn: Oft er sagt, að sjávarútveg- urinn sé undirstöðuatvinnuveg ur þjóðarinnar. Er þá átt við, að sjávarútvegurinn sjái fyrir meginhluta gjaldeyrisöflunar landsmanna og sé undirstaða hinna miklu efnahagsframfara þjóðarinnar á þessari öld. Má öhikað fullyrða, að Islending- ar hafi yfirburði yfir aðrar þjóðir í fiskveiðum og frum- vinnslu aflans, vegna nálægð- ar gjöfulla flskimiða, sérrétt- inda innan fiskveiðilögsögu og við löndun og vinnslu aflans og ekki sízt vegna reynslu og harðfylgi íslenzkra fiskimanna og fiskverkenda. Þrátt fyr- ir brýna nauðsyn þess, að renna stoðum undir aðrar stöðugri atvinnugreinar, verð- ur sjávarútvegur áfram, um næstu framtíð, grundvallarat- vinnugrein þjóðarinnar. Nauðsyn ber því til að hlúa að sjávarútvegi, efla og breikka enn grundvöll hans, svo að hann verði fær um að gegna sinu mikilvæga lykilhlut verki í þjóðarbúinu, sem hann getur gert. Um það markmið er alger eining, þött menn séu ekki á eitt sáttir með hvaða hætti því markmiði verði bezt náð. Menntun og þjálfun sjó- mannastéttar og þeirra, er vinna að vinnslu hráefnLs í landi er vafalaust eitt brýn- asta verkefni Islendinga í ná- inni framtið. Verður innan tíð- ar að gera störátak I þessum málum. Eru nú nýsett lög um fiskvinnsluskóla, aðeins byrj- unaráfangi, sem fylgja þarf eft ir með miklum þunga í fram- kvæmd. Uppbygging fiskiskipa stólsins hefur verið ör undan- farin ár og hefur nú svo sem kunnugt er verið samið um smíði á átta stórum skuttogur- um, auk annarra smærri. Verð- ur að líta á þessa þróun sem hvatningu til stærri átaka. Islendingar vona, að náttúr- an verði gjöful. Hinar miklu sveiflur í stærð fiskistofna, hafa mikil áhrif á afkomuna, svo sem síðastliðin vetrarvertíð sannaði. Til þess að öðlast þekkingu á orsökum og afleið ingum breytinganna á fiski göngum verður að auka haf- og fiskirannsóknir að mun. Þótt framlag tii þessara rann- sókna hafi tífaldazt á liðnum áratug, má betur ef duga skal. Sókn erlendra veiðiskipa hef ur farið minnkandi á undan- förnum árum og hlutdeild ís- lendinga í heildarveiðinni á Is- landsmiðum hefur aukizt. Jafn an verður þó að hafa i huga hættuna á vaxandi sókn vegna veiðileysis á öðrum hafsvæðum og síaukinni veiðitækni. Enn- fremur ber þess að gæta, að mikill hluti vertiðaraflans er af grænlenzkum uppruna og árgangurinn frá 1961, sem á mestan þátt i vertíðaraflanum undanfarin ár, hefur þegar skilað mestu af framlagi sinu til veiðanna. Ríkisstjórnin hef- ur öll þessi mál í stöðugri at- hugun, með það fyrir augum, að gera nauðsynlegar og full- nægjandi ráðstafanir til að vemda þá lífshagsmuni, sem hér er um að ræða. Öllum er nú eðlilega ofar- lega í huga hið mikla áfall, er þjóðarbúskapurinn varð fyrir við hrun Síldveiðanna. Ef svip aður aflabrestur ætti sér stað i þorskveiðum, yrðu afleiðing- arnar alvarlegri en nokkur orð fá lýst. Það verður því aldrei þolað og enigin ríkisstjórn myndi nokkurn tima líða, að grundvallarhagsmunum þjóðar- innar sé visvitandi stefnt I hættu. Þvert á móti er mark- mið allra íslendinga í landhelg ismálinu skýrt og ótvírætt hið gagnstæða. Islendingar vilja verndun fiskistofnanna, tryggja arðsemi þeirra, og aukna hlutdeild í veiðunum. Ekki er deilt um markmið, held ur leiðir. Það hefir lengi verið krafa Islendinga, að landgrunnsmið- in öll, séu innan íslenzkrar Eggert G. Þorsteinsson, fiskveiðilögsögu. Þeir munu einnig í næstu framtíð ná því markmiði. Við höfum næg önnur deilu- mál í innan- og utanrikismál- um flokka og manna á milli, þótt við búum ekki til deilu- mál úr þeim efnum, sem eng- ar deilur eru um, aðeins af þvi að alþingiskosningar standa fyrir dyrum. Við Islendingar eigum ekki að láta okkur henda að sýna í landhelgismálinu innbyrðis sundrung eða óeiningu, sem ekki er fyrir hendi. Enginn skyldi telja sig öðrum fremri, en allir í sókn. Gleðilega hátíð. Til sölu Chevy II. árgerð 1963, 4 cyl. 90 hö., beinskiptur, bifreiðin er nýsprautuð og yfirfarin. Chevelle, árgerð 1964, 6 cyl. 120 hö., beinskiptur, í góðu standi. Bifreiðarnar seljast skoðaðar. Verða til sýnis á verkstæði okkar, Sólvallagötu 79, næstu daga. BIFREIÐASTÖÐ STEIIMDÓRS SF.. simi 11588. *■ Miðvikudaginn 9. júní kl. 20.30 efna ungir Sjálf- stæðismenn til skemmtikvölds að Hótel Sögu. Dogskrð: t % 8x4 leysir vandann. Skemmliþáttur Ómare Ragnarssonar. • Einleikur á harmoniku. Grettir Björnsson. • Mannsævin á hálfri klukkustund. Trúbrot flytur tilbrigSi úr . . . lifun. • Nokkrir „5 aura“ brandarar. Ragnar Bjarnason og Hrafn Pálsson. • Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. leikur fyrir dansi til kl. 01.00. UNG 77/ sölu I. Ný 3ja herbergja íbúð með sérþvottaherbergi á hæð, teppalögð og með góðri sameign i Breiðholtshverfi. II. Vönduð 2ja herbergja íbúð með aukaherbergi i risi á skemmtilegum stað rétt við Miklatún. KAUPENDAÞ JÓNUST AN — FASTEIGNAKAUP Þingholtsstræti 15 — Sími: 10-2-20. Orlof húsmœðra I REYKJAVÍK, KÓPAVOGI OG HAFNARFIRÐI, verður að ‘s Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi í sumar. j, 5 hópar fara frá Reykjavík, 1 hópur frá Hafnarfirði og 1 frá Kópavogi. 1. orlofsdvölin er 29. júní til 7. júlí, á vegum Reykjavíkur • 2. — — 7. júlí — 15. júlí. — ^ '•• •' » • 3. — — 15. júlt — 23. júðí. — — 4. — — 23. júlí — 31. júlí. 5 — — 31. júlí — 10. ágúst, - — — 6. — — 10. ágúst — 20 ágúst, - — Hafnarfj. 7. — — 20. ágúst — 30. ágúst r — Kópavog$. Umsóknum til Orlofsnefndar húsmæðra i Reykjavik veitt.. móttaka frá og með 9. júni að Traðakotssundi 6, 2. þæd, r á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 3—5 f júní ,t og mánudögum kl. 3—4 í júlí, sími 12617. ■ Ath. auglýsingar í dagbókum blaðanna. nú og síðar. . : • : 1 vdjtijk ORLOFSNEFNDIRNARi -{ . •. • . i i .• -. K. *"■** .....—...... ....................;--------- ■;■'■i:■ ■ ti-:1 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.