Morgunblaðið - 08.06.1971, Page 5

Morgunblaðið - 08.06.1971, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JlJNf 1971 ___1 5-\ Fulltrúar gefei da viS hjartalínuritunartaekið Hjartavernd gefið h j artalínuritunartæki HINN 11. mai sl. afhenti stjórn Líknarsjóðs stúkunnar nr. 7, Þorkels mána I.O.O.F., Hjarta- vernd að gjöf hjartalínuritunar tæki af gerðinni Mingograf 34. Tæki þetta er hið vandaðasta og kostar um kr. 250 þúsund. Próf. Sigurður Samúelsson, formaður Hjartaverndar, veitti gjöfinni móttöku og þakkaði f.h. Hjartaverndar. Sagði próf. Sigurður að það værj mikil uppörvun í starfi fyr ir forréðamenn og starfsfólk Hjartaverndar að hljóta slíka stórgjöf. Framkvæmdastjórn Hjarta- verndar biður blaðið fyrir þakk ir til félagsmanna stúkunnar nr. 7, Þorkels mána I.O.O.F. (Frá Hjartavernd). Sýslunefnd Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu ver 1 millj. til nýbygginga STYKKISHÓLMI 26. MAÍ. — Aðalfimdiir sýslunefndar Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu var lialdinn í Stykkisliólmi dag- aiia 6. til 8. ntai sl. Á fiindinum voru mörg mál til afgreiðslli, m. a. varðandi vegamál, sant- göngiimál, flugvallarhyggingii. byggðasafn og siig.i Snæfellinga. Úr sýsluvegasjóði var ákveðið að verja um einni milljón króna til nýbyggingar í sýslunni og hálfri til viðhalds sýsluvega. Samþykkt var að vinna að því við menmamálaráðherra að Iðn- skóli Stykkishólms verði viður- kenndur sem annar iðnskóli Vesturlands og jafnframt vinna að því að fá fjárveitingu til efl- ingar starfi hans. Þá var sam- þykkt að vinná að því að hraðað, yrði fullnaðarrannsókn á virkj- unarskilyrðum við Hraunsfjarð- arvatn og virkjun verði reist þar ef hagkvæmt reynist. Þá lagði fundurinn ríka áherzlu á að unnið yrði að því að sölu- verð rafmagns verði hið sama um allt land. Þá lýsti fundurinn megnri óánægju yfir viðhaldi þjóðvega í sýslunni og skoraði á vega- málastjórnina að stórauka fjár- framlög til viðhaids vega i hér- aðinu. Þá lagði oddviti fram nýja skipulagsskrá fyrir Björgunar- skútusjóð Breiðafjarðar um leið og hann rakti gang björgunar- skútumálsins frá byrjun. Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá gerði grein fyrir útgáfu sögu héraðsins og gat þess að 4. bindið myndi íjalla um jarðfræði, gróðurfar og dýralif í sýslunni og hefðu færir menn tekið að sér ritun þess. Áætlun um tekjur og gjöld sýslusjóðsins var samþykkt með niðurstöðunni: 2.132.693,00 kr. Aðaltekjuliður er sýslusjóðs- gjald 1.446.000,00 kr. Helztu út- gjöld eru stjórn sýslumála 76 þúsund, menntamál 256 þúsund, heilbrigðismál 436 þúsund, at- vlnnumál 384 þúsund, til byggða- safns 100 þúsund. Loks var mikið rætt um nauðsyn þess að leyst verði úr þörfum aldraðs fólks í héraðinu fyrir dvalarstað til frambúðar og er mjög horft til aðstöðu í sjúkrahúsinu í S-tykkishólmi e-n þar hefur húsrými aukizt og öll aðstaða hin ákjósanlegasta. Hef- ur mál þefta verið rætt við stjórnendur sjúkrahússins og naun verða haldið áfram að vinna að þessu. Á fundin- um flutti Kristján Baldvins- son, sjúkrahúslæknir, erindi um heilsugæzlu i héraðinu, árangur krabbaimeinsrannsókna á sl. ári, og önnur mái se-m tilheyra starfi hans. Þá í'æddi hagm um ellii- og hjúkrunardeild við sjúkrahúsið og sagði frá gjöfum sem sjúkra- Þá beindi sýslunefndin þeirri eindregnu áskorun til yfirstjóni ar flugmála, að nú þegar yrði hafizt handa urn byggingu nýrr- ar flugbrautar við Stykkishólm samkvæmt teikningu, sem þegar hefur verið gerð. Sýslumaður, Friðjón Þórðarson, þakkaði fund armönnum göð störf og Sigurði Ágústssyni oddvita góða og röggsama fundarstjórn. 3RorrtmtMaii»íi margfnldnr markaö yðar AUGLVSINöASTOf* KBISTINAB l-=>- 7.14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.