Morgunblaðið - 08.06.1971, Side 15

Morgunblaðið - 08.06.1971, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971 15 „Vinstrivilla“ í hljóð- og sjónvarpi FLEST fáum við vitneskju okkar um heimsviðburðima, og mörg hugruyudir imi stjóm- mál af þvi að horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp. Það oem við venjulega höfum ekki hpgmynd uni er hve miklu af stjómmáLahleypidómum dag- skrárstjómendainna við erum að kyngja — ekki freteur e« við vitmn hvaða nfnura, hugsan lega hættuiegum, við erum að safna í líkama okkar þegar við leggjiun okkur til munns nú- ' tima fæðutegundir. Bæði í Bretlandi og Banda- rikjunum eru forst öðuimenn út- varps óháðir ríkisstjórnum (þó ekki á sama háitt), og þeir hreykja sér af heiðarleika og hlutleysi í fréttafliutnm.gi og dagisikrám um atburði Mðandi stundar. En í báðum þessum löndum hafa að undanfömu heyrzt háværar ásakanir um að dagskrárliðir þessir séu alls ekki í anda heiðarleika né htat leysis. í BandarSkjunum hefur Spiro Agnew varaforseti hald ið uppi áköfuim árásum á frétta túlkendur hljóðvarps og sjón- varps fyrir sifellda vinstrivillu; og brezkir Ihaldismenn, sem lengi hafa Mtið á siig sem fóm- ardýr samskonar htatdrægni, hafa endurtekið ásakanir hans. Þessum ásökunum hefur verið harðlega mótmælt — en ekki em þau mótmæli affls kostar sannfærandi. Okkur er sagt að ekki geti ai'ltaf verið um sömu hleypidóm ana að ræða, þar sem ásakan- irnar koma jafnt frá hægri og vinstri. Þegar til dæmis Verka mann aflokk u ri n n fór síðast . með stjóm í Bretlandi varð BBC mjög óvinsælt hjá Harold Wilson forsætisráðherra. Þetta er réitt; en þær árásir útvarps ir sem Wilson oig féiiagar hans kvörtuðu mest yfir, komu ekki frá hægrisinnum, heldur frá vinstrisinnum, sem töldu stjóm Verkamannaflokks ins ekki nógu sósíaliska. Við erum fullvissaðir um að algjöru jafnvægi í útvarpstima sé haldið miffli þingmanna Ihaldsflokksins og Verkamanna flokksins. Þetta er einnig rétt. " Formlegu jafnvægi er sannar- lega haldið milli talsmanna fflokkanna; en kjami ásakan- anna hefur ekkert með opin- ' bera talsmenn flokkanna að gera, og jafnvel heldiur ekki mjög mdkið með stefnur flokk- : anna. Hér er um að ræða nokk uð, sem er mun erfiðara að skil • greina -— allsiherjar andrúms- : loft, sjónarmið, sem hafa áhrif r ■ á margs'konar dagskrárliði, i'i leikþætti ekki síður en fræðslu ,, myndir, félagsfræðilega þætti öílta írekar en beinar stjórn- málaumræðtxr. 1 flestum deilumállum — frá frjiðíllsliyndi í kynferðismátam . til byitingarstarfsemi kommún- , ista, frá kírkjulegum umbótum til stúdentauppreisna og fram- komu lögregtannar — er . grundvaliarstefna flestra fréttaskýrenda og da.gskrár .. stjómenda óneitanlega tii vinstni, |. Við lok vinsæila viðreeðu- þátta í sjóhvarpi hiringdi ég til . aífflra, seni þar höifðu komið fraim, og spiirði hréiniega hvort ' þeír teldu sig vinstrisinna, hfegrisinná eða ðháða. Svörin Eftir Anthony Lejeune sem ég félkk voru: Vinstris>inn- ar 38, hægrisinnar 10, óháðir 12, 1 öðrum lofsungnum þáttum, þar sem einn gestur kom fram í viku, skiptust fyrstu 24 gest- imir þannig: óháðir eða í vafa 6, vinstrisinnar eða róttækir vdnstrimenn 17, íhaldsmenn 1. GRIKKEAND OG KÚBA Þetta eru ekki óalgeng hlut- föll, þótt ekki sé al'ltaf jafn auðvelt að fá þau staðfest. Þetta formlega jafnvægi í fliutningi innlendra stjómmála frétta nær heldur ekki tíi frá- sagna af erlendum stjóimmái- um. Til dæmis er mun harðar tekið á hershöfðingjastjóminni í Grikklandi en Marxistastjórn inni á Kúbu. Og hér fer á eft- ir kafli úr ræðu, sem nefndist ,Jíægri stefnan í Bandaríkjun- um“ og BBC sendi út fyrir stuttu: „TM að vinna fylgi," sagði flutningsmaðurinn, „verða hægrisinnar að finna leiðtoga, sem getur faldð grixnmd og uppreisnaranda bak við grímu. Gengi Josephs McCarthys, Ridhards Nixons, Barry Goldwaters og Ronalds Reagans hefur oltið á því að hve máklu leyti þeir hafa get- að líkt eftir Dorian Giray.“ Ástæðulaust er að taka fram að engin „jafnvægisdagskrá" Ihefur verið fluitit með getgátum uon að bandarískir vinstri- menn væru ef tíi viii að fela ffllS'ku sína bak við gríimiu. Svona áberandi einhliða hlut drægni — og þvermóðskuleg afneitun útvarpsyfirvalda — hefur leitt til þess að sumdr ihaldsmenn hafa grun um að hér sé um visvitandi samsæri að ræða. Raunveruiega skýr- ingin er ekki svo geigvænleg, en erfiðari við að fásf. Hún varðar eðli þessarar þjónustu og þeirra, sem við hana starfa. Eins og' öllum er ljóst, sem hafa hitt þá, er mikið um yfir- lýsta vinstrisinna meðal þeirra, sem stjórna dagskrám um mái- efni líðandi stundar; og þetta á efalaust við ekki aðeins í Bretlandi og Bandaríkjunum, heldur um aiian hinn frjálsa heim. Sú gerð ungra manna, sem hefur áhuiga á þessum mál- um og er fær um að vinna að þeim, hefur tilhneigingu tdl vinstristefnu. Hægrisineaðir fé lagar þeirra verða hermenn, læknar eða verðbréfasalar. Eðli þessara nýliða við hijóð varp og sjónvarp er þannig að þeir eru ofit andvigir gamia stjórnarfyrirkomulaginu. Þeir hafa áhuga á starfinu sem leið til að koma skoðunum sónum á framfæri við almenning; og þeir umgangast — bæði í einka Mfi ag starfi — svo mikið aðra vinstrisinna, að hugsanlega gera þeir sér ekki einu sinni grein fyrir eigin hlutdrægni. Óhjákvæmilegt er einnig að þeir leiti í dagskrárliðum sin- um til þeirra rithöfunda, ræðu- manna, blaðamanna, hagfræð- inga, kirikjunnar manna og út- gefenda, sem þeim finnst sjálf um athyglisverðir — og á það varla við um neinn hægri- sinna. Tæknilegar kröfur hljóðvarps og sjónvarps hæfa tíihneigingum þeirra. Mótmæli eru betra dagsikrárefni en ánægja; breytingar, eða kröf- úr um breytingu eru rpeira spiennandi en staðfesta; upp- reisnir og kröfugöngur eru meira fréttaefni en tilraunir al mennra borgara tffl að lifa í friði. „Tiiu þúsund verkamenn ekki í verkfalli," er ekki frétt — þótt svo geti orðið ef undan farin þróun mála heldur áfram. ÞARF ARVEKNI 1 sumum tiivikum, þar sem rikisstjörnin stefnir raunveru- lega að harðstjóm, eða þar sem meiri hætta stafar af grimmd lögrC'glunnar en af gerðum glæpamanna, getur andstaða gegn stjómvöldum verið nyt- samleg. Á sdðustu dögum Tékikó slóvakíu, áJður en járntjaldinu var lokað á ný, vann sjónvarp ötuiilega að þvi að sýna um- heiminum þá ógn, sem þar var að gerast. En þannig ástand er ekki í Bretlandi eða Bandaríkj unum, né í flestum öðrum frjáls um ríkjum. Hættan sem að okk ur stafar er frá stjórnleysi, frá hugsunarlausri byltingu, frá þeim sem vilja grafa undart efnahagi þjóða, frá kynlitfs- frjiálsræði og eiturlyfjum og glæpum, frá borgum og þjóð- um sem ekki láta stjórnast. Sjónvarp, og að minna leyti hijóðvarp, hefur gífurleg áhrif, það getur hvatt tiíl óánægju. Það getur komið af stað upp- reisn. Það getur breitt út vand ræði með eldingarhraða eftir því sem áihorfendur apa eftir það sem þerr hafa séð á sjón- varpssikerminum. Það getiur á skaðlegan hátt einfaldað um oÆ umræður, og rangfært þær. Undir rangri stjórn eða ábyrgð arlausri getur það því unnið mikið tjón. Ekki hvað sízt geta áhrif þessa orðið skaðleg ef framkvæmdin leiðir til aukins eftirlits hins opimbera með út- varpi — og stofnar þanniig málfrelsinu í haattu. Tii hvaða ráða ber að gripa? Hvemig getum við varizt hleypidómum án þess að kalla yfir okkur ritskoðun? Eina svarið er — stöðug og skynsöm árvekni; árvekni ai- mennra hlustenda og áhorf- enda og frjáilsra blaða. Otvarps yfirvöldin láta ekki gagnrýni algerlega afskiptalausa. Beggja vegna Atlantshafsins hafa ásakanirnar að undan- fömu borið nökkurn áran.g- ur. Þaggað hefur verið niður í nokkrum háværustu áróðuirs- mönnum vinstrisinna. Einstaka ráningarsamningur hefur ekki verið endurnýjaður. Höfuðvandamálið er þó ehn íyrir hendi, og heldur áfratm að skjóta upp kofflinum — um aliit. Bezta og öruggasta lækningin er að við öll fyiigjumst með því. (Forum WortLd Features) Framkvæmdastjori ósbast Stórt iðnfyrirtæki á Norðurlandi með mikla framtfðarmöguleika óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Viðskiptamenntun æskileg. Umsóknum skal komið í afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 12. jóní, merktar: „Framkvæmdastjóri — 7126” ásamt upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri störf. Síldveiðiskip Erlendur aðfli óskar eftir að kaupa gott sfldveiðiskip. Stærð ca. 300 til 400 tonn. Ekki eldra en 5 ára. Tilbofl er greini söluverð og sem nánastar upplýsingar um skipið sendist afgr. Mbl. strax merkt: „Gott síldarskip — 4181", Járnöldin er liÖin.. KORATRON Koratron kom í staðinn. Koratron-föt hafa aldrei þarfnazt straujárns. Þau svara kröfum tæknialdarinnar, þægileg, vel sniðin og vönduð. íbúð óskast Óskum eftir að taka á leigu 4 — 6 herbergja ibúð eða ein- býlishús, helzt með bílskúr, má vera i Reykjavik, Kópavogi eða Garðahreppi. Upplýsingar i símum 32818 — 36936 — 40469. 3ja herbergja íbúð við Meistaravelli er til sölu. íbúðin er á 4. hæð, 90 ferm. og er í góðu standi. Þvottasamstæða í kjallara. Upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Guðlaugs Þorlákssonar, Einar B. Guðmundssonar, Guðmundar Péturssonar og Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, simi 26200. ANTHONY Lejeime er brezkur blaðamaður, óflokks- bundinn og skiptir sér ekki af stjórnmálum. Hér ræðir hann um hljóðvarp og sjónvarp og kannar grundvöll fyrir ásökunum um að vinstristefna ráði ríkjum hjá þessum f jölmiðlum. Niðurstaða hans er að þessar ásak- anir eigi við rök að styðjast, þótt oft megi telja að túlkendur þessarar stefnu geri það ekki að yfirveg- uðu ráði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.