Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNl 1971 17 íminum PAKISTAN I Pakistan búa samtals um 112 milljón manns, þar af meira en helmingur í A-Pakistan. Eins og sjá má á kortinu aðskilur Ind- land landshlutana tvo. Her Pakistan telur samtals 324.000 menn, þar af 300,000 í landher, 9,000 í sjóher og 15,000 í flug- her. Landherinn hefur yfir að ráða Bandarískum og Kínversk um skriðdrekum og 900 fallbyss um af ýmsum stœrðum og gerð- um. í sjóhernum er m.a. 1 kaf- bátur (3 í pðntun hjá Frökkum) 5 tundurspillar, 2 freygátur og nokkur eftirlitsskip. Flugher- inn ræður yfir um 250 stríðs- vélum, frá Bandaríkjunum, Bret landi, Sovétríkjunum og Frakk- landi. Grimmdarleg borgarastyrjöld hefur verið háð þarna síðan A- Pakistan lýsti yfir sjálfstæði, og þar sem herinn er svo til alger- lega undir stjórn V-Pakistan, hefur verið hreinasta blóðbað í A-Pakistan. Fréttir herma að a.m.k. hálf milljón hafi fallið, meirihlutinn óbreyttir borgarar. Pakistan er aðili að CENTO (Central Treaty Organisation) með Bretlandi, Iran og Tyrk- landi. Bandaríkin eru aukaaðili. CENTO er bæði varnar- og við- skiptabandalag. Pakistan á einnig aðild að SEATO (South- East Asia Treaty Organization), sem einnig er varnarbandalag. Önnur aðildarlönd eru Ástralia, Bretland, Frakkland, Nýja Sjá- land, Filipseyjar, Thailand og Bandaríkin. Pakistan hefur þó tekið lítinn þátt í virkum störf- um þessara bandalaga undanfar in ár en einbeitir sér að því að efla varnir vegna hugsanlegs stríðs við Indland, sem litið er á sem höfuðóvin, enda hafa þessi lönd löngum eldað grátt silfur sín i milli vegna landamæra- ágreinings. taldir vera um 8000, og þeir eru góðir og harðskeyttir her- menn. Þeir fá helst stuðning frá Israel, sem sendir vopn og skot- færi flugleiðis, og er þeim varp að út i fallhlifum. Stjórnin fær hins vegar hjálp frá Sovétrikjunum sem hafa töluvert lið í landinu, og fljúga Rússar bæði sprengjuflugvélum og árásarþyrlum gegn skærulið um, auk þess sem rússneskir for ingjar eru fyrir mörgum fót- gönguliðssveitum. Þrátt fyrir ofureflið er talið að Anya-Nya skæruliðarnir geti haldið áfram baráttunni í morg ár ennþá, en hungur og skortur á læknishjálp, hrjáir mjög íbúa Suður-Sudan. Margir frétta- menn kalla þetta strið Rúss- neskt Biafra. EGYPTALAND íbúafjöldi 32,1 milljón. Herafli samtals 207 þúsund. (plús 100 þús. manna varalið). Heraflinn skiptist þannig að í landher eru um 180 þús. menn, í sjóher 12 þúsund og í flugher 15 þúsund. Sovétríkin hafa beinlínis mokað hergögnum i Egypzka herinn sið an sex daga striðinu lauk. Land herinn er búinn miklu magni ný- tízku vopna, hefur m.a. á að skipa um 925 skriðdrekum, 500 stórum sjálfflytjanlegum fall byssum og 900 brynvörðum liðs flutningavögnum. Þá hafa Egypt at einnig fengið nokkuð af brynvögnum búnum fjarstýrðum eldflaugum. Sjóherinn hefur á að skipa 12 kafbátum, sex stórum tundur- spillum, þrem minni tundurspill um, tveim korvettum og fjöru- tíu eftirlitsbátum. Af þeim eru 20 búnir eldflaugum. 1 flughernum eru nú um 500 orrustu og sprengjuvélar af ýmsum gerðum, og auk þess um 400 loftvarnaeldlfaugar. Mest af þessum hergögnum hefur komið frá Sovétrikjunum síðan 1967. Þá hefur í fréttum siðustu daga verið skýrt frá því að Sovétrík in hafi sent nokkrar sveitir MiG-23 orrustuvéla til Miðaust urlanda, en það er allra nýjasta og fullkomnasta orrustuvélin sem þeir eiga. Um eitt hundrað rússneskir orrustuflugmenn fljúga MiG-21 orrustuþotum fyr ir egypzka flugherinn, og rúss- neskir hernaðarráðgjafar eru yf ir eldflaugavörnunum, og ýms- um öðrum tæknilegum deildum heraflans. SUDAN og fallbyssum af ýmsum stærð- um og gerðum. Sj'óherinn er liitili og liitt merki- legur, í honum er ótiltekinn fjöldi litilla eftirlitsbáta. Flug- herinn er einnig litill, til skamms tíma hafði hann aðeins um 11 orrustu/sprengjuvélar af Hunt- er gerð, sem hafa nú lifað sitt fegursta. Hins vegar er verið að koma á fót flugsveit búinni Star fighter orrustuvélum. Þá hefur Jórdanía einnig fengið loftvarna eldflaugar. LÍBANON Ibúar Sudan eru um 13,4 mill- jónir. Samanlagður herafli er um 18000 menn, af þeim eru 17.000 í landher, 250 í sjóher og rúmlega 500 i flugher. Landher inn ræður yfir um 50 skriðdrek- um og einhverju stórskotaliði, sem er ýmist frá Þýzkalandi eða Sovétrikjunum. Sjöherinn hefur á að skipa 4 eftirlitsbátum sem eru gjöf frá Júgóslavíu. Flug- herinn hefur haft aðeins nokkr- ar léttar æfingaþotur sem bún- ar hafa verið vopnum, en nú er verið að mynda orrustuflug- sveit með gömlum MiG-15 þot- um frá Sovét. 1 Sudan er að gerast harm- leikur sem hefur kostað a.m.k. hálfa milljón manna lífið, og það er ótrúlegt hversu litlar frétt- ir berast þaðan. Bardaginn stendur milli arabanna sem ráða landinu og afríkanskra svert- ingja sem búa í suðurhluta þess. Þeir vilja fá sjálfstæði, þar sem þeir eigi ekki samleið með Aröbunum að neinu leyti. Bar- áttan hefur staðið meira og minna siðast-liðin fimmtán ár. Anya-Nya skæruliðarnir, eru ÍRAK Ibúafjöldi í írak er 8,7 mill- jónir. Samanlagður herafli er 78 þúsund menn, þar af 70 þúsund i landher, 200 í sjðher og 6000 i flugher. írak hefur fengið mik- ið af nýtízku hergögnum frá Sovétrikjunum. Herinn hefur um 400 skriðdreka og töluvert af stórum fallbyssum. Sjóherinn er litill, og hefur aðeins nokkra litla eftirlitsbáta. 1 flughernum eru 213 bardagavélar, flestar frá Sovétrikjunum. Meirihluti orr- ustuvélanna er af gerð- inni MiG-21, og flestallar vél- arnar eru nýjar og fullkomnar. JÓRDANIA Ibúafjöldi í Libanon er tæpar tvær milljónir. Herafli er sam- tals 11 þúsund menn, þar af 10,000 i landher, 200 í sjóher og rúmlega 600 í flugher. Herinn hefur yfir að ráða um 100 skrið- drekum, en engu teljandi stór- skotaliði. Sjóherinn hefur ein fimm litil skip, sem mest eru til eftirlitsstarfa. 1 flughernum eru | KAMBÓDÍA 40 flugvélar, en aðeins um 22 þeirra eru sprengju/orrustuþot- ur. skipa um 1020 skriðdrekum, 300 sjálfflytjanlegum fallbyssum og 1500 brynvörðum hálfbeltabilum til ýmissa þarfa. Það er fremur lítil áherzla lögð á sjóherinn, heldur er treyst á flugherinn til að sjá um að vernda siglingaleiðir ef nauð- synlegt reynist. Sjóherinn á þó fjóra kafbáta, einn tundurspilli, eina freigátu og nokkra hrað- skreiða eftirlitsbáta, sem sumir eru búnir eldflaugum. Flugherinn er mikilvægasta deild Israelshers. 1 World Mili- tary Balance fyrir árið 1970 er sagt að hann ráði yfir 275 örr- ustu og sprengjuvélum, en síðan hefur hafist afhending á Phan- tom þotum, þannig að hann mun nú nálægt því að eiga 315 vélar. Mikilvægustu tegundirnar eru Mirage, Skyhawk og Phantom. Þá eru einnig i landinu um 100 eldflaugaskotstæði til loftvarna. Ibúar Jórdaníu eru rúmlega 2,1 milljón. Samanlagður herafli er 55 þúsund menn, þar af 53 þúsund i landher, 250 í sjóher og um 1800 i flugher. Þótt her Jórdaníu sé litill, hefur hann á að skipa einhverjum harðskeytt- ustu bardagamönnum í araba- ríkjunum, sérstaklega þar sem eru Beduínahersveitir Husseins konungs. Landherinn ræður yfir um 330 skriðdrekum, 150 bryn- vörðum bílum með fallbyssu, 200 brynvörðum liðsflutningabílum LIBYA Ibúafjöldi Libyu er um 1,6 milljón. Samtals er heraflinn 8000 menn, þar af 7000 í land- hernum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um hergögn Libyu, nema hvað vitað er að flugher- inn hefur á að skipa nokkrum Hunter sprengju/orrustuvél- um. Á þessu verður hins vegar mikil breyting á næstu árum. Libya er eitt af olíuauðugustu löndum heims, og ákveðið hefur verið að eyða gifurlegum fjár- hæðum í að byggja upp nýtizku- legan og góðan her. Sem dæmi má nefna að fest hafa verið kaup á 110 Mirage orrustuþotum frá Frakklandi, og einnig er búið að panta mikið af nýtizku skriðdrekum, litlum herskipum og eldflaugum. SÝRLAND íbúafjöldi í Sýrlandi er um 5,8 milljönir. Samanlagður her- afli er 70,500 menn og eru 60 þúsund í landher, 1500 í sjóher og um 9000 í flugher. Sýrland hefur fengið mikla að stoð frá Sovétrikjunum á und- anförnum árum, enda einn harð orðasti andstæðingur Israel. Sovézkir hernaðarsérfræðingar starfa með sýrlenzka hemum og hjálpa til við þjálfun hans. Landherinn hefur um 450 skrið- dreka, 500 brynvarða liðsflutn ingabila, og 100 eldflaugaskot- stöðvar. Sjóherinn getur sent allt að 28 fleytur til hafs, en gerir litið af þvl af ótta við að Israelar sendi þær til botns. Flest skip- in eru eftirlitsskip, fremur lítil, en talið er að nokkur þeirra séu búin eldflaugum. Flugherinn hefur á að skipa 145 orrustu og sprengjuvélum, þar af 55 orrustuvélum af gerð- inni MiG-21. ÍSRAEL Gegn þessum sameinaða her- afla arabaríkjanna stend- ur Israel, með 2,8 milljón ibúa. Heraflinn er samtals 22,500 menn, þar af 11,500 í landher, 3000 i sjóher og 8000 í flugher. Þess ber að gæta að í Israel er einstakt skipulagskerfi til að kalla út varalið og á minna en sólarhring geta 290 þúsund manns verið reiðubúnir til orr ustu, og homnir á fyrirfram ákveðin varnarsvæði. Vegna smæðar sinnar verður Israel að treysta á beztu vopn sem fáanleg eru, og gríðarlega stranga þjálfun sem á vart sinn lílro T QrtrlfiArinn bpflir á að Ibúar Kambódíu eru um sex og hálf milljón, og til skamms tíma var samanlagður herafli 38.500 menn. Þar af voru 35.000 i landher, 1500 i sjóher og 2000 i flugher. Á þessum tölum hafa þó orðið miklar breytingar að undanförnu vegna alimennrar herkvaðningar. Landherinn ræð ur yfir einni skriðdrekasveit og ótilteknum fjölda af sprengju. vörpum, sjóherinn hefur á að skipa 12 eftirlitsbátum og nokkr um landgönguprömmum, og í flughernum eru 45 flugvéiar, 15 MIG, 15 gamlar eins hreyfils Skyraider og 15 eins hreyfils T-28. Herafil Kambódíu er yfir höfuð ilia þj'álfaður og iila vopn um búinn, og má sín lítiis gegn :margfalt fjölmennari hersveit- um Norður-Vietnam í liandinu, sem eru auk þess þrautþjálfað- ar og vel vopnum búnar. Kam- bódía er samkvæmt alþjóðasam- þykktum hlutlaust ríki, en Norð ur-Vietnamskar hersveitir hafa löngum hafst þar við, ma. i bækistöðvum við landamærin að S-Vietnam. Bandarískar flugvél ar og Suður-Vietnamskar her- sveitir aðstoða nú her Kam- bódíu, en N-Vietnamar hafa þó töglin og hagldirnar i meiri- hluta landsins. Baráttan við N-Vietnam hefur verið mjög mannskæð, en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir. LAOS Ibúar Laos eru um 2,7 mil'lj- jónir. Einnig þar hefur farið fram mikil herkvaðning, en til skamms tíma var samanlagður herafli 65 þús. menn, Af þeim voru 63 þúsund i landhernum, 400 í sjóhernum og 1500 í öug- hernum. Landherinn hefur yfir að ráða nokkrum léttium skrið- drekum og nokkru stórskotaldði. Sjóherinn samanstendur af nokkrum litlum eftirlitsbátum og flugherinn hefur yfir að ráða um fimmtíu T-28, léttum eins hreyfiis sprengjuflugvélum. Þetta er stjórnarher Laos eða hinn konunglegi her Laos. Hins vegar er svo her kommúnista- hreyfingarinnar Pathet Lao, sem er um 30 þúsund menn. Honum til aðstoðar eru um 60 þúsund hermenn frá Norður Vi etnam, og saman stjórna þeir eða hafa yfirráð yfir rúmlega helmingi landsins. Bandaríkja- menn hafa gert loftárásir á her sveitir kommúnista i Laos og S-Vietnamar sendu þangað tölu vert innrásarlið í febrúar sið- astliðnum, og hafa oft síðan sent minni einingar til skyndiárása. Laos er fátœkt land og hrjóstr- ugt en Mður fyrir það að eiga landamæri að Kína, Burma, Thailandi, Kambódíu og Norður og Suður-Vietnam. Kommúnist- ar notfæra sér það til hergagna og liðsflutninga á staði sem þeir Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.