Morgunblaðið - 08.06.1971, Qupperneq 20
20
MORGUNBL.AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971
— Skólamál
Framhald af bls. 14.
venjulegu námsgreinum barna-
?.W>)ans, sem kennari bamanna
ennast eins og alla aðra
kennslu þar.
Hitt kæmi vel til greina, að
prestar og guðfræðingar kæmu
til aðstoðar, þegar hærra er kom
áð í skóiakerfinu og farið er að
kenna kristiiega siðfræði og trú-
fræði, og i skólum ofan skyldu-
mámsins er sjálfsagt, að hrein
Jagkennsla komi til eins og í öðr
um greinum.
A KENNSLAN AÐ
VERA III.t TI.At S?
Við heyrum stundum sagt, að
kennsia í kristnum fræðum eigi
að vera hlutlaus. 1 henni megi
engan áróður reka. Bömin eigi
að fá hiutiausa uppfræðslu og
síðan eigi þau sjáif að taka af-
stöðu og velja, hverju þau vilji
trúa.
í>að er auðvitað rétt, að sér-
hver einstaklingur verður sjálf-
ur að velja um afstöðu sína til
Guðs og kristinnar kenningar.
Hitt er barnalegur misskilning-
ur, að kennsian eigi að vera
hlutlaus. Engin kennsla er hlut-
laus. Ails staðar í ölium grein-
um er verið að uppfræða böm-
in og kenna þeim, annars vegar
hvað er rétt og gagnlegt og
hins vegar hvað er rangt og
skaðlegt.
Eða tailar nokkur uim Wiutlausa
kennslu i öðrum greinum?
Er reikningskennslan hlut-
laus? Er þar ekki grundvallar-
regla, að 2x2 séu aðteins 4 og
ekkert annað? Öll önnur útkoma
er röng, og skiptir þar engu
máii, hver skoðun nemandans er.
Um íslenzka stafsetningu
gilda einnig fastar reglur. Ef út
af þeim er brugðið, er um villu
að ræða. 1 bókmenntum er reynt
að kenna nemendum að meta góð
ar bókmenntir.
1 heiisufræði er reynt að
kenna börnunum hollustuhætti
og heilbrigðar líísvenjur, um
leið og varað er við því, sem
skaðlegt er, svo sem áfengi,
tóbaki og öðrum eiturefnum.
í>að er eins og sumum sýnist
gegna alveg sérstöku máli um
kristna trú. 1 uppfræðslu trúar-
innar megi engum skoðunum
halda að börnunum. Þar eigi allt
að vera óljóst og þökukennt.
Þetta er auðvitað fráleit skoð-
un. 1 landi, þar sem kristin
kirkja er þjóðkirkja og nær ali-
ir landsmenn heyra tii þessari
kirkju, hlýtur hún að gjöra
kröfu til þess, að hvergi sé slak-
að á um kristilega uppfræðslu.
Öll islenzk böm og unglingar
eiga að fá rækilega uppfræðslu
um kenningar kristindómsins. Og
eftir þá uppfræðslu eiga þeir síð
an að taka afstöðu sína í trúar-
efnum.
Engan á að neyða til trúar.
Enginn verður heldur neyddur
til trúar. Sérhver maður er ai-
gjöriega frjáls í afstöðu sinni til
Guðs.
En í kristnu þjóðféiagi hljót-
um við að gjöra skýlausa kröfu
til þess, að þjóðin fái rækilega
undirstöðu fræðslu i hinum
kristnu trúainsaininiindum. Sú upp-
íræðsla er aðeins hliuti sikímar-
fræðslunnar, eins og ég gat um
i upphafi. Og stík uppfræðsla er
algjör forsenda þess, að kirkjan
viðhafi áfram eins og hingað til
barnaskírn.
Ef menn viija hrófla við krist
indómskennslu í skólum, þá vega
menn um leið að stöðu og starfi
kirkjunnar i þessu landi. Það er
rétt, að menn gjöri sér þess fulla
grein, þegar um þessi mál er
rætt og ritað.
Á íslandi rikir fullt trúfrelsi,
og ég þekki engan, sem vill af-
nema það.
Hinu mega menn ekki gieyma,
að á Islandi ríkir ekki fullt trú-
arbragða jafnrétti. Það ættd öll-
um að vera ljóst, meðan við höf-
um þjóðkirkju, sem studd er af
rikisvaldinu. Þjóðkirkjufyr-
irkomulagið er yfirlýsing þess,
að við teljum hina evangelisk-
iútersku kirkju standa á þeim
kenningagrundvelli, sem okkur
sýnist réttur vera. Þess vegna
og meðan svo er, er það eðlileg
og skýlaus krafa, að hinni upp-
vaxandi kynslóð, hinum skírðu
bömum og unglingum, sé veitt
staðgóð uppfræðsla um kenning
ar kirkju sinnar.
Neiti menn þessari augljósu
staðreynd, virðist kominn timi til
þess að taka til alvarlegrar
ihugunar stöðu íslenzku kirkj-
unnar í þjóðfélaginu og sam-
band hennar við ríkisvaldið.
NIÐUBSTAÐA
Niðurstaða þessara hugleið-
inga minna verður þvi í fáum
orðum.
Kristindómsfræðsla í íslenzk-
um skólum er sjáifsögð og ætti
að fara fram á öUum stig-
um skyldunámsins og raunar í
öllum bekkjum allt tU stúdents-
prófs. Hér er um að ræða
grundvaHamámsgrein tH mótun-
ar hvers manns. Og meðan við
höfum þjóðkirkju í þessu landi
og næstum ÖU íslenzk börn eru
borin til skímar, er þessi upp-
fræðsla aiveg sjálfsögð sem
einn liður í skimarfræðslu
kirkjunnar. Hér er um sjálfsagt
samstarf að ræða milii heimila,
skóla og kirkju.
Og þó er þetta algenga orða-
lag hæpið, því að hvað er kirkj-
an? Kirkjan er samíélag aUra
þeirra, sem trúá á Jesúm Krist
sem frelsara sinn samkvæmt boð
skap Biblíunnar og skirðir eru
til nafns hans. Skóli og heimili
í kristnu landi eru því hluti
hinnar kristnu kirkju ekki síð-
ur en sú stofnun, sem sérstak-
lega hefur verið falin boðun
Guðs orðs meðal þjóðarinnar.
Og tilgangur allrar kristin
dómskennslu á að vera að vekja
og giæða tirúna á Jesúm Krist,
Guðs son og frelsara okkar.
Það er oft rætt um upplausn
og rótleysi nútímans. Margir
tala um vandamál æskunnar.
Það sikyldi þó ekki vera, að
þetta ástand megi beint eða
óbeint rekja til þeirrar alvar-
legu staðreyndar, að áhrif krist-
innar trúar hafa sífeUt verið að
minnka í fræðslu- og skólamál-
um landsins?
Það getur verið, að auk-
in kennsla í kristnum fræðum
komi ekki til beinna skila í
aukningu framleiðslu- eða út-
flutningsverðmæta. En það
skyldi þó ekki gleymast, að eitt
sinn var sagt: „Maðurinn lifir
ekki á brauði einu saman, held-
ur á sérhverju orði, sem fram
gengur af Guðs munni."
Ég er ekki ednn um þá skoð-
un, að þessi orð haldi fullu gildi
enn í dag, einnig með okkar is-
lenzku þjóð.
- Hlutgengur
Framhald af bls. 13.
hlýðna, áreiðanlega mjög fáir,
en Gumnar bróðir hans er hetj-
an í hugum manna. AUir þekkja
þá sögu.
Þóið er því e.t.v. að hluta arf-
ur okkar Islendinga og e.t.v. að
hluta alþjóðiegt timanna tákn
sá eiginleiki að þola Ula yfir-
boðara sina Eða kannski tízka,
sem flæðir yfir heiminn og biirt-
ist í margs konar mótmælum
gegn rikjandi formi.
Mótmælendur gerast æ yngri
að árum og skólafólk ieetur
gjaman mikið að sér kveða á
þeim vettvanigi.
Má í því sambandi vel nefna
„Rauða kverið“ hið nýja. Það
er UtUl bæklingur, sem saminn
var og gefinn út af skólafólki i
Danmörku fyrir skömmu. 1 þvi
Rauða kveri er að finna m.a.
leiðbeiningar til skólafólks um
það, hvaða aðferðir hafa gefið
beztan árangur í óhjákvæmi-
legu stríði gegn skólanum og
starfsmönnum hans.
Hinn rauði þráður pésans
mun vera sá, að foreldrar og
kennarar hljóti að vera andstæð
ingar og óvinir aaskunnar, sem
hún þurfi að berjast gegn.
Kverið barst til Englands, en
var bannað þar af yfirvöldum.
Samband íslenzkra náms-
manna erlendis, sem hefur kom-
ið við uppreisnarsögu ungs
fólks á síðustu árum, fann kÖU-
un sina til að snara kveri þessu
á íslenzku og gefa það út til leið
beiningar ósigldum löndum sín-
um og kemur þar að sönnu fram
nokkur „ættjarðarást".
En nóg unr. það.
Á eitt atriði, sem ég drap áð-
an, vil ég að lokum minnast
nokkru nánar. Það er viöur-
kennt meðal aÚr'a, sem um þau
mál fjalla, að ekki hæfa öllum
sömu verkefni.
Nemendum skóla er þvi oft
skipt í bekki eftir þroska og
getu og við hina stærri skóla
eru starfræktir svokaUaðir
hjálparbekkir. 1 þeim sitja nem-
endur, sem af margvíslegum og
mismunandi ástæðum þurfa aðra
meðhöndlun en allur fjöldinn.
Rannsóknir hafa sýnt að ákveð
in prósenttala barna þarf þess
með. Hinir smærri skólar hafa
ekki aðstöðu til þessa, þótt inn
an veggja þeirra hljóti einnig
alltaf að vera einstaklingar, sem
þyrftu þess með.;— Tvö undanfar
in skólaár hafa komið hingað til
okkar kennaranemar frá K.l. og
kennt við okkar skóla úm 10
daga.
Væri kannski ekki úr vegi að
heyra umsögn eins þeirra, hvað
snertir þessi mál hér hjá okkur.
Hann skrifar: „Eftir að ég kom
að vestan fór ég i æfinga-
kennslu í Laugarnesskóla,
kenndi þar 12 ára bekk. Það var
hjálparbekkur. Börnin aðeins 15
í bekknum. Kom mér þá að
góðu gagni reynslan frá ykkur
og þá sérstaklega kynnin við
(síðan eru nafngreindir þrír
drengir) o.fl., siika, þar sem
sömu vandamálin voru til að
glíma við hjá þessum bekk og
hjá þeim, aðeins e.t.v. í enn rík-
ari mæli, ef nokkuð var.“
Ég vil benda á orðalagið.
Kennarinn talar ekki um sín
vandamál, heldur vandamál nem
andans.
„Það sem helzt hann varast
vann, varð þó að koma yfir
hann.“ Áðan las ég með vand-
lætingu órökstudda fullyrðingu
upp úr ársgömki blaði. Nú lang-
ar mig að koma með eina slíka
órökstudda fullyrðingu og láta
áheyrendur um rökin. Það vil
ég fullyrða að starfslið okkar
skóla vinnur eftir sinni
beztu vitund með framtíðarheiH
nemendanna í huga fremur en
fortíð áa þeirra, sem þó á stund
um verður ekki aðskilið. Én það
ber að játa og meta, að vlð kenn
arar þessa skóla höfum til þesea
verið það heppnir að eiga vís-
an skilning foreldra þeirra
barna, sem við sérvanda.mál eiga
að stríða og það ber að þakka.
Góðor losleignir til sölu
Mjög skemmtilegt raðhús á góðum stað i Kópavogi, inn-
byggður bíiskúr. Selst tilbúið undir tréverk og málningu.
Allar útihurðir fylgja. Teikning é skrifstofunni.
Við Ránargötu er til sölu mjög vel innréttað skrifstofuhúsnæði
ásamt góðum geymslukjallara.
AusturstratJ 20 . Sfrni 19545
Höhim knupendur uð bútum
8—14 tonna, 20—35 tonna, 50—80 tonna,
180—300 tonna. Mjög góðar útborganir og
fasteignatryggingar fyrir hendi. Munið að
miðstöð bátaviðskiptanna er í Eignamiðstöð-
inni.
MIÐSTÖÐIN
KIRKJUHVOLI
SÍMAR 26260 2 6261
Frúnr-
stærðir
Mikið úrval af
sumarfatnaði í
stórum númer-
um, síðbuxur,
síðar blússur,
sundbolir, bik-
ini baðföt,
sundhettur,
sólgleraugu og
sóíkrem.
Laugavegi I9
Dömur nthugið
Höfum fengið nýj-
ar permanentolíur
fyrir allar gerðir
af hári. Einnig hár-
kúra alls konar
fyrir þurrt og
skemmt hár.
Hárgreiðslustofan INGA,
Skólavörðustíg 2 — Sími 12757.
I.B.K.
MELAVÖLLUR
ÍSLANDSMÓTIÐ I. DEILD.
FRAM — ÍBK leíka í kvöld kl. 20.30.
Knattspyrnudcild Fram.