Morgunblaðið - 08.06.1971, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971
Haukur Benediktsson, framkvæ mdastjóri;
þjónusta á
s j úkr ahúsum
— og hjúkrunarkvennaskortur
Erindi þetta flutti Haukur
Benediktsson á fundi Sam-
taka heilbrigðisstétta fyrir
nokkru.
Það er meira einkennandi fyr-
ir okkur íslendinga en a.m.k.
nágranna okkar, að þegar við
uppgötvtim að eitthvað er að og
þarf að betrumbæta, skiptast við
brögðin i tvö horn. Annað hvort
þegjum við þunnu hljóði eða við
fáum málefnið svo á heilann að
annað kemst ekki að og gjarn
an forðumst við að líta á málið
í heild, þótt viðfangsefnið sé
aðeins brot af stórri heild. Við
afgreiðum það síðan svo hraust-
lega að það snarast á hinn veg-
inn. Þetta á ekkert frekar við
um sjúkrahús en annan rekstur.
Við höfum öll heyrt um það, að
á tímabili voru byggð svo mörg
frystihús, að aðeins einn bátur
fannst til að fiska fyrir hvert
þeirra og fleira mætti tína til í
því sambandi.
Það málefni sem hér er til um-
ræðu, þ.e. sjúkrahúsmálin, eru
svo margslungin, að ég tel nauð
synlegt að afstaða til einstakra
þátta þeirra sé tekin í fullu
samræmi við þá heild, sem þau
eru hluti af.
Sjúkrahúsrekstur á Islandi
stendur frammi fyrir því vanda-
máli, að hagnýta sér þá feikna
þróun, sem orðið hefur í heim-
inum á sviði heilbrigðismála, og
getur gert okkur færari til að
veita sjúkum hjálp og tryggja
heilbrigði þegnanna.
Tii þess að ná árangri á
þessu sviði þarf fjöimargar
greinir sérmenntaðs fólks og við
hlítandi starfsaðstöðu fyrir það,
og svo að sjálfsögðu fjármagn
til að standa straum af starfsem
inni. Þróaðar þjóðir eyða all
miklum hluta þjóðartekna sinna
til þess að sinna þessu verkefnL
Víða er það um 6% þjóðartekna
og fer stöðugt vaxandi, mönnum
til mikiilar hrellingar. Sú stað-
reynd hefur ekki orðið til þess
að menn dragi úr heilbrigðis-
þjónustunni, heldur beita
menn kröftum sínum að því að
gera starfsemina hagkvæmari.
1400 — 1500 MILLJóNIft
Það má lengi deila um það,
hve mifclu fjármagni við höfum
efni á að fóma til þessara hluta,
en ég hefi tekið mér til hugg-
unar mið af því, að meðan heild
arútgjöld til sjúkrastofnana á
Islandi nema ekki nema um
hetoningi þeirrar upphæðar,
sem landsmenn verja til að gera
við einkabíla sina, og reka, höf-
um við efni á þessum útgjöld-
um. Þó er engan veginn víst að
allir séu á sama máli. Reikna ég
þá með því að rekstur bíls kosti
árlega um 120 þús. kr. eins og
komið hefur fram opinberlega
og að einkabílar séu 30 þúsund.
Það gerir 3.600 mil'lj. en
rekstrarkostnaður allra sjúkra-
stofnana á Islandi er áætlað-
ur um 14-1500 milljónir á þessu
árL Sú ábyrgð, sem hvilir
þyngst á okkur, sem að þessum
málum störfum, er að f jármagn
þetta sé skynsamlega hagnýtt.
Það fjármagn, sem við misnot-
um, er ekki aðeins tapað held-
ur hindrum við um leið að aðrir
njóti þeirrar þjónustu, sem þeir
eru í brýnni þörf fyrir, en fá
ekki.
Ein meginforsenda þess, að
hagnýta skynsamlega fjármagn
sem varið er til heilbrigðismála,
er að samræmi sé milli fjárfest-
ingar þ.e. bygginga og tækja-
búnaðar annars vegar og
sérmenntaðs fólks til að hagnýta
þessa aðstöðu til fulls.
Síðasta áratuginn eða jafnvel
tvo, höfum við hamrað á þvl, að
okkur vantaði sjúkrahús. Þess
vegna höfum við byggt sjúkra-
hús í þó nokkrum mæli.
En höfum við nokkuð skipu
lagt eða tryggt okkur að þessl
sjúkrahús yrðu hagnýtt á full-
kominn hátt, með hliðsjón af
þeirri verktækni, sem við blas-
ir hvarvetna hjá nágrannaþjóð-
unum. Að vísu stækkuðum við
hjúkrunarkvennaskólann þó
nokkuð fyrir fáum árum, þótt
hann sé farinn að minnka aftur.
Haukiir Benediktsson
Skipulagt nám meinatækna
hófst fyrír 4-5 árum fyrir for-
göngu yfirlækna rannsókna-
deilda Landspítala og Borg-
arspítala og fjárstuðnimgi
þeirra sjúkrahúsa.
Þá er upptalið, nema það sem
einstakar stofnanir hafa ver
ið að basla við á menntunarsviði
fyrir starfsfólk sitt.
Nú höfum við sem sagt upp-
götvað að okkur vantar hjúkr
unarkonur, til þess að reka
þessi sjúkrahús, sem við höfum
byggt, og eru í byggingu og nú
viljum við mennta fleiri hjúkr-
unarkonur. Það blasir við okkur
sú staðreynd, að loka verður
sjúkradeildum am.k. á stærri
sjúkrahúsunum, vegna þess að
ekki er hægt að fá staðgengla
til sumarafleysinga. Svo til
ógjörningur er að setja nýjar
deildir af stað og ekkerf má út
af bera, þá lamast starfsemin.
Hér verður að gera róttækar
ráðstáfanir til úrbóta. En það
er ekki létt verk, og úrbætur
eiga sér langan aðdraganda.
Jafnvel þingmenn fyllast
fídonskrafti og heimta úrbætur.
Dagbiöðin eru full aif „haz-
ar“ fréttum um, að fækkað hafi
í hjúkrunarskólanum, á sama
tíma og skortur sé á hjúkrun-
arkonum við spítalana og upp-
lýsa að nemendum hafi fækkað
úr 230 í 210.
Nú myndu þingmenn og blaða
menn sennilega álykta sem svo,
að ef fjöigað yrði í skólanum
upp í fulla tölu, þá væri allt
klappað og klárt, og ég gæti
bezt trúað því að yfirvöld heil-
brigðis- og menntamála myndu
trúa því og kannski við llka
STARFSFERILL
HJÚKRUNARKVENNA.
En er það svo? Það er hugs-
anlegt, en við vitum bara ekk-
ert um það. Ég persónulega dreg
það mjög i efa.
Kjartan Jóhannsson, verk-
fræðingur, gerði árið 1967 at-
hugun á starfsferli hjúkrunar-
kvenna, sem útskrifazt höfðu
frá 1933-1966. Samkvæmt þess-
ari athugun hverfa 34% útskrif
aðra hjúkrunarkvenna frá
starfi sama árið og þær eru út-
skrifaðar, 60% hafa horfið frá
starfi að tveim árum liðnum, en
um 18% komið aiftur til starfa
innan 20 ára. Jafngildir það þvi,
að úr hverjum árgamgi séu
32,7% starfandi á hverjum tíma.
Ég skal ekki fullyrða hvort
þessi athugun gefur algjörlega
rétta mynd af ástandinu. Það
mætti hugsa sér að ef litið væri
á t.d. síðustu 10 árin í stað 33
ár eins og skýrslan tekur yfir
hefði myndin breytzt.
En ég tel, að I framhaldi af
þessari athugun mætti gera spá
10 ár fram í tímann, svo að við
fengjum meiri vitneskju um
hvað gera þarf, en önum ekki
alveg út í bláinn eins og hingað
tll. Þarf hér að koma til athug-
un á væntanlegri fjölgun sjúkra
rúma á tímabilinu, breytingu á
rekstri stofnana, sem fyrir eru,
styttri vinnutima o.fL oJL sem
máli skiptir.
Er mér kunmugt um að Heil-
brigðismálaráð Reykjavíkur-
borgar hefur beint svipuðum til
löguim til hlutaðeigandi ráðu-
neyta.
Jafnframt þvi sem unnið yrði
að framtíðarlausn þessara mála
Borgarspítalinn í Reykjavík.
teldi ég nauðsynlegt að fram
færi athugun á því hvort hægt
væri að skipuleggja störf hjúkr
unarkvenna þannig, að þær
yrðu losaðar frá ýmsum störf-
um sem aðrir gætu innt af
hendi umdir þeirra stjóm, og
þannig teygt úr nýtingarmögu-
leikum stofnananna þar til úr
rætist.
ÞJÓNUSTA SJÚKRAHÚSA
Ég fer ekki lengra út í þesSa
sálma að sinni, en mig langar
til að viikja að þjónustu sjúkra-
húsa á breiðara grundvelli. Það
þarf fleiri starfshópa til að reka
sjúkrahús en hjúkrunarkonur.
Ég las það í bandarisku sjúkra-
húsatímariti fyrir nokkru að sér
menntað starfsfólk (para-
medical staff) skiptist í 73 grein
ir í nútíma sjúkrahúsrekstrL
Hvað höfum við margar teg-
undir sérmenntaðs starfsfólks í
íslenzkum sjúkrahúsum?
Hvað um fjölda slíkra starfs-
manna.?
Hvað um löggjöfina um mennt
un þeirra?
Hver á að mennta þá?
Þessum spurningum er fljótt
svarað.
Auk hjúkrunarkvenna, ljós-
mæðra og sjúkraliða getum við
nefnt, að til séu sjúkraþjáHfar-
ar, meinatæknar, röntgentæikn-
ar, félagsráðgjafar, sálifræð-
ingar, iðjuþjélfarar, diet-sér-
fræðingar, bókaverðir og e.t.v.
einhverjir fleirL
Flestar þessara mikilvægu
starfsgreina eru þó svo fámenn-
ar, að það minnir mann helzt á
geinfugla eða skinnhandrit.
Það getur ekki farið fram hjá
neinum, sem vill ihuga þessi
mál, að það felst ekki sparnað-
ur í því, að vera laus við það
sérmenntaða fólk, sem þarf til
þess að reka sjúkrahús eftir
viðurkenndri uppbyggingu,
allra sízt, þegar búið er
að byggja þau.
Þeir, sem borið hafa saman
sjúkrahúsa „statistik" hér
á landi og í nágrannalöndunum,
reka fljótt augun 1 það, að með-
allegudagafjöldi sjúklinga hér á
landi er miklu hærri en þar. Það
liggja að sjálfsögðu margar
ástæður til þess, en ég
efa ekki að skortur á sérmemnt-
uðu starfsfólki á hér stóran
þátt L
Það getur verið mannlegt að
grafast fyrir um það, og veita
sér jafnvel upp úr þvi, hverjum
þetta sé allt að kenna, en ekki
er það stórmannlegt né liklegt
til árangurs. Verum samimála um
það, að það kemur margt til og
kannski eigum við sjálf nokkra
sök. Samtök heilbrigðisstétta
eru ung og það væri verðugt
verkefni fyrir þau að leggja
sitt lóð á vogarskálamar til að
þoka þessum málum áleiðis.
Að mínu áliti er eríiðasti
þröskuldurinn, sem þarf að yf-
irvinna sá, að sannfæra þá, sem
með fjánmálin fara, um að þeir
hafi efni á að veita fé til þess-
ara menntunarmála. Það er orð-
ið svo rótgróið í þeim að fram-
leiða stúdenta, að þeir eiiga erf-
itt með að yfirgefa þann leiik.
NÆSTU VERKEFNI.
En áður en á það reynir, þarf
að rannsaka þessi mál og
Framh. á bls. 30