Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 1
48 SIÐUR (TVO BLOÐ) Beðið eftir rökstuðningi Bandaríkjastjórnar New York Times og Washington Post stöðvuð í bili New York, 19. júní — AP-NTB BANDARÍSKUR alríkisdóm- stóll kvað í dag upp úrskurð sem bannar bandaríska blað- inu Washington Post til bráðabirgða að halda áfram að birta greinar byggðar á leyniskjölum um stefnu Bandaríkjastjórnar í Viet- nam. Áður hafði New York Times verið skipað að hætta birtingu greinanna. Úrskurð- ur alríkisdómstólsins í dag breytti úrskurði héraðsdóm- ara í Washington, sem hafði vísað á bug kröfu banda- rískra stjórnvalda um að Washington Post yrði skipað að hætta birtingu greinanna Landhelgi Brasilíu: Skotið á rækjubáta 125 mílur frá landi Tampa, Flórída, 19. júní —AP SKIPSTJÓRAR á 7 bandaaísk um rækjubátum sögðu fairir sína.r eiklíi sléttar er þeár komu til bafnair t T'lórída s.l. miðvikudag;. Höfðu |)«ir ver- ið tið veððum um 125 sjómíl- ur undain ósum Amasón- fljóts, «r brasilísk vairðskip, flugvél ©g kiafbátur komu á vottvajig, skutu aðvörunar- skotum og sfldpuðu floteunum að „amdskotast lit úr landheJgi Breutiliu“. Brasiliustjórn lýsti yfir 200 míina landhelgi á s.l. ári, en Bandaríkjastjórn hefur ekki viðurkennt landheligina. Skipstjórarnir sögöust ekki vita hvað þeir ættu að gera, þvi að Bandaríkjastjórn segði þeim að þeir mættu veiða upp að 12 mílma land- helginni. Skipstjórarnir sögð- ust hafa flýtt sér út úr land- helginni, en Brasiiíu.menn hefðu elt þá 75 milur út fyr- ir 200 míOna landheligisiimuna. á þeim forsendum, að stjórn- völdin hefðu ekki sýnt fram á að birting greinanna gæti stofnað öryggi landsins í hættu. Bönnin gagnvart dagblöðun- um tveimur eru aðeins til bráða- birgða og missa gildi síðdegis í daig, ef dómamir fraanlengja þau ekki. Var gildistímimm ákveðinn, til að gefa Bandairíkjastjórm tækifæri til að sanma að ögrun við öryggi rikisims réttflætti að greinarnar yrðu ekki birtar. Alrikisdómistóllinn kvað upp úrskurð sinm í morgun. með tveimur atkvæðum gsgn einu, eftir 9 klukkustunda málflutn- ing. Þegar þetta gerðist var kl. 5,23 að íslenzkum tíma og búið að prenta rúm 120 þúsund ein- tök af blaðinu, sem er um fjórð- ungur upplagsins. Ritstjóri blaðs- ins hringdi þegar í premtsmiðj- una og gaf skipun um að prent- vélarnar Skyldu stöðvaðar, Viet- namgreiniin tekin út og önnur grein sett í staðinn. í þann mund, sem vélarnar voru að fara af stað á nýjan leik höfðu lög- íræðingar blaðsins að lokinni Fi-annhaJd á bls. 20 Hughes skilinn Hawthorne, Nevada 1 BANDARÍSKI auðkýfingur- inn Howard Hughes og kona hans, leikkonan fyrrverandi Jean Peters skildu í gær eftir 14 ára hjónaband. Það var. frú Hughes, sem sótti um ’ skilnaðinn á þeim forsendum að þau hjón hefðu ekki búið saman i eitt ár. Hughes var ekki viðstaddur i réttarsaln- um, enda ekki búizt við því, \ því að hann hefur ekki sézt á almannafæri í 12 ár. TaJáð I er að hann dveljist nú á Bah- amaeyjum. Hughes er talinn í hópi auðugustu manna heims og persónuleg auðaafi ( hans metin á Mi—1 Vi milljarð i dollara. Ekki er vitað hvað frú Peters fær í sinn hlut. Tillaga Framkvæmdaráðs EBE: Fríverzlun með iðnaðar- vörur við EFTA-löndin — sem ekki sækja um fulla aðild Brússel, 19. júní NTB. FRAMKVÆMDARÁÐ Efnahags- bandalags Evrópu hefnr að und- angengnum umfangsmiklum um- ræðum komizt að samkomulagi um, að stofnað verði til fríverzl- unarsvæðis fyrir iðnaðarvörur milli EBE og Svíþjóðar, Sviss, Finnlands, Austurríkis, Portú- gals og íslands. Samkv. áteiðanlegum heimild- um er aðalefni skýrslunnar þetta: 1. Stofnun friverzlunarsvæðis með iðnaðarvörur milli stæklkaðs Efnahagsbandalags (er nái til Bretlands, Danimerkur, Noregs og Írlands) og þeirra sex landa, sem ekiki haía sótt um fulla aðild. Þetta þýðir í reynd, að tollar á iðnaðarvörum skuli falla niður á fimrp árum, en í samningum um þetta efni er gert ráð fyrir svokölluðum ör y gg isáik væ ð u.m, sem eigi að vernda viðkvæmar iðngreinar. 2. Frdverzlunin milli landanina í EFTA skuli haldast fyrstu tvö árin eftir stækkun EBE, það er árin 1973 og ’74. Eftir það verði komið á varanlegra fyrirkomu- lagi. Framlkvæmdaráð Efnahags- bandalagsins lagði tillögur sínar í skýrslu fyrir ráðherranefndina, en hún ákveður svo eftÍT við- ræður við ríkin sex, hvaða iausn verður valin. Þá er talið, að í skýrslu sinnd geri Framkvæmdaráðið það ljóst, að landbúnaðarvörum beri að halda utan við þetta sam- komulag, sem náðst hafi um iðniaðarvörur. Myndin er tekin í Hellisey, einni af úteyjnm Vestmannaeyja. Við fótstig Iundaveiðimannsins sér á súluhaus, en veiðimaðurinn Bragi Steingrimsson staidrar við á bjargbrún nndir kvöldliimninum með háfinn sinn og lunda við belti. Ljósm. Páll Steingrímsson. Brandt heim til Bonn New York, Bonn, 19. júní WILLY Brandt, kanslari Vestur- Þýzkalands, er snúinn heim úr ferðalagi sínn til Bandaríkjanna. í viðræðum hans og Nixons for- seta vorn mikilvægustu málin fjórveldaviðræðurnar um Berlín og Ostpolitik stjórnar Brandts svo og afleiðingar þess, að Efna- hagsbandalag Evrópu verði stækkað. Þá vakti það mikla at- hygli í för Brandts, að hann ræddi sérstaklega við U Thant, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en Vestur-Þýzkaland er ekki aðili að Sameinuðu þjóð- unum. Talið er, að Brandt geri sér vonir um, að Abrasimov, fulltrúi Sovétríkjanna I fjórveldaviðræð- unum um Berlín kunni að fallast á nýjar tillögur til lausnar Berlínarmálinu, sem viðunandi séu fyrir Vesturveldin og kunni þetta að greiða fyrir þvi, að Moskvusáttmálinn svonefndi milli V-Þýzkalands og Sovétríkj- anna verði samþykktur. 1 þess- um tillögum eigi að felast það, að aðflutningsleiðir til Berlinar verði fryiggðar, aukið verði ferðafrelsi innan borgarinnar og tengsl Vestur-Berlínar við Sam- bandslýðveldið verði staðfest. % •\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.