Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNl 1971 Hljómleikar Deep Purple: Aðeins einn gítar brotinn Rafmagnstruflanir björguðu hinum þremur frá eyðileggingu — Óvænt og æðisgengin endalok hljómleikanna ÞAÐ er ekki oft, sem íslenzk- um ungmennum gefst færi á að hlusta á leik frægustu hljóm sveita í heimi hér á lanði. Þeg- ar það gerist, bíða ungmennin að vonum með öndina í hálsin- um eftir að fá að sjá og heyra sviðsframkomu og tónlistarflutn ing af beztu gerð, eins og von er. Ekki þarf að efa, að unga fólkið bjóst við mikiu af Deep Purple, ensku hljómsveitinni, sem lék á hljómleikum í Laug- ardalshöllinni í fyrrakvöld. Og unga fólkið, sem var á fimmta þúsund fékk miklð að sjá og heyra. Klukkan níu stukku stjörn- urnar, liðsmenn Deep Purple, inn á sviðið og settu rafmagns- hljóðfæri sín í samband. Ekki voru þeir neitt að prófa tækin með fínum og lágum tónum, eins og íslenzkar hljómsveitir jafnan gera, heldur voru ailir magnarar stilltir á hæsta styrk og síðan lék allt húsið á reiði- skjálfi af þeim mikla hávaða, sem barst úr tækjunum. Er óhætt að fullyrða, að aldrei hafi annars eins hávaði heyrzt í Laugardalshöllinni. Hljómsveitin flutti nokkur af sínum þekktustu lögum, þar á meðal „Speed King“, „Strange Kind A Woman“, „Into The Fire“, „Child In Time“ o. fl. Helztu einkenni tónlistarflutn- ings þeirra voru mjög þuingur taktur, mikill tónstyrkur og sterkt spiL Liðsmenn hljóm- sveitarinnar stóðu sig allir með mestu prýði, en þó ber einn þeirra af, gítarleikarinn Ritchie Blackmore. Er óhætt að segja, að aldrei hafi annars eins gít- arleikari sézt hér á landi. Leik- ur hans var ótrúlega góður, sérstaklega með tilliti til þess, að hanin var á sífelldum þeyt- ingi um sviðið, og virtist leggja mikið upp úr æsandi sviðsfram- komu. Leik sinn kryddaði hann með ýmsum skemmtilegum og óvenjulegum uppátækjum, eins og t.d. að strjúka gítar sínum á hvolfi utan í magnarana og fá þannig fram hin æðisgengnustu óhljóð, sem menn hafa heyrt. Ekki fór hann alltaf hefðbundn- ar leiðir i leik sínum, heldur spilaði hann stundum með því að lemja gítarinn allan sundur og saman, toga í strengina og berja gítamum utan í magnar- ana. En jafnframt öllu þessu lék harun einstaklega vel á git- arinn og var ekki að furða, að áhorfendur hrifust. Söngvarinn, Ian Gillan, virt- ist ekki síðri söngvara hljóm- sveitarinnar Led Zeppelin, Robert Plant, í að reka upp tryllingsöskur. En eininig gat hann brugðið fyrir sig betri hlið og sungið með ótrúlega fallegri röddu og er óvanalegt að heyra slíka breidd hjá popp- söngvara. Bassaleikarinsn, Roger Glover, var frekar rólegur í tíð inni og dró lítt að sér athygli manna, enda kepptu hinir fjór- ir jafnan um hana. Orgelleik- arinn 0g fonsprakki hljómsveit- arinnar, Jon Lord, lék mjög vel á orgelið og kom gnemilega í ljós hinn mikli áhugi hans á sigildri tónlist, þar sem leikur hans miinnti oft á orgelverk eft- ir Bach. Jon hefur samið kon- serta fyrir popphljómsveit og sinfóníuhljómsveit og er talinn einn af merkustu tónlistarmönn um í brezka poppheiminum. Trommuleikarinn, Ian Paice, lagði góða undirstöðu að krafti tómlistarinnar með þungum trommuslætti. Hamn tók langt trommusóló, sem vakti mikla brifningu, og sýndi hamn í því mikla leikni í að leika á trommu ...og gítawSnn haindlék Ritchie af snilld. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.). diskana, en af þeim hafði hann ekki færri en sjö stykki. Þegar hljómsveitin hafði leikið í hálfan annan tíma við ört batnandi undirtektir, var komirun hiti í liðsmenn hennar. Gitarleikarinn, Ritchie Black- more, var tekinrn að æsast mjög og í einu laginu braut hann einn af gítöirum sínum, lét hann detta í gólfið úr þriggja metra hæð. Þetta uppátæki æstoi áhorf- endur um allan helming og virtist útlit fyrir mikið fjör, en þá vi'ldi svo illa til (eða vel að sumra dómi), að rafmagnið fór af hljóðfærum kappanna. Þoldu öryggi hússins ekki álag- ið og rufu samband á nokkurra mínútna fresti. Rejmdu þeir bítlar að halda áfram leik Sín- um, en rafmagnið fór alltaf af eftir stutta stund. Urðu þeir á endanum mjög reiðir og kom reiði þeirra mjög greiniilega í ljós. Söngvarinn hjó stórt gat í sviðsgólfið með hljóðnemafæt- inum, trommuleikairinin sparkaði öllum trommum sinum út um allt sviðið og gítarleikarinn rauk á magnarasamstæðu sina, sem var um hálfur þriðji metri á hæð, og þeytti henni u,m koll. Var þetta einhver dramatisk- asti hljómleikaendir, sem hér hefur sézt. Áhorfendur urðu fyrir von- brigðum vegna þessara raf- magnstruflana, þar sem aug- ljóst var, að eitthvað meira átti að gerast. Og það er víst, að þar sem gítarleikarinn var mjög ánægður með hljómleik- ana framan af, hafði hann ákveðið að brjóta miranst þrjá, ef ekki fjóra gítara í lokin. En þar misstu íslenzkir unglingar af góðu gamni, rafmagnstruflan ir sáu fyrir því. Hljómsveitin hélt utan í fyrri- nótt í leiguflugvél sinni, og með henni fóru einuig nokkrir ís- lendingar, sem höfðu keypt far- ið á tvö pund hver eða um 450 krónur. Þanmig drýgðu Deep Purple tekjur sínar af íslands- ferðinni, og höfðu þeir þó feng- ið hátt í eina milljón í laun fyrir hljómleikana. s.h. — Leyniskjöl Framhald af hls. 1 rannsókn komizt að því að banin- ið náði ekki til laugardagsblaðs- ins og var þá enm skipt um grein og Vietnamgreinin kom því í heildarupplaginu. I þeirri grein var fjallað um aðgerðir Lyndons B. Johmsons fyrrum forseta á árunum 1965—1968. í greininni segir að það hafi verið Dean Rusk utanríkisráðherra, sem fékk Johnson til að hætta við lofárásimar í marz 1968 og að það hafi verið Robert McNamara þáverandi varnarmálaráðherra, sem fékk þvx komið til leiðar, að hlé var gert á loftárásunum 1965. Segja skýrslurnar, að Mc Namara hafi verið þeirrar skoð- urnar að hlé á loftárásunum gæti gefið N-Vietnamstjóm tækifæri til að hætta afskiptum af stríð- inu í Vietnam, án þess að verða fjrrir álitshnekki. Þar segir i grein Washington Post að Bandaríkjastjóm hafi ekki gert ráð fyrir að stöðvun loftárásanna leiddi til samninga um Vietnam. Ákveðið hefði ver- ið að hætta loítárásunum til að íriða andstæðinga stefnu Banda ríkjastjómar heima fyrir oig réttlæta nýjar hemaðaraðigerðir Bandaríkjastjórnar ef N-Viet- namar sýndu engan samkomu- lagsvilja. f málaflútningmum fyri.r dóm- stóiunum, hafa bæði New York Times og Washington Post hald ið því ákveðið fram, að birt- ing greinanna stofni á engan hátt öryggi landsins í hættu, hér sé aðeins um að ræða söguleg- ar staðrejmdir. Mál þetta hefur vakið gifur- lega athygli og umtal í Banda- rikjunum og um allan heim og segja margir fréttaskýrendur að aðgerðir stjórnvalda gegn frjáLsri blaðamennsku eigi sér vart hliðstæðu. Er nú beðið með eftirvæntingu eftir hvaða rök Bandaríkjastjórn notar, til að styðja kröflu sina um algert bann við birtingu fleiri greina. Ýmsir fréttaskýrendur eru þeirr ar skoðuinar að alltof mikiðhafi verið gert úr þessu máli, og sum ir vilja meira að segja halda því fram, að Bandaríkjastjóm hafi á einn eða annan hátt staðið að baki því að byrjað var að birta greinamar. — Alþjóöleg rannsókn Framhald af bls. 28. kannski ekki sá samii alls stað- ar og upplýsingamar eru ekki skráðar á sama hátt, þannig að það gerir úrvinnslu upplýsinga oft erfiðari en hún þyrfti að vera,“ sagði Gunnlaugur. Þegar rannsókn þessi var ákveðin þurfti að velja lönd og landsvæði, sem eru tiltölulega vel afmörkuð o*g hafa sæmd- Iega möguieika á að ná til allra fæðimiga. Auk Islands urðu fyr- ir valinu: Mialta, Kýpur, Jerúsal- emsvæðið í Israel, Nancy-svæð- ið í Frakklandi og Bangkok-svæð ið i Thailandi. Einnig var fyr- irhugað að Sierra Leone og Ceyl on yrðu með, en vegna erfið- leika, sem upp hafa kamið í inn- anlandsmálum á þessurn stöðum er ekki vist að úr þátttöku þeirra geti orðlð. Þau lönd og svæði, sem valin hafa verið hafa það flest sameiginlegt að þar fæðast yfirleitt 4 — 5 þúsund böm á ári hverju. WHO vinnur nú að undirbún- ingi eins konar spuraingalista í samvinnu við þátttökulöndin og á hanm að verða eins fyrir öll lönd, þ. e. sipumingar verða þær sömu og röð upplýsinga einnig, þótt hvert land fái sína lista á sínu máli. Með því að hafa röðina þá sömu verður úrvinnsla öll auðveldari. Söfnun upplýsing- anma hefst svo 1. jar.úar n.k. eins og fyrr segir og stendur a)lt árið 1972, en vonir standa til að úrvinnislu upplýsinga verði lokið um mitt ár 1973 og verði þá hægt að útbúa endanlegu skrásetningareyðublöðin. „Alþjóða heilbrigðisstofnunin getur ekki frekar en aðrar stofn- anir S.Þ. skipað þjóðum fyrir veiikum, en hún getur mælt með því að ákveðnir hlutir verði teknir upp,“ sagði Gunnlaugur. „Væntir hún þess mú að notkun upplýsingaeyðublaðanna verði al- menn þegar þau verða tilbúin og verði þamnig til mikilla bóta, einkum hjá þeim þjóðum, sem hafa ófullkomna ðkrásetningu, eins og víða er í vanþróuðum löndum. Hjá hinum, t. d. Norð- urlöndunum o. fl. þar sem skrá- setning er þegar í lagi kemur þetta eininig til með að hafa mikla þýðingu og gera saman- burð ailan auðveldari." Snúi til Pakistans Rawalpindi, 19. júní. NTB. FORSETI Pakistans, Yahya Khan, skoraði í gær á alla flóttamenn frá Austur-Pakistan að snúa aftur til heimalands síns frá Indlandi. Segir í áskor- un forsetans, að allir flótta- mennimir séu fullgiidir þegnar Pakistans og að þeim skuli veitt fullkomin vernd, komi það í ljós, að hennar sé þörf, eftir að þeir Iia.fi snúið heim. Forsetinn sagði, að engir Hindúar skyldu hika við að snúa heim, en þeir enx í minni- hluta í Austur-Pakistan, þar sem Múhammeðstrúarmenn eru í miklum meirihluta. Frú Indira Gandhi, forseti Indlainds, hefur tekið aif öll tvl- mæli um það. að mýjiu, að þær sex milljónir flóttamanna frá A-Pajkistan, sem haifi kom- ið, verði að snúa aftu.r heim til Pakistana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.