Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNl 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykj'avík. Framkvaamdastjóri Hsraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12.00 kr. eintakið. ÞJÓÐFÉLAG, EINSTAKLINGAR, PRÓF OG EINKUNNIR CJkólaæskan hverfur nú frá ^ prófborðunum. Sumir með gleði í hjarta og horfa bjartsýnir inn í framtíðina. Aðrir bíða hennar döprum huga: þeir hafa ekki náð því marki, sem að var stefnt. Ástæða er til þess að óska þeim velfamaðar, sem náð hafa áfanga sínum. En ekki er síður ástæða tii þess að hyggja að hinum, sem hafa beðið lægri hlut fyrir því próffargani, sem hér virðist vera orðið einkennandi fyrir íslenzkt þjóðlíf. Próf eru síð- ur en svo einhlítur mæli- kvarði á manngildi, ekki heldur hæfileika. Þau eru einungis heldur frumstætt tæki til að ákvarða örlög einstaklinga og það jafnvel á viðkvæmum aldri. Oft hefur verið á þetta bent hér í blaðinu. Landsprófið er mörgum þyrnir í augum. Það á sér mjög veikar forsendur, ekki sízt vegna þess, að það er harkaleg úrvinnsla á við- kvæmum aldri. Um það skal ekki frekar rætt hér. En á hitt skal bent, að sumir skól- ar eru til þess að bjarga nem- endum, sem bjarga þarf. Sem betur fer eigum við marga góða kennara til þess. Aðr- ir — bæði skólar og kennarar — virðast einkum vera til þess eins að bjarga þeim, sem geta bjargað sér sjálfir. Handleiðsla og góð kennsla, áhugi á sérhverjum nemanda og örlögum hans, löngun til að finna það bezta í hverjum einstökum, ætti að vera að- alsmark íslenzks skólakerfis nú á tímum. Vonandi verður slíkt skólakerfi frernur ein- kennandi fyrir íslenzkt þjóð- líf á næstu árum, en það einkunnaþjóðfélag, sem ríkt hefur undanfarið. Skólastjórar hafa kvatt nemendur sína. Þeir hafa kvatt þá með fögrum orðum, eggjað þá lögeggjan. Það er rétt sem sagt er: æska okkar er gjörvileg og við hana eru bundnar glæstar vonir. En þessar vonir rætast ekki, nema tvennt komi til: annars vegar, að við gætum þess að enginn einstaklingur fari í súginn vegna óhappa eða af öðrum ástæðum. Nemendur eru ekki búnir til handa skóla kerfinu, heldur á að laga það að þörfum nemenda og þjóð- félagsins. Við eigum að kapp- kosta að koma öllum til nokkurs þroska. Hins vegar er sú hliðin, sem að æskunni snýr. Um þá hlið verða hér einungis tilfærð orð dr. Brodda Jóhannessonar, sem hann mælti — vafalaust fyr- ir munn margra — við nem- endur sína við skólaslit Kenn- araskólans. Hann sagði m.a.: „Margt ungt fólk hefur nú sem á öllum tímum látið sefj- ast til þeirrar aðkenningar, að það sé spillt, að ekki sé sagt gerspillt. Þessu valda yfirleitt fáir eimstaklingar, sem hafa það m.a. sér til ágætis að vera dóserandi með áhrifaríkum hætti. Og unga fólkið á einnig nokkra í sínum flokki. Allur samanburður á sið- gæði kynslóða er erfiður, og vandfundinn einhlítur mæli- kvarði í þeim efnum, því munu ungir sem gamlir jafn- an hsetta sér út á hálan ís, hverju sinni sem þeir þykjast hafa slíkan kvarða í höndum. En þess utan dreg ég í efa, að fleiri lofsyrði hafi verið borin á nokkra kynslóð en einmitt þá, sem nú er græn eins og vorgrasið. Sjálfur þykist ég aldrei hafa lagt henni til, svo að það er ekki seinna vænna: Mér virðist hún furðu dóserandi og fús að segja til um snið tilver- unnar, hversu það skuli vera, á tímum þegar það boðorð eitt gildir undir morgundag- inn: að vera viðbúinn.“ Þessi orð og mörg önn- ur viðvörunarorð skólastjóra framhaldsskólanna ætti æska fslands að íhuga, um leið og hún kastar fram gagnrýni á þjóðfélag sitt og umhverfi. Þjóðflutningar í Asíu T jóst er af fréttum síðustu daga að þau vandamál, sem flóttamannastraumurinn frá Austur-Pakistan til Ind- lands hefur skapað indversk- um yfirvöldum, eru erfiðari viðfangs en þjóðir heims hafa almennt gert sér grein fyrir. Sé hugsað um fjölda flótta- manna einan, 5—6 milljónir, má þó sjá að þetta er með mestu þjóðflutningum sög- unnar. Kólerufaraldurinn á dögun- um virðist hafa hreyft veru- lega við vestrænum þjóðum a.m.k. og berast nú fregnir um sívaxandi liðveizlu þeirra við hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna. Indversk yfirvöld hafa lýst því yfir, að flóttamanna- vandamálið sé alþjóðlegt en ekki sérmál Indverja og ljóst er af skrifum fréttamanna, sem eru nýkomnir frá Ind- Útsýni yfir Vínarborg:. Hin ganila Stefánsdómkirkja skagar upp úr í g-amla bænum. Geir Rögnvaldsson; V ínarbr éf Vissúlega má merkja, að Vín arborg er fyrst og fremst borg gærdagsins. Þess vegna er of- mællt að kalla hana borina sí- ungu eins og svo oft er gert, en titiillinn „borgin síglaða" ber hún með rentum. Borgin er að vestan umlukin hinum fræga Wienerwald, og þar er einnig að finna hinar margrómuðu hæðir í kringum Vin svo sem Kahlenberg og Leu poldsberg. 1 hlíðum þessara hæða eru gjöfulustu vínræktar- svæði Vinar. Ekki kann ég að nefna tölu yfir það magn áfeng- is sem framileitt er innan borg artakmarkanna sjálfra. Að austan kemur svo ung- verska sléttan og rétt til þess að fuldkomna sköpunarverkið, pennur Dóná í gegnum borgina. Vín er töluvert víðáttumikil borg eða tekur yfir 141 km2 og lengd borgartakmarkanna er 133 km. Vínarborg má ekki ein- göngu þakka Dóná fegurð sína heldur og tilveru, því upphaf- lega var Vin verzlunarmiðstöð við þessa eina helztu saimgöngu æð Evrópu. Það kann að hljóma undar- lega en Vin er gædd náttúrufeg urð í rikum mæli. Nálægðar sveit arinnar verður aHs staðar vart í Vin og mengunarsvæði stór- borgarinnar eru svo gott sem eingöngu bundin við miðborg- ina. Þar er mengunin aftur á móti ríflega skömmtuð. Hugmynd flestra þeirra sem ekki þekkja Vín er sú, að hún hafi upp á einhvern forngaml- an sjarma að bjóða. Sú ímynd- un er al'l fjarri sanni því að borgin er að mestu byggð á síð- asta árhundraði, — blómatíma- bili Vínarborgar og vel að merkja rómantikurinnar. Maria Theresia og Franz Jos- ef eru hetjur Vínarborgar og þeim ber fyrst og fremst að þakka þessa fögru borg. Aftur á móti að teknu tilliti til þess rikidæmis sem Vín er byggð af, eru hinar tíðu uppreisnir í Ung verjalandi ofur skiljanlegar. Flest merki hins fyrri glæsi- leika eru horfin og í staðinn er borgin full af minnismerkjum um ágæti liðins tíma. VLn hefur ekki lengur úrslita hlutverki að gegna. Hinir mikilihæfu snill ingar svo sem Goethe, Beethoven og Schubert eru famir og keis- arinn mikli sem hér réð fyrir heimsmálunum er l'öngu kaldur í gröf sinni. Það sem allir þess- ir menn hafa skilið eftir sig er einkum minningin um örlaga- ríka tima, sterka listahefð og fagra borg. En vel að merkja, borgin er ekki dauð úr ölium æðum; — ennþá lifir í gamalli glóð eða í það minnsta gerist tónlistarlif ekki betra í heimin- um. Þegar þessar Mnur eru rit aðar er „wienerfestivalinn“ I þann mundinn að byrja, og sækja þá margir af frægustu tónliistarmönnum heimsins Vín- arborg heim og þykir sómi að. Einhverra hluta vegna hafa tvær miikilvægar alþjóðastofn- anir stöðvar sínar hérna, það er Iðnþróunarstofnun S.Þ. og Al- þjóða kjarnorkumálastofnunin. Ennþá hefur Vínarborg sér- stæðu Mutverki að gefna í ref- skák stórveldanna í það minnsta kjósa þatu þessa borg oft til þess að ræða saman og því hefur Vín mikið diploimat- iskt giidi. T.d. standa núna „Salt“-viðræðurnar yfir hérna. Ekki má heldur gleymast, að þó kerlingar um og yfir sjötugt virðist í meirihluta íbúa hérna, er önnur kynslóð sinu yngrú að vaxa úr grasi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Útlendingar í Vín hafa sér- staka ánægju af að fylgjast með viðleitni Vínarbúa til þess að fylgjast með tímanum. Flest er aðkeypt og fæst er þeirra ei>g ið framlag í þá veru. Mér er næst að halda að hinn síðborg- arlegi mórall í kynferðismálum hafi farið heldur flatt með Vín- arbúa. I það minnsta var eitt fyrsta verk þeirra eftir að orð- ið „modern“ komst aftur inn í orðasafnið hjá þeim, að hóa saman velflestum klámblöðum á meginlandinu ásamt með þeim áhöldum sem mannleg náttúra og imyndunarafl fær upphugs- að: Leigja nokkrar skandinav- iska sýningargripi til þess að ganga um beina berar að ofan og sýna herlegheitin við hátt gjald undir nafninu „Sex-messa". Þrátt fyrir það að þessi „Sex- messa“ var alveg afspyrnu lé- leg, grunar mig að venjulegur ísl. þurfi ekki þetta til að finna til hvata sinna. Samt sem áður, ef það á að byggja nútima Austur(slagorð Kreyskis for- sætisráðherrans hérna) þá verða þeir að eiga sitt klám eins og Svíar, en Sviar eru eins og altir vlta alveg fantalega ný- tizkulegir. Hér gerast ýmsir þeir hlutir, sem halda mætti að séu meintir í fullri alvöru. T.d. mótmæltu bændur verði þvi sem þeir fá fyrir mjólk á mjög svo eftirminniil’egan hátt. Hægri flokkurinn hérna stóð fyrir því að 7000 bændur lokuðu öitum helztu umferðaræðum borgar- innar með tmktorum sinum á há annatíma, eða frá kl. 8—12 á mánudagsmorgun. Umferðaöng- þveiti varð að sjálfsögðu aigert. Það að sj’á 7000 bændur nif ast við ívið fleiri borgarbúa um austurrísk landbúnaðarmál, er ekki beint uppörvandi fyrir lft inn strák sem ætiar sér að lesa hagfræði í þvisalandi. Nú eru nýafstaðnar forseta kosningar héma. Fulltrúi sósial ista, Fmnz Jonas, vann með knöppum meirihluta frambjóð- anda hægri flokkanna dr. Kurt Waldheim. Waldheim er þektot- ari sem fulltrúi Austurrlkis hjá S.Þ. Oig er hann einn þeirra sem til greina koma í framkvæmda- stjórastöðu, til þess kann hann ekki nóg í ensku, auk þess sem hann er orðinn 71 árs gamal. Niðurstöðu þessara kosninga ber þó fyrst og fremst að Ifta á sem sigur vinstri flokksins hérna, Socia'lische Partei, en Franz Jonas var eitt sinn borgar stjóri Vínar sem fulltrúi þeirra. Hér rikir hægfara sosiölsk minniMutastjóm og er álitdð að vinsældir Kreyskis forsætisráð- herra hafi orðið Jonasi nota- drjúgar í þessum kosningum. Á stjörnmálasviðinu gerðist ann- að ekki síður merkilegt og Is- lendingar mættu taka sér til fyrirmyndar. Shi'llinig.urinn hækkaði um rúmlega 5%. Ég er ekki nógu vel að mér i ha,g- fræði enn sem komið er til þess að ráða í þær afleiðingar bein ar og óbeinar sem þessi ráðstöf un á eftir að hafa á afkomu Austurríkis, þó að hún hljóti óneiitanlega að bera vott um batnandi efnahag. Hitt er aftur á móti annað mái, að þetta lœkkar námslán okkar nemarma héma um rúmlega 5% oig ósk- ast það hér með tekið tii greina af stjórn Lánasjóðs isl. náms- manna. Vorið hefur verið héma af og til síðan um miðjan marz og virð ist vera endandega komið núna, að minnsta kosti eru þessar lín ur ritiaðar í 27,5 stiga hita og ku það víst vera met í maí. Vor í Vin er herlegur tími, sem lætur engan ósnortinn. Vinarbúar reyna aö eyða sem mest af fní- stundum sinum úti við á vorin og sumrin, liggja helzt i sólbaði á daginn og fara svo gjarnan á „IIeurigen“ á kvöldin. „Heuritg- en“ er fyrirbæri, sem ferða- menn í Vínanbong ættu að kynna sér sem bezt (svo maður tali nú ekki um stúdenta). Vel- flestir vínyrkjumenn eiga sér hús, þar sem þeir selja eigin framleiðslu. Þessi hús eru yfir- Framliald á bls. 16. landi, að yfirvöld þar eru furðulostin yfir afskiptaleysi manna um örlög flóttamann- anna, Bent er á, að hundruð flóttamanna höfðu Látizt af skotsárum, meltingarsjúk- dómum og vosbúð áður en kóleran kom upp, án þess að því væri nokkur eftirtekt veitt. Sú skoðun hefur komið fram, að mál þetta sé próf- steinn á raunverulegan hug þróaðra ríkja til hins vanþró- aða hluta heims og er von- andi, að við íslendingar — þó lítils séurn megnugir — sýn- um hug okkar í verki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.