Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1971 * 0 f * Fá 6 hektara — til uppeldis á trjáplöntum Forhliðin á nýja Stjómarráðshúsinu við Lækjargötu, en bakhliðin mim snúa að Skólæstrætí Ljósmynd Mbl. á.j. Nýja stjómarráðshúsið ákveðið SAMKOMULAG hefur náðst um að Skögræktarfélag Reykjavíkur fái 6 hektara lands milli Fossvogs vegar og Sléttuvegar í stað þess svæðis sem tapazt hefur frá FossvogsstöíSnni undir Kringlu- Ófremdar- ástand á vegum — vegna þurrka SAMKVÆMX upplýsingum sem Mbl. fékk í gær hjá Vegaeftir- Iitinu er ástand vega nú víðast hvar mjög slæmt. Segja má að ekki hafi komið dropi úr lofti í aær þrjár vikur og eru þvi vegir imi allt land mjiig harðir og þurrir, og mikið ryk er nú hvarvetna á vegum. Um aíðustu helgi var mikil umferð á vegum í nágrenni Reýkjaví'kur og bárust þá marg- ar kvartanir um ástand þeirra. Vegaeftirlitið átti von á sízt minini umferð um þessa helgi, en þá er útlit fyrir að vegir versni enn til muna. Aðspurðir sögðu starfsimenin eftirlitsins að ékki væTÍ enn orðið fært inn í óhyggðir á fólksbílum. mýrarbraut. XJndirfoúningsfram- kvæmdir á svæðinu eru að hefj- ast, en það tekur um 2—3 ár að gera jarðveginn hæfan til þess að rækta trjáplöntur í honum. Þegar Stkógræktarfélag Rvik- ur hefur tiekið hið nýja land- svæði í notíoun, h/efur félagið alls 17 hekrtara lands tH uppeld- is á trjápiöntxim. Áður en hluti svæðisins var tekirun undir Krinigl'umýrarforaiut haifði féiag- ið hins vegar aðeins 12.5 hekt- ara lands til umráða. Nýtt prófessors- embætti — í lögfræöi MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst laust til umsóknar prófessorsembætti í lögfræði við Háskóla íslands. Samkvæmt upplýsingum rek- tors, Magnúsar Más Lárussonar er þama um nýtt embætti að ræða og er það áttunda prófess- orsembættið í lögfræði við Há- skólann, sem veitt er. TEIKNING af nýrri stjórnar- ráðsbyggingu hefur nú verið samþykkt af viðkomandi aðil- uni og skipulagsráði Keykja- víkurborgar, en áformað er að reisa bygginguna mið- svæðis milli Bankastrætis og Amtmannsstígs þannig að húsin við vestanvert Skóla- stræti hverfi á braut. Nýja stjórnaráðshúsið er teiknað á vegum húsameistara ríkisins og er það samkvæmt líkani tveggja hæða hús með kjall- ara þar sem m. a. verða bíla- stæði. Reiknað er með að í nýja stjómaráðsliúsinu verði vinnu aðstaða fyrir helmingi fleira starfsfólk, en í Amarhvoli, en þó að nýja húsið komi til verður Amarhvoll notaður áfram og einnig gamla Stjómaráðshúsið þar sem hugmyndir eru um að for- sætisráðherra og Forseti fs- lands hafi skrifstofur sínar. Ekki er ákveðið hvenær fram- kvæmdir hefjast við bygg- ingum. Kosningaskemmt- anir D-listans í kvöld og annað kvöld Miðar afhentir í Valhöll í dag skemmtun I Sigtúni fyrir ungl- inga 15 ára og eldri og sjá hljóm sveitirnar Ævintýrí og Trix þár um flutningi danshljómlistar. Fjölbreytt skemmtiatriði verða á öllum skemmtununurn, en þau verða í umsjá Yngva Steins, Karls Einarssonar, Ragnars Bjarnasonar og Hrafns Pálsson- ar. Miðar verða afhentir í Valhöl] í dag milli 2 og 4 og við inngang- inn, ef eitthvað verður eftir af miðum þá. Aðgangur er ókeýpis. Karl Rowold, sendiherra. Mynda- ruglingur Þau leiðu mistök urðu hér í blað- inu í gær, að með grein eftir Karl Rowold, sendiherra Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands, birtist röng mynd. Jafnframt því að birta nú rétta mynd af Karli Rowold sendiherra biðjum viö sendiherrann og lesendur blaðs- ins afsökunar og velvirðingar á þessum slæmú mistökum. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík gangast í kvöid og annað kvöld fyrir skenrimtuniim fyrir þá, sem störfuðu fyrir D- listann í kosningunum. Verða skemmtanirnar haldnar á Hótel Sögu og í Sigtúni og hef jast kl. 20. Aðgangur er ókeypis. 1 kvöld verður skemmtun á Hótel Sögu fyrir 18 ára og eldri og leikur þar hljómsveit Ragnars Bjarnasonar fyrir dansi. Einnig verður í kvöld skemmtun í Sig- túni fyrir sömu aldursflokka og leika þar hljómsveitirnar Ævin- týri og Trix fyrir dansi. Annað kvöld verður svo Jim Ede íörstöðumaður „Kettles Yard“ listasafnsins (áður við Tate Gallery í London) kynnir Ólöfu Pálsdóttur fyrir dr. Marie Battle við opnun sýn ingarinnar í Cambridge. List Ólafar Pálsdóttur fékk góða dóma í Cambridge Höggmyndir hennar beizla sterka tjáningarþörf á dramatískan hátt EINS og áður hefur komið fram í fréttum var Ólöfu Páladóttur, áisamt dönskum listmálara, boðið að sýna listaverk á vegum Cam- bridgeháskóia, í Englandi og atóð sýningin yfir í 3.1. mánuði. Nú hafa borizt ummæli lista- gagnrýnenda brezkra blaða um sýninguna og segir í „Camha-idge News“, að listastafn Camtoridge- háskóla standi fyrir gestasýning- um árlega og fari hressilega af stað í þe^ta sirrn með verk eftir G. Poulsen og Ólöfu. Er þetta í fyrsta sinni sem akandinavískum listamönnum er boðið að sýna venk sín í „Kettles Yard“ — listasafni Cambridge háskóia, en þar hafa áður sýnt heimisfrægir listamenai eins og t d. Henry Moore og Barbara Hepworth. Camtoridge Evenmg News segir að Ólöf sé raunuær mynd- höggvari. Sýni hún ýmsar brons- styttur og fjórar þeirra vekja sérstaka athygli listagagnrýnand anis; eina telur hanm mjög fagurt verk og vel uppbyggt, um aðra, sem er standandi negrastúlka, segir hann, að sé dköpuð á heil- brigðan og raunsæjan hátt. Hann telur að Ólöf hafi náð því vel í tveimur verkum sínum að túlka þá kyrrð, sem ríki yfir hestum, sem á veturma klæðist þýkkum feldi til skjóls. En miðað við önmir verk hennar finnst gagnrýnanda brjóstmynd- irnar sem eru úr gipsi næsta einkennilega tómlátar. EFNISMEÐFERD PERSÓNL'- LEG OG TJÁNINGARFULL Listagagnrýnandi „Varsity" í Cambridge sfcrifar: „Hvorki Gudrun Poulsen né Ólöf Páls- dóttir eru vel þekktar hérlendU, enda þótt þær í Skandinavíu skoðist á þeirra sviði framúr- skarandi listamenn. Sýningin á verkum þeirra nú í Kettles Yard, gefur einistakt tækífæri til að virða fyrir sér nokkuð af list eftirstyrjaldarár- Framhald á bls. 16. Líðan hinna slösuðu LITLA telpan, Hulda Sigiurðar- dóttir, sem slasaðist er hún varð undir bíl á Austurbrún 16. júní si er nú heldur á bata- vegi, en líðan Jóns Péturssonar, sem slasaðist í umjferðarsliysi á Bæjarhálsi aðfaranétt 17. júní er óbreytt og er hann enn með- vitundarlaus. Þau liggja bseði á gjörgæzlu- deild Borigarspítalans. Fjögur verk frumflutt ÞANN 18. apríl sl. voru haldnir í Regina í Saskatchewan 5 Kanada tónleikair, þar sem ein- göngu voru flutt verk eftir dr. Hallgrím Helgason, og voru þau öll frumflutt. Tóniledkarnir voru haldnir á vegum tónlistar- deildarinnar í Regina-háskóla, en sem kunn ugl er 'íennir dr. Hallgrímur við þann skóla. Á tónleikunum voru frumflutt t.ríó fyrir tvær fiðlur og víóliu, sónata fyrir einleiksfiðiu, sam- leikur á tvaer fiðlur og tríó fyr- ir píanó, fiðlu og selló. Dr. Hall- grímur lék sjálifur á píanóið. I fréttum, sem Mbl. hafa bor- izt frá háskölanum í Regina seg ír, að dr. Hallgríimi Heigasyni hafi verið boðið að flytja í sum- ar fyrirlestra um tónlist við Freie Universitát í Vestur-Berl- ín. Tónleikar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Is- Iands hélt tónleika á Selfossi 9. júní sl. og næstu tónleikar henn- ar utan Reykjavikur verða i félagsheimilinu Árnesi í Gnúp- verjahreppi fimmtiidaginii 24. júní og hefjast kl. 21.00. Stjórnandi verður Bohdan Wodiczko og einleikari Gísli Magnússon, píanóleikari. Flutt verða verk eftir Schubert, Moz- art, Smetana, Weber og Berlioz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.