Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1971 C C C C c oooooo ooooo c c c c OOOOOO OOOOO C 37 Hún tók við lyklinum og steig upp á bryiggjuna. — Þakka yður /yrir þetta, sagði hann. Mary Ro&s beið þangað til Nancy var komin til hennar og setzt í annan garðstól. — Þetta var Lloyd Llewellyn, var það ekki? sagði hún. Nancy sagði henni alla sög- una. — Þetta var gaman. Ég hef nú aldrei komið inn í húsið og ef þar er eitthvað, sem er hirð- andi, verðum við að ná í það. Ég skil alveg tilfinningar Llew- ellyns. Hann langar til að losna við þetta allt með sem minnstri íyrirhöfn. Hvernig var þetta postulin? — Ég hef nú lítið vit á því, en það virtist vera gott. — Litlar smámyndir, líklega Nymphen- burg. Og svo ein þessara borð- skreytinga amorsmyndir og blóm — líkast til Chelsea og svo nokkrar Staffordshiremyndir. Ég er ekki alveg viss um það, en þú kannast sjálfsagt við það. Við gætum farið þangað á morg- un. — Það er nú sennilega allt kvamað og brotið, en við gætum nú Jitið á það samt. Þær voru gengnar inn, en þá heyrðist i bíi, svo að þær gengu út aftur. Timothy Evans kom á móti þeim, allur eitt bros. — Ég á eina tvo sjúklinga hér í nágrenninu, svo að ég gat ekki stillt mig um að líta inn. — Komdu inn, Tim. Þú færð miðdagsmat eða kvöldmat eða hvað það nú kann að heita. Nancy hafði alltaf dáðst að þessari gestrisni móður sinnar. Hún hafði hana ekki lengur grunaða um að hafa áhrif á af- stöðu sína til læknisins. Hún hefði boðið svona hverjum þeim, sem hún á annað borð kunni við, en í þetta sinn óskaði hún þess, að Mary Ross hefði ekki verið alveg svona gestrisin. Hana lang aði að vera ein og hugsa um það, sem Lloyd hafði verið að segja. Hún var ekki alveg viss um, að hún skildi þann unga mann rétt. Og hún var ekki viss um, að hann gerði það sjálfur. — Þakka þér fyrir. Ég vildi gjarna doka hér eitthvað við, en þú verður að lofa mér að hringja í stofuna mína, svo að ég viti, hvort ég má stanza. — Ég ætla að segja frú Ris- ley til, sagði Nancy. Frú Risley varð ofsakát. — Evans læknir? Það er hann, sem hefur John Thomas til mieðferð- ar. Frú Thomas er ekki ánægð með hann, enda er hún ekki ánægð með neinn. Hvað eigum við að hafa í eftirmat? Ég veit, STAKAR i BUXIIR sn'iSfyrír þig-sniÓ fyhr mig-efni sem luvfa baÓum að hún mamma þín er ekk- ert hrifin af tertum, en karl- menn hafa nú annan smekk, svo að ég ætia að búa til búðing. Ég las uppskrift í bók og er búin að prófa hana, svo að ég veit að ég get búið hann til. — Er það ekki of mikið erfiði. Getur ekki aiveg dugað að hafa það bara ávexti ? — Nei, ég astla að búa tii súkkulaðibúðing. Það verður bara að borða hann strax, ann- ars fellur hann. Móðir Nancy og Tim voru úti á svölumum og horfðu á litskrúð ugt sólarlagið. Mary hlaut að hafa verið að segja homum af t.Ioyd Llewellyn og húsinu. — Það er ekki nema gott. Það býðir sama sem að aliir selja. Það er nú leiðinlegt, að þessi litli griðastaður dó'marans skuii verða eyðilagður, en ég skil aldrei i hinu, að fólk skuli vera að hanga á þessum húsum og nota þau aldrei. Vatnið er nógu gott fyirir fólk, sem hefur ekki efni á að fara neitt annað — bamafólk. Það er alveg hægt að byggja upp þennan vatnsbakka engu síður en hinn. — Og þú heldur, að það væri heppilegt. Nancy sendi van- þóknunaraugnatillit tdl kofanna hinum megin. — Svona vill fólkið nú hafa það, sagði hann. —- Phii kærir sig nú ekki um að selja, sagði Mary. — Honum þykir svo vænt um staðinn. — Það er nú. líikast því þegar sextán ára stúika er að halda upp á brúðumar sinar. Það er ekki annað en óþarfa við- kvæmni. Naney langaði til að svara þessu eitthvað hvasst, en móðir hennar varð fyrri til í mildari tón. — Flest okkar leika sér að einhvers konar brúðum, og brúð an dómarans er að minnsta kosti meinlaus. Hún gefur mér að minnsta kosti tveggja vikna hvíld frá spitalanum, og ég get verið iðjulaus á meðan. Held- urðu, að kofi Llewellyns verði rifinn ? — Ég mundi brenna hann. Hann er ekkert annað en hæld fyrir leðurblökur. Sagðirðu, að hann væri enn með húsgögnum? Nancy sagði honum, að þær ætluðu sér að bjarga postulín- inu. — Ef Lloyd Llewellyn heldur, að þama sé eitthvað, sem vert sé að bjarga, hvers vegna send- ir hann þá ekki einhvem þang- að, sem hefur vit á því. Ég hef vitað menn biðja einkaritarana sína að gera allt fyrir sig, hvort Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. Ýt.ni er aðcins til að hleypa kergju og inótþróa í fólk. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Ef þú tekur vel eftir geturðu komizt hjá misskilningi. Tvíburarnlr, 21. maí — 20. júní. Nú verðurðu að taka ákvarðanir, sem eitthvað koma lögum við. Þú gengur lengra en þú ætlaðir, og ert meira flæktur í málið tilfinningalega en þú hélzt. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Nægar eru freistingarnar og fleiri gildrurnar. I,jóníð, 23. júli — 22. ágúgt. I»að er hollt að tjá sig, einnig í blönduðum hóp. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. I»ér verður alveg orðfall, aldrei þessu vant, vegna ummæla annarra og óvænts hóls í þinn garð. Vogin, 23. september — 22. október. Nú verðurðu að reyna að leiða þitt fólk í örugga höfn. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. I»ú ert í minnililuta vegna ýmiss konar ummæla. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þótt þér finnist þú tala einfalt mál og hógværð sé þitt takmark, eru þeir margir, sem þú slærð út af laginu og særir. Steingreitin, 22. desember — 19. janúar. Þú hrífst af nýjum hugmyndum áður en þú venst þeim og nytsemi þeirra. Það er hollt að umgangast fólk. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú ætlar að halda þig að því að áfellast aðra og gagnrýna eftir. mætti, þar til er þér leggst eitthvað hentugra til. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú færð ekki þann árangur út úr samningaumleitunum þínnm, sem þú hafðir hugsað þér. OPIÐ ALLA DAGA OG ÖLL KVÖLD. Athugið: Blómum raðað saman í blómvendi og aðrar skreytingar. BLÓMAHÚSIÐ sími 83070 við hliðina á Kostakjör Skipholti 37 (áður Álftamýri 7). sem það nú er að hengja upp gluggatjöld eða kaupa jólagjaf- ir handa konum sinum og böm- um en þama er sannarlega of lasngt gengið — að biðja þig að fara tnn í þennan kofa. Það gæti verið stórhættulegt. Jafnvel Mary leit á hanm steinhissa. Svo mikil hneysklun var í rödd hans. En nú kom frú Risley inn og sagði, að matur- inm væri tilbúiinn, og þau voru samstundis komin að borðinu. Mary sló út í aðra sálma með því að spyrja lækninn, hvort hann hefði marga sjúklinga þarna við vatnið. — Fáeina. Ég var að vitja um hanm Johm Thomas — liðagigt, oig lltið hægt við þvl að gera, eins og þau lifa. — Þetta hlýtur að vera pabbi hennar Joybelle, sagði Nancy. Vissirðu af því? — Jú, hætt er víð. Þau blaðra ekki svo lítið um vanþakklát böm. Þau virðast eiga son líka, en vita ekki, hvar hann er nið- ur kominn. Börnin fóru bæði að heiman undir eins og þau gátu, og ég skal ekki lá þeim það. Þau hafa ekki séð Joybelíle í meira en ár, en hún skrifar þeim og sendir þeim peninga. Ég veit það vegma þess, að frú Thomas segir, að húm sendi ekki nóg. Þau eru afskaplegir nirflar. Ég held nú ekki, að þau hafi nokk- uirn tima haft mikdð upp úr þessu hænsnabúi sínu, en þau hafa að minmsta kosti ekki eytt því í óþarfa, ekki einu sinni í lækna. Þau sendu eftir mér, af því að ég er sá eini, sem fæst til að koma til þeirra. Guthrie lækmir varaði mig við þeim, svo að ég læt þau þorga hverja vitj- un jafnharðan, og það er venj-u- lega í smápeningum. Ég skyldi stunda Thomas fyrir ekki neitt, ef ég vissi að hann væri raum- verulega öreigi. Það veiztu Mary, iauk hann máli sínu ein- beiittilega. Úfsfillingar Góður útstillingamaður eða kona óskast til afleysinga öðru hvoru í sumar. Góð laun fyrir hæfan mann. Upplýsingar í síma 42142. - Já, það veit ég þú mundir gera, Tim. Það er skammarlegt með alla þessa fátæklinga, sem er otað að þér. —- Það getur nú verið góð reytnsla og það er ekki hægt að lá eldri læknum það. Þeir hafa sjálfsagt fengið bróðurpartinn af þessu sama, þegar þedr voru að byrja. Þegar þau höfðu lokið máltíð- inni, fóru þau með kaffið út á svalimar. Nú var næstum orðið dimmt. Handan yfir vatnið sáust ljós í húsunum þar sem fólik bjó allt árið. Hvorki var stjörnu bjart né tunglsljós og himinninn var eirrauður. — Ég hélt, að hér yrði kalt á nóttunni, Mary, sagði Tim. — Vemjulega er það. Það var virkilega kalt í gærkvöld. — Það ætlar að fara að hvessa. Frú Risley stóð í dyrumum að baki þeim. 1 yðar sporum, lækn- ir, mumdi ég flýta mér til borg- arimnar aftur. 13. kafli. Spádómur frú Risley kom þó ekki fram tafarlaust. Það var hvorki hvassviðri né rigning um nóttina, en hitinn var sá sami og áður. Almanakið sagði, að nú væri tíundi september, en veðrið var eins og í miðjum ágústmánuði. Ekki þó þannig, að sólin brenndi, því að það sást varla tO sólar. Himinninn var eins og eirlit skál og allt var hulið misitri. Jafnvel vatnið sýndist gult í staðinn fyrir að vera grænt eða blátt. Nancy hafði ætlað í Llewell- ynhúsið, en Mary sagði, að það væri ekki veður tU þess. Um klukkan tíu hringdi Car- mody dómari og spurði, hvort hann mætti koma til kvöldverð- ar og gistimgar. Þegar Mary var þar lét hann alltaf eins og hún ætti húsið en lék sjálfur gest. Frú Risley var fegin komu hans og sagðist þurfa að róa yf- ir vatnið til þess að kaupa mat- vörur. Nancy bauðst til að róa henni yfir, þar eð hún vissi, að gömlu konunni var meinilla við þá áreynsJu. Venjulega varð vasrt ofurlítils straums úti í miðju vatninu, þar sem áin rann í gegn, en í dag varð þess ekki vart. Og það var ékki einu sinni vindbára á vaitn inu. Þegar yfir kom, keypti Nancy sér sólarhringsgamalt blað og settist á bryggjuna til að lesa það, meðan firú Risley lauk erindum sínum. Það var eiin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.