Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1971 Kauphöll myndi skapa grund- völl hagkvæmari f járf estingar Spjallað við bandarískan prófessor, sem hér hefur haldið fyrirlestra á vegum Stjórnunarfélagsins Á VEGUM Stjórnunarfélags Jslands hafa verið haldin tvö námskeið nýlega og hafa fyr- irlesarar verið bandarískir prófessorar frá Carnegie Mellon University i Pennsyi- vania, prófessor Weinstein og prófessor Kaplan. Weinstein, scm hélt fyrirlestra á fyrra námskeiðinu er farinn utan og var þátttaka i því nám- skeiði góð eða 43. Þar var fjallað um stjórmm starfs- mannamála, en á liinu síðara, þar sem þátttakendur voru 38 var fjallað um fjármálastjórn fyrirta-kja. Síðara námskeið- inu lauk í gaer og hittum við fyrirlesarann, prófess Kapian að máii. Hann sagði: — Það er mér ný reynsla að koma hingað, hitta fram- kvæmdastjóra íslenzkra fyrir- tækja og kynnast vandamál- um þeirra og á hvem hátt þeir nota tækni stjórnunar til þess að leysa þau við fyrir- tæki sín. Unnt er að nota tækni stjórnunar í skipulags- starfi fyrir framtíðina og í daglegum framkvæmdum. — Hvað finnst yður um ís- lenzkar aðstæður? — Ég varð eiginlega mjög hissa, þegar mér varð ljóst að hér er engin kauphöll. Slík stofnun er ómissandi erlendis og gefur fyrirtækjum mögu- leika á langtíma fjárfestinigu, þ. e. lánamöguleikarnir skap- ast vegna kauphaJilarinnar. Ef silik lán væru fyrir hendi á Islandi mætti anka mjög fjár- festinguna. Þá kom mér einn- ig á óvart, hve mikið fjöl- skyldustjóm tíðkast í is- lenzkum fyrirtækjum. Með kauphöll eða hagkvæmum lánum til langs tima og þar af leiðandi hagkvæmri fjár- festingu tel ég að auka megi framleiðsluna til muna. Prófessor Kaplan hefur mjög fengizt við stjórnun sjúkrahúsa í Bandaríikjunum og hefur reynslu á því sviði. Aðspurður um stjóm sjúkra- húsa í Bandaríkjunum og samanburð við okkar kerfi hér heima, sagði prófessor Kaplan: — Á mörgum sviðum í Bandarikjunum eru almanna- trygginigar, en okkur vantar það samstillta kerfi, sem til er á Islandi. Þó tel ég hér vera á ferðinni mörg hin sömu vandamál, og hjá okkur, en í Bandaríkjunum hafa læknarnir miklu meiri áhrif á fjárhagslega stjórn sjúkra- húsanna en hér. Frá stjórnunarnámskeiðinii. — Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á læknisiþjónusbu og tel mjög varasamt að hún verði ókeypis eins og hér á landi er Ástand eins og er hér á sjúkrahúsunum skapar þá hættu að þau séu misnot- uð. Læknir leggur sjúfeling inn til rannsóknar og lætur hann liggja þar vikum sam- an, þar eð þægilegra er fyrir hann persónulega, að ná til sjúklingsins, þegar timi gefst til. Læknirinn hugsar þá kannski ekki um það, hve dýrt er að halda sjúklingnum í sjúkrahúsinu. Þetta er mis- notbun á kerfinu, sem getur valdið því að fólk, sem ra-un- verutega á að fara í sjúkra- hús og þarfnast þess nauðsyn- lega, fær ekki rúm. Sjúkra- húsin eru einnig alltaf full I’rófessor Kapia.n. hér, þrátt fyrlr gífurtega og hlut’falLslega alt of mikla fjárfestingu. í Bandarikjun- um verða meun að greiða fyrir sjúkrahúsvist — mis- jafntega þó. — Hvað fannst yður um þátttakenduma í námsikeið- inu? — Þeir virtust áhugasamir. Hugsiunarháttur Islendinga 1 fjárfestinigarmálum hlýtur t.d. að vera öðruvísi en okkar. Langtíma fjárfesting kemui’ öðruvísi við hér. Ég fékk margar áhugaverðar spum- ingar um verðmyndun í Bandarikjunum og notkun tölva við etjórnun. Ég tei Stjórnunarfélag Islands eink- ar gott félag og framlag þess til að kynna nýja tækni í stjórnun bráðnauðsynilega, sagði prófessor Kaplan að tokum. Auglýsing frd SKÓSELI Vorum að taka upp margar gerðir af TRÉKLOSSUM. Einníg nýkomin STRETCHSTÍGVÉL á telpur. SKÓSEL, Laugavegi 60, sími 21270. Mjög vel með farinn Cortinu stntion de luxe 1965 til sölu. VOGAVER, Gnoðarvogi 46, símar 81490 og 35390 Trésmiðir Trésmiðir óskast í innréttingarsmiði og uppsetningar. Gott kaup fyrir góða menn. TRÉSMIÐJA AUSTURBÆJAR H.F. Sími 19016 og 85420. Iðnaðarhúsnœði Til sölu 211 ferm. iðnaðarhúsnæði við Austurveg á Selfossi, ásamt 2400 ferm leigulóð og rétti til viðbyggingar. Upplýsingar í símum 13341 og 10648, Reykjavík. OREGON-FURA Þurrkuð oregonfura ávallt fyrirliggjandi, margar gerðir. TIMBURVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR & CO. H.F. Aukin neyzla eiturlyfja meðal norskra unglinga Osló, 22. júní — NTB SAMKVÆMT nýgerðri könnun í Oslö hefur neyzla æskufólks jiar í borg á marihuana, hassi og sterkari eitnriyfjnm aukizt veru- lega á síðasta ári, og er aukn- ingin nú meiri en þr.jú árin þar á undan. Könnun þessi var gerð á veg- um stofnunar, er vinnur að rann- sóknum á áfengisneyzlu, og HELGARFERÐ í Kerlingarfjöll. Brottför n k. föstndags- mogun og föstudags- kvöld. Upplýsingar og jiátt- tökuskráning hjá Her- manni Jónssyni, úr- smið, Lækjargötii 2, sími 19056. Skíðaskólinn Kerlingar- f jöllum byggjast niðurstöðurnar á svör- um 900 unglinga á aldrinum 15 til 21 árs. Samkvæmt þeim ættu um 5.200 Oslóbúar á þessum aldri að hafa reynt marihuana eða hass, um 3.100 ættu að hafa „þefað", það er notað eiturefni, sem unglingarnir anda að sér, rúmlega 750 að hafa reynt amf- etamín eða svipuð efni og um 500 að hafa reynt LSD. Auk þessa má svo reikna með að í Osló sé fjöldi ungmenna ut- an af landi, sem ekki hefur fast aðsetur í höfuðborginni og skýrslur ná ekki til. NOTAÐIR BÍLAR Skoda 110 L '70 Skoda 100 S '70 Skoda 1000 MB '68 Skoda 1000 MB '67 Skoda 1000 MB '66 Skoda Combi '57 Skoda Combi '66 Skoda Combi '65 Skoda Combi '64 Skoda Octavia '65 Skoda Octavia '61 Skoda 1202 '66 Skoda 1202 '65 Skoda 1202 '64 Moskvitch '66. SKODA Auðbrekku 44—46, Kópavogi Sími 42600 Áfengisvarnastofnunin hefur árlega undanfarin fjögur ár gengizt fyrir könnunum á neyzlu unglinga á eiturlyfjum, og fyrir fræðslu um áhrif lyfjanna. Af þeim 900 ungmennum, sem svör- uðu fyrirspurnum stofnunarinn- ar í ár, kváðust 15% hafa reynt marihuana eða hass, en í fyrra svöruðu 8% þeirri spurningu ját- andi, og árin 1968—69 rúm 5%. Virðist aukningin svipuð hjá stúikum og drengjum. Flest þeirra, sem svöruðu játandi, höfðu aðeins reynt þessi eiturlyf í örfá skipti, en 4% kváðust hafa reynt marihuana eða hass oftar en tíu sinnum. I fyrra var sam- svarandi hlutfall 1,5%. Frá Málara- meistarafélaginu AÐALFUNDUR Málarameistara félags Reykjavikur var haldinai að Skipholti 70 og lauk með framhaldsaðalfundi þ. 17. maí sl. Formaður félagsins Emil Sig urjónsson flutti skýrslu stjórn- arinnar frá liðnu ári er var 43. starfsár félagsins. Gjaldkeri félagsins Einar G. Gunnarsson las upp og skýrði reikninga félagsins og kom þar fram að hagur félagsins er góð ur. Formaður var kjörinn Ólafur Jónsson, en aðrir í stjórn eru: Sæmundur Sigurðsson varafor- maður, Ingþór Sigurbjörnsson, ritari, Sigurður Ingólfsson, gjald keri og Hólmsteinn Hallgríms- son, meðstjórnandi. DRGLEGR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.