Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 28
JtöDrjyun Wai> i RucivsincnR 41^22480 FIMMTUDAGUR 24. JUNÍ 1971 DRblECII Fólk veikist vegna úðunar á trjágróðri „Kuröulegt að banna að eitra fyrir refi en leyfa að eitra fyrir börnt4 — segir Haukur Kristjánsson, yfirlæknir MIKIÐ hefur borið á því í sum- ar að fólk hefur orðið fyrir eitr- un af vöidum efna, sem úðað er á trjágróður í borginní. Hafa um 20 manns komið á slysadeild Borgarspítalans með eitrunareinkenni og er það tals- verð aukning frá sl. sumrum. í flestum tilvikum er um börn að ræða og hafa nokkur þeirra ver ið svo þungt haldin að þau hafa verið lögð inn á sjúkra- hús. Eitrunin Iýsir sér m.a. með höfuðverk, magakvölum og breytingum á sjáöldrum. Mun óhófleg notkun eiturefnisins, sem notað er til úðunarinnar, ásamt langvarandi þurrkum og snemmsprottnum gróðri vera meginorsakir þessara slysa. Eng in lög eru til sem banna notkun þessara úðunarefna. Kom þetta fram í viðtölum við Hauk Krist jánsson yfirlækni á slysadeild Borgarspítalans og Hafliða Jóns son garðyrkjustjóra borgarinn- ar. Garðyrkj ustj óri sagði að óvenjullega mikið væri um ýmis skordýr á trjám í sumar og ætti það rætur sínar að rekja til hinnar þurru tíðar að undan- förnu. — Garðeigendur hafa tekið eftir þessu og leita mjög mikið til þeir.ra mainna sem annast úð- un og fá tré sín varin, sagði Hafliði. — í mörgum tiivikum er þar um að ræða algjörlega ónauðsynlega ráðstöfun og hefði fyllilega nægt að sprauta vatni á trén til þess að fjar- lægja óþrifin. Maxgir þeirra, sem úðun annast, eru með sprautur, sem eru alltof kraft- miklar og úðast því ekki að- eins trjágróðurinin heldur einn- ig annar gróður í kring. Gróð- ur er með fyrra móti og rabar- bari og fleiri tegundir sem not- aðar eru til átu eru orðnar það vel sprottnar að hægt er að nota þær til matargerðar. Einn rabarbari, nýúðaður er lífs- hættulegur og það sama er að segja um rifsberjakoppana, sem komnir eru. Hljóta því allir lð Framhald á bls. 13 R j úpnastof ninn enn í lágmarki — aðeins 50 hreiður í Hrísey Marion Hart við flugvél sína á Reykjavíkurflugvelli í gær. (Ljósm. Br. H.) Aðeins 50 rjúpnahreiður eru í Hrísey á þessu sumri og að sögn Finns Guðmundssonar, fuglafræðings, sem staddur er í eynni við rannsóknir á rjúpnastofninum, bendir það til þess að stofninn sé enn í lágmarki. Finnur fer venju- lega 4 ferðir til Hríseyjar á ári til þess að fylgjast með rjúpnastofninum og er þessi ferð hans önnur í röðinni á árinu. Fyrri ferðina fór hann i lok mai. Finnur sagði að núna væri hann að rannsaka rjúpna- Nauðlending SEINT í gærkvöldi nauðlenti lít- il flugvél frá Flugstöðinni á Keflavíkurveginum, skammt frá Straumsvík. Var vélin á æfinga- flugi þegar bilun varð. Tókst flugmanninum að lenda heilu og höldnu á veginum og skömmu síðar hafði vélinni verið ýtt til hliðar, þannig að litlar tafir urðu á umferð. Samkvæmt upplýsingum Flug- stöðvarinnar átti að kanna skemmdirnar í nótt. hreiðrin, en rjúpan ligigur enn á. Hefur Finnur aðeins fiund- ið um 50 hreiður og bendir það til að stofninn sé enn ekki farinn að vaxa, en hann ætti að vera kominm í há- mark árið 1976. Þegar rjúpna stofninn er í hámarki eru um 300 pör í Hrísey. TaMi Finn- ur það ekkert óeðliiiegt þó rjúpunni hefði enn ekki fjölg- að, þar sem fjölgunin gengi mjög hratt fyrir sig o,g enn væri nægur tirni til stefnu, eins og Finrnur orðaði það sjálfur. „Litlu börnin Ieika sér og hoppa hí hí hí Þorm.) . .“ (Ljósm.: Sv. Samvinna í tollgæzlu hefur dregið úr smygli Eiturlyf jasmygl stærsta smyglvandamál Norðurlanda 79 ára og ein á f erð — í flugvél yfir Atlantshaf MARION Hart heitir hún. Er 79 ára gömul, bandarískur ferðamaður á Islandi. Það er kannski ekki svo merkilegt. En þegar það fylgir að hún kom í sinni eigin litlu flugvél af Beechcraft Bonanza-gerð og að hún flýgur henni ein, er það vissulega í frásögur færandi. Hún kom ein fljúgandi úr suðri á sunnudagskvöldið og settist að á Loftleiðahótelinu. Meðan hún bíður veðurs yfir Atlantshafið, er hún að skoða landið. Eftir eins dags hvíld á mánudag fór hún á þriðju- dag til Gullfoss og Geysis, á miðvikudag í hvalstöðina og fleira og i dag fer hún að Mýrdalsjökli. — Svo held ég áfram til Nýfundnalands, þeg- ar ég fæ nægilega hagstætt veður, segir hún. Ég er engin hetja. Ég bíð ávallt róleg eftir að veður sé mjög hagstætt áð- ur en ég held af stað. Framhald á bls. 13 UM ÞESSAR mundir stendur yf- ir hér á landi fundur yfirtoll- gæzlumanna á Norðurlöíidum, en undanfarin ár hefur aukizt mjög samvinna Norðurlanda í tollgæzlumálum. Fundurinn hér er sá 5. sem fjallar sérstaklega um ráðstafanir gegn smygli. — Fulltrúar frá öllum Norðurlönd- um sitja fundinn. Torfi Hjartar- son yfirtollstjóri sagði að þessi samvinna Norðurlandanna og einnig fleiri þjóða hefði geysi- lega mikla þýðingu fyrlr ísland og liefði það margsinnis verið reynt að þessi samvinna aðstoð- aði íslenzku toligæzluna og veitti henni mikilvægar upplýsingar. Taldi Torfi að samvinnan á þessu sviði hefði virkað fyrir- byggjandi í smygli vegna þess að með þessari norrænu tollráðs- samvinnu skapaðist ótti hjá þeim sem freistuðust til að reyna smygl. Á þessum fundi norræna toll- ráðsims kom það fram að eitur- iyfjasmygl hefur farið vaxandi í öilum Norðurlöndunum, en sum þeirra hafa átt við þetta vanda- mál allt frá 1964. Hins vegár er langminnst um þetta vandamál á íslandi. Mest af eiturlyfjum til Norður- landanna kemur frá Austurlönd- um nær, en þó má segja að eitur lyfin komi hvaðanæva að úr heiminum. Mikið hefur verið rætt um ráð stafaniir gegn eiturlyfjasmygli á þessum fundi, en hann hófst í íyrradag og lýkur væntanlega í dag. Með samvinnu þessara landa hafa þau aðgang að hjálpargögn Framhald á bls. 13 Sprenging varð þrír brenndust ÞRÍR MENN slösuðust er sprenging varð í bensínmeng- uðu lofti í sútunarklefa í sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands að Grensás- vegi 14 um hádegisbilið í gær. Brenndust mennirnir töluvert á höndum, fótum og í andliti og mikið af gærum skemmdist. Mennirnir voru fluttir i slysa- deild Borgarspitalans, en voru að rannsókn þar lokinni fluttir í Landspítalann. Mennirnir, sem slösuðust, voru Jón Árnason, sem brenndist mest, Óskar Guðjónsson og Arnór Guðlaugsson. Voru þeir í klefa, þar sem verið var að hreinsa síðustu fituna úr gærum, en það er gert með bensínblautu sagi. Hafði loftið í klefanum mettazt og eldur einhvern veg- imn komizt að. Við það varð sprenging og eldurinn, sem menn irnir brenndust í, logaði aðeins örstutta stund. Slökkvistarf var því óþarft. Rannsókn stendur nú yfir á því, hvernig eldur komst í hið mettaða loft, en endanlegt svar við þeirri spurningu hafði ekki fengizt í gær. Líðan mannanna var eftir von- um í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.