Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 2
MORGÚNBLÁÐXÐ, FIMMTl'DAGl'R 24. .TÚNf X97X
Viðskiptajöfnuðurinn:
Óhagstæður um
500 millj. kr.
Greiðslujöfnuðurinn hagstæður
um 450 millj. kr.
SEÐLABANKINN hefur sent frá
sér bráðabirgðaáætlun um
greiðslujöfnuðinn við útlönd á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
Heiidargreiðslujöfnuðurinn er
áætlaður hagstæður á þessu
tímabili um 450 millj. kr., en var
á sama tíma í fyrra hagstæður
um 571 millj. kr. Viðskiptajöfn-
uðurinn er hins vegar óhagstæð-
ur um 500 milljónir króna, en
var á sama tímabili í fyrra hag-
stæður um 170 milljónir króna.
Útflutningur á timabilinu frá
janúar til loka marz er talinn
nema 2405 millj. kr. en innflutn-
inguf 3145 millj. kr. Viðskipta-
jöfnuðurinn er þvi óhagstæður
um 740 millj. kr., en á sama tíma
árið 1970 var hann hagstæður
um 15 millj. kr. 1 fréttatilkynn-
ingu Seðlabankans segir, að
þessi breyting eigi að öllu leyti
rætur að rekja til aukins inn-
flutnings, því að verðmæti út-
flutningsins sé heldur meira á
þessu tímabili nú en árið 1970.
Skýringin á þessum aukna inn-
flutningi er talin vera sú, að inn-
flutningur var í lágmarki á
fyrsta ársf jórðungi í fyrra vegna
tollalækkana, sem fylgdu i kjöl-
far aðildar að EFTA. Ennfremur
sé nú um að ræða aukna eftir-
spurn eftir innflutningi vegna
hærra kauplags en árið áður.
Þjónustujöfnuðurinn er áætl-
aður hagstæður um 240 millj.
kr., þannig að viðskiptajöfnuður-
inn verður óhagstæður um 500
millj. kr. Þjónustujöfnuðurinn
fyrsta ársfjórðung 1970 var hag-
stæður um 155 millj. kr.
Á þessu tímabili hafa skuld-
bindingar i formi fastra lána
aukizt um 978 millj. kr., en á
sama tíma árið áður nam nettó
lækkunin á löngum lánum 250
millj. kr. I heild er fjármagns-
jöfnuðurinn nú áætlaður hag-
stæður um 738 millj. kr., en var.
hagstæður um 150 millj. kr.
fyrsta ársfjórðung ársins 1970.
1 fréttatilkynningu Seðlabank-
ans segir ennfremur: 1 *
„1 ársbyrjun 1971 var í annað
sinn úthlutað sérstökum dráttar-
réttindum (Special Drawing
Rights) við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn og var hlutur Islands
jafngildi 217 millj. kr. í ársbyrj-
un 1970 fór fyrsta úthlutun þess-
ara réttinda fram og nam úthlut-
unin til Islands þá jafngildi 222
millj. kr.
1 janúar mánuði 1971 greidöi
Seðlabankinn það sem eftir stóð
af þeim skuldum, er hann stöfn-
aði til við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn á árúnum 1967—1969. Nam
þessi lokagreiðsla 7,5 millj. doll-
ara, eða jafngildi 660 millj. kr.
Þessi endurgreiðsla til Alþjóða-
gjaldeyrissfóðsins hefur engin
áhrif á nettógjaldeyrisstöðu
bankanna, þar sem skuldin við
Alþjóðagjaldeyrisjóðinn hefur
alltaf verið innifalin í gjaldeyris-
stöðunni. Endurgreiðslan hefur
þar af Ieiðandi heldur engin
áhrif á heildargreiðslujöfnuðinn.
1 heild var greiðslujöfnuðurinn
hagstæður um 450 millj. kr. á
1. ársfjórðungi 1971, en á sama
timabili árið áður varð hann hag-
stæður um 571 millj. kr.“
Líffræðilegar
rannsóknir Svartár
FULLTBÚAFUNDUR SUNN,
(sanitaka iim náttúruvemd á
Norðurlandi), var haldinn í
Varmahlíð í Skagafirði, 9. júní
sl. Bætt var uppkast að stefnu-
skrá samtakanna, sem lagt verð-
ur fyrir aðalfund þeirra á næsta
ári. Samþykkt var að hefja út-
gáfu bæklinga til kynningar á
náttúruvernd í fjórðungnum og
starfsemi samtakanna. Kemur
Mývatnssveit:
Gránar
þetta fram í fréttatilkynningu
frá SUNN.
Formaður landeigenda félags
Svartár mæbti á fundinum og
gerði grein fyrir ganigi mála þar.
Af þvi tiiefni samþykkti fund-
urinin eftirfarandi á'lyktun:
FuMtrúafundur SUNN, hald-
inn í Varmahlíð í Skagafirði,
þann 19. júní 1971 ályktar að
hefja sku'M liffræðilegar rann-
sóknir á Svartá í Skagafirði, með
tilíiti til iaxaræktar og fyrirbug-
aðra virkjunarframkvæmda við
Reykjafoss.
Að loknum fundi fóru fundar-
mienn í kynnisferð að Reykja-
fosai.
i fjöll
Björk 23. júni.
ÞAÐ sem af er júnímánuði
hafði ekki komið dropi úr
lofti hér þar til í gærkveldi,
að það gerði látiisháttar úr-
komu. Eftir svo langvarandi
þurrkviðri hefur grassprettan |
verið ákaflega hæg og mis-
jöfh. Þótt mikið sólfar hafi
verið og hlýtt á daginn hefur
hitinn komizt niður undir
frostmark suanar nœtur. Við
slíkar aðstæður er eðlilegt að
grasvöxtur hafi tafizt mjög.
Sláttur hófst í Vogum um síð-
ustu helgi. Ekki er þó búizt
við að sláttur hef jist aknennt
á næstunni, nema fljótlega
geri hagstæðari sprettutið. 1
dag er hér norðanátt og þoku
’ ioft og hvasst og jafnvel geng
ið á með slydduélium. S.l. nótt
gránaði í fjöliL
Fréttaritari.
Rannsaka
mava
EINS og skýrt var frá í blaðinu
í gær, er áformuð ferð með fugla
fræðingana Finn Gnðmundsson
og Agnar Ingólfsson til Jan May
en á næstunni. Morgnnblaðið
sneri sér í framhaldi af þvi til
Agnars Ingólfssonar og spurði
hann hver tilgangur ferðarinnar
væri. Agnar sagði, að aðaltiigang
urinn væri, að rannsaka máva,
lífshætti þeirra og fæðiiöflun.
Rannsakað verður, hvort kyn-
blöndun hvítmáva og silfurmáva
á sér stað þar — eins og hér, og
hvort þessi kynblöndun hér hef-
ur áhrif á mávalífið þar.
Jafnframt fara fraau almenn-
ar rannsókn ir á fuglalifi á Jan
Mayen, en það hefur verið lítið
kannað til þesaa. — Þeir félagar
munu dveljaat á Jan Mayen í 10
daga.
Frá prestastefnunni.
„Kirkjan skyldi ekki
gif tast tíðarandanumu
- sagði biskup Islands við setningu
prestastefnunnar í gær
PBESTASTEFNAN var sett 1
gær. Hófst hún með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni, þar sem
sr. Einar Guðnason í Beykholti
prédikaði. Meðal kirkjugesta
voru forsetahjónin, kirkjumála-
ráðherra og miili 70—80 prestar
sem sækja þennan vorfund sinn.
Prestastefnan var svo sett í safn
aðarsal HaUgrímskirkju, en þar
verða fundir hennar haldnir. —
Flutti biskup þar ræðu og sagði
m. a.:
„Kiúkjau er eWd fuBtrúi eða
vitni hrns óumbreytantega i þeim
skilreinigi, að hún hljóti að stainda
i stað í ytra tiMlti, hvemig sem
öðru vindur fram. Hún má aldrei
gróa föst við mannleg form,
háitt-u eða hugsun. Þá vofa yfir
henni þau örlög að daga uppi.
En hún má heldur ekki verða
ambátt samiöma sáns eða tíðar-
andans. „KLrkjan skyldi ekki gift
ast tíðarandanum, þá lendir húri
í ekkjuistandi með næstu kyn-
slóð.“ Þetta gætu dæmi staðfest.
Og aldrei er neirnum fært að
þægja öllum sjón-armiðum, sizt
kirkjunni. Ef hlustað er eftir
röddum saimtímans, þá krefjast
sumar þess, að kirkjan breytist
ekki í neinu, aðrar vilja allt öðru
vísi en það er, en virðast hafa
litla eða enga hugmynd um,
hvað þær vilja fá í staðinn, Og
sumar radd-ir eru eins og upp
úr dauðra manna gröfum.
Það er deginum ljósara, að
mikill vöxtur og gróska hefur
verið í íslenzku þjóðlífi síðustu
áratugi. Hitt er jafnljóst, að
að kirkju landsins hefur ekki
aukizt svigrúm, föstu starfsliði
hennar hefur ekki fjölgað til
samræmis við vöxt þjóðarinnar
né sambærilega við þær ýmsu
greinar þjóðlífsins, sem hin
menningarlega framsókn hefur
sett á oddinn. Hér er aðeins
haft í huga það, sem urvnt er
áð þreifa á. Út frá slíkum hug-
leiðingum mætti vekja spurnáng
ar um stöðu íslenzku kirkjunn-
ar sem þjóðkirkju og skyggnast
eftir þvi, hvernig það hugtak
holdgast í opinberri fram-
kvæmd. En um leið hlyti sú
spurning að leita á, hvar kirkj-
an stendur í huga þjóðarinnar,
hve ríkur þáttur hún er í vit-
und og lífi almenmngs, hvaða
rúm hún skipar meðal hugðar-
mála, hversu djúpan skilning
þar er að finna á hlutverki
kirkjunnar. f því sambandi
gæti mörg hugsun vaknað. Vér
gætum rifjað upp mörg dæmi,
sem sanna það, að menn un-na
kirkju sinni heilum huga og
gera sér fulla .grein fyiir því,
að hún hefur orð að flytja og
verk að vínna, sem er þyngra á
metum um raunhæfan farnað
og farsæld en annað allt.“
Auk þess flutti hann yfirlits-
skýrslu um það, sem við hefur
borið á liðnu Synodusári.
Síðan hófust framsöguerindi
um aðalmál stefnunnar að þessu
sinni, en það er: Kristin upp-
eidismótun. Dr. Bjarne Hareide,
gestur stefnunnar, talaði um
ríkiskirkju og ríkiskóla, sam-
starf þeirra og aðsikilnað. Lagði
hann fyrst áherzlu á hina sam-
eiginlegu þætti rikisskóla og rík-
iskirkju sögulega, þar sem skól-
inn er skilgetið afkvæmi kirkj-
unnar og málefnalega þar sem
þau hafa bæði sama verkefni,
mótun fólksins. Þá minnti hann
á þátt Luthers að skólamálum,
ekki aðeins kirkjulegra skóla
heldur einnig ríkiskóla. Hann
benti á þá staðreynd að riki og
kirkja bera sameiginlega ábyrgð
á andlegu lífi borgaranna. Þá
drap hann á sögu skólans á Norð
urlöndum, alit frá fyrstu norsku
skólalögunum 1739. Flestir voru
skólarnir háðir kirkjunni að
meira eða minna leyti, eða allt
til þess að hinn aimenni kirkju-
skóli var gerður að rikisskóla
árið 1889, en þá hafði lika kirkj-
an eftirlit með kristindóms-
fræðslu. En fólkið vildi halda
kirkjusikólunum jafnhliða rikis-
skólunum. Það varð upphaf
skóla á kristilegum grundvelli á
ný. — Siðan ræddi hann um sam-
starf skóla og kirkju og spurði,
hvort skólinn hefði not eða þörf
á siíku samstarfi. Skólinn væri
að verða æ einangraðri og sjálf-
stæðari eining í þjóðfélaginu og
við stæðum nú á vegamótum;
hvar fengi hann grundvöll til
þess að standa á við mótun
æskulýðsins?
Að loknu framsöeuerindi Har-
eidi tók Helgi Þorláksson skóla
stjóri tii málís. Helgi fjafflaði um
skylduniáim og kristna uppeldis-
mótiun, Hann lagði áherzliu á það
að bæði skóli og þjóðlíf stæðu
nú á gatnaanótum, og að uppeld-
Bisknp flytur ræðu sina á
prestastefnunni.
ismótunin gæti ekki verið hlu-t-
laus. Nú verður að velja stefnu.
Sú stefna hlýtusr að byggjast á
trú. Hér má þjóðkirkjan hvorki
sýna hkk né stefnudeysi. Æskan
og þjóðin æskja kalls frá kirkj
unni og fylgja henni og styðja
hana þegar á reynir. Skólinn get
ur ekki lotið stjórn kirkjunnar
lengur en hlýtur að mótast af
kristinni lifsskoðun. Kirkja og
skóli verða að eiga viðtækt sam;
starf til þess að skapa bæði æsk
unni og þjóðinni þá kjöliestu
sem bezt hefur reynzt og vasi-
legUiSt er til heilia í framtíðinni.
Þegar Helgi hafði lokið máli
siniu var skipað í umræðuhópa,
í gærkvöldi flutti dr. Valdimar
J. Eylands erindi í útvarp: Hvað
hefiur kirkjan að bjóða.
Prestastefnunni verður frajn
haldið i dag.
V-íslendingar heim-
sækja Mývatnssveit
- ættingjar hittast í fyrsta sinn
Björk, 23. júní.
HÓPUR Vestur-ls'lendiniga var á
ferðimni hér í Mývatnssveit í
gær, alls um 70—80 manns. —
Smæddur var kvöldverður í Skjól
brekiku í boði Mývetninga. Sig-
urður Þórisson, oddvi'ti á Grsena-
vatni st.jórnaði þessum kvöld-
verði, en kvenféliagsikomir önn-
uðusit aHlan undirbúning oig íram
leiðsiu af myiKÍarskap. Surnar
mættu í þjóðbúningi. Kirkjukór
Reykjahliíðarkirkju söng nokkur
lög umdir stjóm Jónis Ara Sig-
fússonar. Virtuat gestimir mjög
smortnir af söngnum. 1 iokin
voru sungin aukaiög og komu
þá nokkrir Vestur-lslendiniganna
og sumgu með kórnum. Síðan
var sungið „Island ögrum skor-
ið“ af öllum viðstöddum. Áður
en staðið var upp frá borðum
voru íluttiar kveðjur og þakkir.
Þama hittist frændfóllk 1 fyrsta
sinmi. Undirriitaður ræddi m. a.
við Bjöm Baldvimsson ættaðan
frá Þórshöfn. Kom þá í ljós að
hann er mágranni og mjög kunn-
uigur mörgu fræmdfólki Mývetn-
inga bú-settu vestra. Hann gat
frætt okkur um líðan þesssa
fóiks, jafnframt því sem hann
var beðdnn fyrir kveðjur til
þess fyrir vestan. Hópurinn hélt
héðan seint í gærkvöidi til Lauga
þar sem hann gisti. Beztu kveðj-
ur fylgja þeim héðan úr Mý-
vatnssveit með þökkum fyriri
komunia. — Fréttaritari.