Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1971
13
Fulltrúar Norðurlandanna á tollráðstiindiniim í Tollstöðinni í gaer.
— Tollgæzla
Framhald af bls. 28
urri hvert annars, nýmælum í lög-
gjöf og aðferðum til þess að
sporna við og uppræta srnygl. —
Annað stærsta amyglmál á Norð-
urlöndum er smygl á víni og
tobaki, en í Svíþjóð, Danmörku
og Noregi hefur nokkuð borið
á bílastmygli.
Torfi taldi að hér á landi færu
tilraunir til áfengis- og tóbaks-
smygls minnkandi, en siðasta ár
voru teknar 1500—2000 áfengis-
flöskur, sem átti að smygla inn.
til landsins. Þesis má geta í þessu
saonbandi að ísland er aðili að 65
landa tolleftárlitssamvininu og
taldi tollstjóri að sú samvinna
hefði haft áhrif í þá átt að
minnka smygl til landsins, því að
með þvi væru fleiri klær á lofti
en ella.
— Nixon
Framhald af b)s. 1.
ákvörðun forsetans hafi engin
áhrif á málareksturinn.
Á fundinum með Mamsfield
rtrekaði Nixon að sögn Zieglers
að hann teldi mestu máli skipta
að vernda leynd skjala í tilvikum
þar sem uppljóstranir gætu
skaðað þjóðaröryggi eða spillt
fyrir samningaviðræðum við önn
ur ríki. Talið er, að skjöldn fari
fyrir varnarmálanefnd fulltrúa-
deildariinnar, sem fær oft í heind
ur leynilegar upplýsingar og
heldur þeim leyndum.
ENN EIN GREIN
„The Ohicago Sun Times"
varð í dag fjðrða bandaríska dag
felaðið sem birt heifur útdrætti
úr ieynis'kýrslunni. Blaðið heldur
þvá fram, að Dean Rusk fyrrver-
asndi utanríkisráðherra hafi verið
varaður við þvi fyrirfram að
gerð yrði stjómarbyitinig gegn
Ngo Diwh Diem. Jotrn F. Kenne-
dy forseti oig ráðherrar hans, þar
á meðal Rusk, neituðu því að
hafa vitað nokkuð um bylting-
una. Gert er ráð fyrir að John
Mitchell dómsmálaráðherra
banni birtin.gu fleiri greina um
leyniskýrsluna í blaðinu.
Að því er fram kemur I út-
drættinum í „The Chicago Sun
Times“ lagði Roger Hilsman að-
stoðarutanríkisráðherra til í álits
igerð dagsettri 30. ágúst Í963 að
Ðieim forseta yrði steypt af stöli
ef hainn hæfi scumiinigaviðræður
við NorOur-Víetnam. Hilsman
staðfesti í viðtedi við AP að
hann hefði samið álitgerðina og
aðra dagsetta rúmusn hálfum
mánuði síðar, en sagði að orð
sán hefðu verið sflitin úr sam-
hengi í „The Chicago Sun Tim-
ea". Álitsgerðimar hefðu verið
undi rbún in gsáætlan ir um 11
hugsanlegar ráðstafainir sem ef
tiS viM þyrfti að grípa ti'l. Ágrip
aí állitsgerðunum hefðu birzt í
„The New York Tiimies Magaziine“
í janúair sl Hii’sman neitaði þvi
@ð hafa nokkuð vitað fyrirfram
«n byltimgiuna gegn Diem og
sagði að eitt skjal hefði verið
tefkið út úr og rangtúJkað —
fíkjaiið vséri ekta, en aðeins væri
twn að ræða áætlun uim hvað
Irugsaniliega skyldi gera ef bugs-
anlegir atburðir gerðust.
Landsmót iðnnema
í Húsafelli
LANDSMÓT iðnnema vcrðiir
haldið um helgina í Húsafelti.
Mótið verður sett á laugardag-
inn og slitið á sunnudag. Búizt
er við um 1000 manns, en mót
þetta er hið f jórða sem iðnnemar
gangast fyrir. Landsmótsstjóri
verður Þórarinn ólafsson.
Reikiiað er með að fyrstu móts
gestiirnir komi til Húsaíells á
föstudagskvöldið, en þá um
kvöldið verður diskótek. Fonm-
lega verður mótið sett klukkan
2 á laugardaginn með ræðu Þór-
arins Ólafsisonar. Þá ílytur Jónas
Sigurðsson, formaður Iðnnema-
sambands íslands, ávarp, en að
því lokinu fana fram ýmiss kon-
enr íþróttakeppnir. Verður m. a.
keppt í handknattleik og knatt-
Logsuða olli
eldsupptökum
RANNSÖKNARLÖGREGLAN
vinnur að því að kanna eldsupp-
tök í togaranum Karlsefni, en í
fyrradag kviknaði i honum eld-
ur þá er skipið var í slipp í
Reykjavik og urðu á þvi ali-
miklar skemimdir. Samkvæmt
uppiýsingum sem Mbl. fékk í
gær, virðist svo sem eklurinn
hafi kviknað er verið var að raf-
sjóða lista utan á skipið. Skips-
skrokkurinn miun síðan hafa hitn
að í gegn o.g hitinn valdið íkvikn
un í einangrum. Breiddist eiriur
inn síðan út.
spyrnu, og auk þess verður keppt
í hlaupi. Um kvöldið verður fjöl-
breytt dagskrá og klukkan 3 um
nóttina verður kveiktur varðeld-
ur. Á sunnudaginn fara fram úr-
slitaleikir í knattspyrnu og hand
knattieik og auk þess verðux hjól
reiðakeppni, pokahlaup og reip-
tog yfir vatnafall. Síðan fer fram
afhending verðlauna og mótsslit
verða klukkan 5.
Sérferðir verða frá BSÍ í sam-
bandi við mótið og auk þess eru
venjulegar áætlunarferðir.
— 79 ára
Framhald af bls. 28
Þetta er í fimmta skipti
sem Marion Hart kemur á eig-
in flugvél til Islands og jafn
oft hefur hún flogið yfir At-
lantshafið. Hún byrjaði að
fijúga fyrir 25 árum, og hef-
ur síðan flogið um og skoðað
heiminn. 1 fyrrasumar fór
hún hér um á leið austur. Þá
beinbrotnaði hún á Spáni og
lagði flugvélinni. Sjálf flaug
hún heim og kom aftur að
tveimur mánuðum liðnum og
hefur síðan verið á ferðinni á
milli landa í Evrópu og
Afriku. Nú er hún á heimleið
og ætlar að reyna að ná næsta
tunglskoti Bandaríkjanna, 25.
júlí. Hún sá ekki siðasta
tunglskot, því ekki var sjón-
varp í Afriku, þar sem hún
var stödd.
Þörf á
miklu
regni
- Blómagróður
í Reykjavík
illa farinn
GRÓÐIJR í Reykjavik er viða
illa farinn vegna þurrka og á
það sérstaklega við nm blónia
gróður. Kom þetta fram í sam
tali við Hafliða Jónsson garð
yrkjustjóra Reykjavíkurborg-
ar. Sagði Hafliði að sumar-
blóm, sem plantað var í vor
ætfii sérstaklega erfitt upp-
dráttar og þá ekki sízt þau
blóm sem væru í alniennings,
görðum tig fengju minni vökv
un en blóm í görðum við í-
búðarhús.
Garðiyrkjuistjóri sa,gði að
simáskúrir myndu hressa upp
á gróðurinn, en ef vel ætti
að vera þyrfti að koma mikið
reign. Þá gat Hafliði þess að
mjög mikið ryk væri á öMutn
gróðri í Reykjavik og meira
bæri á maðki og lús á trján-
uim en venjulega.
— Er ekki svolítið einmana-
legt að fljúga svona einn lang-
ar leiðir? Og verður þú ekki
stundum dálítið hrædd?
— Ég er aldrei eintnana,
þegar ég flýg, Maður getur
ekki verið að mala meðan
maður flýgur. Og ein hefi ég
engar áhyggjur af einhverj-
um öðrum. Hrædd? Stundum
hefur maður svolitlar áhyggj-
ur, en ég hefi ekki enn orðið
frávita af hræðslu, segir
gamla konan kýmin.
Og hvort það sé nú eins dá-
samlegt að fijúga um geim-
inn, meðal stjarnanna, og
franska skáldið Saint Exup-
cry lýsir svo ljóðrænt? — Nei,
ég er ekki eins rómantísk og
hann, svarar Márion Hart. Og
ég er heldur ekki rithöfundur.
Á hans tíma var flugið líka
svo nýtt og spennandi. Nú er
þetta meira hefðbundið. Mað-
ur leitar vandlega veðurfrétta
og gerir vart við sig. Á leið-
inni hingað frá Shannon á ír-
landi kallaði ég upp flugvél
til þess að biðja um að bera
boð á milli, þvi ég hafði of
dauft samband til að ná flug-
turninum. Pan American þota
svaraði og spurði hvers kon-
ar flugvél ég væri á og hvar.
Ég sagði i 2000 feta hæð. Flug
stjórinn hváði og spurði hvort
ég ætti ekki við 20 þúsund
feta hæð. Og bætti við, hvort
þetta væri nokkur flugvél
sem ég væri í.
FHK krefst
samningsréttar
FÉLAG háskólamenntaðra kenn
ara hélt aðalfund sinn nýlega
og voru aðalmál fundarins
kjaramál og félagsmál. í álykt-
un, sem fundurinn gerði um
samningsrétt segir:
„Aðálfundur FHK fagnar því,
að fj órmálaráðherra hefur skip-
að nefnd með tveimur fulltrú-
um frá Bandalagi háskóia-
manna, þar sem ráðuneytið hef
ur ákveðið að efna til heildasr-
endurskoðunar laga um kjara-
samninga opinberra starfsmanna
frá 1962. Nefndin er að sögn
ráðherra skipuð „með hliðsjón
af fenginni reynslu af fram-
kvæmd laganna . . . . og með
hliðsjón af þróun í félagsmál-
um opinberri starfsmanma frá
þvi að lögin voru sett.“
Aðalfundur FHK telur, að
gjaldþrot núverandi samnings-
fyrirkomulags hafi verið stað-
fest áþreifanlega i síðustu samn
ingum, sem taka á sig fárán-
legustu mynd að þvi er kenn-
ara varðar. Fyllsta memntun og
réttindi gagnfræða- og fram-
haldsskólakennara eru lítila met
in, en sérstakt mat lagt á mennt
un í kennaraskóla, eé hennar
aflað fyrir 1963; starfsireynsla
og námskeið hvers komar eru
metin til sérstakra launahækk-
ana hjá gagnfræða- og fram-
haldsskólakenmurum, sem ekki
hafa háskólapróf og sérstök
ákvæði eru meira að ®egja um
námskeið „sem menmtamála-
ráðuneytið gengst fyrir sam-
kvæmt samningi þetssum og
stytt geta biðtíma kennara til
færslu milli launaflokka." Und-
anfarin ár hafa fræðslumála-
skrifstofain og Skólarannsóknir
menntamálaráðuneytisins ekki
fengið nægilegt fé í nauðsyn-
legustu námskeið vegna endur-
nýjunar námsefnis og kennslu-
aðferða, en þarna er samið um
sérstök námskeið til að tryggja
hag réttindalausra kennara og
ýmissa sérkennara. Hagur og
Þá hljóðnuðu
þýðir tónar
segulbandsins
HÁLFGÓÐGLAÐUR plltnr var á
gangi í Austurstræti sl. föstu-
dag og hafði með sér segulbands-
tæki eitt, mikinn kostagrip, af
Telefunken-gerð, sem gerði hon-
um kleift að hlýða á eftirlætis-
lögin sín, hvar sem hann var
staddur. Á þessari kvöldgöngu
hitti þessi tónlistarunnandi
nokkra unglinga, sem buðu hon-
um til veizlu. Varð maðurinn
himinlifandi og þá boðið.
Gekk nú gesturinn með tilvon-
andi gestgjöfum vestur Austur-
stræti, unz komið var að bifreiða-
stæði Steindórs. Þar stóð gljá-
fægð rauð Mercedes Benz-bifreið
og beið fólksins. Síðastur til þess
að hafa sig upp í bílinn. var tón
listarunnandinn og eigandi seg-
ulbandsins góða. En allir þekkja
vandkvæðin á þvi að komast
upp í bil, sem kannski er þétt-
setinn fyrir, og það er fjarska
erfitt að halda á segulbandstæki
um leið og nauðsynlegt er að
beygja sig saman. Þvi rétti þessi
frómi tónlistarunnandi tækið sitt
á undan sér inn í bílinn.
Geta menn nú getið, hvað gerð-
ist næst? Jú, maðurinn undir
stýri rauða, gljáfægða Benzans
gerði sér litið fyrir og sté bensín-
gjöfina I botn. Og það var ekki
að sökum að spyrja. — Benzinm
brást ekki bílstjóranum, en eftir
stóð tónlistarunnandinn okkar
segulbandslaus og hefur ekki séð
það síðan.
Raninisóknarlögregian biðua’ nú
alla um að hjálpa honum, því illt
er í efni og tónlistarunnandinn
veit ekki einu sinni skrásetning-
arnúmer Benzans.
þarfir skólastarfs í landinu eru
lítilsvirt í samningunum, sem í
núvernadi mynd hindra að gagn
fræða- og framhaldsskólar fái
þá kennslukrafta, sem þá van-
hagar mest um.
Aðalfundur FHK væntir þess,
að brotið verðd blað í þessum
efnum með því að Bandalag há
skólamana fái samnimgsirétt fyr-
ir hönd aðildarfélaga sinna.“
Ingólfur A. Þorkelsson var
endurkjörinn formaður félags-
ins en aðrir í stjórn eru: Auður
Torfadóttir M.A., Guðiaugur
Stefánsson B.A., Haukur Sig-
urðsson B.A. og Kristján Bersi
Ólafsson fil kand. í varastjórn
eru: Haraldur Finmsson B.A og
Þoristeinn Magnússon cand.
oecom.
Piltur á skelli-
nöðru fyrir bíl
UMFERÐARSLYS varð um kL
09 í gærmorgun, er litill fólksbíll
og skellinaðra skuUu saman á
gatnamótum Kiapparstigs og
Lindargötu. Ökumaður skelli-
nöðrunnar var fluttur meðvit-
undarlaus eftir siæmt höfuðhögg
I slysadeild Borgarspítalans, en
leið eitthvað skár í gærkvöidi
og var að konia til sjáifs sín.
Bifreiðin kom suður Klappar-
stíg frá Skúlagötu og segist öku-
maður hennar ekki hafa orðið
neinnar umferðar var, er hann
ók inn á gatnamótin. Vissi hann
ekki fyrr til en hjólið og piltur
inn, Magnús Birgisson, 15 ára,
til heimilis að Reykjavíkurvegi
27, skullu á bíl hans. Hann mun
hafa lent með höfuðið á þak-
rennukanti bílsins og á hægri
hlið hans. Magnús var með hlífð-
arhjálm á höfði. Bifreiðin er
nokkuð skemmd á hlið, en hjól
Magnúsar er furðulitið skemmt.
— Fólk veikist
Framhald af bls. 28
sjá hve alvarlegt mál er þarna
á ferðinni.
Síðan vék Hafliði að því, að
úðun á trjám væri hættuleg
mönmum upp í hálfan mánuð
eftir að úðun fer fram og gætti
áhrifa þeirra óvenjulega lengi
núna, þar sem stöðugur þurrk-
ur hefur verið að undanförnu.
— Sagði Hafliðd að aðallega
væri notað eiturefni, sem nefn-
ist Biaden, og væri það sterk-
lyktandi efni. ■— Fullorðið fóik
ætti að geta varað sig á lykt-
inni, én óvitar hafa hins vegar
ekki vit á að vara ság á efn-
iniu, þó að þau finní lyktina, enda
eru það í flestum tilvikum börn
sem verða fyrir eitrun. Eitrunin
getur átt sér stað með því að
borða gróður, sem hefur verið
úðaður, með innöndun eða með
snertingu, sagði Hafliði Jóns-
son að lokum.
Mér þykir það furðuleg ráð-
stöfun að banna að eitra fyrir
refi og svartbak, en leyfa hin«
vegar að eitra fyrir börn, sagði
Haukur Kristjánsison yfijrlækn-
ir á slysadeild Borgarspítalana,
þegar Morgunblaðið inrati hann
eftir þessu máli. Sagði Haukur
að engin lög bönnuðu notkun
eiturefna til úðunar og að
óvenjulega mikið hefði borið
á eitrunum á þessu sumiri. —
Komu t.d. þrír með einkenni
eitrunar á slysadeildina i fyrra-
dag. Alls hafa um 20 manns
komið á slysadeildina það sem
af er sumrinu og hafa 5—6
þeirra orðið að leggjast inn á
sjúkrahús. Engin lífshættuleg
tilfelli hafa þó komið í sumar,
en í fyrrasumar komu tvö mjög
alvarleg tilfelli og var tvísýnt
um lif sjúklinganna um tima.
Eitrunin lýsir sér með höfuð-
verk, uppköstum, sviða í háisi
og jafnvel með lömun.