Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1971 lltttywtiMitfrft Otgsfandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur KonráS Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augíýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. UNDIR FÖLSKU FLAGGI npilraunir Ólafs Jóhannesson- -*■ ar, formanns Framsókn- arflokksins, til þess að mynda ríkisstjórn vinstri flokkanna, hafa óneitanleg'a verið fram- kvæmdar með undarlegum hætti. Klukkustundu eftir að Ólafi Jóhannessyni hafði ver- ið falin stjórnarmyndun, hélt hann stuttan fund með full- trúum stjórnarandstöðuflokk anna, en ekki er vitað til, að Ólafur JóhannesBon hafi síð- an haft uppi nokkra tilburði til að mynda stjórn sína. Lát- ið er í veðri vaka, að beðið sé eftir fundi þingflokks SFV, en ólíklegt er, að slíkur fyrirsláttur væri hafður að nokkru, ef vilji væri fyrir hendi. Vissulega getur það tekið sinn tíma að mynda ríkisistjórn eða kanna grund- völl til stjórnarmyndunar, en þá verður að krefjast þess, að tíminn sé notaður vel. Á meðan beðið er eftir við- brögðum hannibalista, hafa mikil átök hafizt í herbúð- um kommúnista um völd og áhrif, ef þau kynnu að falla kommúnistum í skaut. Á síð- ustu árum hefur Ragnar Arn- alds verið eins konar puntu- drengur í formannssæti kommúnista, meðan þeir hafa tekizt á um völdin í flokknum, Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson. í þeirri valdabaráttu hefur Þjóðviljanum óspart verið beitt Magnúsi Kjartanssyni til framdráttar, og hefur mikiliar óánægju gætt meðal ýmissa afla í kommúnista- flokknum af þeim sökum. Jafnframt hefur þess vand- lega verið gætt, að formanns Alþýðubandalagsins yrði að litlu sem engu getið á síðum Þjóðviljans. En nú eru völd og áhrif ef til vill á næsta leiti og jafnvel ráðherrastólar. Þess vegna hafa átokin milli Lúð- víks og Magnúsar magnast um allan helming, og for- maður flokksins, Ragnar Arn alds, gerir nú kröfu til þess að verða tekinn alvarlega. Sú krafa hans hefur skapað al- veg ný viðhorf í valdabar- áttu Lúðvíks og Magnúsar, sem hvorugur þeirra vill sætta sig við. Jafnframt því, sem per- sónuleg átök forystumanna kommúnista aukast, fellur gríman líka að öðru leyti. Fyrir kosningar lögðu komm- únistar mikla áherzlu á að telja fólki trú um, að hinum raunverulegu kommúnistum hefði verið ýtt til hliðar í Al- þýðubandalaginu og lýðræð- issinnuð öfl hefðu hafizt þar til vegs. Málflutningur komm únista var við það miðaður að halda við þessari blekk- ingu. En eftir kosningar er greinilega ekki talin þörf á slíkum leikaraskap lengur. Nú heldur Þjóðviljinn því fram, að eitt helzta verkefni vinstri stjórnar eigi að verða að gera landið vamarlaust og hætta þátttöku okkar í At- lantshafsbandalaginu. Um ut- anríkis- og öryggismál þjóð- arinnar var lítið rætt í kosningabaráttunni og þeg- ar af þeirri ástæðu hefði vinstri stjórn ekkert umboð til þess að framkvæma slíka stefnu. Þar við bætist, að í kosningabaráttunni létu tals- menn kommúnista í það skína, að þeir teldu aðild okkar að Atlantshafsbanda- laginu ekkert úrslitamál og mundu ekki gera það að frá- fararatriði við þátttöku í rík- isstjórn. Auðvitað eru þetta hefðbundin kommúnísk vinnubrögð að afla atkvæða og fylgis í frjálsum kosning- um undir fölsku yfirskini, en sýna svo sitt rétta andlit að kosningum loknum, þegar til- ætlaður árangur hefur náðst. Þjóðviljinn skýrði einnig frá því í forystugrein fyrir nokkrum dögum, að eitt helzta verkefni vinstri stjóm- ar setti að vera að láta fram- kvæma eignakönnun og skatt leggja hinn svonefnda verð- bólgugróða. Allir vita hvar „verðbólgugróðinn“ svo- nefndi liggur. Hækkandi kaupgjald og verðlag hefur gert mörgum kleift að eign- azt eigin íbúðir á undan- förnum árum og áratug. Þetta er staðreynd, sem allir viðurkenna, þótt henni hafi lítt verið flaggað í opinber- um umræðum. Og það er ef til vill þessi staðreynd, sem gerir það að verkum, að erfiðara hefur verið en ella að berjast gegn verðbólgu- þróuninni. Of margir hafa haft hag af henni. Af þessu má þó ljóst vera, að það er þessi „gróði“ hins almenna borgara, sem Þjóðviljinn ætlar vinstri stjórninni að „leita uppi“ og skattleggja. Til þess hefði vinstri stjórn ekkert xunboð. Um þetta mál var ekki rætt í kosningabar- áttunni, en eftir kosningar er skyndilega byrjað að tala um eignakönnun. Allir vita, að eignir einstaklinga em komm únistum þyrnir í augum og nú á að nota hugsanlega stjórnaraðstöðu til að ráðast gegn þeim. Hin hefðbundnu kommúnísku vinnubrö'gð leyna sér ekki. Afla fylgis undir fölsku yfirskyni, en kasta svo grímunni að kosn- ingum loknum. ILEAIMS Tveir baráttumenn „Ágúst 1914“ komin út í Frakklandi „Þessi bók getur ekki komið út í Sovétríkjunum, nema i Samizdat útgáfu (sérstök gerð fjölritunar, sem tíðkuð er á bönnuðum skáldverkum þar í landi), vegna mótbára ritskoðara, sem eru með öllu óskiljanlegar og sömuleiðis vegna þess að nauðsynlegt væri að skrifa Guð með litlum staf. Ég get ekki beygt mig undir slíka auðmýkingu." Eitthvað á Alexander Solzhenitsyn þéssa leið skrifar Alexander Solzhenit- syn í eftirmála franskrar útgáfu að „Ágúst 1914“, nýjasta skáldverki sínu. Bókin kom út i Frakklandi fyrir fáein- um dögum og er það fyrsta bókin, síð- an Ivan Denisovitsj kom, sem höfund- ur leyfir að sé gefin út á Vesturlönd- um. Síðan Solzhenitsyn lauk bókinni, í október á siðasta ári, hefur hann reynt mikið til að fá hana útgefna í Sovét- rikjunum. Þó svo að ekkert verka hans nema Ivan Denisovitsj hafi verið gefið út þar, er talið að hann hafi alið með sér nokkrar vonir um að „Ágúst 1914“ myndi sleppa gegnum nálarauga rit- skoðarans, þar sem bókin fjallar ekki um glæpi og misgjörðir á valdatímum Stalíns, eins og fyrri verk hans. En allt kom fyrir ekki, sovézkir ritskoðarar gerðu ótal athugasemdir. Og mælirinn var fullur, þegar þeir kröfðust þess að Solzhenitsyn skrifaði Guð með litlum staf, en nafn leynilögreglunnar sovézku með upphafsstöfum. Sagt er að Solzhenitsyn hafi haft samband við lögfræðing sinn í Ziirich, Fritz Heeb, þegar hann varð þess áskynja, að handriti að „Ágúst 1914“ hefði verið smyglað til Vesturlanda. Hann mun hafa viljað koma í veg fyrir það, sem gerzt hefur með fyrri bækur hans viða á Vesturlöndum; rok- ið hefur verið upp til handa og fóta að þýða þær og val þýðenda ekki alltaf vandað. Þetta kom fyrir bæði í brezkum og bandarískum útgáf- um að Krabbadeildinni og Fyrsta hringnum. Þær útgáfur voru síðar inn- kallaðar og verkin þýdd að nýju og gef- in út. Að „Ágúst 1914“ á franska tungu fékkst þýðandi, sem Solzhenitsyn gat vel sætt sig við og bókin hefur verið í þýðingu undanfarna mánuði og er nú út á þrykk gengin þar í landi, eins og áður sagði. „Ágúst 1914“ er fyrsti hluti þriggja binda verks, sem höfundi mun vera mjög í mun að ljúka við. Efn- ið hefur leitað á Solzhenitsyn alla tíð: hlutur Rússlands í styrjöldinni við Þjóðverja árið 1914. Verkið skrifar hann til minningar um föður sinn, sem var fótgönguliðsforingi í keisarahernum og tók þátt í hinni frægu orrustu við Tannenberg í Austur-Prússlandi í ágúst 1914. Þangað kom Solzhenitsyn löngu síðar, þegar hann gegndi her- þjónustu i seinni heimsstyrjöldinni. Skömmu síðar var hann handtekinn, eins og alkunna er, sakaður um að hafa farið óvirðulegum orðum um her- kænsku Stalíns. Þess er að vænta að „Ágúst 1914“ komi með haustinu út í Bretlandi og nokkru siðar i Bandaríkjunum. Um frekari útgáfur er ekki kunnugt að svo stöddu. Um svipað leyti og stjórnvöld í Sovét- ríkjunum hafa ákveðið að banna út- gáfu nýjasta verks Nóbelshöfundarins í heimalandi hans, hefur Andrei Siniavski verið látinn laus úr nauðungarvinnubúð- um, tuttugu mánuðum fyrr en dómsorð hans kvað á um. Siniavsky verður þó i útlegð einhvers staðar í Sovétríkjunum næstu árin, eins og venja er i slíkum tilvikum. Hann er kunnur hérlendis fyr- ir bókina „Réttur er settur" sem kom út hjá Almenna bókafélaginu fyrir all- mörgum árum. Alan Paton frjáls ferða sinna Þann 5. desember árið 1960 lenti flug- vél á vellinum við Jóhannesarborg i Suður-Afríku, með Alan Paton, hinn fræga rithöfund innanborðs. Hann var að koma frá því að ávarpa þing Alkirkju ráðsins í Genf og hafði fengið sérstök frelsisverðla.un, sem skipuðu honum á bekk með stórmennum eins og Roose- velt, Churchill, Eisenhower og Hamm- arskjöld. Embættismenn frá stjórninni komu fylktu liði til að taka á móti hon- um. En ekki til að samfagna, heldur til að tjá honum, að vegabréf hans yrði frá honum tekið. Menn eiga ekki að vera með múður í Suður-Afríku frekar en Sovétríkjunum. En í síðasta mánuði, eftir ellefu ára útlegð í sínu eigin landi, fékk Alan Paton svo ferðafrelsið aft- ur. Hann lagði tafarlaust land undir fót, Alan Paton ásamt konu sinni, og ætlar að viða að efni í sjálfsævisögu hans, svo og að heimta ýmsar þær viðurkenningar og verðlaun, sem honura hafa fallið í skaut á þessum ellefu árum. Paton er sennilega þekktastur fyrir hina áhrifamiklu bók sína „Grát ást- kæra fósturmold" sem hefur komið út á íslenzku og vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur barizt hreystilegri baráttu til að vekja athygli á því ömurlega mannréttindamisrétti sem viðgengst i Suður-Afríku og þó að hann hafi ver- ið fangi í Suður-Afríku þessu löngu ár, hefur rödd hans þó aldrei hljóðnað og fylgzt hefur verið með starfi hans og ritverkum um allan hinn frjálsa heim. Paton er nú staddur í Bandaríkjunum. Hann segir að stjórnvöld í Suður-Afríku hafi ekki látið neitt uppskátt um það hvers vegna hann fékk skyndilega frelsi á ný. h. k. ^QHHHQQHÚQHlHlHÍHi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.