Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚÐAGUR 24. JÚNl 1971
í KVIKMYNDA
HÚSUNUM
Frábær, ★★★ mjög góð, ★★ góð,
★ sæmileg, O léleg,
Sig. Sverrir
Pálsson
Erlendur
Sveinsson
fyrir neðan allar hellur,
Sæbjörn
V aldimarsson
Háskólabíó:
FANTAMEÐFERÐ
ÁKONUM
Morðingi leikur lausum hala
í New York. Hann myrðir ein-
ttngis miðaldra konur, og bregð-
ur sér ætíð í nýtt gervi. Mað-
urinn sem falin er rannsókn
málsins heitir Morris Brummel.
Gengur honum ekki sem bezt
leitin og er látinn hætta rann-
sókninni. Reiðist þá morðinginn
og krefst þess að hann sé látinn
halda áfram, þar sem Brummel
hafi sagt blöðunum að morðin
séu vel og vandvirknislega und-
irbúin. Loks fer þó svo að morð-
inginn fær horn í síðu lögreglu-
mannsins, og dregur þá að enda-
lokum.
Leikstjóri er Jack Smight, en
með aðalhlutverkin fara Rod
Steiger, Lee Remick og George
Segal.
★ ★ Rod Steiger er góður í
öllum þeim sex gervum, sem
hann kemur fram í. Efnis-
þráðurinri kemur einstaka
smnum þægilega á óvart, en
að öðru leyti er myndin
ósköp flöt. Steiger átti upp-
haflega að leika lögreglu-
manninn, og Segal morðingj-
arm, en Steiger taldi það
fj arstæðu og hlutverkið
sniðið fyrir sig.
★ ★ Það ná tæpast orð yfir
leik Rod Steigers í þes»ari
mynd, sem að öðru leyti er
fremur óvönduð að gerð. —
Hervm tekst samt að halda
uppi spennu enda er efnið
mjög áhugavert og myndin
uppfull af skemmtilegum smá
atriðum, í tengslum við aðal
efnið.
★★★ Tilgangur gaman-
myndar um fjöldamorðingja
og fómardýr hans, er ákaf-
lega lágreistur, sérstaklega
þar sem slíkir atburðir
gerast nú æ tíðari. En þetta
er einkar heppilegt hJutverk
til að sýna hinar fjölmörgu
hliðar snililingsins Rod Steig-
er.
Tónabíó:
TVEGGJA BARNA
FAÐIR
Abraham Rodriquez (Alan Arkin)
frá Puerto Rico er stað-
ráðinn í að bjarga sonum sínum,
Ábraham yngri (Miguel Alejan-
dro) og Louis (Ruben Figuoroa)
úr fátæktinni, sóðaskapnum og
afbrotafélagsskapnum í New
York. Lupe (Rita Moreno)
vill giftast AbTaham. en hann
sinnir því engu, enda far-
inn að brjóta heilann um hina
furðulegustu áætlun til að koma
drengjunum sem lengst burt frá
fátækrahverfinu. Hann ætlar að
láta þá „farast“ úti fyrir strönd
Florida, þannig að strandgæzlan
finni þá og litið verði á þá sem
flóttaböm frá Kúbu. Þetta tekst
og þúsundir Bandaríikjamanna
senda drengjunum gjafir og ham
ingjuóskir. En annað hljóð kem
ur í strokkinn, er upp kemst
hvemig í pottinn er búið.
★★★ í auglýsingu um mynd
ina stendur: „Rráðskemmti-
leg . . . gamamcmjmd,“ en
þessi yfirlýsing gefur alranga
hugmynd um innihaldið. —
Tragi-kómedía, kannski. —
Leikur meir á strengi tnlfinn
inga en heilbrigðrar skyn-
semi, án þess þó að stíga
teljandi vixlspor. Arkin mjög
góður. Of oft kaatað höndum
til kvikmyndatökunnar.
★★ Myndin er vel gerð hvað
snertir kvikmyndatöku-klipp
ingu (sjá atriðaskiptim) og
leik, tónlisitin er heldur við-
kvæmnisleg. En heildarjafn-
vægið þrýtur, þegar Abra-
ham tekur að útfæra ásetl-
un sina. Samfélagsraunsæið
breytist í gamanleik og ótrú
leg ævintýri, sem varpa
reyndar ljósi á aðra hlið
bandarísks þjóðfélags.
★ ★ Þessi mynd sýnir veik-
burða, vonlausa baráttu smæl
imgjans gegn óbreytanlegri
stöðu sinni í þjóðfélaginu. —
Slær á viðkvæma strervgi.
Stjörnubíó:
LANGA HEIMFERÐIN
Myndin er látin gerast við lok
þrælastriðsins, 1866. Bentley, G.
Hamilton, er liðsforingi í her S-
ríkjamanna, en hann og menn
hans sitja allir í fangabúðum
Norðurríkjamanna. Þeim tekst að
flýja og Walcott major, G. Ford,
er falið að veita þeim eftirför.
Bentley og félagar hirða upp
hjúkrunarkonu á flótta sínum,
Emily (I. Stevens), en hún er
ástfangin af Walcott. Bentley
kemst að því, að stríðinu er lok
ið, en heldur því leyndu fyrir
mönnum sínum. — Og áður en
,,Langa heimferðin" er á enda,
dregur að óumflýjanlegu upp-
gjöri. Lei'kstj. Phil Karlson.
Ö Áður fyrr voru lélegar has
armyndir bara lélegar hasar
mjrndir, en síðan þeir fóru
að troða sinni misjafndega há
leitu siðfræði inn i lélegu
hasarmyndirnar, hafa þær
versnað bil muna (þ.e.as.
flestar, og þessi fylgir meiri
hlutanum dyggilega).
0 Ein af þessum yfirborðil-
kenndu kúrekamyndum, sem
sýna einungiis eltingaleik
tveggja andstæðinga, með til
heyrandi byssuleik, en tekst
ekki að segja neitt spaklegt,
þrábt fyrir mákinn vilja.
Nýja bíó:
BANDOLERO
Ræningjaflokki Dee Bishop mis-
tekst að ræna banka í Texas, og
lenda meðlimir hans í fangelsi.
Eru þeir allir dæmdir til henging-
ar, þar sem þeir eru eftirlýstir
glæpamenn, og myrtu þar að auk\
einn helzta borgara bæjarins,
Stoner. Mace, bróðir Dee, fréttir
af hrakförum hans, og tekst að
bjarga flokknum úr snörunni á
frumiegan hátt. Á flóttanum
reynir hann að fá bróður sinn til
að snúa af villu síns vegar og
gerast heiðarlegur maður á ný.
Kona Stoners, sem tekin var sem
gísl, og Dee, fella hugi saman,
og verður það m.a. til þess að
hann samþykkir ráðagerðir bróð-
ur síns — en þá er allt um sein-
an. Leikstjóri: Andrew V. Mc-
Laglen.
★ Þokkaleg byrjun, lélegur
miðkafli og blóðugur endir.
Þegar menn eru akotnir nið-
ur unmvörpum áhorfendum
til aðhláturs, hefur ofbeldi
fengið á sig anman og verri
blæ en í myndum Sergio Le
ones, þar sem ofbeldi er gert
eins viðbjóðslegt og það í
rauninni er.
★ Hér reyna Kanar að fara
nýjar leiðir í vestraformi.
Þetta tekst þó ekki sem
skyldi, aðallega vegna lélegs
handrits og vandræðalegra
tilburða Raquel Welch til að
reyna að sýna eitthvað meira
en kroppinn. En þeir gömlu
reiðgarpar, Dean og James
standa fyrir sínu.
Austurbæ j arbíó:
SJÁLFSMORÐS-
SVEITIN
Myndin hefst á því að
valdir eru nokkrir menn til að
gegna mikRvægu starfi 1
þágu Breta og Bandaríkjamanna,
s©m í fljótu bragði virðist vera
sama og dauðadómur þeirra
sjálfra. Það á að fljúga með þá
til Þýzkalands, þar sem þeir eiga
að stökkva niður í fallhlífum og
síðan að eyðileggja Zumrmerhof-
flugvöllinn, sem er bækistöð
þeirra flugvéla Þjóðverja, setn
látnar eru verja helztu iðnaðar-
héruð Þýzkalands. Þegar til kast
anna kemur fer ekki allt sem
skyldi. Flugvélin, sem flytur þá
og sprengiefnið er skotin niður
og þeir standa uppi sprengjuefn
islausir, hundeltir af Þjóðverjum.
En þeir gefast ekki upp, ná sam
bandi við London og biðja um
að fá sent sprengiefni og tekst að
leysa verkefnið, þótt ékki snúi
þeir allir aftur.
0 Ein af þessum spemrandi
myndum, sem gerðar eru fyr
ir het j udýrkendur. Sjálffi-
morðssveitin verður ekki til
eínd til rannsóknar á sögu-
legri staðreynd, heldur eín-
ungis til að smjatita á hetju
skap Englendinga og hæðast
að Þjóðverjum. Þokkalega,
en ófrumlega gerð.
Ömurleg stælmg á „Tólf
ruddar.*4 Ekki ein einasta vit
glóra finaiam'leg.
Hafnarbíó:
KONUNGSDRAUMUR
Þegar Grikkinn Matsoukas, sem
býr með fjölskyldu sinni 1 Chi-
cago, heyrir úrskurð læknis um
að sonur hans eigi 1 mesta lagi
eitt ár eftir ólifað, segir hann:
„Sonur minn mun ekki deyja."
Matsoukas trúir á hinn gríska
ættarstofn, og að sól og mold
Grikklands geti læknað son hans,
en hann vantar peninga fyrir far-
inu. Eftir skímarveizlu nokkra
með freyðandi vínum og grísk-
um dansi býðst Cicero vinur
Matsoukas til að lána honum fyr-
ir farinu, þvi að eiga slíkan vin,
geri lffið þess virði að lifa því.
En það reynist of gott til að
geta verið satt Matsoukas grípur
þá til örþrifaráða, sem varpa um
leið ljósi á mannkosti hans. Leik-
stjóri Daniel .Mann. Með aðalhlut-
verk fara Anthony Quinn og
Irene Papas.
★★★ Zorba hefur aldrei stig
ið mörg skref frá Anthony
Quinn og hér fylgir hann hon
um í hverju fótmáli. Lífs-
þrótturinn er allsráðandi,
uppgjöf er óhugsandi, jafnvel
fyrir dauðanum. Andleg
heilsubót í gráum hversdags-
leikanum. Látlaus mynd í
allri gerð, en áherzlan lögð á
hið mannlega.
★ ★ ★ ★ Þetta er kvikmynd
um mannlífið, sem grípur á-
horfandann hugfanginn vegna
lífsþróttar síns, en ekki
vegna þess hvemig hún er
gerð. Kvikmjmd, sem sannar,
að formið þarf hvorki að
vera fagurt né frumlegf,
heldur aðeins þjóna tilgangi
sínum.
★ ★ Hér væri á ferðinni
nokkuð hversdagsleg mynd,
ef aðalhlutverkið væri ekki
„klæðskerasniðið“ fyTÍr Ant
hony Quinn. Og hann fyllir
það manngæzku og karl-
mennsku og bregzt hvergi
bogalistin i glímu sinni við
Thalíu.
Gamla bíó:
HVAR VARST ÞU
ÞEGAR LJÓSIN
SLOKKNUÐU?
M. Garrison, D. Day, sem er fræg
Broadwstjama, hraðar sér heim
til manns síns, en kemur óvart
að honuim í örmum annarrar konu.
í bræði sinni strunsar hún út og
fer upp í sveitabústað þeirra, hell
ir 1 sig hálfu glasi af svefnmeð
ali og dettur út af. — Waldo
Zane, R. Morse, er féhirðir vax-
andi stórfyrirtækis. Hann stelur
peningum fyrirtækisins, ekur á
bílgarmá út úr borginni, en bíll
inn bilar svo fyrir utan sveita-
býli Garrison-hjónenna. Þar
dembir hann í sig hinum helm
ingnum af svefnmeðalinu í mis-
gáningi — og dettur út af. Stuttu
síðar kemur eiginmaðurinn til að
biðja um fyrirgefningu, en Magg
ie og Waldo verður þá fátt til
skýringa. Leikstj. Hy Averback.
★ Myndin á harla lítið skylt
við það, sem gerðist „whtn
the lights wen-t out.“ Doris
Day — fæi'ibanda-filma og
hvergi ein af hentnar betri.
Terry Tomas kemst einna
skást frá myndinni.
★ Bakgrunnur myndarinnar
gefur ti'lefni til skemmtilegra
augnablika og aft örlar á
kímni. Gerð mjmdarinnar
er vart umtalsverð, nema
hvað leikur er oft góður.
Laugarásbíó:
INDIANAARAS
í DAUÐADAL
t:
Höfuðsmanni nokkrum í Norð-
urrikjahernum, tekst á síðustu
stundu að forða gullsjóði Daw-
sonvirkic, áður en hann felíur í
hendur illmennum. Veit dóttir
hans ein hvar hann er falinn,
eftir að rumpulýðnum tekst að
kála pabba hennar. Á nú að
merkja þann sáluga þjóf, og
bregzt dóttirin þá hin versta við,
að vonum og hyggst sækja sjóð
inn væna. Fær hún sér til full-
tingis þær kempumar Gömlu
Shatterhönd og rauðskinnafor-
sprakkann Winnetou. Ekki hyggj
ast illmennin heldur láta sitja
við svo búið, og upp’nefst nú bar
átta mikil og má lengi ekki á
milli sjá . . . í
0 f stuttu máli sagt ómerki
leg skemmtun, jafnvel fyrir
börn.