Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 18
———
18
-*
——-—i,. —■'■■■.... ■ ■■—.-w ■ ■
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNl 1971
Pétur Guðmundsson
Minning
í DAG, fimmtudaginn 24. júní
er jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju Pétur Guðmundsson Ný-
býlavegi 16 í Kópavogi. Hann
átti við vanheilsu að stríða
nokkur síðustu árin, en hafði
aðeins verið fáa daga að þessu
sinni á sjúkrahúsi er hann iézt
þar þann 17. þ.m.
Pétur var fæddúr 16. apríl
1903 að Ytri-Hjarðardal i Önund-
arfirði, sonur hjónanna Guð-
nýjar Amgrímsdóttur og Guð-
munda.r Bjarnasonar er þar
bjuggu þá en fluttust 1909 að
Hesti í Önundarfirði og við
þann bæ voru þau kennd og
einnig börn þeirra, sem í hugum
eldri Önfírðinga verða alltaf
„Hestssystkinin". Þau Hesthjón-
in þóttu mjög greind og dugleg,
sem ekki veitti af, því bömin
urðu 11, þrjár stúlkur og átta
piltar, en efnin lítil eins og hjá
flestu alþýðufólki. Ekki var um
skólagöngu að ræða hjá þeim
systkinum, fyrr en þá á full-
orðinsárum, því allir þurftu að
fara að „vinna fyrir sér“ strax
og þeir gátu. Hugur þeirra mun
þó hafa staðið til skólalærdóms
eins og fleiri ungmenna á þeim
tíma, sem urðu að láta slíkan
munað á móti sér, en e.t.v. sýrtir
það hug þeirra að eldri syst-
kinin studdu yngsta bróðurinn
Véstein — núverandi forstjóra
Kísilgúrverksmiðjunnar — tii
langskólanðms. En gott veganesti
t
Maðurinn minn, sonur, faðir
og tengdasonur,
Sigurjón Sigurjónsson,
andaðist á Borgarspítalanum
22. júní.
Hulða Valdimarsdóttir
og aðstandendur.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir
Niels Jensen,
Hátúni 10, Keflavík,
lézt að kvöldi hins 17. júní.
Jarðsett verður laugardagínn
26. júní frá Keflavíkurkirkju
kl. 2 siðd.
Aðalheiður og Fred Jensen
og systkin.
t
Otför eiginmanns míns
GEORGS HANSEN
bankaútibússtjóra, Póigötu 1, isafirði,
er lézt aðfaranótt 21. þ.m. verður gerð frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 25. þ.m. kl. 15.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast
hans er bent á líknarstofnanir.
Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna.
Vigdis Hansen.
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir
LARUS KARL LARUSSON,
Grenimel 31,
verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 25. júní kl.
3.00 e.h.
Lára Óladóttir,
Þórir Lárusson,
Margrét Lárusdóttir,
og tengdaböm.
t
Útför eiginmanns míns
SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR,
fyrrv. verzlunarstjóra Álafoss, Laufásvegi 38,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. júní kl. 1,30.
Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er
vinsamlegast bent á að láta líknarfélög njóta þess.
Rannveig Guðmundsdóttir og fjölskylda.
t
Eiginkona mín, móðlr okkar, tengdamóðir, amma og
langamma
MARÍA JÓNA JAKOBSDÓTTIR
Köldukinn 22,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
25. þ.m. kl. 2 e.h.
Þorlákur Guðlaugsson,
Sigríður E. Þorláksdóttir, Kjartan Steinólfsson,
Eyþór Þorláksson, Sigurbjörg Sveinsdóttir,
Katrín Þorláksdóttir, Steindór Agústsson,
barna og barnaböm.
haía þau haft að heiman því öll
hafa þau reynzt úrvals fólk á
hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins.
Heyrt hef ég að Guðmundur
Bjamason hafi sagt við einhvern
son sirnn er hann fór að heiman,
að hann vonaði að hann mætti
njóta þess, en ekki gjalda, að
vera sonur þeirra hjóna. — Og
nú hefur það fyrsta þessara
systkina runnið sitt æviskeið til
enda.
Pétur var fjórði elztur af
systkinunum og fór strax að
vinna fyrir sér þegar kraftarnir
leyfðu. Hann ólst upp í Önund-
arfirði við þau störf er þar lágu
íyrir til sjós og lands. GuSný
móðir hans dó 1920 en faðir hans
var áfram á Hesti þar til hann
dó 1924. Ásta, systir Péturs gift-
ist Ingimundi Guðmundssyni
(þekktur hér syðra sem Ingi-
mundur í gamla pakkhúsinu hjá
Eimskip) og bjuggu þau á Hesti
t
Útför móður minnar,
Önnu G. Schmidt,
sem iézt að Elliheimilinu
Grund þ. 16. júní, fer fram
frá Fríkirkjunni föstudaginn
25. þ. m. kl. 1,30 e.h.
F. h. vandamanna,
Kobert Schmidt.
ásamt Pétri þar til þau fluttust
til Reykjavíkur. Eftir það bjó
Pétur þar, til 1930 að hann brá
búi og fluttist suður.
Eftir að suður kom gerðist
Pétur atvinnubílstjóri, stundum
á eigin bil .en oftast á áætluntar-
leiðum, s. s. í Kjós og Kjalames,
Fljótshlíð og Vík og varð hann
þékktur sem dugnaðar ferðabil-
stjóri. Vegir voru þá ekki eins
góðir og nú og bílarnir ekki eins
fullkomnir, engar talstöðvar, sími
óviða og viðgerðarþjónusta
hvergi nema helzt í Reykjaví'k.
Bílstjórarnir urðu því að treysta
mjög á sjálfa sig og gera allt
sjálfir. í misjöfnum veðrum urðu
sumar þessar ferðir hreinar svað-
ilfarir, sem aðeins harðdugleg-
ustu menn gátu stundað. Meðan
póststjónnin rak sérleyfisleiðina
Reykjavik — Akureyri vann,
Pétur þar, og hann var einn af
eigendum Norðurleiðar h/f sem
seinna tók við þeiriri leið, og
starfaði þar þangað til hann
hætti að hafa akstur að aðal
starfi.
Síðustu 15 árin var Pétur
starfsmaður Kópavogsibæjar,
lengst af með starfsheitið „heil-
brigðisfulltrúi". Mér er kuninugt
um að starfssviðið var allvíð-
tækt, því verkefnin kotnu miklu
örara en embættin í þessum bæ,
sem óx með meiri hraða en áður
hafði þékkzt hér á landi. Ráða-
menn þeir, sem réðu Pétur til
bæjarins vissu að hann gerði
hlutina, ef þurfti að gera þá,
nærri því hvort sem það var
hægt eða ekki. E.t.v. eru engin
mál eins bæjarfélags eins per-
sónuleg og heilbrigðis- og hrein-
lætismál, sem allir hafa vit
á og leyfi til að rífast um og
hér voru næg verkefni til gagn-
rýni þar sem allt var ógert. Þrátt
fyrir það veit ég ekki til að
nokkrum hafi verið illa við Pét-
ur og svo mikið er víst að þótt
skipt ha.fi verið þrisvar um
pólitíska ráðamenn í Kópavogi,
síðan hann fór að starfa þar,
þá var aldrei sikipt um heil-
brigðisfulltrúa.
Árið 1946 settisí Pétur að í
Kópavogi. Hann var því einn af
frumfoyggj unum, er þéttbýli fór
að myndast hér. Hann naut þess
að hafa verið þátttakandi í
þeirri uppbyggingu, sem hér
hefur átt sér stað og brá hart
til andsvara, ef honum þótti
hallað á Kópavog í orðræðum. —
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vjð andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
JÓHÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Fáskrúðsfirði.
Þorvaldur Jónsson, Oddný Jónsdóttir,
Sigríður Jónsdóttír, Guðmundur Sigfúscon,
Margrét J. Petersen, Emil Petersen,
Berta J. Snædal, Gunnlaugur Snædal,
barnabörn og aarnabarnaböm.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hiýhug við andlát
og jarðarför föður, tengdaföður og afa okkar
ÓLAFS GUÐJÓNSSONAR
Þorvarður Ólafsson, Fanney Guðjónsdóttir,
Björgúlfur Þorvarðarson, Alma Þorvarðardóttir,
Ólafur Rúnar Þorvarðarson.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
RAGNARS J. LÁRUSSONAR
Andrea Jónsdóttir,
Sveinn H. Ragnarsson,
Jón P. Ragnarsson,
Erla S. Ragnarsdóttir,
Jónína Ragnarsdóttir,
Ragna L. Ragnarsdóttir,
Guðlaug Ragnarsdóttir,
Halldóra Elíasdóttir,
Sigriður Ingvarsdótlir,
Steinar Þorsteinsson,
Gunnar Ivarsson,
Ólafur Þ. Ragnarsson,
Halldóra Ragnarsdóttir.
og barnabörn.
Kópavogsbær er góðum þegná og
málsvana fátækari við fráfall
hanls.
í tæp nitján 'ár höfum váð
Pétur verið samjstarfsmenin í
stjórn Sjúkrasamlags Kópavogs.
Ýmis verkefni hafa verið leyst
þar, sum skemmtileg önnur síð-
ur. Ég mimniat þess nú, að eitt
var það sem Pétri var alltaf illa
við, én það var þégar við urðum
að hækika iðgjöldin. Pérsónuleg
útgjöld réðu þar ekki, heldur var
það samúðin með þeim sem verst
voiru staddir fjárhagslega, sem
lét haran ekki í friði. Það er
gott að kyranast mönnum með
hjarta þótt það hangi ekki utara
á þeim daglega.
Pétur Guðmundsson var tví-
giftur. Fyrri kona hans var
Ágúista Guðjónsdóttir frá Efri-
Húsum í Önundarfirði, en þau
slitu samvistum. Þrjú af börn-
um þeirra eru á lífi: Guðný
daraslkeranari, búsett í Kópavogi,
Ásgeir vélstjóri hjá Eimskip og
Hjördís, frú í Kópavogi.
Seinni koraa haras var Ásta
Davíðisdóttir frá Þverfelli í
Lundarreykjardal. Börn þeirxa
eru: Sigrún hjúkrunarkona í
Kópavogi, Arana gift í Noregi,
Davíð, verkstjóri við Þórisós og
Kristín, sem nú dvelst heima.
Ég votta venzlafólki samúð og
trúi að það njóti haras frekar
en gjaldi.
Pétur var maður í lægra lagi,
en þrekvaxiran, laglegur og létt-
ur á fæti á yngri árum. Hanm
var sögumaður ágætur, fjölfróð-
ur í samræðum og bráðhmyttinm
í tilsvörum. Haran var fagnaðar-
hrókur á mannamótum og
gleðimáður í hvívetna sem sómdi
sér vel með höfðingjum, en
aldrei höfðingjasleikja eða með
neiran fleðuskap.
Vertu sæll Pétur, — þakka
þér samferðina. Ég vona að mér
hafi tekizt að miranast þín hér
án oflofs — Það veit ég að þér
hefði ekki líkað. Það átti að
verða fundur bráðlega, en héðam
af mæta ekki allir fynr en hinum
megin. — Við korraum bráðum.
Þórður Magnússon.
ÞANN tæpa áratug, sem sá, er
hripar þessar línur, hefur átt
heima í Kópavogi, hefur hann
kynnzt við fjölmargt ágætisfólk,
sem varpar birtu á lífsbráutina.
Meðal þeirra er Pétur Guð-
mundsson, heilbrigðisfulltrúi,
sem lézt á þjóðhátíðardaginn og
er jarðaður í dag.
Flestar minningar um hann
eru í ætt við það dýrðarvor, sem
við höfum átt í ár. Við urðum
samstarfsmenn rúm átta ár og
allan þann tíma minnist ég þess
ekki, að hann hafi skipt skapi.
Hann lagði sig allan frám um
að skapa þá umgengismeniningu,
sem æskilega verður að telja í
þéttbýli.
Það er tvillaust rétt, sem hann
getur um i spjalli í tímariti
Verkstjórafélagsins fyrir einum
sjö árum, að hann átti sér enga
óvildarmenn, en marga vini,
þrátt fyrir óvenju erfitt starf og
torleyst.
Pétur var alltaf boðinn og bú-
inn að leySa vanda manns og
erum við hjón og ekki síður
börrain okkar, þakklát fyrir marg
an góðan greiða okkur veittan
með því hugarfari sem ekkert
væri sjálfsagðara.
Það dró verulega úr starfs-
orku Péturs um skeið meðan
við unnum saman, og það svo,
að læknar töldu vart að hann
mundi vinnufær að nýjú. En
áhuginn og starfsgleðin færðu
Framhald á bls. 21
t
Innilegar þakkir til allra, sem
sýndu okkur samúð og vin-
arhug við andlát og útför
bróður okkar og fósturföður,
Valgeirs Jóhanns
Eyjólfssonar,
Hausastöðum, Garðahreppi.
Ólafía Eyjólfsdóttir,
Þórey Eyjólfsdóttir,
Hörður Sigurvinsson.