Morgunblaðið - 24.06.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1971
5
Saltfiskframleiösla Norðmanna:
Góð sala og verðhækkun
NORSKUR saltliskur er mjög
eftirsótt vara á heimfniarkaði
um þessar mundir, að því er
segir í fréttum frá Bodö í Nor-
egi. tjtflutningur saltfisks það
sem af er þessu ári er mörg
þúsimd lestum meiri en á sama
tíma í fyrra, og stundum hefur
r'íynzt erfitt að fullnægja eft.ir-
spurn.
Timabilið janúar til apri'l var
heildarsaltfiskútflutningur Norð-
marma 19944 lestir, en var 16519
liestir á sama tíma í fyrra. Heild-
arútflutiningur ársins 1970 var
um 50000 lestir og útflutningur-
inn í ár verður töluvert meiri,
að sögn forstjóra útflutnings-
fyrirtækisins A. L. Unicos i Áia-
sundi, Asbjöm Solbakk.
Talsvert meira magn af fiski
hefur verið saltað en i fyrra og
verð i öllum gæðaflokkum hef-
ur hækkað, en taka verður til
greina að verð á blautfiski hefur
einnig hækkað þó að það verð
sem hefur fengiat hingað til sé
fyililega viðunandi, að sögn Sol-
bakks. Hann sagði, að Brasilía
væri eini markaðurinn sem
hefði ekki reynzt eins hagstæð-
ur og i fyrra.
— 0 —
Að sögn Tómasar Þorvalds-
sonar, stjórnarformanns SÍF,
var allur islenzkur saltfisilrur
af venjulegri gæðasamsetningu,
sem Miðjarðarha fslöndin taka
við, seldur i janúar og febrúar
og þá ekki á lægra verði en
Norðmenn selja blautfiskinn á
núna.
Tii athugunar er hvað gera
eigi við þann saltfisk, sem var
til úr því hráefni sem áður fór
í skreið tii Nígeriu og er yfir-
leitt léleg vara. Tómas sagði, að
góðar horfur væru á þvi að
koma mætti þessum fiski fyrir
á ákveðnum stöðum. Hann sagði,
að hér væri um nokkuð mikið
magn að ræða og væri gert ráð
fyrir að það næmi 4—6 þús.
tonnum, þótt það væri ekki vitað
nákvæmlega ennþá.
Sigurður Ingvi Snorrason.
Efnilegur
klarinett-
leikari
Vín, 13. jún.í,
SIGURÐUR Ingvi Snorrason
lauk fyrir nokkrum dögum loka
prófi við sólóistadeiidina i Vín-
arakademíunni í klarinettieiik.
Hlaut hann ágætiseinkunn eða
Auszeichnumg. Sigurður er mjög
ungur að árum, 21 árs gamaJl
og er því óhætt að spá honum
miklum frama. Kennari Sigurð-
ar, Rudolf Jettel er þekktur kla.ri
nettleiikari hér i Austurríki og
þá ekki síður sem kennari og
tónskálid. Han.n hefur samið við-
urkenjidan skóla í kiarinettleik
og er við hann stuðzt víðast
hvar þar sem Vínaraðferðin er
kennd. Á lokaprófimu spilaði Sig
urður kvintett eftir Mozart og
voru mótspilendur hans flestir
þekktiir tónlistarmenn. Sigurður
hefur haldið opinbera tónJeika
bæði heiima og erliendis.
532 í Lauga-
lækjarskóla
GAGNFRÆÐASKÓLANUM við
Laugalæk var slitið laugardag-
inin 12. júní. Innritaðir nemend-
ur voru 532 í 21 bekkjardeild.
Kennarar voru 47, þar af 27
fastakennarar.
Próf upp úr I. bekk þreyttu
156 nemendur, hæstu einkunn
hlaut Hjördís Harðardóttir I. ág.
einkunn 9.69 og var það hæsta
einkunn í skólanum í ár. 4 aðr-
ir nemendur í I. bekk hlutu
ágætiseinkunn.
Unglingapróf þreyttu 175 nem
endur, þar af fengu 7 ágætiseink
kunn. Hæstu einkunnir hlutu
Eggert Pétursson 9.47 og Guð-
rún S. Birgisdóttir 9.43,
Á millibekkj aprófi upp úr
III. bekk hlaut hæsta einkunn
Sigurborg Óskarsdóttir úr verzl-
unardeild, 7.96.
Landspróf þreyttu að þessu
sinni 46 nemendur, 38 stóðust,
þar af 30 með framhaldseink-
unn, en 4 aðrir munu þreyta
haustpróf í nokkrum greiinum.
Hæstu einkunn á landsprófi
hlaut Reynir Guðmundur Jónas-
son I. ág. einkunin, 9.1.
Gagnfræðapróf þreyttu að
þessu sinni 55 innanskólanem-
endur og 45 utanskólanemendur
(þar af 44 úr Kvöldskólanoim).
Af iinnanskólanemendum stóð-
ust 48, 2 luku ekki prófi og 5
stóðust ekkii. Hæsrtu einkunn
hlaut Guðiún Matthíasdóttir úr
verzlunardeild, 8.51.
Af utanskólanemendum luku
34 gagnfræðaprófi og stóðust
(þar af 33 úr Kvöldskólanum),
hinir ýmist luku prófum í nokkr
um greinum eða stóðust ekki.
Hæstu einkunm hlaut Jakobína
Ágústsdóttir úr Kvöldskólanum
I. ág. einkunn 9.15.
Skólinn verðlauinaðí þá nem-
endur, sem sköruðu fram úr í
námi og i félagsstörfum. Einnig
afhenti skólastjóri verðlaun frá
daniska sendiráðinu fyrir góða
kunnáttu í dönsku og frá þýzka
sendiráðinu fyrir góða þýzku-
kunnáttu.
Níe\Kom'2
^ ve
íför itt'
VO Smokif'O
p\easute