Morgunblaðið - 27.06.1971, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1971
BOKMENNTIR - LISTIR
BOKMENNTIR
BOKMENNTIR - LISTIR
LISTIR
0
ORÐ FÁ LÍF
Jón Friðrik Arason:
LÍFSHVÖRF
ÍJtgeíandi höfundur.
Reykjavík 1971.
Sá samfelldi svipur, sem er
yfir Lífshvörfum Jóns Friðriks
Arasonar gaeti benit til þess að
höfundurinn hefði fengist lengi
við ljóðagerð áður en hann á-
kvað að gefa út bók. Ekki mun
það vera, því að hér er ungur
maður á ferð, og þegar ijóð
hans eru betur athuguð kemur
í ljós að mörg þeirra er*u vart
annað en skáldlegar æfingar, en
álíka vinnubrögð og Jón Frið-
rik hefur tamið sér í upphafi
ferilg síns eru oft undanfari
skáldskapar. Hann má í raun-
inm vel við una. Lífshvörf eru
eitt þeirra byrjendaverka, sem
eru til marks um Ijóðlistaráhuga
r.ýrrar kynslóðar; í fyrra komu
til dæmis nokkur ung skáld í
fyrsta sinn fram á sjónarsviðið
og sögðu hug sinn með misjöfn
um, en þó eftirtektarverðum
árangri.
Lífshvörf hefjaat á Ij óðinu
Orð. „Orðin verða til / orðin fá
líf“, stendur þar. Fórn er eitt
þeirra ljóða, þar sem orðin öðl-
ast líf. Ljóðið er stutt eins og
miörg Ijóð bókarinmar. Jón Frið-
rik leitcist við að vera fáorðtur,
skapa réttan hugblæ án þess
að vekja lesandann til samúðar
eða andúðar með ungæðislegri
mælgi og yfirlýsingum.
trúir þú mongundöggvanum?
þeir skutu eldflaug
til tunglisins í nótt
meðan þú sazt og horfðir
hugfangin og beiðst
beiðst.........
spurðir feigðina
hvort þú lifðir næsta dag
— trúir þú morgun-
döggvanum?
Sýning Jóhannesar
! Jóhamnes Geir er að mörgu
leyti sérstæður málari og fer
sjaldan troðnar götur hérlendis í
myndlist sinni, en því er heldur
ekki að -leyna, að nokfcuð sterfcra
dhrifa gætir í vertoum hans frá
þeim árum, er hann var við nám
I Danmörku. Einhvem veginn
hefur Jóhannesi Geir samt tek-
izrt að notfæra sér þessi áhrif á
persónuiegam hátt og gert þau að
rammislenzfciu fyrirbæri, sem
væri óhugsandi amnars staðar en
hér. Hér er ég auðvitað að hæla
Jóhannesi Geir, og ég umdirstrifca
það sitrax, að einmitt þannig
verða sérstæðir málarar til. Það
er engin vafi á, að Jóhannes Geir
hefur milfcla hætfileifca, sem hon-
um tekst að beizla, ef svo mætiti
að orði kveða, en það kemur iífca
nofckuð oft fyrir í verfcum hans
að hamn ræður bókstafflega ekfci
við kraft litamna, og þá fer í
verra.
Á þeirri sýningu, sem Jóhannes
Geir hefur komið fyrir í Memnta-
skólanum í Reykjavík, eru 65
verk til sýnis, og þar atf eru 55
pasteimyndir. Af þessum tölum
miá greina, að það eru pastel-
myndimar, sem eru megin þáttur
þessarar sýningar, og er það
Skemmtilegt að mímu áliti. Pastei
fcrítin er vandmeðfarin og gefur
mikla möguleika til myndgerðar,
og tii gamans má geta þess, að
surnir meistarar í málaralist hafa
umnið griðarmikið í þessu etfni,
og er nærtækast að nefna sem
dæmi franska málaramn Degas,
sem gerði mörg sín beztu verk
með pastelkrít. Mér sýnist pastel
krítin eiga mjög vefl við hæiö-
leika Jóhannesar Geirs, og sumar
af þeim myndum, er hann sýnir
að sinni, eru það bezta, sem ég
Ihef séð frá hans hendi. Jafnvet
pr þetta svo augfljóst mál, að mér
finnst það aflger ðþarfi að hatfa
þessar fáu olíumyndir með á þess
ari sýningu, en að mínu áliti
standast þær aiUs ekki saman-
burð við það bezrta, sem Jóhannes
hefur gerít með pasteflkritinni,
og það er eins og hann sé milklu
brokkgengari í meðtferð oflliulit-
anna og virðist eins og hann
hatfi ekki sama vald á þeirn og
pastelkrítinni. Þvi Æagna ég því
að fá að sjá svo mörg verk eftir
Jóhannes Geir gerð í pastel á
einni og sörnu sýningu.
Það er skaphiti í þessum verk-
um, sem blandast stundum þung-
lyndi, en Jðhannes á einnig til
léttleika, sem er hressandi og
verkar skemmtiiega á mann. Við-
fangsefni sín sækir hann mikið
tifl sjávarsiðunnar, og hestar og
húsaþyrpinigar eru einnig kær-
komið verkefni fyrir Jóhannes
Geir. Hann byggir myndir sflnar
upp á myndrænan hátt og lætur
hvergi sjálft mótifið ráða lögum
og lofum. Það eru áhrifin af fyr-
ixmyndunum, sem Jóhannes Geir
notfærir til að tjá sínar eigin
tilfinningar framar öðru. Ég
nefni en,gar sérstakar pasiteflmynd
ir í þessu skrifi vegna þess, hve
erfitt er að gera sanngjarnan
greinarmun á þeirn verkum, en
þrjú oflíumálverk fannst mér
bera af öðrum á þessari sýningu,
það eru: „Frá Eyrarbafltka,"
„Laugames" og „Frá Bergþóru-
götu.“
Þetta er umfangsmikil sýntnig,
sem igefur góða hugmynd um
flist Jðhannesar Geirs, og það
mætti segja mér, að margur hefði
ánægju af að líta inn á þessa sýn-
inigu. Sýninig Jóhannesar Geirs
varð mér ánægjuefni, 'læt ég hér
staðar numið að sinni.
Valtýr Pétursson.
Heimur unglings
og reynsla manns
Jón Friðrik Arason
Lengra og viðameira er ljóðið
Fórn ekki. Þrátt fyrir kald-
hæðni og jafnvel kokhreysti á
köflum miðla Lífshvörf lesand-
anum þeirri eðlilegu og mildu
tilfinningu, sem felst í ljóðinu
Nýtt líf:
við þráðum lauf
á trén
birtu yfir sjóinn
þráðum ljúfan andblæ
um nótt.
við gengum léttfætt
mót löðrinu
settumst á fjörusteinia
og biðum eftir nýju Mfl.
Lífshvörf virðast eimmiitt vera
í andstöðu við þá fullyrðingu
Oscars Wildes, að annað fólk sé
hræðilegt, en hana velur Jón
Friðrik Arason sem einkunnar-
orð bókarinnar. Ljóð hans fjalla
um leið hans inn í mannheima,
en ekki burt frá þeim.
Magnús Jóhannsson
frá Hafnarnesi:
SVIKINN DRAUMUR
Heimskringla,
Reykjavík 1970.
Magnús Jóhannsson frá Hafn-
arnesi gerir í skáldsögu sinni
tilraun til að lýsa reynslu ungs
skáldhneigðs manms, sem elat
upp í þorpi, en kynnist síðan
lífinu í höfuðborginni. Efnið er
algengt í íslenskri skáldsagna-
gerð. Hvað er í rauninni sjáif-
sagðara en það sé tekið til með-
ferðar meðan löngun til skáld-
skapar heldur vöku fyrir mönn-
um?
Skáldsögu Magnúsar Jóhanns
sonar er skipt i tvo hluta, en
sagan er stutt og engin sýni-
leg ástæða til að rjúfa „sam-
hengi“ hennar á þennan hátt.
Aftur á móti verður að segja
eins og er, að viðleitni höfund-
arins rennur að mestu út í sand
inn í seinni hlutanum þrátt fyrir
virðingarverð átök við samtim-
ann, en höfundurinn freistar
þess að gera nýleg dægurmál
að söguefni, tengja þau baráttu
hins unga manns fyrir viður-
kenningu á skáldskaparsviðinu.
Skipting bókarinnar í tvo hluta
getur þess vegna réttlætst af
þvi, að í seinni hlutanum fjar-
lægiist höfundurinn upphaflegt
markmið sitt, gefur sig á vald
kröfunni um félagslega hlut-
deild skáldsögunnar. En Magn-
ús Jóhannsson hefur að minnsta
kosti ekki enn sem komið er bol
magn til að leysa þann vanda,
sem félagslega sinmaðiir skáld-
sagnahöfundar eru jafnan í, þeg
ar þeim er mikið niðri fyrir.
Það er athyglisvert um skáltí-
sögu Magnúsar Jóhannssonar,
að í fyrri hluta hennar, þar sem
lýst er draumum vaknandi
drengs, tekst höfundinum best.
Magnús Jóhannsson virðiist eng-
inn nýjungamaður í skáldsagna-
gerð eftir Sviknum draumi að
dæma, en ekki skortir samt að
hann er að viissu mariki snont-
inn af frásagnarhætiti yngri rit-
höfunda. Þetta kemur ekki í
veg fyrir, að söguefni hans verði
flatt, of spennulítið í heild sinni
til að lesandinn taki verulegt
mark á því. Eins og áður þarf
mikfla sköpunargátfu til að vekja
til lífs margþvælt efni. Magnús
Jóhannsson er sömu «ök seldur
og fjölmargir aðrir rithöfundar,
sem segja frá á hefðbundna vísu.
Heimur unglingsins: ástir hanis
og vonbrigði, þrjóska og draum
hygtli í senn, er það, sem efitir
þess að gera nýlega dægurmál
minnilegast verður úr skáldisögu
Magnúsar Jóhannissonar. í vit-
und þessa unglings er heimur-
inn fjandsamlegur, og flóttinn
til þess, sem bíður með fyrir-
heit sín um nýtt og fegurra líf,
verður aðeins til að staðfesta
blekkinguna. Nafn skáldsögunn
ar er ekki valið út í Máinn. þó
að það sé annars of nakið og
hversdagslegt. Af öllum mistök
um má læra og mér þykir eklci
ótrúlegt að Svikinn draumur
muni eignast sína lesendur. En
mesfcu skiptir að höfundurinn
vaxi og þroskist af þessari hólm
göngu við nöturlegan veruleik,
ef hann er á annað borð sann-
færður um að skáldsagnagerð
sé hin eðlilega leið hans til tján
ingar.
Jóhann Hjálmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
Frá Púsjkín til Kunert
Geir Kristjánsson:
HIN GRÆNA EIK
Ljóðaþýðingar.
Heimskringla,
Reykjavík 1971.
Ljóðaþýðingar Geira Kristjáns
sonar hafa vakið athygli. Hann
hefur einkum þýtt ljóð eftir
rússnesku skáldin Pasternak og
Majakovskí. Geir er máíhagur
og vandvirkur þýðandi. Nýlega
er komið út eftir Geir dálítið
kver með þýddum ljóðum: Hin
græna eik, útgefandi Heims-
kringla.
Eftirminnilegustu þýðingamar
í Hinni grænu eik eru ljóðin eft
ir rússnesku skáldin. Haust eft
ir Púsjkín er til að mynda þann
ig skáldskapur, að engu er lík
ara en ljóðið sé frumkveðið á
íslerasku. Hér er ekki kostur á
samanburði við frumtexta, en
ekki er fráleitt að best eigi við
Geir að þýða ljóð eftir skáld
hefðbundins bragforms; aftur á
móti er nóg af sýnishomum ann
arrar tegundar ljóða í Hinni
grænu eik. Haust eftir Púsjkín
er á þessa leið í þýðingu Geirs
Kristjánssonar:
Andar hausti himinn víður,
horfnar eru sólskinsblíður,
styttist, dofnar dagurinn,
dreifir laufi skógurinn,
sífrar þungt í svölum vindi,
sveipar akra þoka grié,
gæsa hópar heiðum frá
halda suður: snauð af yndi
nálgast tíð, er nú sem fyr,
nóvember oss þrengir dyr.
Morgunn rís úr móðu frosta,
mannauð standa og hnípin tún,
úlfur frár á fárra kosta
flykkist nú með vegarbrún,
— felmtri sleginn frísar hestur,
ferðavanur nælfcurgestur
hleypir undan hratlt sem má,
humlur standa básum á,
alfflt er kyrrt í útihögum,
enginn smali á léttum skó
heyrist þeyta hom í mó,
heima í koti gleðst af bögum
mærin rjóð og snældu snýr,
snarkar furukveikur hýr.
Fleixi ljóð eftir Púsjkín þýðir
Geir, en önnur rússnesk skáld
eiga ljóð í Hinni grænu eik:
Pasternak, Majakovskí og Evtú-
sjemko. Frægast þessara Ijóða er
Babí Jar eftir Evtúsjenko, sem
fjallar um fjöldamorð á Gyðing
um í samnefndu gili. Ljóðið,
sem vakti mikið umtal og deil-
ur á sín.um tíma, er enn tíma-
bært og verður það sennilega
lengi.
Þýðingarnar í Hinná grænu
eik bera það annars með sér að
vera samtíningur frá löngu tíma
bili. Við hlið Rússanna eru skáld
eins og Bandaríkjamaðurinn
Ezra Pound, Spánverjinn García
Lorca, Grikkinn Seferis, finnsk-
sænska skáldkonan Edith Söder
gran, Þjóðverjarnir Brecht og
Giinter Kunert. Satt að segja á
ég erfi'tt með að sætta mig við
ljóð García Lorca í þessum bún
ingi, en fleirum en Geir hefur
reynst óleysanleg þraut að ná
tökum á hinum gullvæga ein-
faldleik og hæfilega skrauti,
sem einkennir þetta skáld. Geir
virðist hafa náð betri árangri í
glímu sinni við Pound, og Fimm
lítil stef eftir Seferis eru gædd
þokka. Þýsku ljóðin: Gríma
vonzkunnar eftir Brechit og smá
ljóðin tvö eftir Gunter Kunert
Geir Kristjánsson
eru sannfærandi í íslenzku gerð-
inni.
Geir Kristjánsson segir ekkl
deili á öðrum skáldum í Hinni
grænu eik en Gúnter Kunert,
„austurþýzkt skáld (f. 1929) og
talinn með þeim fremstu í hópi
ungra sósíailskra skálda." Það
er að sjálfsögðu rétt hjá honum,
að hin skáldin eru þekkt af
þeim, sem fylgst hafa af áhuga
með erlendum bókmenntum. En
ekki sakar að ljóðaþýðendur
geri grein fyrir verkefnum sin-
um. Bækur eiga ekki að vera
handa fáeinum útvöldum. Alltaf
bætast nýir lesendur við, sem
ófróðir eru um erlendan skáld-
skap og vilja fá einhverjar upp-
lýsingar þó fátæklegar séu. Hin
græna eik er sem betur fer vott
ur þess að okkur er þörf á
vönduðum þýðingum. Meðal
þeirra, sem á seinustu áratugum
hafa þýtt erlend ljóð með ágæt-
um, er Geir Kristjánsson fram
arlega í flokki.
Jóhann Hjálmarsson,