Morgunblaðið - 27.06.1971, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNl 1971
23
Sýnir í fyrsta
sinn 77
ára gamall
Árni Finnbogason opnaði
í gær sýningn á 50 blýants-
teikningum í sýningarsal að
Ingólfsstræti 3. Teikningam-
ar eru viðs vegar að af land
inu og frá öðrum löndum og
einnig eru margar andiits-
myndir. Ámi Finnbogason er
77 ára gamall.
Hann byrjaði að teikna
1904 eftir að hann hætti til
sjós, en alla ævi hefur hann
stundað sjómennsku í Vest-
mannaeyjum, enda eru marg
ar teikningamar frá sjón-
um. Með Áma Finnbogasyni
bætist alþýðulistmálari í hóp
þeirra, sem fyrir vom á því
sviði, en sýning hans verður
opin daglega að Ingólfsstræti
3 á götuhæð, en þar er hús-
næði Fornhókasölunnar Ing
ólfsstræti 3 og lengi áður
var þar afgreiðsla Vísis.
Árni Finnboguson hjá nokkmm mynda sina í sýningarsalnum
að Ingólfsstræti 3.
— Solzhenitsyn
Framhald af bls. 14.
var ég efcki aðeins sannfærður um, að
ég myndi aldrei fá neitt prentað eftir
mig. Ég var ekki síður sannfærður um
að ég gæti aldrei fengið af mér að
sýnta uokkrum manni, stafkrók af því,
sem ég var að skrifa. Bkki heldur þeim,
sem næstir mér stóðu. Það var ekki
fyrr en 42. afmælisdagur minn nálgaðist
að þetta tók að þrúga mig. Þungbærast
þótti mér að ómögulegt var að leggja
efnið fram fyrir lesendur, sem hefðu
þroskaðam bókmenntasmekk. Árið 1961,
eftir 22. flokksþingið og ræðu Tvardov-
skys afréð ég að koma fram í dagsljósið:
Ég sendi Novy Mir bókina „Dagur í
iífi Ivans Denisovitsj“. Slík uppljóstrun
fannist mér þá — og ekki að ástæðu-
lausu — mjög áhættusöm. Það gat
haft það í för með sér, að ég og öll
miín handrit hyrfum þegjandi og hljóða-
laust. En allt gekk að óskum. Eftir
mikið þref tókst A. T. Tvardovsky að
fá söguna prentaða árið eftir. En prentun
á verkum mínum vai' stöðvuð von bráð-
ar, bæði leikrit mín (árið 1964) og
skáldsagan „Fyrsti hrdngurinn". Árið
1965 var lagt hald á allt mitt sfcjala-
og hanidiritasafn og þá mánuði fannsf
mér ég hafa gert ófyrirgefanlega
skyssu að ljóstra verkum mínum oí
snemma upp. Nú fengi ég ekki að ljúka
þeim.
Jafnvel liðna athurði, getum við ekki
metið til fulis eða áttað okkur á, enn
ófyrirsjáanlegri og furðulegri er okkur
ókomin atburðarás.
Nóvemlber 1970.
LÖGREGLAN
í HAFNARFIRÐI TILKYNNIR
Reiðhjólaskoðun fe< fram sem hér segir:
Mánudaginn 28. júní:
í Hafnarfirði við Lækjarskóla klukkan 10.
I Garðahreppi við bamaskólann klukkan 11.
1 Bessastaðahreppi við barnaskólann að Bjamar-
stöðum klukkan 13.30.
Fimmtudaginn 1. júlf:
í Mosfellssveit við Varmárskóla klukkan 10.30.
Eigendur reiðhjóla eru hvattir til að koma með
reiðhjól sín til skoðunar.
Lögreglan í Hafnarfirði.
VOLKSWAGEN og
LAND-ROVER eigendur
Eigendum VW og LR bifreiða er bent á að
bifreiðaverkstæði okkar verður lokað frá
24. júlí — 8. ágúst, þ. e. 9 virka daga, vegna
sumarleyfa.
Þó mun deild sú, er framkvæmir skoðanir
og eftirlit á nýafgreiddum bifreiðum (árgerð
1971) vera opin með hina venjulegustu þjón-
ustu sína. — Reynt verður þar að sinna bráð-
nauðsynlegum minniháttarviðgerðmn.
Smurstöð okkar mun starfa á venjulegan hátt.
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Simi 21240.
Alflt á sama Stað , Laugavegi 118 - Sími 22240
EGILL VILHJALMSSON HE
ÖRYGGI í UMFERÐ
er krafan — og Chrysler United Kingdom
byggir Sunbeam bílinn. Hann er byggður
fyrir fimm manns. Fólkið situr í þægindum
de luxe innréttingar í miðjum bíl. Umhverfi
þess er styrkt sérstaklega, en þáðir end-
ar bílsins ,,mýktir“ til að draga úr höggi.
Skagi eitthvað út úr sjálfri innréttingunni
er það þólstrað. Hurðahandföng inngreyþt.
Rúðusnerlar brotna af við högg. Hrökkvi-
lás á hurðalæsingum auk barnalæsinga.
Þér gerið örugg kaup í Sunbeam.
DISKAHEMLAR
á framhjólum. Öryggisfelgur á öllum hjól-
um. Sjálfvirk bakkljós, stórar afturlugtir.
Fjölhraða rúðuþurrkur og öflugur rúðu-
blástur ásamt miklu Ijósmagni tryggja út-
sýni fram á veginn. Eitt snöggt tillit nægir
til álesturs á mælaborð.
STJÓRNSVÖRUN
Sunbeam bílsirls er létt og mjúk og hliðar-
leiðni í lágmarki. Snúningsraðíusinn er
9,68 m og gírskipting al-samhæfð. Steðji
að hætta, sem hægt er að drífa sig frá,
hjálpar viðbragðið: 0—100 km/klst. á 14,5
sek. Góð viðhaldsþjónusta er mikið ör-
yggisatriði og tryggir auk þess hátt endur-
söluverð. Nýr kostar hann kr. 276.500,00.
Þér gerjð örugg kaup í Sunbeam.
Smbeatn DeLuxe.