Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 28
JHwjjimííIa&ifr BUCLVSincnR €^-»22480 Mjög hart sótt í ufsastofninn Árleg dánartala 3-10 ára fiska fyrir Norðurlandi 70 % Við Kring'lumýrarbraiitina er verið að rækta upp eyjar og svæði meðfram götunni og steyptar eru gangstéttir alla leið að iandamerkjum Keykjavíkur og Kópavogs. Nýrækt með brautum að Elliðaám og í Kópavog Ræktuð opin svæði í borginni SAMKVÆMT endurheimtum á merktum ufsa, sem Haf- rannsók*«arstofnunin hefur unnið, hefur verið reiknað út álag veiðanna á stofninn og samkvæmt því er áætlað, að árleg dánartala í ufsastofnin- um fyrir Norðurlandi af völd- um veiðanna sé yfir 70% á aldrinum 3—10 ára og bend- ir það til þess, að mjög hart sé sótt í stofninn. Þetta kemur fram i grein um ufsamerkingar við Island eftir Brian W. Jones og Jón Jónsson í nýútkomnu Riti Fiskideildar. Merkingar þær á ufsa, sem hér um ræðir, voru gérðar sameig- inlega af fiskirannsóknastofnun- inni í Lowstoft á Englandi og Hafrannsóknástofnuninni. Seinni hluta júlímánaðar 1964 voru 2999 ufsar merktir á svæð- inu frá Siglufirði að Mánáreyj- um og árið eftir var sami fjöldi fiska merktur á sama svæði og tíma. Fjöldi endurheimta úr báð um þessum merkingum nam alls 3175 fiskum, en þar af fengust einungis 20 utan íslands. Fyrsta árið eftir merkingu fengust svo Viðræðum haldið áfram VIÐRÆÐUM stjómarandstöðu- flokkanna, Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, um stjórnarmyndun verður fram haldið í dag kl. 18. Á fundi þessara aðila á föstu- dag voru skipaðir sérstakar und- imefndir til þess að kanna ein- stök viðfangsefni. Undirnefndir þessar hafa starfað í gær og aft ur í dag. Eins og áður hefur komið fram, mun Alþýðuflokk- uirinn ekki taka ákvörðun fyrr en á mánudaig, um það hvort hann tekur boði Ólafs Jóhannes sonar um þátttöku í viðræðun- um. Tvö innbrot TVÖ innbrot voru framin í fyrri nóitt. Brotizt var inn í fiskbúð, en engu stolið. I»á var brotizt inn í raftækjaverzlunina Rafha við Óðinstorg. Þar hafði ekki ver ið fulikannað, hverju stolið var. Mál þessi eru I rannsókn. Einstefnuakstur ÁKVEÐIÐ hefur verið að ein- stefnuakstur skuli vera á Otra- teig I suðurátt frá Laugarnes- vegi að Sundlaugavegi. Einnig að einstefnuakstur verði á Vegamótastíg til norð- urs frá Skólavörðustíg að Grett- isgötu. til allar endurheimtur við norð- urströndina, aðallega í nágrenni við merkingarstaðinn. Ári síðar varð nokkur hluti merkta fisks- ins kynþroska og hélt suður i heita sjóinn til hrygningar. Þessi fiskur fór aftur norður að lok- inni hrygningu, en eftir 1967 virðast göngurnar að sunnan hafa staðnæmzt við norðvestur- ströndina, en ekki haldið lengra austur með norðurströndinni, enda er það í samræmi við þá staðreynd að sá ufsi, sem veið- ist á sumrin fyrir Norðurlandi, er aðallega óþroska fiskur. Ör- fáar endurheimtur hafa fengizt við Suður- og Austurland og hefur sá fiskur trúlega haldið austur með suðurströndinni að lokinni hrygningu. Vita vísitasía VARÐSKIPIÐ Ægir fór í gær með flokk Vestmannaeyinga til að skipta um gashylki i vitun- um í Þridrönguim, Faxaskeri og Geirfuglaskeri. Flutti þyrlan gas hylkin milli skips og skerja. Æg- ir mun svo halda áfram og verð- ur skipt um hyl-ki í úitskerjavit- um og þeim vitum öðrum, sem erfitt er að komast að. Þá hefur varðsikipið Árvakur verið á ferð með Vestfjörðum og Norðurlandi og sett í land flokk, sem framkvæmt hefur ýmsar lagfæringar á vitum. UM þessar mundir er geysi- mikið unnið' að fegrun og rækt- un meðfram götum og á opnum svæðum í borginni. Til dæmis er verið að rækta upp allt svæð- ið meðfram og í miðri Kringlu- mýrarbrautinni og steypa gang- stéttar frá Suðulandsbraut og suður í Kópavog. Einnig er verið að rækta upp marga hektara svæði meðfram Miklubrautinni inn að Elliðaám. Auk þess eru tekin fjölmörg minni svæði um alia borgina, bæði þau sem eftir hafa orðið í gamla bænum og svo í nýrri hverfunum. Mbl. fékk upplýsingar um þetta hjá Theodór Halldórssyni, yfirverkstjóra hjá Skrúðgörð- um Reykjavíkurborgar. Sagði hann að í skrúðgörðum borgar- innar væru nú við vinnu 130— 140 manns, fyrir utan vinnu- skólafólkið, sem er 80—90 tals- ins. Er vinnuskólafólkið við að þrífa arfa og hreinsa, en hinir við uppbyggingu á nýjum stöð- um og viðhald á eldri svæðum. Mestu verkefnin eru nýrækt- un við Kringlumýrairbraut og Miklubraut. Við innanverða Miklubrautina er verið að rækta upp margra hektara svæði og tekið fyrir allt svæðið norðan frá húsunum við Sogaveginn og að Iðngörðum og meðfram allri ný- lögðu Miklubrautinni inn að Elliðaám. Er jöfnuð brekkan norðanmegin, ræktuð eyja milli ákbrauta og neðan við ræktað gras og þar verður áframhald- anidi trjábeð, eins og er meðfram götunmi allt frá Lönguhlíð. Verð- ur plamtað í það í haust. Úr brekkunni að ofan er ekið mold í burtu, og hún jöfnuð. Við Kringlumýrarbrautina er urunið að ræktun beggja megin götummar og á eyjunni milli akreima, allt frá Hamrahlíð og að landamerkjum Reykjavitour og Kópavogs. Og gatnagerðin er færi — ekki Tnörg — til að út- vega mönnum störf um stuttan tíma erlendis," sagði Gnðmnnd- ur Björnsson, stjórnarformaður Virkis hf., þegar Mbl. hafði sam- band hann, en Virkir hf. leitar nú eftir byggingaverkfræðingi eða tæknifræðingi til níu mán- aða eftirlitsstarfs í Irak. „Hér er ekki um útflutning á tækni- menntuðum mönniim að ræða,“ sagði Giiðmundiir, „við getum sagt að þetta sé útflutningur á íslenzkri sérþekkingu, en á móti koma mennirnir svo heim aftur reynslunni ríkari.“ Á vegum Virkis hf. dveljast nú tveir ístenzkir verkfræðimgar i Sviiss, etn samstarf er rrieð Virki og sviissnesku fyrirtæiki um verfk- jafnframt að steypa gangbraut- ina meðfram allri götunni frá Suðurlandsbraut og suður í Kópavog. Þá er verið að rækta upp opin svæði víðs vegar um bæinn. Eru það gömul svæði vestur í bæn- um, sem ekki hafa fyrr verið tekin, og t. d. opið svæði við Háaleitióbraut, og svo í nýjustu hverfunum Árbæjarhverfi og Bre i'ðhol tsh ver f i. í Breiðholts- hverfi voru ræktaðir upp 18 hektarar lands í fyrra og sagði Theodór að það yrði ekki minna nú. Theodór sagði, að vorið hefði verið mjög gott fyrir gróður og hefði þess vegna verið hægt að byrja fyrr í vor, en vinnan hjá Skrúðgörðum Reykjavíkur- borgar byggist á skólafólki og skólaroir hætta svo seint. Við ræktunina er notaður Skanni, sem gefst mjög vel og hann látinn í alls staðar áður en sáð er. Sagði Theodór að fólk væri hætt að kvarta undan lykt- inni, bæði vegna þess að nú væri notaður eldri skaroi og fólk sæi líka hve vel sprytti af honum. Um úðun á gróður sagði hann, að Reykj avíkurborg notaði Blad- an, efni sem búið væri að nota yfir 20 ár, en aðeins væru not- Framhald á bls. 2. efni vegna Sigölduvirkjiunar. Það er í geigmum þetta samstarf, sem Virtoir leitar nú eftir manni til Iraksifarar. „Ég tel, að það geti verið mjöig höllt fyrir menn að fá svona tækifæri til að breyta aðeins til," saigði Guðmundur. „Og svo græð- um við auðvitað á þessiu, þegar mennimir koma heirn aftur með fjölþættari reynslu í starfi." Guðmundiur kvað fleiri slíkar ferðir á döfinni, en sagði of snemmt að skýra frá þeim nú. Og hann tók fram, að meðan mennimir störfuðu eriendis, væru þeir eiginlega starfsmenn Virkis og tækju laun sin hjá því fyrirtæki, en ekki þeim aðilum erlendum, sem uim er að ræða í hvert skipti. íslenzk sérþekking til útflutnings „VIÐ höfiun fengið nokkur tæki-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.