Morgunblaðið - 17.07.1971, Side 8

Morgunblaðið - 17.07.1971, Side 8
MORGUNRLAÐXB, LAUGARDAGUR 17. JÚLI 1971 „ Þetta er ævintýri líkast...66 Rætt vid veiðimenn við Norðurá og Fáskrúð Þeir eru ófáir sem þessa dagana leita á náðir móður náttúru sér til hvildar frá amstri hversdagsleikans í borg og bæjum. Undamfarin ár hefur veiði i ám og vötn- um átt sívaxandi vinsældum að fagna enda að vonum, því verða fyrir óþægilegum að- finnslum kunningja. Siðastliðinn laugardag átti blaðamaður Mbl. stutta við- dv'öl við Norðurá. Voru menn þar í óða ömn að „berja ána“ I von um að fá’ann, en eiginkonumar sátu á bökk- r* í> m - » m „Putta skratti og þó.“ fátt er betur til þess fallið að njóta útiveru og kyrrðar. Norðurá í Rorgarfirði hef- ur löngum verið vinsæl með- al veiðiimanna og fátítt er að menn komi þaðan sneyptir, enda er þá altént hægt að koma við hjá Kristjáni i Ferjukoti og kaupa þar nýj- an lax til að komast hjá því að koma tómhentir heim, og nokkur óprenthæf orð um munn fara og sagðist lýsa frati á þessa helv. . . laxa hér, en hélt siðan ótrauður áfram við að kasta. Litlu seinna var arrnar veiðimaður koiminn með’ann á, varð hinum heppnari og náði laxinum á þurrt. — Þetta er putta skratti, ekki nema 5 pund eða þar um bil sagði maðurinn, en andlitið lýsti samt óblandinni ánægju yfir fengnum. Gunn- ar Sv. Jónsson heitir veiði- maðurinn og fræddi hann okkur um að banamein lax- inis væri „Silver Blue“ fluga, en á þá flugu veiddi hann mik ið, þótt gömml væri. —■ Aðalveiðistaðurinn er hérna upp frá, en hér er bara skemmtilegra að vera. — Það er jú sportið sem er aðalatriðið. Skammt frá hittum við Harald V. Haraldsson, arki- tekt, og tókum hann tali. Sagðist hann hafa byrjað að veiða kl. 4 á föstudag og vera búinn að landa sex löx um. — Hér er laxinn fremur smár, svona i kringum 5 pumd. Þó veiddust i morgun tveir vænir, 14 og 16 pund. — Það skemmtilegasta við þetta er að nær eingöngu veíðist hér á flugu, nú hafa t.d. aðeins veiðzt 3 laxar á maðk Og þá fengu konurnar. — Hvers vegna ferð þú í laxveiði? — Ja, ég fer í lax tii þess að slappa af og njóta kyrrð- arinnar. Auðvitað hef ég líka mikla ánægju af laxveiði, e.t.v. ekki að fá sem flesta, þótt auðvitað sé það gaman, en nauðsynlegt er að fá eitt- hvað öðru hverju. Það er alltaf hreinasta æv intýri að koma hingað, nátt- úrufegurð er hér stórbrotin Haraldur V. Haraldsson. unum þolinmóðar, og nutu útiverunnar og þeirrar óblöndnu ánægju að þurfa ekki að hugsa til matartil- búnings um kvöldið. Við tylltum okkur hjá tveimur þeirra og röbbuðum við þær noikkra stund.. Sögð- ust þær heita Elsa og Guð- rún og aðspurðiar sögðust þær fara í veiðiferðir til þess að eiginmennirnir fiskuðu eitthvað og þeim leiddist ekki. Auk þess væri mjög þægilegt að losna um tíma við húsmóðurstörfin og láta stjana í kringum sig í veiði- húsinu. — Fáið þið ekki að renna fyrir öðru hverju? — Jú, það kemur fyrir, en aðeins ef um maðfcastöng er að ræða, flugan er hins veg- ar of erfið enda eyða þeir miklum tíma í að ná leikni í að kast'a henni, það má segja að það sé heilmikid íiþrótt. Nú hýrnaði yfir mann- skapnum og menn voru farn- ir að fylgjast með tilburðum eins veiðirnannsins, sem sýni- lega hafði sett í lax og háði nú baráttuna við að ná hon- um á land. Var maðurinn ró- legur, en laxinn hins 'vegar ekki og reyndi áikaft að synda í burtu, stökkva og snúa sér, en allt virtist koma fyrir ekki, og sigurglampi færðist yfir andlit veiði- mannsins er hann hafði dreg ið laxinn upp undir árbakk- ann. Laxinn gerði þá síð- ustu örvæntingarfullu til- raunina, i þessum ójafna leik, til að sleppa, stökk í loft upp, og viti menn, hann synti í burt og sagði ekki einu sinni bless við vomsvik- inn veiðimanninn. Lét þá veiðimaðurinn sér „Veiddi veiðarfæri, með laxi á, flotholti og maðki/ Gunnar Þór Jónsson. og félagsskapurinn skemmti- legur. Sá hópur eða ,,holi“ sem hér er nú hefur haldið saman í nokkur ár, og sumt nema einu sinni á ári, þ.e. hér við ána, enda er oft glatt á hjalla og margt gerist hér skemmtilegt. ,— Hefur þú stundað veiði- af þessu fólki sér maður ekki skap lengi? — Ég byrjaði að veiða hér 1958, en fékk þá ekki neitt, nema e.t.v. bakteríuna. Næsta ár fór ég hingað aftur og náði þá í lax og síðan hef ég komið hingað svo til á hverju sumri. Fyrstu árin var ég ógur- lega sár þegar ég fékk ekki lax, en seinni árin hefur mað ur ekki verlð eins öngulsár, heldur telur sér bara trú um að engin veiði sé í ánni í það skiptið. I sumar hefur veiðzt vel í flestum ánum í Dölunu.m, og sögur um feikna veiði hafa borlzt ofckur Morgunblaðs- Fra.mhald á bFis. 20. * -* ■ .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.