Morgunblaðið - 05.09.1971, Side 16

Morgunblaðið - 05.09.1971, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1971 ÍfoKQjwtiNbMb Útgafandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdaatjóri Haraldur Sveinsson. Rilatjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur KonréS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ární Garðar Kristinsson. Ritsfjórn og afgreiðsla Aðelstraati 6. sími 10-100 Augtýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. HAGUR BÆNDA k aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var fyrir skömmu, komu fram at- hyglisverðar upplýsingar um batnandi hag bænda á sl. ári. Þar var frá því skýrt, að brúttótekjur bænda hefðu á árinu 1970 vaxið úr 624 þús- undum króna í 827 þús. eða um 32,6% en útgjöldin juk- ust um 26,7%. Nettótekjurn- ar jukust um 46% en meðal- tekjur þessara bænda, þegar einnig voru teknar með tekj- ur þær, sem þeir höfðu af öðru en búrekstri námu 364 þúsundum króna og höfðu vaxið um 31,6%. Stærsti lið- urinn í tekjuhækkuninni var sú staðreynd, að á sl. ári fengu bændur grundvallar- verð greitt að fullu. Hinn góði hagur bænda á árinu 1970 er bæði til marks um batnandi árferði og skyn- samlega stjórnarstefnu í mál- efnum landbúnaðarins í tíð fyrrverandi ríkisstjómar. Nú hefUr vinstri stjómin boðað breytta stefnu í landbúnað- armálum. Enginn veit enn hverjar afleiðingar þeirrar stefnubreytingar verða. 1 grein, sem Ingólfur Jónsson skrifaði í Morgunblaðið í gær, gerði hann þessi mál að umtalsefni og sagði m.a.: „Ríkisstjómin ætlar að breyta lögum, sem landbún- aðurinn byggir afkomu sína á og reynzt hafa vel. Ríkis- stjórnin talar um að hafa samráð við bændasamtökin. Vonandi verður við það stað- ið. Fyrrverandi ríkisstjóm hafði náið samstarf við bændasamtökin. Þess vegna vom aðeins þær breytingar gerðar á framleiðsluráðslög- unum í tíð fyrrverandi stjórn ar, sem bændasamtökin mæltu með. Það er hyggilega ráðið hjá Stéttarsamband- inu að boða til aukafulltrúa- fundar í haust eða vetur, þeg- ar þær breytingatillögur liggja fyrir, sem ríkisstjórnin leggur áherzlu á að gera við búnaðarlöggjöfina. Ríkis- stjómin hefur óskað eftir að bændur tilnefni fulltrúa í nefnd til þess að athuga breytingar á lögum um fram- leiðsluráð. Að sjálfsögðu hef- ur Stéttarsambandið orðið við þeirri ósk, en án allra skuldbindinga um, að fallizt verði á þær breytingar, sem ríkisstjórnin vill gera á lög- unum.“ Frumkvæði Sjálfstæðismanna T ársbyrjun 1970 samþykkti borgarstjóm Reykjavíkur tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæðismanna um stofnun til- raunaskóla á gagnfræða- og menntaskólastigi, þar sem nemendur gætu valið um fjölbreytt nám og mismun- andi námsbrautir innan sama skóla, svo sem menntaskóla- nám, iðn-, iðju- og tækninám, verzlunamám og hússtjórn- arnám. í grein, sem Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi, ritaði í Morgunblaðið í gær, skýrir hann frá því, að stefnt sé að því að tilraunaskólinn taki til starfa í Breiðholts- hverfi á árinu 1973 og síðan segir Birgir ísl. Gunnarsson: „Með því að hrinda þessu máli af stað hefur borgar- stjórn tekið frumkvæði í endurskipulagningu fram- haldsskólastigsins. Þess er að vænta, að málinu verði nú fylgt eftir og hinni athyglis- verðu tilraun hrundið í fram- kvæmd í Breiðholtshverfi eigi síðar en haustið 1973.“ Á undanförnum ámm hafa orðið miklar umræður um nauðsyn endurbóta í skóla- málum landsins. Fyrrverandi ríkisstjórn lagði fram mjög umfangsmiklar tillögur í þeim efnum fyrir Alþingi á síðasta þingi. En sérstök ástæða er til að vekja at- hygli á frumkvæði Sjálf- stæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur, sem getur haft mikil áhrif á þróun skóla- mála okkar í framtíðinni. Embættisverk Magnúsar Torfa líið alþingiskosningamar í ’ vor buðu fram í fyrsta skipti ný stjómmálasamtök, Samtök frjálslyndra og vinstri manna og hlutu fimm þingmenn kjöma. Þessi sam- tök háðu kosningabaráttu sína mjög á þeim gmndvelli, að þau vildu siðbæta þjóð- félagið og taka upp nýja og betrí siði en hinir eldri stjómmálaflokkar hefðu lát- ið viðgangast. Samtökin fengu aðild að ríkisstjórn og tvo ráðherra. Annar þeirra er Magnús Torfi Ólafsson, menntamálar áðherr a. Fyrstu embættisverk hins nýja menntamálaráðherra eru smátt og smátt að koma fram í dagsljósið. Nýlega veitti hann skólastjóraemb- ætti í Ólafsvík. Skólanefnd á staðnum mælti með einum Skrípaleikur í Saigon Eins og mál nú stanúa í Suður-Vietnam virðast að eng-u orðnar vonir manna um að haldnar verði frjálsar forsetakosningar þar í landi. Fyrirhugað er, að þær fari fram 3. október n.k. og Iítur nú út fyrir, að núverandi for seti verði einn í framboði, ef af þeim verður. ASdragandi ko.sninganna hefur veirið mjög svo furðu- lengur, enda skrifa nú bainda- rísk blöð hvert af öðru, að kosningaundirbúnjinig- urinn bendi til þess, að Bandaríkjastjórn haifi mistek izt að koma á lýðræðislegu stjórnarfari i Suður-Vietnam, sem haifi frá fyrstu tíð verið meginmarkmið með baráttu þeirra þar — o.g mæli nú ekki lengur nein giid rök gegn því, að bandaríska her- liðið í landinu sé kallað heim sem snarast ag tekin sé fyr- ir hermaðar- og efnaihagsað- stoð Bandaríkjamanna við Suður-Vietnam. Upphaflega höfðu þrír menn tilikynnt framboð til for setakosnin.ganna. Nguyen Van Thieu, núverandi for- seti, Nguyen Cao Ky, vara- forseti og Duomg Van Minh, hershöfðingi, sem á sínum tíma stóð að byltinguinni gegn Ngo Dinh Diem. Hefði framboð þessara þriggja manna tryggt kjósenduim all gott val, því mennina grein- ir verulega á um mörg mál, til dæmis er Minh fy'lgjandi friði og samvinnu við Þjóð- frelsishreyfinguna í landinu, en Thieu forseti ákafiur fylg ismaður þess, að hatdið verði áfram baráttunni við hana. Ky, sem fæddur var og uppalinn í Norður-Vietnam og hefur til skamms tíima tal- izt ti'l hörðustu haukanna, hefur tekið nokkrum stefnu- breytingum að undanfömu. Minh hefur þar að auki stuðning ýmissa stjórnmála- hópa, Búddista, kaþólskra, menntamanna og stúdenta og yfirleitt má búast við, að þeir, sem andvígir eru styrj- öldinni, hefðu fylgt Mi.nh. Er talið, að kjör hans hefði mjög aukið líkurnar fyrir friðsamilegri lausn Vietnam- málisins í heild. Nguyen Van Thleu. Thieu, forseti, byrjaði hins vegar kosningabaráttu sína með þVí að fiá breytt kosn- ingalögunum o.g láta síðan hæstarétt landsins úrskurða, að samkvæmt þessum breyttu lögum yrði framboð Kys, varaflorseta, ekki gilt. Nokkru seinna lýsti Miníh því yfir, að Thieu, fiorseti, hefði búið svo um hnútama, að homum yrði tryggður sig- ur í kosningunum, hvað sem liði vilja fólksins í landinu. Sendi Minh bandaríska sendiráðinu í Saigon 5000 orða skýrslu, þar sem m.a. sagði frá leiðbeiningum Thieus, forseta, tii eimstakra héraðsstjóra um það hvernig þeim bæti að þjarma að aind- stæðimgum hans og beita öll um ráðum tíl þess að tryggja sigur hans. Raunar segir New York Tirnes, að skýrslu þessa hafi Minh aflhent sendi ráðinu nokkru áður en hann dró framboð sitt til baka. Duong Van Minh. Hafi sendiherrann, Ells- worth Bunker, verið í Washington um þær mundir en mániasti aðstoðarmaður hans, Samuel Berger, fengið skýrsluna í hendur. Minh hafi síðan beðið átekta til þess að gefa Bandaríkja- stjórn tírna til aö íhuga mál- ið en ekki fundizt Bunker sendiherra kama til Saigon með nægilega afdráttarlaus fyrirheit um ærlega fram- kvæmd kosnimganna. Bunker segir, að Minih hafi farið fram á, að Bandaríkjamenn hefðu fullt og algjört efltir- lit með kosningunum en að þeirri kröflu hafi Bandaríkja stjórn ekki viljað ganga. Sé þetta rétt, er ljóst, að Banda ríkjastjóm hefur verið í heldur erfiðri aðstöðu, því að gagnrýnendur hennar og andstæðingar mundu aldrei hafa viðurkennt úrslit kosn- inga í Suður-Vietnam, sem hún sæi um framkvæmd á, — hver svo sem þau hefðu ver- ið. En hvað sem því llíður, virð ast ti'lraunir bamdariska sendiherrans til að koma í veg fyrir, að Thieu gangi einn til leiks, hafa mistekizt Nguyen Cao Ky. hrapallega. Talið er Víst að tilraun Thieus til að koma Ky í framlboð aftuir með þvi að fyrirskipa hæstarétti að breyta fyrri úrskurði sínum, hafi verið gerð fyrir áeggj- an Bumkers — en þar með var framboðsmálið orðið al- ger sbrípaleikur. Ky meitaði með öllu að fara í framboð eftir það sem á umdan var gengið, bar enda Thieu sömu sökum ag Minh hafði áður gert, að hann hefði tryggt sér úrslitin flyrirfram. En eftir úr skurð hæstaréttar hafði Thieu látið premta kjörseðla með nafni Kys og leit út fyr- ir það um tíma, að hamn æt!l- aði að halda nafni hans þar og láta svo lita út sem hamn væri í framboði,, — var því meðal annars barið við, að það ætti að gera í spam- aðarskyni, til að etoki þyrfti að prenta aðra kjörseðla. — En nú hefur, að þvi er fregn ir herma, verið horfið firá þvi ráði, og Thieu segist ætla einn í framboð en segja af sér, flái hann ekki nægileg- an meirihluita atkvæða. Bandarísk blöð eru æva reið út af þessu roáli. New York Times skrifar í rit- stjórnargrein, fyrir mokkrum dögum, að forsetakosningarn ar og stjórnarskipan Suður- Vietnaihs, sem reyrnt hatfii ver- ið að byggja upp síðustu fimm árin með ærnum fiórn- um — m.a. hafi þetta kostað tóf 45.000 Bandarikjamanna — hafi nú verið gerð að hrein- um farsa með klummalegum aðferðum Thieus, forseta, til að tryggja sér enduitkjör í forsetastóil með miklum meiri hluta. Kymmi Thieus af starfi Ellsworths Bunkers hafi ekki sanmfært hann um, að Bandaríkjastjórn hafi meiri áhuga á frjálsum kosningum en persónulegum sigri hans sjálfs. Segir blaðið, að emn ( sé ekki of seint fyrir stjórn í Nixons að sýna Thieu í verki, 1 að hún kjósi umfram allt frjálsar forsetakosnimgar — hún geti enn beitt áhrifiuim sínum á gang málamna í Sai- gon, sé viljinn fyrir hendi. Enn megi fá hæstarétt til að opna framboðslistana, þingið geti lagfært kosningailögin á ný, ekki sé úr vegi að fram- kvæma þá hugmynd Kys, sem fram kom fyrir nokkru, að Framhald á bls. 22. tilteknum umsækjanda. Næst kom málið til kasta náms- stjóra á skyldunámsstigi. Hann mælti með sama um- sækjanda og skólanefndin hafði gert. Þá kom málið til fræð'slumálastjóra. Hann var samþykkur afstöðu skóla- nefndar og námsstjóra. Frá fræðslumálastjóra fór málið til menntamálaráðherra. Eftir að mál þetta var kom ið í hendur hins nýja mennta málaráðherra varð alllöng bið. Ákvörðun hans kom síð- an fyrir fáum dögum. Magnús Torfi Ólafsson hafði að engu sameiginlegt álit skólanefndar, námsstjóra og fræðslumálastjóra. Hann veitti öðrum umsækjanda embættið. Þess munu fá dæmi a.m.k. á síðari árum, að ráð- herra hafi með þessum hætti gengið gegn sameiginlegu áliti allra þeirra, sem um slík mál fjalla. En Magnús Torfi Ólafsson er sérstakur fulltrúi þeirra afla, sem ætluðu að „siðbæta“ þjóðfélagið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.