Morgunblaðið - 05.09.1971, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1971
Við gluggann
eftir sr. Árelius Níelsson Y
Hundrað börn
á einu ári
HAFIÐ þið séð þrjár stórar
bekkjardeildir koma fram á
ganginn í stórum skóla að
lokinni kennslustund?
Hafið þið séð móður, sem
kastar sér í angist yfir slcis-
að barn sitt, sem liggur ná-
fölt og meðvitundarlaust á
börum, sem ekið er inn á
sjúkrastofu í stórum spítala?
Hafið þið komið inn í eina
slíka sjúkrastofu og litið til
barnanna, sem liggja 1 alls
konar „strekki" og stelling-
um eftir eina slysahelgi í
borg?
Getið þið hugsað ykkur all-
an hópinn úr þrem stórum
kennslustofum, meira og
minna slasað fólk, axlarbrot-
ið, fótbrotið, jafnvel með op-
in innýfli, œpandi af kvölum
eða algjörlega meðvitundar-
laust í blóði sínu liggjandi á
götunni?
Hafið þið séð andlit föður,
sem læknir flytur boðskap
með þessum orðum:
„Nei, því miður, sonur þinn
mun aldrei fá mátt i fæturna
framar. Mænan hefur skadd-
azt og hann mun aldrei geta
gengið.“
Og hafið þið nokkurn tima
orðið samferða presti, sem
verður að fara inn á heimili,
þaðan sem systkinahópur
lagði af stað syngjandi glað-
ur að morgni og segja eða
öllu heldur hvisla náfölum
vörum:
Þau koma aldrei heim aft-
ur. Biilinn lenti í ægilegum
árekstri og enginn Ufði af.
Þau hafa látizt strax?
Nei, þið hafið ekki séð neitt
af þessu, sem betur fer, segið
þið. Og þið hugsið: „Annað
eins gerist aðeins í styrjöld-
um einhvers staðar úti í
heimi."
Það er þó ekki svo. Þetta
eru börnin, sem vísindaleg og
þá um leið óhrekjandi stað-
reynd taldi að slasazt hefðu
og slasast mundu á þessu ári,
sem yfir gengur bara hérna
á Islandi í umferðinni. Árið
1971, samkvæmt áætlun sér-
fræðinga og athugun.
Og hver telur þá og vegur
tárin, óttann, vonimar og
vonbrigðin, angist og þján-
ingu foreldra og ástvina
þeirra barna, sem hafa slas-
azt, misst heilsu ef til vill ævi-
langt eða dáið eftir misjafn-
lega langan tíma í meðvitund-
arleysi og þrautum?
Það getur enginn talið né
vegið. Og þetta er aðeins á
einu ári hjá þessari fámenn-
ustu þjóð heimsins.
Og þetta eru aðeins börnin,
sem hafa slasazt í umferð-
inni. En það slasast líka marg
ir fullorðnir. Og það eyði-
leggjast einnig mikil verð-
mæti, en sleppum þvi.
Bíllinn er að verða bani
mannsins á margan hátt, ógn-
valdur og eiturbyrlari, eyði-
leggjandi efnahag og pen-
ingagengi.
Og svo er fárazt yfir þvi,
að fólk kunni ekki umferðar-
reglur og þar sé aðalorsökin.
Jú, sjálfsagt er það orsök að
einhverju leyti og vissulega
þarf að vera meiri og mark-
vissari umferðarfræðsla
handa börnum. Og það hefur
verið unnið þar að umbótum
bæði af lögreglu og skólum
og meira að segja í safnaðar-
starfi hér í borginni.
En vankunnáttan er ekki
aðalorsök aukinna slysa í um-
ferðinni.
Þar eru of hraður akstur og
kæruleysi ökumanna áreiðan-
lega mestu og verstu orsak-
imar.
Varla kemur það kvöld, að
ekki séu t.d. bifreiðar, sem
ekið er i ljótum leik um aðal-
götur borgarinnar með ofsa-
hraða og ískrandi hemlum
meira að segja eftir aðal-
göngustræti fólksins Austur-
stræti og inn í vinkilbeygjur
Aðalstrætis.
Þessi ljóti leikur sýnir
flestu öðru betur það algjöra
skilningsleysi, sem ríkir hjá
mörgum gagnvart því böli,
sem slysin valda. Og sannar-
lega þyrftu að vera til regl-
ur, sem gæfu leyfi til að
sekta slíka ökumenn, sem
oftast eða nær alltaf eru ungl-
ingar, umsvifalaust háum
sektum, þegar þeir eru sann-
ir að sök fyrir augum veg-
farenda. Fjárútlát virðist hið
eina sem gildir. „Þar sem
fjársjóður þinn er mun og
hjarta þitt vera.“
Alltaf fjölgar þeim, sem
teknir eru ölvaðir við akstur.
En það er önnur sönnun
þess, hvernig kæruleysið gref-
um um sig í vitund fjöldans
og tillitsleysi gagnvart heilsu
og lífi annarra er yfirgnæf-
andi.
Unglingar fá alltof snemma
ökuleyfi. Langflest slys verða
hjá ungu fólki, sem fer of
seint af stað og ætiar sér of
stuttan tíma til áfangastaðar.
Það er dýr mínúta, sem
sviptir annan lifi eða heilsu.
En framúrakstur er alltaf
réttlættur með orðunum:
„Ég þurfti að flýta mér.“
En í framúrakstri verða flest
slys.
Sama má segja um örygg-
isbönd eða belti. Það verður
að flýta sér svo mjög að
nokkrar sekúndur þykja töf,
þegar komið er í bifreiðina,
og þvi verður sú töf vanrækt
að gröf.
Auðvitað mátti búast við
auknum slysum eftir að
hægri handar akstur hafði
náð tökum. En samt er þetta
meira en nokkurn af þeim
svartsýnustu gat grunað.
En ekki verður þar Eiftur
snúið nú. Það verður því að
hefja hið erfiða hlutverk, sem
í því felst að kenna fólki til-
litssemi og nærgætni, kurteisi
og biðlund, sem gildir bæði
í umgengi og umferð.
Ekkert annað ráð er til. En
þar verður að beita öllum til-
tækum aðferðum og þá ekki
sízt í uppeldi og fræðslu.
Lög þurfa lika að koma
til. Færa aldurstakmark öku-
manna vægðarlaust upp til
tvitugsaldurs og beita sekt-
um við þá sem sýna kæru-
leysi og grimmd. Það er
grimmd að láta sig líf og
heilsu samferðarfólksins
minna skipta en nokkrar mín
útur eða sekúndur þess, sem
fer of seint af stað í nám,
starf eða stefnumót.
Hundrað særð börn, lemstr
uð, slösuð eða látin er alltof
stór hópur á einu ári á frið-
artímum hjá fámennri þjóð,
til þess að horfa á án þess að
finna til né láta sig það
nokkru skipta.
Árelíus Nielsson.
t Bróðir, mágur og föðurbróðir okkar, George S. Magnusson, lézt í Berlín 26. ágúst sl. John S. Magnusson, Edda S. Stefánsdóttir Magnusson, John S. Magnusson yngri, Stefán G. Magnusson. t Kristín S. Þorleifsdóttir, Bergstaðarstræti 46, andaðist 2. sept. á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin fer fram frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 7. sept. kl. 10,30. Aðstandendur.
t Útför Ingibjargar Sigurðardóttur, frá Byggðarholti, verður gerð írá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 8. sept. kL 3 e. h. Jón Guðmundsson. t Faðir okkar, Ingibergur Hannesson, frá Hjálmholti, Vestm.eyjum, andaðist á Hrafnistu 3. sept. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin.
t Innilegar þakkir tíl allra, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, ÁSTU MÖLLER, Ægissiðu 92. Viglundur Möller.
1 ..........................
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför litla drengsins okkar,
EGGERTS GARÐARS HILMARSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Bama-
spítala Hringsins fyrir einstaka umönnun í velkindum hans.
Karolina Smith,
Hilmar Th. Magnússon.
— Skrípaleikur
í Saigon
Framhald af bls. 16.
hann og Thieu segi af sér og
bráðabirgðastjóm undir for-
sæti t.d. forseta þingsins ann
ist framkvæmd kosninganna.
SiðferðiLegt markmið
Bandaríkjamanna, segir New
York Times, að hafi frá u:pp-
hafi verið að sjá svo um að
Suður-Vietnamar fái tæki-
færi til að velja sér eigin
stjórn. Þessar forsetakosning
ar séu prófsteinn á það,
hvort þessi stefna sé dæand
til að mistakast. Fari svo,
standi ekkert í vegi fýrir
því að Bandaríkjamenn
hætti með öllu íhlutum í Viet-
nam og kalli heim allan sinn
her.
t
Þökkum hjartanlega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför,
Þorvaldar Böðvarssonar,
Þóroddsstöðum, Hrútafirði.
Gróa M. Oddsdóttir
og f jölskylda.
t
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför,
Ragnhildar Jónsdóttur.
Fyrir hönd vandamanna,
Bjarni Þ. Bjarnason.
— Sigrí5ur
Magnúsdóttir
Framhald af bls. 32.
mest hafa farið á námskeiðið
í Belgiu til að æfa þau, því þar
þurftu söngvararnir að hafa
tiltæk 25 Ijóð.
En hún ætlar að halda hér
tónleika núna meðan hún er
heima, hefur þó ekki ákveðið
söngskiránia, því að hún kvaðst
eiga ákaflega erfitt með að
blanda saman ljóðasöng og óp
eruarium.
í vetur hefur Sigríður verið
í skóla í Vinarborg, og við að
safna ljóðum og óperum á
söngskrá sina, og fyrir fram-
tíðina. Nú færi að sjá fyrir
endann á náminu, sagði hún.
Enn er hún þó ekki tilbúin til
að ákveða framtíðina og þvi
frestaði hún tilboðS um að
syngja fyrir tónleikastjórarun I
Dusseldorf núna í Belgíu, með
ráðningu þar í huga. — Ég á
ýmislegt eftir að læra, sagði
hún. Og í vetur fæ ég að gera
ýmislegt í Vínarborg. Ég fæ
að syngja með hljómsveit og
karlakór rapsodíur eftir
Brahms og næsta vor að halda
sjálfstæða ljóðatónleika í Vín
arborg.
Sigríður sagði að keppnin í
Gent í Belgíu hefði verið í
tónleikaformi, þannig að allir
keppendur sungu. Fyrstu verð
laun voru tónleikahaldið á
Listahátíðinni, sem fyrr er
sagt, önnur verðlaun voru
veitt belgískum söngvara og
þriðju ungum og efnilegum
söngvara og voru það peninga
verðlaun. Þarna voru tvennir
Ijóðatónleikar. Meðal annarra
söngvara voru óporusöngkona
frá Metropolitan Zilis Gara og
söngvarinn Peter Zeres.
1 x 2 — 1 x 2
(24. leikvika — leikir 28. ágúst 1971)
Úrslitaröðin: 21x — x22 — llx — lxx
1. vinningur 11 réttir—178.500,00krónur.
Nr. 5078 (Hafnarfjörður)
2. vinningur 10 réttir — 5.800,00 krónur
Nr.
Nr.
Nr.
Nr.
Nr.
241
1630
2972
3414
6600
Nr. 18868
Nr. 19993
(Akranes)
(Akureyri)
(Eyjafjörður)
(Hvolsvöllur)
(Reykjavík)
(Reykjavík)
Nr. 23077
Nr. 23364 +
Nr. 31808 +
Nr. 34295 +
Nr. 34806
nr. 37717
(Reykjavík)
(Reykjavík)
(Raufarhöfn)
+ naflaus.
Kærufrestur er ti'l 20. september. Vinningsupphæðir geta lækk-
að, ef kærur verða teknar ti Igreina. Vinningar fyrir 24. leik-
viku verða póstlagðar eftir 21. september.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Get-
rauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVlK.