Morgunblaðið - 31.10.1971, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.10.1971, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 35 Dr. Amþór. Garðarsson við ra nnsóknir í Þjórsáarverum. ráníuglum og tófum. Þá eru þarna gífurlegar gulstarar- og mýrarstararengjar. Þessar teg- undir eru sennilega mjög nær- íngarríkar og hugsanlega nær'- ingarmeiri en víðast annars staðar vegna áburðar frá gæs- inni. Við þurfum því að vita hvaða plöntur gæsin etur, af hverju hún etur þessar tegund ir, hve mikið hún etur, livað hún tekur fyrir á hver jum tíma og hverju hún skilar landinu aftur. Og að því erum við að ■vinna. Þetta hvort tveggja, frið sældin og fæðan, getur verið það, sem heldur uppi stofnin- um þarna. — Hvað gera gæsirnar þá, ef þær hafa ekki lengur þetta land? — Það er kannski aukaatriði hvað þessar gæsir gera. Aðal- atriðið er að það er nokkurn veginn öruggt að kaffær- ing Þjórsárvera mundi koma i veg fyrir að um 3/4 hlutar heiða gæsastofnsins geti tímgazt og það má búast við að fækkun- in í stofninum nemi sem næst þessum hluta. — Hvað þarf gæsastofninn að vera stór, til að lifa af ? — Um það er erfitt að segja. Til eru gæsastofnar, sem fara niður í 10 þúsund fugla. Og sumar tegundir hafa farið enn neðar. Ne-Negæsin á Hawaii fór niður í 10—20 fugia. Og nú er verið að reyna að ná henni upp aftur i andagörðum. — Nú er talað um að eyjar muni standa upp úr vatninu, jafnvel þó stærsta lónshug- myndin verði að veruleika. Gætu gæsirnar lifað þar ? — Þær eyjar yrðu yfirleitt á landi, sem nú er ógróið. Hæstu öldurnar þama eru uppblásnar núna. Og 25 þúsund gæsir þurfa mikla beit. Hætt er við, að þó þær verpi á eyjunum, þá verði mikil vanhöld á ungun- um. Raunar eru alltaf geysileg vanhöld á ungum hjá heiða- gæsinni. Eggin eru að meðaltali 4% í hverju hreiðri og eftir mánuð eru ungarnir orðnir tveir á par að meðaltali. Ung- arnir þurfa sjáifsagt tiltölu- lega snemma eggjahvíturíka fæðu, þó þeir séu feitir þegar þeir klekjast. Líklegt er að flóarnir séu mjög mikilvægir fyrir þetta fyrsta vaxtarskeið. Og einnig fyrir fuglana, eftir að þeir fella fjaðrirnar. Geld- fuglinn er yfirleitt farinn þá. Hann fer upp úr miðjum júní til Grænlands og fellir fjaðr- irnar þar, en kemur svo aftur í september. Síðan koma þeir svo til að verpa í Þjórsárver- um. Tilgangurinn með rann- sóknum okkar, er einmitt að fá að vita hvað allar svona hreyf- ingar merkja, og hvers vegna gæsinni þykir bezt að vera í Þjórsárverum. — Hafið þið komizt að nið- urstöðu á einhverju sviðá? — Við erum búnir að afla gagna um fæði gæsarinnar á hverjum tíma, frá því í april og fram í september. Það er svipað því sem búazt hefði mátt við. Um tímgunartímann og fjaðrafellingartímann þarf fæðan að vera auðug af pro- teinum og fosfór. Fuglarnir eru mjög viðkvæmir á varp- stöðvunum. Fæðan verður lík- lega að vera mjög næringar- rík, þannig að viðkoman sé a.m.k. jöfn dauðsföllunum, annars verður fækkun í stofn- inum. Þegar gæsán svo fer úr verunum, þá er hún reiðubúin tfl að fara yfir í hvaða fæðu sem er, bara að það sé maga- fylli — fæðu, sem hún þrifist ekki af yfir varptimann. Lík- legt er að stofnstærðin tak- markist af dauðsföflum yfir vet urinn, en ef viðkoman breyt- ist, horfir málið öðru visi við. — Hvað er þá næsta skrefið í rannsóknunum ? -— 1 vetur vinnum við að þvi að koma niðurstöðum saman. Fyrir liggur feikilega mikil innivinna. Við kom- um með fulia frystikistu af efni. Við erum með mikið af sýnisHornum af gróðri, sem þarf að skilja sundur í teg- undir og magasýni, sem þarf að efnagreina o.fl. — Og í vor? — Þá vitum við á hverju gæs in lifir yfir sumarið og hvaða tímabil skipta mestu máli fyr- ir afkomu stofnsins. Við vitum þá hvemig við eigum að hegða okkur næsta sumar, hvar á að setja niður beitárreiti og þess háttar. Næst förum við á siaö- inn í maíbyrjun, til að athuga hvað gerist fyrir varptímann, t.d. hve þungar gæsirnar eru þegar þær koma og hvernig beit er háttað á þessum tíma. Svo er landið sjálft fróðlegt. “ Þjórsárver eru þéttasta gæsa byggð í heimi. Gæsabyggðirn- ar sem rannsakaðar eru í Kan ada, eru til dæmis 10 sinnum dreifðari. Vera gæsanna í Þjórsárverum hefur áhrif á allt. Efnaskiptin eru mjög hröð þarna. Efnarás i gróðri og jarð vegi er hugsanlega hraðari þarna en á öðrum sambærileg- um svæðum. Reiknað er með 2- gr. af gæsasaur á fermetra. Það gerir 20 kg á hektara. Hann er að eyðast allt sumarið og lik- legt að það hafi áhrif á gróður inn. Þá eru þarna iindasvæði og mikið af lindavatni er nið- ur um öll verin og það gæti verið steinefnaríkt. Líkur eru á því að allt lífkerfið þarna starfi með nokkuð einstæðum hætti. Það í sjálfu sér er næg ástæða til þess að reyna í lengstu lög að forða þessu svæði frá eyðileggingu. Mitt verkefni er að mestu bundið við að rannsaka hvað fer í gæsina og hve miklu hún skilar, sagði Arnþór að lokum. Svo taka jarðvegsfræðingar við og athuga hve lengi efnin eru að eyðast. Þegar við höf- um það, þá held ég að við vit- um hve mikils virði Þjórsár- verin eru fyrir heiðagæsina. En ekki hve mikils virði þau eru að öðru leyti. — E.Pá. Síðasta sending ai þessam vinsælu ódýru motor- og kafíistellum (92 stk.) seldist upp VORUM AÐ FÁ NÝJA SENDINGU - ÞÁ SÍDUSTU FYRIR JÓL — Sendum í pósthröfu um lond ullt — HAMBORG Hafnarstrœti 1 — Bankastrœti II - Klapparstíg 1 stellunum eru eftirfarandi stykki: Matarstell Kaffistell 12 matardiskar 12 bollapðr 12 djúpir diskar 12 undirskálar 12 millidiskar 12 desertdiskar 12 ávaxtaskálar 1 kaffikanna 2 steikarfðt 1 sykurkar. 1 sósukanna 1 rjómakanna. 1 lokfat 1 kartðfluskál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.