Morgunblaðið - 13.11.1971, Page 16

Morgunblaðið - 13.11.1971, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1971 Otgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthlas Johannassen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsia Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, stmi 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. RÍKISSTJÓRNIN BER ÁBYRGÐINA Frá fegurðarsamkeppni luindi, fyrra T sumar ríkti almenn bjart- sýni um það, að samning- ar gætu tekizt milli launþega og vinnuveitenda, án harðvít- ugra átaka, enda voru allir sammála um, að grundvöllur væri fyrir verulegum kjara- bótum líkt og vorið 1970. Morgunblaðið benti þá á, að stefnuyfirlýsing ríkisstjórn- arinnar í kjaramálum væri óhyggileg og til þess fallin að torvelda samninga. Dylst nú engum lengur, að skoðun blaðsins í þessu efni var rétt. Ákvæði stjórnarsamnings- ins um kjaramálin voru þar sett, án þess að samráð væri haft við nokkurn efnahags- sérfræðing, eftir því sem fjár- málaráðherra hefur upplýst. Þar var mörkuð stefna, sem verkalýðsfélögin áttu að fylgja, hvort sem þeim líkaði betur eða verr, einkum að því er vinnutímastyttingu varð- ar. Ríkisstjórnin tók sér fyr- ir hendur að stjórna kjara- málunum og víkja þannig frá þeirri grundvallarreglu, að gerð launasamninga ætti að vera í höndum launþega og vinnuveitenda. Þetta er út af fyrir sig nógu slæmt, en hitt er þó hálfu verra, að enn þann dag í dag hefur vinstri stjórnin ekkert gert til að skýra fyrir samningsaðilum, hvernig ná eigi þeirri 20% kjarabót, sem heitið hefur verið. Jón Bergs, formaður Vinnu veitendasambands íslands, upplýsti hér í blaðinu sl. fimmtudag, að enn hefðu ekki fengizt upplýsingar um það, hvernig stjórnin hygð- ist tryggja 20% aukningu kaupmáttar, og hann bætir við. „Og það eru ýmsar fleiri upplýsingar ófengnar, sem gætu haft mikil áhrif á gang samningamálanna“. Þótt rík- isstjórnin hafi illu heilli tek- ið á sig alla ábyrgð á gerð kjarasamninganna, situr hún auðum höndum meðan tím- inn líður. Loks upplýsir Ólafur Jó- hannesson á fundi Framsókn- armanna, að hann telji, að 5—7% kauphækkun ætti nú að nægja, auk hliðarráðstaf- ana, sem ríkisstjórnin hygg- ist gera, en hins vegar eru engar upplýsingar gefnar um það, hverjar þessar aðgerðir skuli vera; aðeins almennt orðagjálfur. Á meðan er gjör- samlega vonlaust, að aðilar vinnudeilnanna geti komizt að nokkurri niðurstöðu. í þessu sambandi er þess að gæta, að þegar talað er um 20% kaupmáttaraukningu, þýðir það ekki sama og 20% kauphækkun. Ef 20% kaup- máttaraukning ætti að nást, mundi vafalaust þurfa upp undir helmings meiri kaup- hækkun, því að mikill hluti kauphækkunar fer beint inn í verðlagið, nema þá að mjög víðtækar hliðarráðstafanir verði gerðar, sem enn bólar ekkert á. Vinnuveitendur hafa upp- lýst, að vinnutímastyttingin, sem ríkisstjórnin hefur fyrir- skipað, þýði 14—15% út- gjaldaaukningu atvinnuveg- anna, án þess að hún þýði heildarhækkun kaups fyrir dagvinnu til launþega. Með þessari ráðstöfun einni, sem nýtur takmarkaðs stuðnings í verkalýðshreyfingunni, er svigrúmið til kjarabóta þrengt mjög og sjálfsagt er það þess vegna, sem Ólafur Jóhannesson er nú farinn að hallast að lítilli kauphækk- un. Á því leikur enginn vafi, að vinnuveitendur og laun- þegar hefðu nú í haust getað náð heilbrigðum samningum, ef vinstri stjórnin hefði ekki álpazt til að grípa fram fyrir hendur þeim með vanhugs- uðum tillögum. Þess vegna fer ekkert á milli mála, að ríkisstjórnin ber ábyrgð á þeim drætti, sem orðið hefur á samningagerð og þeim erfið leikum, sem framundan eru. Þar verða hvorki vinnuveit- endur né verkalýðsforingjar ásakaðir. Báðir aðilar hafa lagt sig fram um það að vinna sem bezt að samninga- gerð, en hendur þeirra hafa verið bundnar, vegna þess að þeir hafa engar upplýsingar fengið um það, sem ríkis- stjórnin hyggst fyrir, enda þótt hún hafi gefið um það yfirlýsingar, að hún ætlaði að hafa alla forustu í samn- ingamálunum. Eðlilegast væri nú, að að- ilar að vinnumarkaðinum settu ríkisstjórninni ákveðinn frest til' þess að skila skil- merkilegum tillögum um áð- gerðir, sem hún hyggst gera í efnahagsmálum, og óskuðu jafnframt eftir því, að vinstri stjórnin léti þá síðan afskipta lausa um að leysa sín mál. Þá er áreiðanlegt að skriður mundi komast á samninga- gerð, en hins vegar getur ekkert þokazt áfram, meðan ríkisstjórnin líggur á upplýs- ingum og hlífist við að marka þá stefnu, sem hún hefur boðað. Oxford, 28. október. Þegar ég hélt til Bretiands í októberbyrjun, eftir sumar- dvöl á Morgunblaðinu, þar sem ég hafði m.a. verið að skrifa hundafréttir, fór ég með tilbúnar ræður til vamar' banni við hundahaldi — svo og bunka af fjölrdtuðum rit- gerðum og ræðum um nauð- syn útfærslu landhelginnar, sem ég hafði fengið hjá blaða ful-ltrúa ríkisstjórnarinnar. Af fréttum, sem til Islands bárust i sumar, var helzt að skilja, að þau mál, sem Bret- um væru efst í huga (að und anskildu Efnahagsbandalag- inu), væru íslenzkir hundar og íslenzk landhelgi. Ég viidi því vera við öliu búin og geta snúizt til varnar, þegar að mér yrði ráðizt í sherry- og te boðum. Oxfordbúar leggja mikið upp úr því að vera ve! að sér um flesta hluti, a.m.k. nógu vel að sér til að geta fleytt sér í fimm til tí i mín- útna viðræðum, standandi upp á endann með tebolla eða sherryglas í hendinni. Þegar verið er að tala við íslend- ing, er mjög mikilvægí. að geta fitjað upp á einhverju umræðuefni, sem varðar ís- land. Þegar hingað var konúð varð fljótt ljóst, að ég hefði getað sparað mér þennan undirbúning. Landhelgin virð ist ekkert hitamál, hér langt inni í landi, þar sem ekiki er hægt að fá ferskan fisk, og hundamálið virtist enginn hafa heyrt um. Og þegar ég hafði orð á því, að ég ætlaði að skreppa til London, til þess að fylgjast með mótmæl- um hundavina, sem boðuð höfðu verið með löng- um fyrirvara, komu við- mælendur minir af fjöllum. Þegar ég fór að segja þeim um hvað málið snerist, fannst þeim þetta mjög sniðugt og yfirleitt voru viðbrögðin þau, að í þessum efnum mætu brezkar borgir taka Reykja- vík sér til fyrirmyndar. Eins og þegar hefur komið fram fóru hundamótmælín í London þannig, að átta hundavinir mættu með tvo hunda. Allt fór fram með mik illi spekt, nema hvað hundur, um tveimur virtist ekki koma sérlega vel saman. Ekki var í þetta skipti hægt að „rétt- læta“ þátttökuleysið með vondu veðri, eins og gert var í Stokkhólmi fyrr í haust, því veðrið þennan laugardagseft- irmiðdag var eins og það ger- ist bezt á haustin, hlýtt og bjart. Vegfarendur, sem fram hjá gengu, lásu á spjöidm án sýnilegs áhuga, enda verður að segjast að útlit og klæða- burður mótmælenda var ekki beint traustvekjandi. FENEYJAR OG Rl'SSI.ANn En hvað um það. Ég hef gert talsvert af því að fitja upp á hfundamálinu hér, til að reyna að frá fram ejnhver hressileg viðbrögð — en við- brögðin hafa yfirleitt orðið reglugerð Reykjavíkur í hag. I lesendabréfadálki hins virðuilega dagblaðs Times, birtist þann 14. október bréf frá manni, sem nýlega hafði verið í Feneyj'um. Blöskraði honum að sjá alla hundana þar, hvernig þeir eigra um strætin horaðir og illa til reika og hafa enga mögu- leika að komast á grasblett- eða opið svæði, þvi u-m s-likt er ekki að ræða í Feneyjum. Og ekki auka þessir vesaling ar á hreinlætið á götunum, en þess væri þó sannarlega þörf, því hvergi hef ég séð fólk koma jafn illa fram við um- hverfið og á ítal-iu. Bréfritari hafði mikinn áhuga á að stofna einhvers konar samtök til að banna hundahald í Fen eyjum — fyrst og fremst hiundanna vegna. Eftir að þetta bréf birtist hef ég daglega lesið bréfa- dálkinn vandlega, til að sjá, hver viðbrögðin yrðu við bréfi Feneyjafarans. Hafa þrjú bréf birzt um málið til þessa. Einn bréfritari lætur sér nægja að taka undir orð Feneyjafarans. Annar vill koma á framfæri, hve heim- sókn hans til Rússlands hafi komið honum gleðilega á óvart. Hann hafi nefnilega hvergi séð hundi bregða fyrir á götum í rússneskum borg- um og getur þess að Lenin- grad sé hreinlegasta borg, sem hann hafi komið ti-1, og eigi fjarvera hundanna vafa- laust þar sinn þátt. Ber hann síðan fram þá ósk að hunda- sem haldin var í London í vinir í Englandi láti segjast og flytji út í sveit með hund- ana sína, hundanna ve-gna og samborgaranna. Leggur hann að loku-m ti-I að verð á hunda leyfum verði stórum hækkað í stórborgum. Þriðji bréfritar- inn, Lundúnabúi, segir: „Þeg- ar ég er á 1-eið í vinnu mína í Westminster og sti-kla miili hundaskíts og annarra óhreininda á gangstéttinni, les ég daglega auglýsin-gar á ljósastaurum, þar sem segir, að hver sá, sem leyfi hundi sínuim að saurga gangstéttina verði sektaður um 10 pund (rúmar 2000 krónur). Nú lang ar mi-g til að fá um það upp- lýsingar hjá borgarráðinu, hve margi-r h-afi verið sektað- ir síðustu tvö árin?“ — Enn hefur ekkert svar borizt frá borgarráðinu, en vonandi er þessi spurning til meðferðar einhvers staðar í skrifstoíu- bákninu. HUNDAHALD A UNDANHALDI? Það hefur vakið furðu miua að enginn skuli hafa ris-ið upp og mótmæl-t þessum bréf- um, sem að áliti hundavina hljóta að vera „svivirðileg árás“ á þennan bezta vin mannsins. Eða eru kannski jafnvel einlægustu hundaelsk endur farnir að sjá, að borg- ir eru ekki æskilegur staður fyrir hunda? Hér í Oxford, eins og öðr- um brezkum borgum eru margir hundar. „Ég veit ekki hve margir þeir eru, en þeir eru al-lt of margir," sagði sá, er varð fyrir svörum á lög- reglustöðinni, er ég sneri mér þangað til að leita upplýsinga um hundafjöldann í borginni. Var mér vísað á pósthúsið, því það er pósthúsið, sem sér um árlega skránin-gu hunda og tebur fyrir það um 100 krónur í hvert skipti. Nei, pósthúsið sagðist ekki taka saman þessar tölur og vísaði mér á borgarskrifstoíurnar, sem h-efðu með allt tölulegt yf irlit í borginmi að gera. „Hvað — hundafjöldi?" spurði ntað- urinn í upplýsingadeild borg- arinnar undrandi, er ég bar fram spurningu mína. „Nei, um það höfum við því miður Framhald á bls. 31 ^§1 78 VITAMINiZED For all c dog HOC OROPS s 'Vítamínbættar súkkulaðitöflur fyrir göða stráka. Hæf» öllum liundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.