Morgunblaðið - 13.11.1971, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBBR 1971
17
7. 1*1 NG IMCO, Alþjóðasigrl-
mgrainálastofiiunar Samein-
uðu þjóðanna, var haldið í
London í fyrra mánuði. I»ingr-
ið setti fráfarandi forseti,
Hjálmar R. Bárðarson, sigrl-
ingramálastjóri, en hann hef-
ur gregnt forsetastörfum hjá
stofnuninni síðastliðin tvö ár.
Þegrar nýr forseti hafði verið
kjörinn, Tarka frá Nigreríu,
gerðist sá einstæði atburður,
að gcrð var sérstök þings-
ályktun, þar sem Hjálmari
eru þökkuð störf hans fyrir
stofnunina sl. 2 ár.
7. þing IMCO:
Við setningu 7. þings IMCO. Hjálmar Bárðarson í forsetastóli.
Takmörkun i stærð fargeyma
í olíuflutningaskipum
Rætt við fráfarandi forseta samtakanna,
Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóra
Morgunblaðið hitti Hjálmar
að máli fyrir skömmu og
spurðist fyrir um hvað væri
tíðinda af þessari ráðstefnu
stofnunarinnar.
— Á þessu 7. þigi IMCO,
var ákveðið að halda árið
1973, alþjóðaráðstefnu um
mengun hafsins, með það
megimmarkmið, að tekið geti
gildíi helzt eigi siðar en árið
1975, alþjóðasamþykkt um
varnir gegn mengun hafsins,
bæði með banni gegn losun
á oliu, og öðrum eitruðum og
hættulegum efnum í hafið, og
líka að minnka eins og frek-
ast er unnt mengun fyrir
mistök.
— í þessu sambandi er rétt
að nefna, að þetta þing not-
aði verulegan tíma til að ræða
ákvæði um takmörkun á
stærð einstakra farmgeyma
í olíuflutningaskipum, Þingið
samþykkti að lokum í meg-
inatriðum tillögur Siglinga-
öryggisnefndar um breyting-
ar á Alþjóðasamþykktinni um
varnir gegn mengun hafsins
af völdum oliu frá 1954, varð-
andi takmörkun á stærð olíu-
farmgeyma. Endanlega var
ákveðið á þinginu að hámark
hugsaðs mögulegs útstreymis
olíu í olíuflutningaskipi við
strand eða annað sjóslys,
skyldi vera 30000 rúmetrar
eða 400 xDW — 3, en það er
DW magn olíufarmsins í tonn-
um, og gildir þá sú talan,
sem stærri er, en þó aldrei
meira en 40000 rúmmetra út-
rennsli olíu í hafið. Þetta þýð-
ir raunverulega það, að há-
marksútrennsli olíu úr
skemmdu olíuflutningaskipi
yrði ákveðið 30000 rúmmetrar
fyrir skip allt 422.000 tonn að
burðargetu, en magnið ykist
síðan upp í 40000 rúmmetra
olíuútstreymi fyrir skip, sem
hefðu einnar milljón tonna
burðargetu og stærri skip.
1 venjulegum olíuflutninga-
skipum með einfaldan botn
myndi farmgeymir miðskipa
ekki mega vera stærri en há-
mark hugsaðs mögulegs olíu-
útstreymis, sem sé 30000,—
40000 rúmmetrar af olíu, og
hliðar-farmgeymar olíuflutn-
ingaskips mættu hver um sig
ekki vera stærri en helming-
ur þessarar stærðar, þ.e.a.s.
15000 til 20000 rúmmetrar.
Þetta nær til allra oliuflutn-
ingaskipa, sem samningur er
undirritaður um smíði á, eft-
ir 1. janúar 1972.
— Formlega tekur þó þetta
ákvæði ekki gildi fyrr en 12
mánuðum eftir að breytingin
hefur verið staðfest af tveim-
ur þriðju af þeim ríkjum, sem
aðilar eru að 1954 samþykkt-
inni um varnir gegn mengun
sjávar af völdum olíu. Hins
vegar samþykkti þingið álykt-
un þar sem ríkisstjórnir eru
hvattar til að láta þetta
ákvæði taka gildi strax og fært
er, og ekki að bíða þess að
það taki formlega gildi.
— Annað mikilvægt mál,
sem var til lykta leitt á þessu
þingi var um siglingaleiðir
skipa, en þingið samþykkti
samhljóða breytingar á al-
þjóðasamþykktinni um öryggi
mannslífa á hafinu frá 1960,
sem gerir það að skyldu áð
fylgja aðgreiningu á siglinga-
leiðum, sem viðurkenndar
hafa verið af IMCO. Þetta eru
eins konar einstefnuakreinar
á hafsvæðum þar sem um-
ferð er mest, og nú eru um
70 slík svæði viðurkennd af
IMCO, en talið er að þetta
muni verulega auka siglinga-
öryggi á þessum fjölförnu
siglingaleiðum.
Ákveðið var á þinginu að
halda tvær alþjóðaráðstefnur
árið 1972. Sú fyrri er um end-
urskoðun á alþjóðasiglinga-
reglunum og verður hún hald-
in í London i október næsta
ár, en síðari ráðstefnan það
ár verður haldin ásamt Sam-
einuðu þjóðunum í Genf
í nóvember og á að fjalla um
alþjóðlega flutnimga í gámum
(containers).
— Hvað um framtiðaráform
lengra fram í tímann?
— Lengra fram i timann
eru á árunum 1974 til 1978
fyrirhugaðar alþjóðaráðstefn-
ur um ábyrgð útgerðar gagn-
vart farþegum og farþega-
flutningi í skipum, alþjóða-
ráðstefna um öryggi fiski-
skipa 1975, um nárr#^öfur og
þjálfun skipstjórnarmanna
og áhafna skipa, um að fjar-
lægja skipsflök og um björg-
un skipa, endurskoðun á al-
þjóðasamþykktinni um öryggi
mannslífa á hafinu frá 1960
og endurskoðun alþjóðasam-
þykktarinnar um takmörkun
ábyrgðar útgerðar skipa, al-
þjóðasamþykkt um kerfi til
leitar og björgunar úr sjáv-
arháska, og alþjóðasamþykkt
um nýjar gerðir farartækja,
eins og t.d. svifskipa, neðan-
sjávarskipa o. fl., svo og ai-
þjóðasamþykkt varðandi laga
lega stöðu slíkra farartækja.
Hjálmar R. Bárðarson býður
velkominn, en það
eftirmann sinn í forsæti IMCO
er Tarka frá Nigeríu.
Svavar Björnsson stud. soc. adv.:
Hvað á að gera
fyrir yngstu af-
brof amennina ?
Nokkur orð um fangelsismál
Fangelsismálin komu litillega
til umræðu í dagblöðum fyrir
skömmu, og er það í sjálíu sér
nýbreytni, því svo virðist sem
fjölmiðlar forðist það vandlega
að minnast á þau mál, og hætti
sér ekki út á þá braut að
segja skoðun sína á þeim „hræði
legheitum."
Það er í sjálfu sér gott og
blessað að hafa fyrir augunum
„prógramm" um hvað valdhaf-
arnir hyggjast gera á næstunni
til að bæta úr ástandinu í fang-
elsismálum. En það er bara eft-
ir að vita hvort þessar úrbæt-
ur verða raunverulegar, eða
bara skýjaborgir. En sem sagt,
það á að lj'úka við viðbygging-
una á Litla-Hrauni, stofnsetja
„lkvennadeild“ í Síðumúla 18,
byggja gæzluvarðhaldsfangelsi í
Reýkjavík og hefja byggingu
rLkisfangelsisins við Úlfarsá.
Það er ekki úr vegi að lí a á
þessa þætti aðeins nánar.
Er viðbyggingin við Litla-
Hraun verður tilbúin eykst
klefafjöldinn úr 29 i 52. Ekki er
sjáanlegt að aðrar breytingar
verði á þeirri starfsemi.
Svo virðist sem ráðamönnum
sé mikið í mun að Siðumúlinn
fái áfram að gegna sínu „hlut
verki“ og þá í formi gæzlu-
varðhalds- og að lóikindum
kvennafangelsis. Að því er ég
bezt veit úrskurðaði húsameist-
ari ríkisins bygginguna að Síðu
múla 18 ónothæfa til frambúðar
notkunar sem fangelsi, og þær
endurbætur sem gera þyrfti ef
ætlunin væri að nota það til
bráðabirgða yrðu mjög kostnað-
arsamar. En hvort húsameistari
hefur nú skipt um skoðun veit
ég ekki.
Núverandi dómsmálaráðherra
kom auga á þá staðreynd, sem
fyrirrennarar hans virðast ekki
hafa gert, að Hegningarhúsið
muni ekki um alla eilífð geta
þjónað sama tilgangi oig fyrir
næstum hundrað árum er það
var byggt. Ég tel því hugmynd
ina um nýtt gæzluvarðhalds-
íangelsi í Reykjavik eitt það
bezta í þessum „framtíðardraum
um“ um fangelsismál sem dóms-
málaráðuneytið ungaði út í síð
asta mánuði.
Mesta skýjaborgin í þessu
plani er ríkisfangelsið við Úif-
arsá. Það var víst snemima árs
1969 sem birtar voru teikhng-
ar af þessu fyrirhugaða fang-
elsi, og maður fékk það á til-
finninguna að framkvæmdir
myndu hefjast þá þegar. Þessar
teikningar hafa eflaust kostað
allálitlega fjárupphæð, en hvort
þær verða nokkurn tíma notað
ar og hvenær þetta fangelsi sér
dagsins Ijós, er bezt að segja
sem minnst um.
Það er ekki nokkur vafi að
skynsamlegra hefði verið að
hefja byggingu fyrsta hluta rík-
isfangelsisins við Úlfarsá í stað
þess að kasta milljónum í við-
byggingu við Litla-Hraun. En
það verður víst ekki aftur tek-
ið, og mun standa sem óbifan-
legur klettur í vegi fyrir varan
legum úrbótum á þessu sviði.
Það vantar allmikið í þessa
framtíðardrauma rikisstjórnar-
innar á sviði fangelsismála.
Nokkrar ábendingar vil ég því
leyfa mér að koma hér á fram-
færi.
Hvað hefur dómsmálaráð-
herra hugsað sér að gera fyrir
yngstu afbrotamennina? Það er
enginn vafi að þar er neyðin
stærst. Það finnst ekki einn ein
asti klefi á öllu Islandi sem ætl-
aður er fyrir unga afbrotamenn
(frá 16 til 21 árs) eða nein að-
staða til að koma þeim tii hjálp-
ar. Og hvað eru svo mörg prós-
ent af þeim sem dæmdir voru
t.d. á síðasta ári á þessu aldurs
skeiði? Það væri gaman ef sak-
sóknari eða sakadómur gæfi
upplýsingar um það.
Það er rétt að „þeir yngstu“
eru sendir á Kvíabryggju. En
uppfyllir Kvíabryggja þær kröf
ur sem í öltam löndum eru gerð
ar til slíkra stofnana? Hefur
Kvíabryggja það starfslið og
þær aðstæður fyrir hendi sem
nauðsynlegar eru til að það
þjóni nokkrum tilgangi að
senda þessa vesalings ólánsömu
drengi þangað?
Þetta er að mínu áliti svo al-
variegt mál, að það vakti furðu
mína að ekki með einu orði var
minnzt á það í framtíðarplaninu.
Og hvað er ætlunin að gera
til að koma í veg fyrir afbrot?
Það er spurning sem dómsvald
ið getur ekki leitt hjá sér. En
með því að leiða hjá sér spurn-
inguna um unglingavandamálið,
leiðir það Mka hjá sér spurning
una um fyrirbyggjandi starf.
Svo náið haldast þessir þættir í
hendur.
Og hvaða tilgangi þjónar það
að senda menn í fangelsi? Verð-
ur það ekki að vera ljóst? Er
verið að senda manninn í fang-
elsi til að reyna að gera hann
að betri þjóðfélagsborgara, eða
er hann bara settur þangað í
geymsliu svo hann geri engar
skammir af sér á meðan. Mér
leikur forvitni á að heyra skoð
anir yfirvaldanna á því.
En eru það raunverulega
fleiri fangaklefar sem við þurf
um í dag til að leysa vandann?
Er það ekki frekar stofnanir
sem eiga ekkert skylt við fang-
elsi sem myndu hjálpa þessum
mönnum betur og koma þá um
ieið til móts við nútíma kröfur.
Stofnanir sem tækju, þessa
ógæfusömu menn að sér og
veittu þeim aðstoð i samræmi
við veikleika þeirra.
Eða getur nokkur sagt mér
hversu margir af þeim mönn-
um sem nú sitja i fangelsum
heima á Islandi koma frá heimil
um, þar sem bæði fjárhagsiegar
og félagslegar aðstæður eru í
molum, svo ekki sé meira sagt.
Og getur nokkur sagt mér
hversu margir af þessum mönn
um (ég veigra mér við að kalla
þá afbrotamenn) eru kroniskir
áfengissjúklingar eða geðveikir.
Og í þriðja lagi. Hefur nokkur
rannsakað hversu mikið gagn
þessir menn hafa af því að vera
lokaðir inni á Litla-Hrauni í
nokkra mánuði eða e.t.v. ár.
Eru þeir betri þjóðfélagsborgar
ar þegar þeir koma út aftur?
Starfar fangelsið með það fyr
ir augum að aðlaga mennina þvi
þjóðfélagi og brynja þá gegn
þeim vandamálum sem bíða
þeirra utan múranna? Og ef
ekki, hver er þá tilgangurinn?
Myndi ekki framtíðarplanið
Framhald á bls. 21