Morgunblaðið - 13.11.1971, Síða 19

Morgunblaðið - 13.11.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐtÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1971 Hernaðaraðstoð fyrir 1500 millj. dollara Samþykkt öldungadeildar Bandarí k j aþings Washington, 12. nóvember — NTB-AP ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í grær 1.503 niillj. doilara f járveitingu í hern- aðaraðstoð við erlend ríki. Fjár- veiting; þessi kemur að nokkru í stað frumvarps ríkisstjórnarinn- ar um aðstoð við önnur ríki, sem feilt var af öldungndeildinni fyr- ir tveimur vikum. Það var utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar, sem samdi frumvarp það um hernaðarað- stoð, er nú hefur verið sam- þykkt. Áður en atkvæðagreiðsl- an fór fram, samþykkti öldunga- deildin með 46 atkvæðum gegn 42 að bæta við fjárveitinguna 318 millj. dollurum, en ríkis- stjórnin hafði haldið því fram, að þessi viðbótarfjárveiting væri afgerandi fyrir styrjöldina í Indókina. Áður hafði stjórnin krafizt helmingi hærri fjárhæð- ar. — Samið við Pólverja Framhald af bls. 2 íslenzkar iðnaðarvörur svo sem niðursuðuvörur, ullarvörur og kísiLgúr. Áðumefnt sam'komulag var undirritað í dag af formönnum viðskiptanefndanna, E. Mlynarz, skrifstofustjóra i pódska utan- ríikisviðskiptaráðuneytinu og Þórha'lli Ásgeirssyni, ráðuneytis- stjóra. 1 íslenzku nefndiinni voru auk formanns, Bjöm Tryggvason, að stoðarbankastjóri, Val'geir Ár- sælsson, deildarstjóri, Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri, Agnar Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS, Björn Halldórsson, framkvæmda stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna, Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri, frá Verzlunarráði ar, Gísli Eimarsson, fram- kvæmdastjöri frá Verzlunarráði Islandis og Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri, frá Félagi ís- lenzkra iðnrekenda. (Frétt frá Viðsikiptaráðuneyt- inu). Núverandi hernaðaraðstoð rennur út á mánudaginn kemur og það er ekki unnt að byrja að framkvaBima neitt samkvæmt nýja frumvarpinu, fyrr en fuli- trúadeildin hefur samþykkt það, sem verður líklega ekki fyrr en á miðvikudag. Áður hafði öldungadeildin sam þykkt frumvarp um rúmlega 1100 miUj. dollara fjárveitingu í efnahagsaðstoð við önnur riki. 1. bekkur A sigraði NÝLOKIÐ er árlegu knatt- spymumóti Iðnskólana í Reykja- vík. Að þessu sinini bar 1. bekk- ur A sigur úr býtum, eftir úr- slitaleilk við rafmagnisdeildina, en leilkmum lyktaði 1:0 fyrir 1. bekk. — Sadat Framhald af bls. 1 að Israel yrði að taka bókstaf- lega hótanir Sadats, og búa sig undir stríð. Hann sagði að ef til striðs kæmi, mætti búast við að Sovétríkin veittu Egypta- landi mikla aðstoð, en þó væri óflíiklegt að þau genigju svo langt að senda eigin hersveitir til að endurheimta Sinai-skágann, eða ráðast inn í ísrael. — Rippon Framhald af bls. 1 um: 1. Sex mílna fiskveiðiland- h’eigi, sem ætti að gilda fyr;r alla; 2. Áframhaldandi gildi þeirra reglna, sem eru við lýði nú; 3. Samningu nýrra reglina, sem yrði til gagnkvæms hags bæði fyrir núverand'i aðildarlönd og umsóknarlöndin. — Það væri síðasta lausnin, sem við gæturn falllizt á, sagði Rippon. Stjörnubíó endursýnir nú hina frægu bandarísku verðlauna- mynd, „Funny girl“ sem er breiðtjaldsmynd í litum. Aðalhlut- verk leika Omar Sharif og Barbara Streisand, e>n hún hlaut Oscars-verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Ekki skal efni myndarinnar rakið hér en minnt á að myndin varð mjög viusæl hér er hún var fyrst á dagskrá hjá bíóinu, eins og alls staðar þar sem hún hefur farið. Myndin er af aðalleikurunum. 19 Harður árekstur varð á gatnamótum Gunnarsbrautar og Flókagötu í gærdag. Þar skullu saman rússneskur jeppi og Volkswagen með þeim afleiðingum að jeppinn valt, svo sem sjá má af mynd- inni. — Ljósm.: Þórir Hersveinsson. Ævi Tsjaikovskys sýnd í Laugarásbíói Sinfónían í Grímsnesi LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir í dag sovézkn kvikmyndina „Ævi Tsjaikovskys" kl. 5 í dag. Fjall- ar myndin um ævi tónsnillings- ins Pytrs Tsjaikovskys allt frá æskudögimi fhans og tii þess tíma, er hann aflaði sér viðnr- kenniingar langt út fyrir land- stcina Rússlands fyrir tónlist sína. Myndin er tekin á 70 mm breið filmu og tónlistarflutningurinn fer fram á 6 rása segulkerfi, en Laugarásbió er annað tveggja kvikmyndahúsa hérlendis, er ✓ ► m in i i.i j í $tuttumáli 4000 slátrað Fáskrúðsfirði. Haustslátrun h.j'á Kaupfé- • lagi Fáskrúðsfirðinga er lok- |ið. Slátrað var liðlega 4000 j fjár, en í fyrra var það 3.400. ' FalHþunigi dilka var að meðal- ' tali 13,7 kg, og er það um | hálfu kílói meira en í fyrra. iÞymgsti dilkurinn reyndist . vera 25 kg, og var hann frá ' séra Þorleifi K. Kristanunds- |syni á Kolfreyjustað. Tregur afli á línu og troll Tveir stórir bátar hafa ver- I ið gerðir út héðan í haust, iannar með lírnu en hinn með I troll. Afli hefur verið sára- tregur. Nokkrir smærri bát- )ar hafa róið, þar af þrír tíu | lesta dekkbátar, og þeirra afli íhefur verið mjög góður beg- [ ar gefið hefur, allt upp í • fjórar Lestir á bát. A Atta hús ií smíðum Átta íbúðarhús eru nú í | smíðum hér, þar af er eitt | læknisbústaður sem er orðinn .fokheldur. Annað er nokkurs ' konar ráðhús, en þar verða Iskrifstofur hreppsins, sLökkvi |stöð og fangageymslur. Tölu- ivert hefur verið unnið við hol 'ræsagerð á vegum hreppsins, ?n það verk hefur gengið held |ur seint undanfarin ár. — Albert. ræður yfir fullkomnum tækjum tii sl'lkra sýninga. 1 myndinni verða leikin mörg frægustu verka Tsjaikovskys, svo sem Smoktunovsky í hlutverki Tsjaikovskys. kaflar úr 4. og 5. sinföníu hans, svo og úr óperumum Eugen On- egin og Spaðadrottningunni, auik ballettsinis Svanavatnsins og 1. píanókonsertsins. í aðalMutverkum eru Innok- ontin Smoktunovsky, Antomia Sjuranova og AI:la Demidova, en Leikstjóri er Ivan Salankin. — Landsþing Framhald af bls. 3 Búðardal, María Haraldsdóttir, Bolungarvík, Sesselja Magnús- dóttir, Keflavík, Ragnheiður Þórðardóttir, Akranesi, Sigríður Gísladóttir, Kópavogi og úr Reykjavík þær Geirþrúður Hild- ur Bernhöft, Ólöf Benediktsdótt- ir og Sigurlaug Bjarnadóttir. Endurskoðendur voru Icjörnir Kristín Magnúsdóttir og Jórunn ísleifsdóttir. Fundarstjórar þingsins voru Laufey Jakobsdóttir, Hafnar- firði, Sigríður Pétursdóttir, Ár- nessýslu og Auður Auðuns, al- þingismaður. Nánar verður skýrt frá störf- um þingsins og ályktun, er það gerði, síðar. A. Bj. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT fs- lands hélt tónleika I félagslieim- ilinu Borg ,í Grímsnesi fimmtu daginn 11. þ.m. Stjórnandi var Georg-e Cleve og einieikari Jóm- as Ingimundarson píanóleikari. Fluttur var forleikur iað Semer- amide eftir Rossini, Ungverslk fantasia fyrir pia.no og liljóm sveit eftir Franz Liszt og Sim- fónía nr. 3 (Eroiea) eftir Beet- hoven. Húsfyllir var á tónleik- unum og móttökur frábærar. Þetta ler þriðja árið í röð Beiin hljómsveitin heldur tónleika að Borg. Næstu reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar verða fimmtudaginn 18. nóvember und ir stjórn George Cleve. Á þess- um tónleikum verða flutt verk eftir Corelli, Haydn, R. Strauss og frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem liann stjórnar sjálfur. Skólatónleikar verða haldnir í Háskólabíói daginn eftór, föstu- daginn 19. nóvember kl. 13.15. Stjórnandi verður George Cleve, oig verða þessi verk flutt: For- leikurinn að Semeramide eftir Rossini og Sinifónia nr. 3 eftir Beethoven. Aðgöngumiðar að þeim tónleikum verða seldir í framhaldsskólunum og í bóka- búð Lárusar Blöndai og bóka- verzl'un Sigfúsar Eymundssonar. Mest af Boeing- FAXAFRÉTTIR skýra frá því nýlega, að samkvæmt könnun blaðsins Lloyds Aviation sé Boe- ing 727 sú farþegaþota, semm mestrar hylli nýtur, en samtais er 841 þota af þeirri gerð í notk- un í heiminum í dag — af sam- tals 3.977 þotum. Þotan, sem næst kemur, eru Boeing 707/720 samtals 814, en í þriðja og fjórða sæti eru Dougl- as DC-9 samtals 619 og Douglas DC-8 samtals 519. í prósentutölu eru 52,3 af gerð- inni Boeing, 29,3 af Douglas og aðrar tegundir eru 18,4. Þess ber að gæta, að tölur þessar eiga að eins við um vestrænar flugvéla- tegundir. Sovézkar eru ekki tald- ar með. t Fósturfaðir minn og bróðir okkar, MAGNÚS HANNESSON, Hólum, Stokkseyrarhreppi, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 13. nóvember og hefst athöfnin með bæn að heimili hins látna klukkan 13 Halgi ivarsson. Jóna Hannesdóttir, Guðfinna Hannesdóttir, Dagur Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.