Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971 Svartfuglinn gráð- ugur í smásíld BÆ, Höfðaströnd, 20. desember. Mjög óstinnt tíðarfar hefur verið hér síðan í haust, en sjóalög þó ekki mikil. Annað slagrið hafa þó vegir teppzt til Siglufjarðar, og heimavegir hafa víða verið erf- iðir nema á dráttarvélum. 1 haust reyndist heyfengur víðast hvar nægur og við efnaprófun reynd- ust heyin góð. Vegna óstillu hafa aflabrögð togbáta verið frekar rýr. Hörpudisksmið hafa fundÍ25t á Skagafirði, aðallega vestur af Koltouósi. Hefur verið unnið úr þeiim afla bæði á Sauðárkröki og Hofsósi. Þegar gefið hefur á sjó, er svartfuglsveiði nototouð stunduð og hafa surnir fengið 50 til 100 stykki á dag. Er hann mjög feitur, enda eru að venju 8 til 10 smásíldar í hverjum fuglsmaga og mun það vera dagsfæðið. Er því sýnilegt að það eru fleiri en sjómuenn, sem höggva í skarð síldarstofnsins. Etoki heyrir maður annað en heilbrigði sé góð hjá fólki og fénaði. Alls staðar er verið að undirbúa jólin, bakað og brasað og skemmtanahald í undirbún- ingi. —Bjöm. Flösku- skeytið fyrsta skáld- saga ungs höfundar FLÖSKUSKEYTIÐ nefnist ný bamabók eftir ungan höfund, í»röst Kairlsson, og er þetta fyrsta bók höfundar. Bókaútgáfa Æsk- unnar gefur bókina út. Bókin er 64 bls. að stserð og bundin í sterkrt band. Á bakhlið segir svo m.a. „Höfundur bókarinnaff, (sem er fyrir böm og unglinga) er Þrö3tur Karlsson, og er þetta fyrsta bók hans, en áður hefur bann skrifað nokkrar smásögur fyrir böm, og hafa þær fengið góða dóma. f bókinni eru margar teikningar, sem höfundurinn hef ur sjáLfur gert.“ Þröstur Karlsson Ólafur G. Einarsson, alþingism.: Lítið reikningsdæmi fyrir viðskiptaráðherra 1 ÞJÓÐVILJANUM í gær skeið- ar viðskiptaráðherra fram á rit- völlinn til að verja skattafrum- vörp rikisstjórnai'innar og út- reikninga hennar á sköttum ein- stalklinga og mikið virðist liggja við. Enn halda stjómarsinnar sig við sama heygarðshomið og bera nýja kerfið saman við gamla kerfið eins og þeir hefðu notað það 1972. Það er lítill munur á því, hvort hin mikla skattahækkun, sem rikisstjórnin boðar, er gerð eftir gömlu eða nýju kerfi. Skattahækkunin var boðuð með fjárlagafrumvarpinu í haúst eftir gömlu kerfi og nú hefur hækkunin verið boðuð með nýju kerfi. Samanburður á þessu tvennu gefur enga mynd af breyting-u á skattbyrði ein- staklinga milli áranna 1971 og 1972. Það er grundvallarmis- skilningur ráðherrans. Það, sera skattþegninn spyr um í dag er þetta: Greiði ég hærra hlutfali af tekjum nuniiin í skatta 1972 en ég gerði 1971? Til þess að svara þessu getur ráðherra ekki reiknað eins og hann gerir. Ég hef lýst þvi á Alþingi hvemig ég tel eðlilegast að reikna út breytingu skattbyrðar milli ára. Þannig tel ég það ekki þyngingu skattbyrðar þótt skatt- ar hækki í hiutfalli við hækkun tekna, en verði skattahækkunin meiri verður skattbyrðin þyngri, þvi stærra hlutfall af tekjum skattþegnsins fer í skatta. Trúir ráðherrann þvi ennþá að boðaðar skattahækkanir milli áranna 1971 og 1972 séu ekki meiri en áætluð hækkun á tekjum ein staklinga (23%) ? Mig langar tU að leggja hér iítið reiknisdæmi fyrir viðskipta- ráðherra. Kurt Waldheim; Hinn nýi framkvæmdastjóri SÞ er sannur diplómati Hjón með tvö böm höfðu 406 þús. kr. brúttótekjur á skatt- framtaU 1971 (305 þús. nettó) en hafa 500 þús. kr. brúttótekj- ur í skattframtali 1972 (375 þús. nettó). Þau greiddu 54 þús. kr. I skatta 1971 en greiða 91 þús. kr. í skatta 1972. Hver er breyting skattbyrðar þeirra miUi áranna, þegar miðað er við brúttótekjur hvors árs? Geti viðskiptaráðherra reikn- að þetta Utla dæmi rébt, er hann kominn á sporið og ætti hann því að geta reiknað raunveru- léga breytingu skattbyrðar milli áranna, hjá fleiri fjölskyldum. 1 KURT Waldheim hinn nýi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þarf enga pappíra ttl að sanna að hann sé sannur diplómat. Virðulegt útlit hans og fáguð framkoma er glögg- ur vottur um gifturikt 26 ára starf í utanríkisþjónustu Aust urríkis. Waidheim bauð sig fram í forsetakosningum i Austurríki á þessu ári, fyrir íhaldsflokkinn, en tapaði kosn ingunum með 260 þúsund at- kvæðum fyrir Franz Jonas. — Waldheim hafði þá verið utan rikisráðherra Austurríkis í 2 ár. Fram til þess tima hafði hann mest starfað erlendis og ýmis blöð í Austurríki stríddu honum á því að hann væri bet ur þekktur meðal dipiómata hjá Sameinuðu þjóðunum en meðai austurriskra kjósenda. Ýmis blöð í Austurríki gerðu einnig grín að frama- girnd Waldheims hjá S.Þ. og eitt blað birti teiknimynd af honum, þar sem hann var að reyna að klifra upp í geysihá- am framkvæmdastjórastól hjá S.Þ. en við hliðina var lítill forsetastóll Austurríkis. Ann- að blað birti teiknimynd af honum þar sem hann stóð uppi á þaki aðalstöðva S.Þ. í New York klæddur eins og fjaUgöngumaður og undir myndinni stóð. „Ég myndi kunna vei við útsýnið héðan.” Waldheim hóf störf í utan- ríkisþjónustu landsins árið 1945, en árið áður hafði hann Kurt Waldheim lokið doktorsprófi í lögum frá háskóianum í Vínarborg. Hann starfaði fyrst við sendi- ráðið í Paris, en siðasta semdi herrasrtaða hans var í Ottawa í Kanada árið 1960. Eftir það sneri hann heim og starfaði að ýmsum málum í utanríkis- þjónustuinni heima fyrir og er hann m.a. sagður eiga sitærsta þáttinn í því að setja niður deilur Austurríkis og Ítalíu út af Alto Adigehéraðinu á ítal íu, sem áður var suðurhiuti Tyrols í Austurríki. Þar hefur verið við þjóðemisleg vanda- mál að etja um áratuga skeið. Waldheim er gerkunnugu-r Sameinuðu þjóðunum, því að hann hiefur átt sæti í semdi- nefnd íands síns þar frá því 1955 og verið sendiherra þar al. 6 ár. Hann er formaður þeirrair nefndac samtakanna sem fer með friðsamlega nýt- iriigu himingeimsins og í fyrra var hann skipaður formaður eftirlitsnefndár Alþjóða Kjarn orkumálastofnunarinnar með samningnum um bann við notkun kj amorkuvopna. Waldheim hélt stuttan fund með fréttamönnum, eftir að úrsLit atkvæðagreiðslu örygg- isráðsins voru kunn, þar sem hann svaraði nokkrum spum- ingum. Waldheim varð 53 ára í gær og hann opnaði fundinn með því að segja að þetta væri þyngsta afmælisgjöf, sem hann hefði fengið. Hann sagði fréttaimönnum að hann hefði mjög ákveðnar hug- myndir um hvernig fram,- kvæmdastjóri S.Þ. ætti starfa, en vildi ekki fara nán ar út í þá sáhna að svo stöddu. Kann sagði að starfið yrði ekki auðvelt, en að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að leysa það sem bezt af hendi og réttlæta það trausit, sem honum hefði verið sýnt. Hann hét því að hafa náið samstarf við aliLar aðildaþjóðirnar og sagðist mundi ráðfæra sig oft við U Thant. Hann 3agði að lokum: „Takist SÞ. ekki að leysa öll vandamái er það ekki samtök unum að kenna, heldur aðild- arríkj unum.“ Forsíða ævintýrabókarinnair. Ævintýri barnanna BÓKAÚTGÁFA Æskunnar hef- ur gefið út að nýju hina stóru ævintýrabók barnanna, sem var gjörsamlega uppseld. Ævintýri bamanna er stór bók, sneisa- fiuill af miyndum, og eru þær flles t ar litmyndir. Höfundurinn er F. Rojantovsky, en þýðinguna igerði Þórir S. Guðbergsson. f bókinni eru 24 ævintýri, flest gamalkunn. Ný Slaughter- bók kom- in út Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri hefur gefið út þýdda skáldsögu eftir Frank G. Slaughter, „Hættuleg aðgerð.“ Um söguna segir m.a. á kápu- síðu: „. . . hér nær spennan há- marki, þegar hinn glæsHegi skurðlæknir og sérfræðingur í Líffæraflutniingi, dr. Ge- orgy Alexander, teflir lífsstarfi sínu og hjönabandi í hættu í bar áttu við óhugnanlega andstæð- inga. En á bak við leynist hinn torráði skuggi dauðans, óvinur, sem allir læknar eru endalaust að berjast við.“ Þýðinguna gerði Hersteinn Pálsson. 3 þýddar skáldsögur frá Hildi BÓKAÚTGÁFAN Hildur sendi frá sér fyrir þessi jól allmargar bækur, og þeirra á meðal voru 3 þýddar skáldsögur eftir Margit Ravn, Victoriu Holt og Ib CaiVl- ing. Útgáfan hefur áður gefið út bækur eftir þessa höfunda. Bók in eftir Margit Ranm heitir SýsLu mannsdæturnair, og segir svo m.a. á bókarkápu: „Sýslumamnsdæt- urniair eru tvíburair og eins „nauða llkair hvor annarri og tveir vatma dropar“. Og þó að sýglumaður- inn væri búinn að hafa þær fyrir augunum í 18 ár, átti hann alltaif jafn erfitt með að þekkja þær i sundur. — En Malla frænka, sem varð ráðskona hjá mági sín um, þegair sýslumannsfrúin dó, var glöggskyggnari. „Þær eru eins og tvö indæl rauð epli,“ sagði hún við Erling, fulltrúa sýslumannsins, þegair hann hóf starf sitt nýkominn frá prófborð inu, „en ef þér handleikið og at- hugið þessi indælu epii, þá munið þér komast að raun um, að ann að þeirra er ósköp lítið maðk- smogið.“ Bókim er 154 bls. að stærð. Helgi Vaitýsison íslenzk- aði. Bókin eftir Victoriu Holt heit ir Þriðja brúðurin. Segir á kápu síðu m.a. svo um efni bókairinnar: „Frá þeim degi, er Favel kom að Pendorric, sem brúður Rocs Pendorric, töfraðist hún stöðugt meira og meira af staðnum. f mörg hundruð ár hafði húsið staðið þaima á klettunum í Com wall, gnæfandi yfir sjóinn, virðu legt og stolt, eins og ögrandi sjó og vindi og hverjum, sem sótti að því. En lamgtum meiri ógn og óhugnaður en af húsinu stóð Fa vel af arfsögninni um bölvunina, sem hvíldi á Pendorric-brúðunr um.“ Og bókin er spennandi frá upphafi til enda. Þriðja brúðurin er 222 bls. að stærð. Skúli Jens- son íslenzkaði. Þriðja skáldsagan frá Hildi eft ir Ib Cavling heitir Tvíburasyst umar. Segir svo á kápusíðu m.a.: „Metta og EMsabet, dætur pró- fasfcsins eru gæddair ríkum æstou þokka, en reynslulausar í ástar- málum allt fram til átján ára ald urs, þegar þær taka stúdentspróf. Þá verða þær óvænt og skyndi- lega þátttakendur í hverjum at- burðinum á fætur öðrum, sem hafa öríiagarík áhrif á fram- tíð þeirra og viðihorf til ástarinn ar. — Tviburasysturnar er saga mikilla atburða og heitra ástríðna. Þetta er áhrifamikil og örvandi bók, sem mun gleðja hina fjölmörgu aðdáendur Ib Cavlin/gs.“ — Tviburasystumar er 215 bls. að stærð. Þorbjörg Ó1 afsdóttir íslenzkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.