Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 16
MORGLTNBLíABIÐ, FTMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971 16 OtgefancK hf. Arvakur, Roykjavfk. Framkvnmdeatjóri Horaldur Sveinaaon. Riletjórar Metthfas Johanneeaen. Eyjólfur Konréff Jóneion. Aðetoðarr'rtatjóri Styrmir Gunnaresen. RitetjómerfuHtrói ÞorbjQrn Guðmundaaon. Fróttaatjórí Bjöm Jóhanntaon. Aufllýamoaetjóri Ámi Garðar Kriatineeon. Rltetjóm og afgreiðela Aðaletrnti 6, eimi 10-100 Aufltýeingar Aðaletrnti 6, simi 22-4-80. Aekríftargjeld 106,00 kr. £ mánuði btnanlende. I ktueasólu 12Æ0 kr. emtekUI. UTGJALDAAUKNING FJÁRLAGA YFIR 50% Fijárlög fyrir árið 1972 hafa * nú verið lögfest. Niður- stöðutölur þeirra eru þær, að heildarútgjöldin eru hækkuð í 16,6 milljarða kr. eða um 5,5 milljarða kr. frá gildandi fjár lögum og nemur sú hækkun um 50,1%. Þetta er langmesta hækkun, sem um getur frá ári til árs í samanlagðri þing- sögunni, — hækkun, sem ber verðþenslu- og ráðleysis- stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum skýran vott. Skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn kom til valda var Ijóst, að hverju stefndi. Hún settist í gott bú, traust fjár- málastjórn fram að stjórnar- skiptum hafði tryggt, að um verulegan greiðsluafgang gat orðið að ræða hjá ríkissjóði um áramót, ef rétt var að staðið. Atvinnulífið var í upp gangi og mikil bjartsýni ríkj- andi. Kaupmáttur launa hafði hækkað um 20% frá því í maímánuði 1970 og fyrirsjá- anlegt, að atvinnuvegirnir gátu risið undir enn frekari aukningu kaupmáttarins. En ráðherrunum fór eins og erf- íngjum, sem komast yfir óvæntan arf. í stað þess að glöggva sig fyrst á þeim skuldbindingum, sem ríkis- sjóður var í fram að áramót- um, tóku þeir þegar í stað ákvarðanir um veruleg út- gjöld ríkissjóðs. Afleiðingin er sú, að í einu mesta góð- æri, sem yfir þjóðina hefur gengið, eru litlar líkur til þess að ríkissjóður verði greiðsluhallalaus um áramót. Við 2. umræðu fjárlaga reyndi fjármálaráðherra að afsaka hinu slæmu stöðu rík- issjóðs með því, að honum hafi ekki verið kunnugt um ýmsar greiðslur ríkissjóðs, þegar hann tók ákvarðanir um ný og stórfelld útgjöld. í stað þess að réttlæta þær aðgerðir, eins og honum var mest í mun, staðfestu þessar upplýsingar aðeins það, sem áður var vitað, að ríkisstjórn- ina skortir alla yfirsýn yfir rekstur ríkisbúsins. Ríkisstjórnin reynir mjög að réttlæta hin stórfelldu út- gjöld með því, að þau fari öll til þjóðþrifamála. Rétt er það að miklum hluta. En það sann ar ekki, að vel hafi verið að verki staðið. Auðvelt er að taka enn önnur þjóðþrifamál til, sem kostaði aðra 10 til 20 milljarða að skila áleiðis. Þannig er það og hlýtur ávallt að verða, að verkefnin blasa alls staðar við. Ný átök kalla á önnur stærri. Það er svo hlutverk ríkisstjórnar hverju sinni að velja og hafna og láta þau verkefni sitja fyrir, sem mest ríður á. Núverandi ríkisstjórn hefur verið of undanlátsöm í þessu efni. Hana hefur skort djörfung til að halda útgöld- unum innan þeirra marka, sem skattborgaramir og at- vinnuvegirnir geta risið und- ir með góðu móti. Gamla skattpíningarstefnan í^ram hjá því verður ekki komizt, þegar útgjöldin hækka um meira en 50%, að skattbyrðin þyngist á öllum almenningi. Það leynir sér heldur ekki við lestur hinna íiýju fjárlaga, að svo er. Þann fg er t.d. gert ráð fyrir því, að tekjuskattur á einstakling- um og félögum nær tvöfald- ist frá fjárlagafrumvarpinu. En fjármálaráðherra finnur sig ekki öruggan þrátt fyrir það. Þvert á móti hefur hann æ ofan í æ lýst því yfir, að óvíst sé, að nógu langt sé gengið. Þannig hefur hann sagt, að ríkisstjórnin muni hafa vakandi auga með því, hvort nauðsynlegt sé að leggja á enn nýja skatta til þess að tryggja hallalausan ríkisbúskap á næsta ári. Það er því bersýnilegt, að Fram- sóknarflokkurinn hefur ekk- ert lært og engu gleymt á sínum 12 stjórnarandstöðu- árum. Nú er gamla skattpín- ingarstefnan tekin upp úr skúffunum á ný og stefnt að því að leggja í rúst hið mikla viðreisnarstarf fyrrverandi ríkisstjórnar á þessu sviði. Hefur fjármálaráðherra raun ar viðurkennt það, þótt óbeint sé, þegar hann sagði: „Enda hefði fjárlagaafgreiðsl an öll orðið að vera með öðr- um hætti, hefði átt að byggja á því tekjukerfi sem fyrir var. Þetta veit ég, að hátt- virtir þingmenn skilja.“ Og þetta skilur þjóðin öll. Þetta er svarið við því, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið að fjárlögum nú, ef hann hefði farið með stjórn- artaumana. Því að eins og Matthías Bjarnason sagði við fjárlagaafgreiðsluna: „Það þarf líka að gera sér grein fyrir, hvað skattborgararnir og avinnutækin í landinu geta lagt mest af mörkum til ríkisins og verða útgjöid rík- issjóðs að fara eftir því. Fari skattaálögur einstaklinga og EFTIR ELlNU PÁLMADÓTTUR Konum er nú boðið tii starfa í um- ferðarillögreg’lunni. Boðið að taka þar á sig sömu skyldur fyrir sama kaup sem aðrir lögregiumenn. Og því ekki það? Ekki er neitt kalsamara fyrir þær að standa á gatnamióítum og greiða fyrir um/flerðinni. Tii þess hafa þær líika vafa iaust svápaða úitsjónarsemi og lagni. Stundium hefiur konum verið legið á hállsi fiyrir að sækja ekki um ábyrgðar- siaöður. Það jafnvel kaliað hiuigleysi. Sjálifisagt eru tii verkkvíðnar konur, rétit eins og karlmenn. En stór hliuti krvenna hefur þegar tefcið að sér ábyrgð arstarf í Ifiirnu, þegar að þvi kemur að þær hafa möguleika á að axla stærri störfin. Þær eru iðuilega ekki enn bún- ar að ala upp börnin, sem þær ólu og tófcu að sér að fyilgja út í iMið. Og þær standa oift andspænis því að velja um að hláupa frá þessu verfcefni að ein- hverju leyitli í miðju kafi og jafnfiramt að geta ekki af heiium huga beitt sér að nýju ábyrgðarstarfi. Kannski þarf ekki siður hugrekki til að standast þá freistingu, að taika að sér starf, sem maður getur ekfci og vill ekki legigja sig að heil.an og óskiptan og leysa þá um ieið tvö störf af hendi illa. (Æski- legar breyitingar á aðstöðu kvenna í firamitáðinni og aukið valfreisi um barn- eignir, kemur þessu ekki við nú). 1 viðtali, sem Marlene Dietrieh átti í sjónvarpinu um daginn lagði þessi fcona, sem búin er að halda sinni frægð á ieiksviði í hálfa öld, áherzlu á að þó hún væri þolnmóð, þá þyidi hún i'lla þá, sem ekki legðu á sig að læra það starf vel, sem þeir stunduðu. Og spurn- ingunni um það hvað eiginlega drifi hana áfram í starfii, svaraði hún blátt áfram:— Hafi maður tekið að sér starf, á maður að leysa það af hendi. Og úr því verið er að því, á að gera það vel Kannski hugsa fleiri konur svona, þó þeirra starf sé annað en að dansa og syngja á leiksviði. Ef tii vill er þetita skýringin á því hve fáair konur sækj'a um skólastjóra- stöður utan kvennaskóla eða húsmæðra skóla þó nú sé svo komið að flleiri kon- ur stundi kennslustörf en karlar. Greinilegt er að kennslukonur eru af einhverjum ástæðum ekki reiðubúnar tii að axla byrðar skólas'tjóra. Það er vafalaust starf, sem þarf að vera með allan hugann við hverja stund. Eflaust kjósa margar kennslukonur heldur að rækja sína kennsluskyldu hiiuita úr degi og geta svo snúið sér óskiptar að heim iiLum og börnum. Þó hlýtur að vera all- stór hópur kvenna, sem stundar kennslu og hefur það að eina starfi. Af hverju ætli þær viiji ekki takast á við stærra viðfangsefni? Einhver, sem ég nefndi þetta við, sagði að sikýringin rnundi liggja í laun- unum. Skólastjórar fengju ekfci greitt fyrir alla aukavinnuna og væru þó aMt- af að. Er þá kvenfiólk svona mikiiu meira fyrir peninginn en karlmenn? spurði ég á móti. Varia trúi ég því. Þannig er það bara í skrýtlunum, eins og eftir- lætissögunni hans kunningja mins, Schels konsúls Dana í ManitrealL Hann sagði: „Ef þið viljið losna við peninga ykkar filjótt, þá eru þrjár leiðir örugg- ar — hestar, konur og arkitektar. En ef þið hafið á ykkar snærum kvenarki- tiekt á hesti, þá verðið þið gjaldþrota innan skamms.“ Svona eru grínsöguimar. En honum Ásmundi Sveinssyni, þeim hugsjóna- og listamanni, var ekfci hláitur í huga, þeg- ar hann sagði við mig fyrir skömmu, um leið og hann tók rækilega í nefið: „Ég skal segja þér, Elín, að ef Islend- ingar hætta að vilja gera nokfcum hliut fyrr en peningarnir Mggja á borðinu, þá er úti um þá. Hér verður að vera fólk með hugsjónir." Úr þvl ég er farin að rabba um kven fólk og störf þess við hliið karllmanna í þjóðfélaginu, þá reikar hugurinn að minni eigin stétt. Svo dapurlegt sem það nú er, þá hefiur skyndilega komið afiturfcippur í flramsókn kvenna inn í stðttt Maðamanna, efitir hægfara en stöð uga sókn í háltfan annan áratug. Það blasti við, þegar Þjóðviljinn birti um daginn mynd af blaðamönnum sínum. Flest voru það ný andlit og efcki ein einasta kona í hópnum. Bl'aðaikonunum þremur, sem þar hafa starfað, hafði ver ið sagt upp og engin sýnilega ráðin í staðinn. Síðan ég kom hingað á Morgunblað- ið, hefur konum alfltaf verið að fjöllga í blaðamannahópnum og á ég þar við konur, sem ganga í öll störf á móti karl mönnunum, en skrifa ekfci bara kvenna siður eða þýða framhalldssöguna, sem sjáliflsagt þótiti áðiur fiyrr að kalla 'fcvennastörf og setja kvenflól'kið í. Ég man að á tímabili vorum við Margrét Indriðadóttir einu fconumar í almennri blaðamennsfcu, ég á Morgunblaðinu og hún hjá útvarpinu. Nýjar fconur hafa svo komið og hæbt, sumar fflenzt. í sum- ar vorum við arðnar 7 talsins konum- ar við firétitamennsku á Mbl., en hefiur fækkað í vetur, þar sem tvær eru við framhaldsnám erlendis og skrifa þaðan í bl'aðið. Þannig hefur þróunin verið hjá öEum dagbHöðunum. Konum hefur f jölg að í blaðamannahópnum, þó hægar færi á minni blöðunum — þar til nú, að öll- um konunum á Þjöðviljanum var saigt upp. Sumar búnar að vera lengi. Vi'l- borg Harðardóttir mátrti fara í kennsl'u, Guðrún Egilsson fiór í hiáskölann og efcki veit ég hvað Rannveig Jónsdótt- ir tófc sér fyrir hendur. Nýltega kom Svava Jakobsdóttir flram með flrumvarp á allþingi, sem gerir ráð fyrir einhvers fconar dómsittóíli eða nefnd, er dæmi í máilum þeirra tavenna, sem telja sig hafa orðið fiyrir misrétti í störfum sinum vegna kynferðis síns. Ég var að velta fyrir mér hvem- ig slíkur dómstóll mundi verka í reynd, hvort viðkomandi konum væri ætlað að gangast undir gáfinapróf, hæfileikapróf eða leiknispróf til að sanna að þær séu jafn hæfar einhverjum karlimanni í ákveðnu starfii, sé hann tekinn firam yf- ir þær. Hvort prófin ein ættiu að skera úr? Eða hvort nefndin yrði bara að undirbyggija dómsuppkvaðningu sína á eigin hyggjuviti og umræðum sín á mifflli? Launamisrétti er vafialausrt auð- veldara viðtfangs. Hvemiig sem það nú kæmi til með að verka, þá datt mér 1 hug þegar ég sá myndina af biaðamönn um Þjóðvil'jans og vissi að konum hafði þar verið úthýst, hvorrt þama væri ekfci fyrsta mólið, sem sMlfcur dómstóM gæti fjalað um. Þarna er öllum konum sagt upp og karlmenn fiylla sæti þeirra. Ég held að launajafnrétti hafii lengi verið í þessari stétrt, a.m.k. efltír þvl sem ég bezrti tffli þekki. Þegar ég kom sjállf á Mbl. fyrir 14 árum, þá hafði ég setrt að sfcilyrði við ráðningu að flá ekki lægra fcaup en það, sem ég hatfði fyr- ir. Og var það auðsóttt. En eitt- hvað þremiur mánuðum seinna hirtti ég niðri í prentsmiðju framkvæmdastjór- ann, Sigfús Jónsson, þann heiðurs- og sómamann. Hann vék sér að mér og sagði rétt sí svona: EMn, þér vinnið efcki rninna en strákarnir, en þér eruð með Iægra kaup. Þér hæfckið um næstu mánaðamót! Síðan heflur aldrei verið orði að þvi vikið, en ég fyligrt hæfckun- urn „strákanna" fuillkomlega. Og það sama er um aðrar konur, sem hér hafa ráðizt sem blaðamenn. Raunar hyigg ég að sömu sögu sé að segja firá öðrum blöðum, laun hafi ekki verið greidd blaðamönnum efitir kynferði. Framhald á bls. 24. fyrirtækja mikið fram úr því, sem almennt gerist í þeim löndum, sem búa við svipaða lifnaðarhætti og lífs- kjör og við gerum, mun það hafa margvíslegar og skað- legar afleiðingar á alla upp- byggingu avinnulífsins og leiða af sér samdrátt í at- vinnulífi og minnkandi at- vinnu fyrir almenning í land- mu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.