Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBBR 1971 F jórða bindið í Ritsaf ni Ármanns Kr. komið út Fjórða bindið í Ritsafni Ár- manns Kr. Einarssonar er kom- ið út. Er það Falinin fjársjóður, 3. útgáfa bókarinnar. Falinn fjársjóður er fyrsta bókin í bókaflokknum urn Áma og Rúnu í Hraunkoti, ,,sem ytngri kynslóðin hefur tekið Ármann Kr. Einarsson. miklu ástfóstri við“, segir á kápusíðu. Árna-bækurnar hafa einnig verið þýddar á mál frændþjóða o'kkar á Norður- löndum og komið þ£ir út í stóru upplagi. Fyrri bindin, sem komin eru út í Ritsafni Ármanns Kr. Ein- arssonar eru ,,Tvö ævintýri", „Gullroðin ský“ og „Yfir fjöll- in fagurblá." Prentverk Odds Björnssonar h.f. á Akureyri gefur bókina út. Frímerkja- útgáfur á árinu 1972 FIMM frímerkjaútgáfur hafa verið ákveðnar á árinu 1972. Kemur það fram í fréttatilkynn ingu frá Póst- og símamálastjóm. I Gefið verður út 250 króna fri- Tímaritið Goðasteinn Goðasteinn, timarit um menn- ingatrmál er komið út i útgáfu og ritstjórn þeirra Jóns R. Hjálm- arssonar og Þórðar Tómassonar. Er þetta tímarit um menningar- mál, 96 síður að stærð með ljóð- um og frásögnum, sér í lagi frá horfinni tíð. Má m.a. annars efn is nefna: Björgun vélbáts af Fossfjöru, um trog og troganot, gamalt brúðkaupsljóð, jólakaup ferð fyrir 70 árum, frá fyrri tím- um, manntapinn við Dyrhólaey, tvær sjúkrasögur, ljóð frá liðn- um árum og fæðingu Hjörleifs læknis. merki með mynd af Herðubreið, Evrópumerki í tveim verðgild- um, 9 kr. og 13- kr., með mynd eftir Finnann Paavo Huovinen, 16 króna frimerki í tilefni af ald arafmæli „Tilskipunar um sveit- arstjórn á Islandi," teiknað af Gísla B. Björnssyni, frímerki í fjórum verðgildum, 6, 8, 12 og 40 krónur, með myndum af ylrækt, teiknað af Hauki Halldórssyni, og ný líknarfrímerki í tveimur verðgildum. Nánar verður til- kynnit um þetta síðar. Það var mark ÞAÐ var mark! nefnist nýútkom in knattspyrnubók, þar sem fjall að er um íslenzka knattspyrnu á árinu 1971. Útgefandi bókarinnar er BB-útgáfan í Keflavik, en að þeirri útgáfu standa þeir Birgir Einarsson og Baldur Hólmgeirs- son, og rita þeir formálsorð bók arinnar. Segja þeir m.a. í for- málanum: ... Það' er sannfæring okkar, að bók þessi eigi fullan rétt á sér, og ekki aðeins sem heimild arrit siðari tima, örlítið léttara fram sett en blákaldar tölur i skýrslum. Á þann hátt teljum við möguleika til að ná til enn fleiri áhugamanna um knattspyrnu, glæða enn frekar áhuga þeirra, til gagns og ánægju fyrir þessa göfugu íþrótt. Kaflafyrirsaginiir bókarinnar eru þessar: „Höfum við gengið til góðs . . . ?“ Litla bikarkeppn in, Meistaramót KKÍ, Reykjavík urmótið, 1. deild, Aukaleikur, Að vera markakóngur, Hvað gerð- ist?, Fyrirliði meistaranna, 2. deild, 3. deild, Bikarkeppnin, Bik armeistararnir, Landslfiikir, Þátt taka í Evrópukeppnum, Hlaut sæmdarheitið i þriðja sinn, Nokk ur atriði, Unglinigaleikir. 19. Doddabótin komin út NÍTJÁNDA Doddabókin er nú komin út. Heitir hún Doddi oig apakötturinn. Doddabaékurnar eru eftir Eriid Blyton. Bókin er prýdd fjölda teiknimynda í lit- um. Þýðinguna gerði Hersteinn Pál'sson, en bókin var prentuð í Odda. Útgefandi er Myndabókaútgáí an. QPIÐ TIL12 Á MIÐNÆTTI Tökum upp nýjar vörur í dag Komið og sannfærizt!!! ★ Kápur ★ Peysur ★ Prjónahiiíur ★ Kjólar ★ Terylenebuxur ★ Danskar flauelsbuxur ★ Blússur o. fl. o. fl. POP HÚSID BRETTISGÖTU 46 ® 25503

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.