Morgunblaðið - 23.12.1971, Síða 17

Morgunblaðið - 23.12.1971, Síða 17
MORGUNBLAEHÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971 17 Fyrir innrásina i Austur-Pakistan Bombay, 10. des. — HVlLlKUM stakkaskiptum hefur hin 5% milljónar risa- borg, Bombay, tekið á sl. mán uðum, Þegar ég I lok september- mánaðar fór í mínia fyrstu ferð , um borgina að næturlagi, breiddi hún út faðm sinn full | af Iífi og litadýrð. í rökkri kvöldsins dunaði hún og ið- aði, er starfsfólk verzlana og skrifstofa streymdi heim á leið eftir langan vinnudag. — Innan um hina æðisgengnu, öskrandi umferð troðfullra strætisvagna og leigubíla, inn an um hestvagna og kerrur, dregnar af uxum og sveittum körlum, seigluðust endalausir taumar af manneskjum í átt til úthverfanna. Á þriggja minútna fresti lagði lest af stað úr miðbænum, svo pökk uð, að vart sást í vagnanna fyrir fólki, sem hékk utan á þaki, gluggum og dyrum. — Þannig urðu oft hin hörmuleg ustu slys. Litlu síðar, er myrkur var skollið á, hafði mannfjöldinn dreift sér, og á uppljómuðum i götum Bombays gat nú að lita fjölskrúðugt og margbreyti- legt ])íf. Heilar fjölskyldur sátu á götuhorm/um með pinkla og kymur og snæddu í rólegheit um við fætur vegfarenda, kvöldverð sinn. Hópar af körl um sátu i hnapp á hækjum srímim, japlandi kryddjurtir, hrækjandi rauðum safanum í allar áttir, baðandi út hand- leggjum um leið og þeír rök- ræddu vandamál dagsins. Á gangstéttum létu menn skera hár sitt, raka sig eða bursta skó sína. Heilagar kýr með heimspekisvip, og tærðir rakk ar rótuðu í sameiningu í götu- ræsum í leit að æti. Vörur af öllum gerðum voru breiddar út til sölu. Heimilis- laus böm og fu'llorðnir lögð- ust til svefns á mottum eða tuskudruslum. Betlarar, bækl aðir og tötrum klæddir, hópuð ust saman fyrir utan gisti- staði og veitingastaði, þar sem „fína fólkið“ vandi komur sán ar. Eins og maurahrúga var Marine Drive, hin fræga, vin- sæla gata, sem meðal borgar- búa nefnist „the queens neck- lace“, eða hálsmen drottning- arinnar, þar sem hún liggur í boga meðfram ströndinni, prýdd upplýstum háhýsum og þéttum, skærum götuljósum. Ótrúleg breyting hefur nú orðið á, og er erfitt að þekkja þetta fyrir sömu borg. Eftir að Indira Gandhi kom til baka frá Evrópu- og Ameríku ferð sinni í sl. mánuði, jókst spennan milli Indlands og Pak istans, sem hafði búið um sig vikum satruan, að miklum mun. Varð þess einnig vart hér, sem annars staðar. Þrisv ar voru myrkvunar (black- out) æfingar gerðar við látinn orðstír og ljómaði borgin jafn glettilega og áður. Nú hímir Bombay lífvana og draugaleg nótt eftir nótt undir svörtum himni, alsett- um óendanlegum fjölda tindr andi stjarna. í rauninni „lifir“ hún aðeins milli kl. 8 á morgn ama og 7 á kvöldim — en til þess að borgarbúar komist heim fyrir myrkur, er lotounar tima allra stofnana flýtt um klukkutíma — þá „deyr“ hún og er gjörsamlega útmáð. Að- eins fáir skuggar sveima mdiLli húsveggja, allir sitja með fjöl skyldum sínum heima. Félags líf og skemmtanir eru engar, enda skiljanlegt, því að auð- veldlega gæti fyrir þeim farið eins og vinum okkar, sem héldu giftingarveizlu sína fyrir stuttu, og höfðu rétt verið gef in saman, þegar loftvarnar- rrierki var gefið og þau eyddu fyrsta háLftíma hjúskapar síns með ættingjum og vinum i dimmum kjallara. Byggiingar gnæfa eins og svartir risakassar við himin, giuggar, þaktir mörgum lög- um af maskínupappír eða dag blöðum hleypa engri ljósskimu út i næturmyrkrið. Bifreiðar á stangli sniglast hljóðlega um auð strætin. 1 fjórar nætur í röð rufu vælandi aðvörunarsírenur, boðandi loftárás, þessa al- gjöru þögn og ró. Þó hefur ennþá hin angistarfulla bið manna verið til einskis, þvi að enn hetfur engin pakist- önsk bomba fallið hér. Kvöldið þann 6. des. var íbúum meira að segja bpðið upp á sjald- gæfa „flugeldasýningu“. Eitt hvað markvert og óvinalegt hlýtur að hafa sézt á ratsjá, því að samtímis sírenuvæli var loftvarnarbyssum borgar inmar hleypt af. Skot þeirra, raðir af eldrauðum kúlum þutu um himininn, sprungu og urðu að engu. Ekki eir enn upplýst, hvort flugvélar voru á sveimi eða ekki, en eitt er víst: að fjármagni miklu var eytt, auk þess sem 4 menn létu lífið og 50 slösuðust af völd- um járnarusls, leifum hinna sprungnu skothylkja, fallandi af himni ofan. Nær ógjörningur er hér í landi að fá nokkrar áreiðan- legar upplýsingar um stöðu eða árangur stríðsathafna milli Indlands og Pakistan. — Innlendar útvarpsstöðvar, svo og pakistanskar gefa algjör- lega einhliða frásagnir. Loft- árás Pakistana á tvo hinna þýðitngarmestu herflugvalla Indlands í Agra er gott dæmi, því að þótt ekki hafi Indverj ar eytt einu orði á þann at- burð, hvorki í ræðu né rití, veit ég frá öruggum aðila, að báðir flugvellirnir voru illa skemmdir. Aðeins sigurfréttir eru mönmum kunngerðar. Líklegt er að þær séu að miklu leyti réttar hvað Austur-Pakistan snertir. Á hinn bóginn leyfir maður sér að efast um rétt mæti frásagna um hina mót- stöðulausu sigurgöngu Ind- verja í Vestur-Pakistan. Væri þeim trúandi, var Pakistan eiginlega frá fyrstu stríðs- stundu gjörsigrað land, vopn- laust og allslaust, og maður spyr sjálfan sig við hvað þeir séu eiginlega enn að berjast, þar eð ekkert virðist vera eft ir til að sigra. Þótt áhtrifa strliðsins gæti hér mjög manma á meðal, er Bombay fjarri öllum vígstöðv um. Samt sem áður er hún vel varin, því að hér hefur sjó her Indlands aðalaðsetur sitt, og er þar af leiðandi óvinaflug vélum girnileg bráð. Hvorki árið 1962 í indókínverska stríð inu fræga né 1965 í síðasta stríði Indverja við Pakistan varð borgin þó fyrir meinni árás. Er það ef til vill skýring in á spenningi og stríðsgræðgi íbúa, sem oft fer úr skorðum eins og kom fram þeg- ar útlendingi hér varð það á að tilkynna samstarfs- mönnum sinum, að barnaleik í ur væri að kætast yfir stríði, ] þegar maður hefði ekki hug- 1 mynd um, hvað það væri. — Hefði hann verið barinn til dauða, ef lögreglan hefði ekki látið til skarar skríða. Óhugnanlegt hatur í garð i Bandarikjanna breiðir ört um sig, ekki sízt er kunngert var, að Bandaríkin legðu niður alla hjálp hingað. Varla líður sá dagur án þess að heiftugar mótmælaaðgerðir séu haldnar fyrir utan sendiráðsbyggingu Bandaríkj anna, sem er um- kringd múr lögreglu og her- manna. Samtímis vex virðing Rússa daglega, en þeir eru nú i áilitnir einu vinir Indverja, j sem ekki hafi snúið við þeim baki. L Erfitt er að spá á þessari I stundu, hvað fnamtíðin ber í | skauti sér. Hið nýskapaða al- þýðulýðveldi Bangla Deáh er nú endanlega tapað Pakistön- I um. Þegar herliði Indverja hefur tekizt að ná algjörum yf ( irráðum yfir landsvæði A-Pak istans þá gæti Indiira Gandhi 1 sótzt eftir vopnahléi — einnig á vesturvigstöðvunum. Þessi tilraun gæti því aðeins tekizt, ef, í fyrsta lagi, Pakistanar væru því samþykkir, sem er i mjög ólíklegt, því að hið bækl aða Pakistan mun þá verða ó- sáttfúsari óvinur Indverja en nokkru sinni fyrr. í öðru lagi mun Indira Gandhi vera neydd til að halda róttækum i hópum í stjórn sinni (einkum , fylgismönnum Ram vamarm. ráðherra) í skefjum, sem nú sjá sér gott færi að ná þeim 1 hluta Kashmir, sem síðan ár- i ið 1947—48 tilheyrir Pakistan, j á sinar hendur. Þá má nær ör uggt telja, að stórveldið Kína I láti til skarar skríða, | Áframhaldandi þróun þjóða réttar verkefni hafréttar- ráðstefnunnar Ekki skrásetning úreltra kenninga HINN 21. desember 1971 sam- þykktí allsherjarþing Samednuðu þjóðanna ályktun um að undir- búningsnefnd hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðan-na skuli koma saman til funda dagana 28. febr- úar tól 31. marz og 14. júlí tdil 18. ðigúst 1972 í Gentf. í umræðum um mál þetta á allsherj arþinginu flutti Hans G. Andersen, sendiherna, hjálagða ræðu: Herra formaður. Ég vil nota þetta tækifæri til að faira nokkrum orðum um skýrslu undirbúningsnefndar haf réttarráðstefnunnar, sem hér er til umræðu. Formaður undirbúningsnefnd- arinnar, ambassador Amerasing- hie, og framsögumaður nefndar- innar, hr. Vella, hafa þegar rakið aðalefni skýrslunnair með sann- gjömum hætti. Leyfi ég mér að færa þeim þakkir sendinefndar ÍSlands fyrir vel unnin störf. f ræðu sinni lét ambassador Amerasinghe í ljós þá skoðun, að vegna tímahraks væri þýðingar- meira að fram kæmu skoðanir þeirra ríkja, sem ekki eiga sæti í undirbúningsnefndinni, en að end urteknar væru nú umræður þær, aem þegar hefðu farið fram á fiundum nefndarinnar í Gentf. Sendinefnd fslands er þessu al- veg sammála. Það mundi vissu lega vera mjög gagnlegt fyrir undirbúningsnefndina, ef hér kæmu fram skoðanir þeirra ríkja, sem ekki eiga sæti í henni, og þess er að vænta, að fulltrúar þessara ríkja noti þetta tækifæri titf að setja' sjónarmið sín fram varðandi þýðingarmestu efnisat- riðin. Með þetta í huga mun sendi nefnd fslands fúslega fallast á tilmæli ambassador Amerasnghe og vera stuttorð. Ég mun því að eins gera nokkrar athugasemdir almenns eðlis. Jafnframt skal þess minnzt, að í hinum almenmu umræðum á allsherj arþinginu 29. september sl. setti utamríkisráð- herra íslands fraim skoðanir xs- lenzku ríkisstjómarinnar á þessu sviði. Skoðanir íslendimga liggja einnig fyrir í skjölum undirbún- ingsnefndarinnar frá fundunum í marz og júlí/ágúst sl. í Gentf. Svo sem kunnugt er, er nú ráðgert að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna verði hald in árið 1973. Miðað var við tveggja ára umdirbúningstíma og er nú annað árið liðið. Það hefur því höfuðþýðingu að næsta ár verði notað tól þess að hraða störfum nefndarinnar þannig, að hún geti skilað það góðum ár- angri til næsta allsherjarþings að unnt verði að haida ráðstefnuna árið 1973. Af störfum nefndarinn ar á þessu ári kynni að virðast að svo mikið starf sé enn óunnið að vonlaust sé að ljúka því á til settum tíma, þar sem helmingur undirbúningstímans er sem sagt þegar liðinn. Sendinefnd íslands er þessu ekki sammála. Hún tel ur eðliiegt að það steuli hatfa tek ið talsverðan tíma að korna nefnd arstörfunum af stað og leggja grundvöll að úrlausn mála. Og það er skoðun vor, að mikill ár- angur hafi þegar náðst i sjálfu starfinu, auk þess sem nefndin getur stuðzt við margvísleg gögn, sem með ýmsum hætti hafa saín- azt saman á síðustu 25 árum. Allt þetta mun stuðla að því að móta þau öfl, sem mynda áframhaM- andi þróun þjóðaréttair. Undirbúningsnefndin hefur vissulega þegar unnið þýðingar- mikil störf í öllum þremur und- irnefndum sínum. 1 fyrstu undimefndinni er byggt á margra ára starfi varð- andi hið alþjóðlega hafsbotns- svæði og stjórnunarkerfi fyrir það. 1 annarri undimefnd ættí nú að vera hægt að ná samkomu- lagi um lista yfir viðfangsefn- in, enda hlýtur hann að vera breytíngum undirorpinn allt fram að ráðstefnunni. Þá hefur einnig náðst mjög mikilsverður árangur að því marki að viður- kennt sé, að fiskimið strandrík- isins séu hlutí af auðlindum þess innan sanngjamrar fjar- lægðar frá ströndum miðað við aðstæður á staðnum. Þar er um geysimikinn árangur að ræða, sem raunar hefur grundvallar- þýðingu þegar færa á reglur þjóðaréttar á þessu sviði tii nú- timahorfs. Og vissulega er verk- efni fyrirhugaðrar hafréttarráð- stefnu áframhaldandi þróim þjóðaréttairins — en ekki skrá- setning úreltra kenninga eða steinrunninna fullyrðinga frá liðnum tímium, Það sem nú verður að gera er að taka öll þau vandamál, sem hér um ræðir tíl endurskoðunar í nýju Hans G. Andersen ljósi á raunhæfum grundvelli, enda sé þá tekið tillit tii þess að fjölmörg ríki hafa bætzt í hópinn með sina réttmætu hags- muni og skoðanir, sem ekki hatfa áður verið virt. Þetta mál, sem ég minntist á — lögsaga strand- ríkis yfir fiskveiðum — hefur gnmdvailarþýðingu fyrir mörg strandríki. Undirbúningsnefndin verður að horfast í augu við þá staðreynd og fást við málið með raunhæfum hættí. Að sjálfsögðu mun það taka mikinn tíma og þolinmæði að leysa þetta mál en umtfram allt mun það krefj- ast samvinnuvilja og skilnings af hálfu þeirra ríkja, sem ennþá halda fast við kröfur sínar um að hagnýta auðlindir annarra þjóða. Eirinig í þriðju undimefndinni hefur nokkur árangur náðst varðandi mengun og vísindalegar rannsóknir. 1 þvi sambandi er rétt að vekja athygli á þeim ámanigri, sem náðst hefir í menig- unarmálunum eftír Genfarfund- ina og er þá átt við ráðstefn- una í Qsló í október og fund mengunamefndarinnar í Ottawa I október síðastliðinn. Er æski- legt að skrifstofa undirbúninigs- nefndarinnar sjái um direifingiu á skýrsl'um frá þessum tveimur ráðstefnum hið fyrsta. Snemma á næsta ári ætti und- irbúningsnefndin að athuga mieð hverjum hættí sé bezt hægt að auðvelda áramgur á sem flastum sviðum. 1 ályktun allsherjar- þingsins nr. 2750 C (XXV) lýstí þingið yfir því, að öll atriði varð- andi hafið væru nátengd og að þau verði að leyisa í heild. Ambassador Amerasinghe vék að þessu atriði í ræðu sinni hér og kvað þetta sjónarmið hafa fýlgi meiri'hluta undirbúningsnefndar- innar. Engu að sáður hetfir netfnd- in sjáltf ekki lagt niður fyrir sér, hvemig störtfum hennar skuli hagað með hliðsjón af þessu sjónarmiði. Ef nefndin tætó ákvörðun um að leggja það til grundvaillar í störfum sinum myndi það mjög auðvelda úr- lausn mála. Herra formaður. Við þessar stuttu athugaseimdir vil ég bæta því, að sendinetfnd Islands er þess tfulilviss að með þrotlausu starfi á árinu 1972 muni undirbúnigsnefndinni auðnast að skila það miklum ár- angri tíi næsta allsherjarþings, að unnt verði að kveðja haflrétt- arráðstefnuna saman árið 1973, svo sem fyrirhugað er. Vér telj- um rétt að fyrirmæli undiifbún- ingsnefndarinnar verði öbreytt, en að ráðstafanir verði gerðar til þess að Alþýðulýðveldið Kína fái aðstöðu til að taka bátt I störfum U'ndirbúningsnefndarmn ar. Nauðsynlegt er, að undirbún- ingsnefndin fái hætilega aðstöðu og nægiilegan tóma fyrir störf sín á næsta ári. Sendinefnd Islands tel'ur, að algjört lágmark í þvi efni mundi vera tveir fimm vikna fiundir og mælir með því, að þeir fundiir verði haílidnlr í Gentf. Að því marki miðar tillag- an á þingskjali A/C. 1/L. 586, sem Lslenzka nefndin er meðflytj- andi að.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.