Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESKMBER 1971 Svona leit eitt jólatréð út eftir heimsókn peruþjófanna. Perum stolið af jólatré LITLU verður Vöggur feginn. Það sannast á þeim, sem ár hvert byrja að hirða ljósaperum- ar af jólatrjánum um leið og jólaljósin eru tendruð í borginni. Ekki er þó mikill fengur að per- umim. Þær eru ónothæfar í venjuleg skrúfustykki, því þær eru ekki skrúfaðar í ljósastæðin. Og raunar kostar peran ekki nema rúmar 20 kr. í búð, ef menn vantar birtu. — Ræða Halldórs Framhald af bls. 14 deildarstjóranna yrði skipaður í framkvæmdaráðið. Svo var einnig að heyra á forsætisTáð- herra um hríð, að hann hefði par í hyggj u ópólitískan mann unz saninleikurinn kom í ljós og hanm viðurkenndi, að framkvæmdaráð verður skipað pólitískum trún- aðar- eða eftirlitsmönnum ríkis- ertjórnarinnar, eins konar komm- issörum. Vitnaði hann í því sam- bandi til heimildar þeirrar, sem felst í lögum um stjómaráð ís- lands, að heimilt sé að skipa að- etoðarmann ráðherra, sem fylgi ráðuneytum, eins konar aðstoðar ráðherra. Þetta var sú hliðstæða, sem bent var á af honum. Það er Því ljóst orðið og viðurkennt, Bræðraborgarstígur 34 Kristileg samkoma í kvöld kl. 8.30. Allir velkomnir. Aðalfundur Judofélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimili þess Judokan að Skipholti 21, 29. desember nk. kl. 7.30 sd. Stjórnin. Skrrfstofa Félags einstæðra foreldra er að Traðarkotssundi 6. Opið er mánudaga kl. 17—21 og fimmtudaga 10—14. S. 11822. sem alltaf var vitað, að fram- kvæmdaráðið er í raun og vetru ekkert annað en lítil auka rikis- stjóm, þar sem völdin fara í öf- ugu hlutfalli við stærðina og raun ar er mimunurirm sá, að hin stænri ríkissrtj órn ber ábyrgð fyr- ir Alþingi, bæði fyrir sig og hina ríkisstjómina. Hins vegar ber hver kommissaranna væntanlega ábyrgð gagnvart þeim flokki, sem hann er fulltrúi fyrir. Óþarft er þó, að vera með miklar getsakir í þessu efni, reynslan mun senn skera úr hvemig temgslum kommissaranna verður háttað og hvers eðlis þeir eru, mun þá og á sannast að svo illa, sem mönr.um er við þessa þrenningu nú og hlut verk hennar, þá verður mönn- um þó enn verr við tilkomú henn- ar síðar, eftir að áhrifa hennar tekur að gæta í athafnalífinu og bitna á lífskjörum fólksins í landinu. f þessu sambandi þykir mér rétt að vekja athygli á ummælum, sem Ragnar Am- alds viðhafði hér um kommissar- ana og völd þeirra. Þá fór hann ekki dult með að hann lítur á stjóm stofnunarinnar sem eins konar afgreiðslustofnun, sem litla þýðingu hefur aðra en þá, að vera eins koniar gæðastimpill eða vörumerki, annað sæju komm issararnir um, en hann komst svo að orði: „Það leiðir því að líkum, að enda þótt framkvæmdaráðið fjaili allýtarlega um þessi mál öll, þá hlýtur stjórnin að setja þar sinn lokastimpil á.“ Ég get ekki Skilið svo við hið pólitíska eðli kommissaranna að ég láti ekki í ljós undrun yfir þeim ummæl- um forsætisráðherra, sem hann viðhafði hér í dag, að við Siálf- stæðismenn umfram aðra hér í hinu háa Alþingi hefðum vantrú á pólitík og pólitískum mönnum í trúnaðarstöður. Við höfum ekk- ert reynt að draga fjöður yfir neitt í þessu sambandi né í okkar máli, þvert á móti létum við þess þegar getið, að framkvæmdaráð- ið væri pólitískt í eðli sínu og þess vegna væri Framkvæmda- stofnun ríkisins pólitísk í upp- byggingu, en það hafa hins veg- ar aðrir menn gert, þeir hafa vbjað tala sem allra minnst um hið pólitíska eðli framkvædaráðs- ins þangað til nú, að ekki þýðir lengur að dyljast og það kalla ég að hafa vantrú á pólitík og þeim, sem við hana fást og þó sérstak- lega sinni eigin pólitík, að hafa ekki kjark til að segja þegar í stað hvernig aJlt er í pottinn bú- ið. Þetta er mitt mat á því, allir aðrir geta svo haft sitt mat, en það hygg ég að sé sanrumæli og sammæli, að við Sjálfstæðismenn þurfum ekki að bera kinnroða fyrir og gerum það heldur ekki þótt einhverjar aðgerðir í at- vinnuiifinu beri okkar flokks- stimpil, það vita allir, sem þann stimpil sjá, að þar er ekki verið að þrengja að neinum, þar er ekki verið að skarrumta neitt né koma á nýjum hömlum. Einkum voni það þó ein um- mæli forsætisráðherra, sem ég vil sérstaklega gera athugasemd við, en ég hygg, að hann hafi sagt orðrétt hér i dag: „Ég stað- hæfi það, að það hafa engir fremur en Sjálfstæðismenn not- að pólitíska aðstöðu sína.“ Og nú reynir á það, í hvaða merkingu hann notar orðið pólitískur. Ef Aðalfundur Sögufélagsins verður haldinn í Félagsbeimili stúdenta við Gamla stúdenta- garðinn fimmtudaginn 30. des. nk. og hefst hann k.l 5 (17). Dagskrá samkvæmt félagslög- um. Haraldur Sigurðsson bóka- vörður segir frá kortagerð Magnúsar Arasonar. Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins að Austurgötu 6 Hafnarfirði aðfangadag kl. 6 ef h. jóladag kl. 10 f. h. Hörgshlíð 12 Reykjavik jóladag kl. 4 e. h. 2. jóladag kl. 8 e. h. það er jákvæðrar merkingar, og ég hefi enga ástæðu til þess að ætla annað eftir ræðu hans hér í dag, voru þetta vissuiega orð í tímia töluð, sanngjöm og vitur- leg niðurstaða eftir langan stjómmálaferil. Meirihluti fjárhagsneíndar hef ur lagt til, að vald Framkvæmda- stofnunarinnar verði enn aukið frá því, sem í frv. segir, með því að lagt er til að stjóm hennar geti með samþykki ríkisstjórnar sett almennar reglur um hvers konar framkvæmdir skuli hafa forgang umfram aðrar og að op- inberum sjóðum og öllum lána- stofnunum I landinu, ríkisbönk- um, einkabönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum kaupfélaga, ég skil það svo, það verður þá leiðrétt ef rangt er með farið, að þama sé einnig átt við inn- lánsdeildir kaupfélaganma, sé skylt að haga lánveitingum sín- um í samræmi við það án tillits til ákvæða þeirra laga, sem um þessa sjóði og lánastofnanir fjalla, það geta menn svo metið hver fyrir sig, til hvers konar glundroða beiting slíks valds mundi leiða. SÉRSTÖK STJÓRN BYGGDASJÓÐS Við höfum 1 minnihluta fjár- hagsefndar gert það að tillögu okkar, að Byggðasjóður skuli lúta sérstakri þingkjörinni stjórn. Ástæðan til þess er aug- ljóslega sú, að í svo viðamikilli stofnun sem Framkvæmdastofn- un ríkisins verður samkvæmt frv. er hætt við, að Byggðasjóð- urinn verði útundan og ég tók sérstaklega eftir þvi, að Tómas Karlsson var mér sama sinnis í ræðu sinni hér i dag um um- fang stofnunarinnar, þegar hann sagði, „að verkefni stofnunar- innar snúast um sjálfan kjarn- ann i landmálapólitík landsins". Ég minni ennfremur á það, að sú hefur einnig verið hugsun Framsóknarmanna og vitna ég í því efni til stjórnarsáttmálans, að Byggðasjóðurinn skuli lúta sérstakri stjóm. 1 sama anda var grein, sem Þórarinn Þórarinsson, formaður þingflokks Framsókn- arflokksins, skrifaði í blað sitt Tímann hinn 17. okt. sl. Það frv., sem hér liggur fyrir, sýnir, hvernig við efndimar er staðið með því að ákveðið er, að Byggðasjóðurinn verði eins kon- ar útibú frá stórri og umfangs- mikilli stofnun. Ég vil þó ekki vanþakka það, að fjármagn Byggðasjóðs hefur verið aukið verulega, þótt það að vísu hafi ekki verið aukið í þeim mæli, sem fyrri skoðanir Framsóknar- maona gáfu e.t.v. tilefni til að ætla, að verða mundi. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um frv. það, sem hér liggur fyrir. Ég ítreka þó enn þann kviðboga, sem ég ber í brjósti fyrir því, að hið mikla vald, sem í írv. er, er fært í hendur örfáum mönnum, verði misnotað og hafi þannig lam- andi áhrif á athafnalífið I land- inu og uppbyggingu þess. Á hinn bóginn vekur það vissulega góð- ar vonir, hvert viðhorf forsætis- ráðherra er í þessum efnum, en hann hefur marglýst þvi yfir þvert ofan í það, sem Ragnar Arnalds hefur sagt, að með frv. þessu sé ekki stefnt til þjóðnýt- ingar né fjárfestingarhaíta. Þvert á móti sé tilgangurinn sá að rétta einstaklingsframtakinu örvandi hönd. Ég skil orð forsæt- isráðherra svo, að þrátt fyrir allt sé hann þeirrar skoðunar, að frumkvæðið í atvinnulífinu eigi ekki að vera í höndum rik- isvaldsins, heldur í höndum ein- staklingsins, fólksins, sem land- ið byggir. Ég vænti þess þvi, að forsætisráðherra beiti áhrifum sinum til þess, að vægilega verði með það ægivald farið, sem með frv. þessu er fært í hendur ör- íáum mönnum. — Möskvastærð Framhald af bls. 14 net með minni möskvastærð eða allt niður i 7 tommu möskva og jafnvel nokkuð niður íyrir það, þannig að ef svo heldur áfram, kemur að því, að farið verður að veiða ókynþroska fisk i þorska- netin, og munu flestir telja það háskalega þróun. Veiðar í þorsknót hafa ávallt verið mjög umdeildar. Sam- kvæmt reglugerð nr. 191/1969 er leyfiieg lágmarksmöskva- stærð þorsk- og ýsunóta 110 mm, og er hér um að ræða 10 mm minni möskvastærð en leyfileg er við veiðar í botnvörpu. Þegar athugað er, að nóta- veiðar eru mest stundaðar á uppeldisstöðvum ungfisks og á hrygningarstöðvum, þar sem þorskur og ýsa hrygna, og að þessum veiðum eru engin tak- mörk sett um fjarlægð frá landi, verður að telja, að fiskistofnun- um geti stafað bein hætta af þessum veiðum, og því eðlilegt, að þær verði bannaðar, enda hafa þær að einstaka tilvikum undanskildum frekar orðið út- gerðinni til fjárhagslegs tjóns en ábata." — Vínber Framhald af bls. 12 hið minnsta hrædd við að fljúga, því að þau töldu sig vera í öruggum höndum. Colin Bum, forstöðumáður barna- heimilisins, er ótrúlega fjöl- hæfur í þeirra augum og þau bera mikla virðingu fyrir honum. Þess vegna töldu þau það sjúlfsagðan hlut, að hann flygi flugvélinni báðar leiðir. Og í gærkvöldi, er þau komu til barnaheimilisins á ný, voru þau í hjarta sínu ákaflega þakklát fyrir þessa einstæðu ævintýraferð •— þakklát Alpine-Everest-fyrir- tækinu, sem bauð þeim, þakk- lát öllum þeim fslendingum, sem greiddu götu þeirra, þ.á.m. Ferðaskrifstofu ríkis- ins, sem skipulagði alla dag- skrá íslandsheimsóknarinnar, Reykjavíkurborg, sem bauð þeim til veizlu í Skíðaskálan- um, starfsfólki Hótel Sögu, sem lagði sig allt fram um að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta (börnunum þótti það t.d. sérstaklega skemmtilegt, að geta sjédf pantað hvað sem þau vildu til morgunverðar) og siðast, en ekki sízt, þakklát jólasveinin- um, sem fór fram úr öllum vonum þeirra, fyrir það hvað hann var skemmtilegur og góður. Ferð þessi hefur vakið feiki lega mikla athygli fjölmiðla í Englandi. Þannig kom t.d. fréttamaður BBC-útvarpsins og ræddi við bömin áður en þau lögðu af stað í ferðina. Hann spurði einn lítinn dreng, hvað hann vissi um ísland, og drengurinn romsaði upp úr sér ótrúlega mörgum stað- reyndum um landið, eins og t.d. að þar væri kalda-ra en í Engfliandi og mikill snjór, en þó væri fullt af heitum hverum og húsin hituð upp með hvera vatni, og þamnig hélt hann. lengi áfram. Fréttamaðurinn varð geysilega hrifinn af hcmum og þegar hann loksina komst að aftur, sagði hann: „Þú veizt aldeilis mikið! Þú hlýtur að hafa verið að iesa í alfræðioaðabók." „Nei,“ svar aði stráksi, „hann herra Bum sagði mér þetta allt saman fim-m mínútum áður en þú spurðir mig!“ — sh. — Minning Margrét Framhald af bls. 23 og þýðingaf. Náði þlaðið iniklum. vinisældum og var í góðu áliti. Naut þar kennarahæfni heninar og góðra rithöfundarhæfileiika. Kunnust er Margrét sem rit- höfundur í ljóðum og lausu málL Þótt hún væri talim ágætur kennari að dómi rr.erkra manna, sena nutu hjá henni slkólavistar, þá ruáði hún til fleiri nememda með bókum sínum, þótt með öðiruim hætti væri. Frá henni komu nokkrar ljóðabækur, fogur ljóð og virasæl. Einnig skrifaði hún nokkrar bar-niabsekur — ekki færri en átta. Hefur þeirra bóka verið að góðu getið í ritdómum. Man ég sérstaklega eftir umsögn tveggja ritsnillinga, þeinra '’r. Guðimundar Finmbogasonar og dr. Helga Péturss, sem töldu bæ-k- uniar vera hinar merkustu og skrifaðar á svo fögru máli sem barnabókum hæfði. Segja má að Margréti væri ættgengt úr Egils kyni að vilja hleypa heimdraganum og fara um ókunnar slóðir. Hún fór oft utan, bæði til Norðuriamdamma og einmig suður í heim. „Sá hún borgir og kynmtisit skaplyndi margra manna. Hún sótti heim marga merka staði, skoðaði fornar minjar og naut sín þá ágætlega. Ekki vil ég leyna því, að Mar- grét var stórbrotin og auðsærð. Eru það kynfylgjur úr föðurætt okkar. Olli sá eiginileiki henini óþægindum á stundum. En hrein og bein var hún í öllum -am- skiptum og drengileg. Krafðist hún hi»s saima af öðrum. Jafnan var hún fljót til sátta þar sem góðu var að mæta. Tryggðatröll var hún í vináttu og vimum sáraum hollvættur. Er mér einkar mintnr isstætt, hve kappsamlega hún veitti lið vinum sínum, ef þeir voru illa staddir. Mun-aði þá vel um fylgi henmar, því að hún fóir hamförum. Það fór eftir öðru. Hvergi var hún hálf í verfd. Margrét giftisit haustið 1959 Magnúsi Péturssyni kennara, Borgfirðin-gi að ætt. Var það henm-i mikið gæfuspor, því að Magnúsi er um allt vel farið: gáfaður man-n-kostamaður. Attu þau góða samleið og höfðu um margt sameiginlegt mat á bók- menntum og æðstu verðimætum lífsins. Virtist mér sambúð þeirra vera hin bezta. Margrét var til moldar borin hinn 14. desember að viðstoddu fjölmenmi. Að leiðarlokum þakka ég Mar- gréti, ásamt konu minmi og dætrum, órofa tryggð og góð kynmi á liðnum árum. Leggur Sól- veig dóttir mín sérstaklega áherzlu á þær þakkir að sínu leyti. Sendum við svo manni heninar, hálfsystkinum og sifjungum heil- huga samúðarkveðjur. 15/12 1971. Kolbeinn Kristinsson. — Gárur Framhald af bls. 16 Það er svona jafnréttfi, sem ég kann að meta. Ég held að gamli fra-mkvæimda- stjórinn minn hafi ekki verið neitt sí- talandi um réttindi kvenna eða hve mjög hann styddi þau. Hefur kannski fundizt þau svo sjáifsðgð að ekki þyrfti mörg orð um. Og ekki veit ég til að hér sé á það minnzt að það sé sérstak- ur velvilji eða sýni framfaraanda að iáta okkur konurnar hafa sömu skyld- ur og sömu réttindi og karlmennina. Það er einfaldlega ekki um það ræt-t, en kemur af sjálifu sér. Það þarf vist ekki svo mörg orð um það, ef hugar- farið er rétt. En sé huganu-m hætt við hrösun, verður auðvitað að tala hátlt og mikið á móti. Ætli það gildi ekki sama um þetta eins og aðrar syndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.