Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 19
MORGU'NBLAÐLÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 19T1 19 Ný Lög frá. Alþingi: Ákvæði verðstöðv unarlaga gilda allt næsta ár Jólatré frá Jót- landi á Akranesi AKRANESI 20. desember. — í gær, laugardaginn 18. desember kl. 4 e. h., var kveikt á jölatrénu á Akratorgi á Aikranesi. Tréð er gjöf vinabæjar Akra- ness í Danmörku, bæjarins T0nder í Suður-Jótlandi, sem um xnörg undanfarin ár hefur fært Akraneskaupstað jólatré að gjöf. Formaður Norræna félagsins á Akranesi, Þorvaldur >orvalds- son, afhenti jólatréð fyrir hönd T0nderbúa en Belinda Rigmor Asp, 10 ára dönsik-íslenzk stúlka, taveikti A trénu. Kirkjukór Akra- ness og Barnakór Tónlistarskól- ans sungu jólasálma við undir- lleita lúðrasveitar Tónlistarstaól- ans undir stjórn Þóris Þórisson- ar. Gylfi Xsaksson, bæjarstjóri, veitti trénu viðtöku fyrir hönd bæjarbúa. — H. T. Þ. — Verkfallið Framhald af bls. 32 strönid Bandaríkjanma, rynni út 13. febrúar nk. og eftir fréttum að dæma hefði lítið þokazt í átt tili lausnar, þannig að almennt væri talið, að til verkfalla kæmi aftur og gæti það þá skapað aukna erfiðleika. Morguniblaðið sneri sér einnig til Guðmundar H. Gairðarssonar, blaðafulltrúa SH, og Guðjóns B. Ólafssonar, frkvstj. sjávarafurða- deildar SÍS, og spurðist fyrir um, hvort verkfallið myndi hafa ein- hver áhrif á framleiðslu frysti- húsanna í laindinu. Guðmundur H. Garðar9son sagði, að um mámaðaimótiin nóv.— des., hefði SH verið búið að af- skipa um 89% framleiðslu írysti húsa sinna á móti 93% á sama tiíima í fyrra. í desiemtoermánuði, aagði Guðmumdur, að framleiðsla væri ekki mikil og fairmiainna- verkfallið ekki komið að sök þesis vegna ervnþá. Hvað yrði, ef lausn verlkfailsinis övægisf á langinn, villdi Guðmundur ekkert um segja, en gat þess, að síðustu ár- im hefði byrjun vertíðar stöðugt færzt fjær áramótum. Guðjón B. Ólafsson sagði, að verkfallið hefði engin áhrit haft á útflutning sjávarafurðadeildar- ininar og myndi ekki gera næstu vikumar. Guðjón sagði, að þeir ættu ákaflega lítiinn fisk nú til að fflytja út, þar sem þeir hefðu í haust birgt vel upp verksmiiðju Sína í Bandaríkjunuim af ótta við verkfölil á austurströndinini þar. — Slippstöðin Framhald af bls. 32 verið aðailnýsmiíðaverk'eflni fyrir- tækisins sl. þrjú áir og koma efeki tii endanllegs uppgjörs fyrr en á yfirstandandi ári. Þar að auki er tap til miðs september 1971 talið 7,9 milíij. kr. og er þar inni- falið tap á simiiði þrigigja báta, sem skilað hefur verið á árimu 1971, samitalis um 6,7 mi/llij. kr. Samtals er tap þeirra tæpu fimm ára, sem hér um ræðiir nær 64 rmifflj. kr. og þar með upp urið að mes'tu eða öllu eiigið fé fyrir- liætoisins. Morgunblaðið haifði í gær siam- band við Gunrnar Ragnarsiso'n, frkvstj. Slippstöðvarinnar, og spurði hamn um þessi mál. Hanni kvaðst sem minmst vilja um þau segja að svo stöddu, en gat þess þó, að í áætlun, sem Slippstöðv- airimenn hefðu gert, hefði veriS lagt fram, að um 100 millj. fcr. þyrfti til að koma rekstri fyrir- rækisins á viðunandi grundvöll. Sú upphæð skiptist nókkurn veg- imm til helmimga milli samansafn- aðra lausaskuida og frekari upp- oyggingar fyrirtækisins, sem Guninar sagði, að aldrei hefði verið lókið við og lítið verið uncnt að sinna í taprekstri undamfar- inima ára. Gunnar Ragniarsson sagði, að þeir væru nú langt kominir með smíði tveggja 105 tonna báta sem reynt verður að sjósetja milli jóla og nýárs, ef veður leyfir og gerðir hafa verið smíðasamning- ar um fjögur skip onnur; einm 105 tonina bát, annan 150 tomnia og svo tvo skuttogara. Guninar sagði, að smíði skuttogaranna ætti að geta komizt á fraim- kvæmdastig upp úr áramótum. Með þessu eru fyrirtækinu tryggð verkefni til a. m. k 30 mánaða. — Bangla Desh Framhald af bls. 1 Pakistana á einhvern hátt. Marg ir erlendir fréttamenn horfðu t.d. hjálparvana á fjóra menn pyndaða til dauða á götu í Dacca sl. sunnudag. Indverjar hafa aukið mjög eftirlitsferðir sínar til að koma i veg fyrir slíka atburði. Þá verður og mikil þörf fyrir hjálp Indverja og annarra við að koma flóttamönnunum fyrir, þegar þeir fara að streyma aftur til síns heima. Þeir eru þegar farnir að snúa heim í stórum hópum, en eins og ástandið er nú í Bangla Desh er útilokað að þeir fái nóg að bíta og brenna. Á ÞRIÐJUDAGINN var sam- þykkt sem lög frá efri deild frum varp ríkisstjórnarinnar um breyt ingu á lögum um verðlagsmál. Pela þau annars vegar í sér, að ríkisstjórnin skuli skipa formann verðlagsnefndar, en fram að þessu hefur ráðuneytisstjóri við skiptamálaráðunéytisins sjálf- krafa verið formaður nefndairinn ar. Þá voru samþykkt ákvæði til bráðabirgða við frumvarpið, sem fela í sér samsvarandi ákvæði verðstöðvunarlaganna um, að ó- heimilt sé að hækka hvers konar verð á vörum og þjónustu- nema með samþykki ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum stjórnarflokkanna og þingmanna Alþýðuflokksins, en þingmenn Sj álfstæðisflokksins sátu hjá. Þingmenn Sj álfstæðisflokksins í fjárhagsnefnd, Geir Hallgríms- son og Halldór Blöndal, skiluðu svohljóðandi nefndaráliti: „Efni ákvæða til bráðabirgða í frumlvarpi þessu eru heimildir samhljóða ákvæðum, sem var að finna i lögum um verðstöðvun frá 19. nóv. 1970. Fyrrverandi rík isstjórn lýsti því yfir fyrir alþing iskosningarnar, að hún mundi framlengja verðstöðvun til ára móta, og núverandi ríkiisstjóm gaf út brbl. þess efnis, sem að vísu hafa enn ekki hlotið stað- festingu Alþingis. Núverandi ríkisstjóm hefur ekki gert grein fyrir, hvernig hún ætlar að standa að verðlagsmál unum til frambúðar, og fyrir liggur, að ný löggjöf í þeim efn- um verður ekki lögð fram á þessu þingi. Þess í stað varpaði ríkisstjórnin fram ákvæðum til bráðabirgða örfáum dögum fyrir þinghlé án fyllri skýringa á því, hvernig að þeim málum yrði stað ið. Við teljum, að flutningur þessa máls á Alþingi nú, sé staðfesting irikisstjórnarinnar á því, að jafn vægisleysi riki í efnahagsmáium. — Pólland Framhald af bls. 1 við stöðu fjárimáilaráðiherra. Fyrr í þessum mánuði missti 'Jedry- chows'ki sæti sitt í forsætisnefnd- inni, en hann hefur verið utan- ríkisráðherra frá árinu 1968 og gegmt ýmsutm háttsettuim stöðum innan komimúnistaflokksins síð- ustu 20 ár. Jozef Cyramkiewicz rnissti einnig sæti sitt í forseetis- nefndinni. Breytingar þær, sem gerðar hafa verið á forystu kommún- istaflokksins og nú siðast á ríkis- stjórninni eru taldar benda til þess, að Edward Gierek flokks- leiðtogi hafi styrkf stöðu sína ári eftir að hann komst ti'l valda, en það gerðist eftir óeirðirnar í hafnarborgunum við Eystrasalt i desember sl. — Olía Framhald af bls. 32 Jónsson, Önundur Ásgeirsson ásamt Árna Þorsteinssvni, svo og Sveinn Björnsson, fulltrúi i viðsikiptaráðuneytinu. Samningar hiafa nú tekizt: og er umsamið magn um kaup á árinu 1972, sem hér segir; 250.000 tonn af gasoMu, 90.000 tonn af fuelloMiu oig 60.000 tonn af bensíni, mieð heimild kaup- anda til að minnka eða auka um- samið rmagn um 10%. Verðimæi samningsins er áætlað um 900 miHjönir króna. Samnimgurinn var undirritað- ur í gær og gierðu það L. Shiush panov, aðstoðarforstjóri og Þór- halllu.r Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri.“ Þetta jafnvægisleysi má að okk- ar dómi rékja til aðgerða ríkis- stjórnarinnar og ram.grar stjóm- arstefnu og m>un ágieraist með samþykkt þess fjárlagafrumvarps sem nú liggur fyrir til lokaaf- greiðslu og gerir ráð fyrir um 50% hækkun á útgjöldum ríkis- sjóðs frá síðustu fjárlögum. Þótt nauðsynlegt sé í slíku jafn vægisleysi sem nú rikir að hafa. verðlagseftirlit, teljum við skyldu stjórnvalda að miða ráðstafanir sínar við það, að ururtt sé að létta hinni svokölluðu verðstöðvun af stig af stigi, en það hiefur rikis- stjórnin látið undir höfuð leggj- ast að gera. Slik löggjöf getur verið eðlileg um skamman tíma, en til langframa hlýtur hún að koma í veg fyrir eðililega verð- myndun i landinu. Loks teljum við óþarft og skað legt að skerða svo sjálfræði og sjálfstæði svei'tarfélaganna tii langframa sem gert er í ákvæð um til bráðabirgða, enda bera sveitarstjórnir pólitíska ábyrg'ð gagnvart umbjóðendum sínum og verða að standa þeim reiknings- skil gerða sinna. Með tilvísun tiil framanritaðs treystum við okkur ekki til að standa að samþykkt frv.“ Höfuð- kúpu- brot MAÐUR höfuðkúpubrotnaði, þegar harður árekstuir varð milli Trabanit-bíls og Land-Roveir- erjeppa Við brúna yfir Hölimsá í gær. Grunur leitaur á, að ökumað- ur Trabantsins haffi verið undir áhriflum áfengis, ag ók hanin á vinlstri v egarheimiinigi. Báðir bíl- arnir ákemimdust mikið. Sá sem slasaðist, var farþegi í Trabant- bílnum. • • Oldruð kona fyrir bíl SJÖTÍU og tveggja ára kona, Si'gurlaug Kristjánsdóttir, Lang- holtsvegi 1, varð fyrir bíl á Snorrabraut laust eftir klutakan 14 í gær. Hlaut Siiguriaug höfuð- högg og var flutt í slysadeild Borgarspítalans. Eftir að meiðsli hennar höfðu verið rannsökuð var hún lögð inn í sjúkrahúsið. Óhappið varð með þeim hætti, að konan gekk yfir götuna, beint I veg fyrir Volkswagenibíil, sem ekíð var suður Snorraibaut á hægri ferð. Ökuimanni tökst ekki að stöðva í tæka tíð og kastaðist konan upp á framrúðu bílsins, sem brotnaði. BANDARÍKIN: Sameiginleg nefnd beggja deilda Bandaríkjaþings sam- þykkti nýlega að mæla með frumvarpi um 1,6 milljarða dollara (140 milljarða króna) fjárveitingu til baráttunnar gegn krabbameini. Búizt er við að frumvarpið njóti stuðnings Nixons forseta og nái fram að ganga. 4. Frum- byggja- bókin komin INDlÁNAEYJAN heitir 4. bókin I bökaflioklkn'Um Frumbyggja bókunum sem bókaútgáfa /Esk- unnar gefiur út fyrir þessi jtód. Þetta er myndarleg bók, í söfiu bandi. Næsta bók i þessum fWdki mun heita Barálttan við IndSáiir ana. Höflundur bötaa þessara er Elmer Horn, en þessa síðustu bók þýddá Jónína Steinþórsdiðlltir. Indíánaeyjan er 127 bls. að stærð með mörgum teikninigum eftir Gunnar Bratlie. Á bótaar- kápu segir svo um bókina: „1 þessari bök er sagt frú fyrsta ári landnemanna á Indí- ámaeyju við Úlflsvatn og ýmsium hættum og ævintýrum, sem drentg irnir l'enda í, bæði í skógunum oig á vatninu. Fólkið er aildrei ör- uggt fyrir Xndíáinum í skóginium. Sagan endar á þvi, þegar dreng- irnir bjarga uxnkamiuiausri finnskri stúltau úr eyðieyjiu á vatn inu.“ Bonn lækkar forvexti Frankfurt, 22. desember — NTB-AP FORVEXTIR í Vestur-Þýzka- landi voru í dag lækkaðir um hálft próserut eða úr 4%% í 4%. Tilkynnti bankastjóri seðlabank- ans, Kari Klasen, að þessi vaxta- lækkun tæki gildi frá og með fimmtudeginum. Talið er, að eitt meginmarkmið vestur-þýzka seðlabankans með þessu sé að losa um eitthvað af þeim 12000 milljónum dollara, sem safnazt hafa hjá honum i eriendum gjaldeyri. Muni eitthvað ml þessu mikla fé leita til annarra landa, þar sem forvextir eru hærri og þá ekki sízt með tilliti til þess, að réttara gengi sé nú komið á milli gjaldmiðla heims en áður og þvi síður framtíðar- von um gróða af gjaldeyris- braski. — Tillaga Framhald af bls. 2 sambandi við viðtal við yður sem birtist í Morguntolaðinu 23. ökt. s.l., þar sem þér víkið að fjármálum Háskólans. Meðal íslendinga erlendiis eru allmargir háskólamennitaðir menxi og sumir þeirra hafa ein- hverxi tíma stu.ndað nám við Há- ákóla fslands. Ýmsir þessana manna munu hafa mikinn áhuga á vexti og viðgangi Háskólans og eru þegar mörg dæmi til sýnia um það. Hygg ég lað reglulegar fjánsafnanir, jafnvel árlegar, til haxida Háákólanum meðal þeirra myndu geta borið góðan árang- ux\ f samlbandi við þessa hugmiynd vil ég benda á eftirfarandi at- riði: a) Flestir einkaháskólar í Banda- ríkjunum hafa slikar fjáraafn- anir á hverju ári meðal fynri nemienda sinina. Bera þaar jaflnan góðan árangur og eru mikilvægur þáttur í fjármál- um háskólanma. b) Sendiráð íslands eða fslend- ingafélög hafa senmilega heixn- ilisföng flestra íslenzkra há- skólamenmtaðra mainna sem búsettir eru erlendis og ættu því auðveldlega að geta náð til þeirra. c) Fjársöfnun af þessu tagi ber beztan árangur ef ákveðið takmiark er fyrir hendi sem söfnunimmi svo er ætlað að stefna að. Tek sem dæmi byggingu á nýju bókasafmi. Ég hef nefnt þessa hugmynd við fáeina háskólakennara á ís- landi og hef yfirleitt fengið góð- ar undirtektir. Vona ég því að þér og Háskólaráð getið tekið hana til atthugunar. Með beztu kveðjum. Virðingarfyllst, Sigurður Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.