Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 10
10 . MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971 besbbbeebbb BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Jóhann Hjálmarsson skrifar um J 6] K] M [] E] N m i [] R Utlendingur í eigin hjarta Sveinn Jónsson rúmlega þrítugiir. SVEINN FRAMTÍÐ VRSKAI.D Björn O. Björnsson tók saman. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1971. ÞEIR, sem einu sinni l'ásu ís- lenzkan aðal Þórbergs Þórðar- sonar, uppljómaðir af frásagnar gáfu meistarans, minnast kafl- ans um Svein Jónsson, hið róm- antísíka heimsþjáningarskáld. Það var Sveinn, sem orti: Eit- ur meira eitur! Ör vil ég dansa og heitur. í íslenzkum aðli es ■Sveini lýst sem skáldi, sem miM ar vonir voru bundnar við. Þór- bergur segir, að hann hafd ort vel: „Lýrik hans var hreinrækt- aðri en þá gerðist meðal yngri síkálda og hagyrðinga." Það kemur þess vegna á óvart að sami Þórbergur Þórðarson, að visu undir dulnefninu Grírnn ir, átti mestan þátt í að svipta Svein Jónsson þeim frægðar Ijóma, sem lék um hann í Menntaskólanum, með grein í Skinífaxa, blaði skólafélagsins Framtíðarinnar; greinin nefnd- ist Trúin á vonarpeninginn og hafði mottó, tekið að láni hjá Steingrími Thorst.: Með oflofi teygður á eyrum var hann, o.s.frv. Þessari grein hafði Þór- bergur smyglað inn í Skinfaxa, því að hann var alls ekki nem- andi Menntaskólans. Séra Björn O. Björnsson, sem tekið hefur saman bókina Sveinn Framtiðarskáld, telur að grein Þórbergs hafi haft mikil áhrif á skólapilta og einnig við- kwæmt geð Sveins Jónssonar. Kann var vanastur þvi, að á hajnn væri litið sem snilling og upprennandi stórskédd .S ögu Sveins Jónssonar segir Bjöm O. Bjömsson í skilmerkilegri rit- gerð, sem hann nefnir: Sveinn Jónsson, maðurinn og skáldið. Björn var einkavinur Sveins og hefur með Sveiipi Framtiðar- skáldi sýnt honum þajkkarverða ræktarsemi. Aðrir, sem eiga greinar um Svein í fyrrnefndri bók, eru Sigurður Nordal, Björn K. Þórólfsson og Bolii Thorodd- sen. Grein Þórbergs úr Islenzk- um aðli er endurprentuð í bók- inni, sömuleiðis Grimnisgréinin í Skinfaxa. Einnig er birt Ijóð eftir Davíð Stefánsson um Svein. Bðkinni lýkur á fimmtán sendibréfuim, sem Sveinn skrifaði Birni vini sinum frá drýkkju- maninahæli í Danmörku, en í því landi dvaldist Sveinn lengst og þar lést hann af völdum um- ferðarslyss í janúar 1942. Sveinn var fæddur 1892. Meginefni bókarinnar er vit- anlega ljóð Sveins Jónssonar, en þess ber að gæta, að margt hiefiur glatast af þvi, sem hann orti, svo að bókin gefur þess vegna enga fullkomna mynd af skáidskap hans. En hún er prýðileg sýnisbók sem slík, af- hjúpar leyndardóminn um skáldgáfu Sveins, sem mörgum lieikur eflaust forvitni á að kynnast. Sigurður Nordai segist ekki sjá þess merki, að Sveinn hefði getað orðið „meiriháttar skáld“ og er ekki laust við að Nordal kenni nokkurs samviskubits yf- ir að hafa átt mestan þátt í að koma Sveini á „réttan“ kjöl í ttfinu, gem úr honum hversdags legan góðborgara. Nordal gekk fram fyrir skjöldu í því að korna Sveini á drykkjumanna- hælið og eftir veru sina þar læknaðist Sveinn af drykkju- sýkinni, en um leið að mestu af skáldskapnum, sem hafði verið lifstakmark hans og aðaláhuga- mál. „Sveinn var ekki skáldefni að eins — hann var skáld“, segir Björn O. Bjömsson í ritgerð sinni um hann. „Innskoðun er aðalyrkisefni hans,“ segir Björn ennfremur og leggur áherslu á hve framandleikavið- horf hans til jarðlífsins sé ein- stakt meðal isienskra skálda; i því efni eigi Sveinn jafnvel „metið". Ljóð eins og Út lendingur í eigin hjarta styðja þessa skoðun Bjöms, enda hreifst Sveinn, að sögn Björns, af skáldum eins og Baudelaire og Sigbjörn Obstfelder; sá síðar nefndi, einn af upphafsmönnum ljóða í lausu máli á Norðurlönd um, orti um sjálfan sig sem gest, eins og Sveinn gerir svo oft, mann, sem hafnað hafi á rangri stj'örnu. Obstfelderand- ann er viða að finna í ljóðum Sveins og þess vegna var hann nýjiungamaður i islienskri Ijóðlist. Dönsku ljóðin eftir Svein eru til vitnis um álika viðhorf til lífsins. í Ijóðinu Útlendingur í eigin hjarta kallar skáldlð sig gest í Hafliði Hallgrímsson lék með Árna Kristjánssyni á tónleikum Tónlistarfélagsins laugiardaginn 11. desember s.l. Á efnisskránni voru þrjú verk, Sónata nr. 2 í D-dúr eftir J. S. Bach. Sónata í g-moll op. 5 nr. 2 eftir Beet- hoven og Sónata i F-dúr, op. 99 nr. 2 eftir Brahrns. Óneitanlega saiknaði rnaður þess að heyra ekki einhver nýstárlegri við- fangsefni, t.d. frá Englandi, þar sem Hafliði hefur nú búið um skeið, eða þá eitthvað, sem hann hefur samið sjálflur. Þessi fjölhæfi listamaður hefur nefni lega ekki eingöngu tekið sér stöðu með fremstu hljóðfæra leikurum íslenzkum, heldur lagt sttrnd á myndlist og tónsmíðar. En Hafliði er líka fjölhæfur túlkandi og bregður sér í ýmis líki, hægu þættir Bachs urðu eins konar dreymandi ihuganir, en hinir hröðu í anda opinberra flugeldasýninga. Þar var iika nokkuð áberandi ósamræmi í hraðavali flytjendanna, annar vildi sleppa taumunum, þegar hinn vildi halda í þá. 1 Beethoven sónötunni var vel haldið á óvenjuhægu „Ad- agio sostenuto", en hrððu þætt- imir tveir héldu sér innan hóf- samlegra marka, þótt tilefnin séu þar æði mörg til ofsahraðra upphlaupa. Saimsvarandi hóf framandi landi, heimilislausan útlending í sínu eigin hjarta. Ljóðið er í lausu máli eins og fleiri ljóð í Sveini Framtíðar- skáldi, en þessi frjá'lslegu Ijóð eru, án þess að vera bes iu Ijóð bókarinnar, visbendimgar um tíma Sveins, leitina að nýju semd stýrði styrkleika og hljóð falli. Brahms-sónatan var Hafliða e.t.v. vandmeðfamasta viðfangs efnið, því að honum virðist standa nær „smámyndin“ en hið breiða, rómantíska „landslag" með ti'lheyrandi tilfinninga- þunga. En átök hans jukust með vamdanum, svo að Brahms kórnst í heilla höfn með kostum sínum og kynjurn, svo að báðir „stýrimenn", þeir Hafliði og Ámi, máttu vel við una. Daginn eftiir voru haldnir kammertónleikar í Dómkirkj- unni. Helga Ingólfsdóttir lék þar á sembal, Jón H. Sigur- bjömsson á flautu, Kristján Þ. Stephensen á óbó, Pétuir Þor- valdsson á celló og Rut Ingólfs- dóttir á fiðlu. Efnisskráin var löng, fyrst léku þau öll saman Sónötu eftir Joh. Fr. Fasch, siðan einleiks- sónötur fyrir fiðlu, flautu, öbó, celló og sembal og loks Kvint- ett fyrir öll hljóðfærin eftir Joh. Chr. Balh. Semballinn er ekki raddmikið hljóðfæri, og 1 sam- leik með hinum hljóðfærunum, sem tekið hafa miklum framför- um i raddstyrk frá þvi á 18. öld verður hann illa undir. í flutn- ingi tónlistar frá þessum löngu liðna tíma virðist þvi aðeins vera um tvær aðferðir að ræða: tjáningarformi. Við þekkjum stemninguna afitur úr ljóðum Jó hanns Sigurjónssonar, Jóns Thoroddsens S'kúlasonar og Sig urðar Nordails (Fornar ástir). Þetta var skáldskapur, sem lá í loftinu og átti síðar eftir að eignast varanlegri sess í bók- annað hvort að spila altt á nú- timahljóðfæri eða að draga fram gígjur og tréflautur, háls- digrar og hálsstuttar fiðlur með girnisstrengi, stemma einum tóni lægra en nú tíðkast og lofia sembalnum að njóta jafnræðis. Margt var sérlega skemmti- lega gert, safarítour óbóleikur Kristjáns, tær fiðluleikur Rutar. Jón hefur það „espressivan" tón, að hann virðist standa nær seið Debussy en stíl 18. aldar og í oellósónötunni var þó nokk uð ósamræmi i styrkleika, Pét- ur lék „piu forte“, þegar Helga dró úr raddstyrknum. Það er nú orðin nokkurs kon- ar hefð hér að spila mikið bar- Okk tónlist um jólaleytið eða i sambandi við aðrar kirkjuhátið ir. Þessi stíll er þvi að vinna sér sess sem „hátíðatónlist" — hið vandaðasta, sem hægt er að bjóða. Því miður eru hin eigin- legu barokkhljóðfæri ekki til i landinu, og er semball Helgu eirm sárafárra undantekninga. Enn meiri undantekning er, að hér sé fólk, sem beinlínis sér- hæfi sig i meðferð þessarar tón- listar — að likindum enginn ut an þrongs hóps orgelleikara og eina hérlenda sembalistans. Það hlýtur því að vera tímabært, að hér sé komið upp sómasamlegu safni, annað hvort sem nótna- og hljóðfærasafni Landsbókasafns- ins eða HáskÖlabókasafnsins, auk þess sem hingað sé ráðið fólk til að leiðbeina og kenma meðflerð þessarar tónlistar í öllu því, sem aldrei var sett inn í nótumar, svo sem leikur af fingrum fram eða skreytingar. Kammertónleikar eins og þess ir í Dómkirkjunni sýna að vilj- inn og getan eru fyrir hendl hjá okkar góða fólkl, en það hefur aðstöðuna gegn sér til að iðka þessa list verulega hátíðlega. Þorkell Sigurbjörnsson. Raffvélavirlci Óskum að ráða rafvélavirkja á rafmagns- verkstæði áliðjuversins nú þegar eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að umsækjendur hafi a. m. k. þriggja ára starfsreynslu. Þaim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu, er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar, Austurstræti. Reykjavík, og bókabúð Olivers Steins, Hafnar- frrði Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 29. desember 1971 í pÓ3thólf 244. Hafnarfirði. íslenzka álfélagið hf., Straumsvík. Jólafagnaður Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN heldur jólafagnað að Skiphóli, Hafnarfirði, 27. desember kl. 20, Þátttaka tilkynnist í sicnum 23476, 16589 og 23746. Félagar! Mætið vel og takið með ykkur gesti. Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um: TÓNLIST Tvennir tónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.