Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 22
* 22 MORGUNÐLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971 Höfum fyrirliggjandi og til afgreiðslu strax Kelvinator kæliskdpo 2ja dyra. Stærð: 315 lítra. Verð 37.500,00 krónur. — Hagstæðir greiðsluskilmálar. HEKLA HF. Laugavegi 170—172 Simi 21240 KÆLISKÁPAR Markús og mikil- væg skilaboð Ný bók eftir Þóri S. Guðbergsson I»órir S. Guffbergsson MARKÚS og mikilvæg skilaboð heitir nýútkomin bók eftir Þóri S. Guðbergsisan, á forlagi Æsk- unnar, 80 bls. að stærð, og bumd in í sterkt band. Segir svo á kápu siðu m.a.: „Saga þessi fjallar um þrjá hrausta og glaða unglinga. Markús er fremur alvarlegur, en athugull mjög og greindur. Matti vinur hans og frændi, er ákafur og galsafenginn, en Maja, frænka þerrra, falleg og fuil af ævintýra þrá eins og frændur hennair. Þau lenda í spennandi og einkennileg um ævinitýrum hjá afa sínum, sem er efnaverkfræðingur og far inn að eldast. Gaimli maðurirm eir mjög rökfastur og íhugull — og stundum getur hann sagt sögur hluta, sem hann heldur eða þreif air á. Hfver atbuxðurinn rekur annam og augu frændsystkinanna opnast fyrir geigvænlegri hættu, sem vofir yfir þeim og vinum þeirra. Þau eru ekki alltaf sasm mála, en ræða af hreinski'ini og einurð um vandamálin, sem þau takast á við. Endalokin verða þó á annan veg, en þau hugðu, en skilaboðin mikilvægu eiga að berast frá manni til manns svo hratt sern auðið er, og frændisystikinin voru staðráðin í að vinna sem bezt — fyrir Guð og náungann. Vandamálin eru mörg, hættan er talsverð, gátumar erfiðar, en allir unglingar hafa gaman af að glíma við vandamál og leysa gát ur, eins og Mairkús, Matti og Maja.“ Uppboð Knúts Bruuns; Ferðabók Olavíusar hæst — seldist á nær 50 þúsund kr. HINN 13. des. sL hélt Knútur Bruun þriðja og siðasta bóka- uppboð sitt á þessu ári. Á upp- boðinu voru seld 100 númer skv. uppboðsskrá eins og á tveim fyrri uppboðum og voru marg- ar bækur seldar á býsna háu verði. Þó er þess að geta að all- margar bækur fórui töfhivert undir MORGUNBLAÐSHUSINU sannvirði eins og vera ber á uppboðum. Eftirtaldar bækur eða ritverk fóru á hasstu verði, Islandica I—XXXVI bindi gefið út í Ithaca, New York, 1908—1953 var seld á kr. 19.980,00 óbund- in, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, gefin út í Kaupmannahöfn og Leipzig 1774 —75 var seld á kr. 13.320,00 en i bókina vantaði kortið. Sa Store Chateehismus, 3. útg., prentuð i Skálholti 1691, var seld á kr. 17.760,00 en fjögur blöð í þessari bók voru handskrifuð, en að öðru leyti var bókin heil, en sú bók, sem dýrast seldist á uppboðinu, var Ferðabók Ólafs Ólavíusar, Oeconomisk reise, gef in út í Kaupmannahöfn 1770, en sú bók seldist á kr. 49.950,00. Haldið verður áfram bóka- uppboðum á vegum fyrirtækis- ins Listmunauppboð Knútur Bruun og er ráðgert að halda næsta bókaupþboð í síðari hluta j anúarmánaðar. (Ur fréttatilkynningu). Nýr metsöluhöfundur á íslandi Sambönd í Salzburg EFTIR HF.LEN MACINNES 1 lok heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar Þýzkaland nazista er komið að fótum fram, fela þeir kistil nokkurn í djúpu, óaðgengilegu stöðuvatni meðal þungbú- inna, snarbrattra hlíða ausurrísku Alp- anna. Svo líða rúm tuttugu ár og aðeins fáeinar manneskjur hafa hugmynd um tilvist kistilsins, og jafnvel enn færri via hvar hann er og hvað í honum er. Einn þeirra er fyrrverandi brezkur njósnari, og athafnir hans einn morgun snemma verða til að leysa úr læðingi viðureign, þar sem einskis er svifizt og enginn getur öðrum treyst. ÞETTA ER ÆSISPENNANDI BÓK FRA UPPHAFI TIL ENDA UM HÖFUNDINN Helen Maclnnes hefur löngu náð heims- frægð fyrir skáldsögur sínar, sem auk þess að vera framúrskarandi og hörku- spennandi bókmenntir hafa jafnan sam- tímasögu og heimsviðburði að bakhjarli. Það er ekki vonum fyrr að út komi á Is- landi bók eftir Helen Maclnnes, en bæk- ur hennar hafa um mörg undanfarin ár verið í efstu sætum metsölulistanna er- lendis. Kr. 535,00 -f- sölusk. ÍSAFOLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.