Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 5
MORGUNÐLAÐIÐ, FIMMTUDAGIJR 23. DESEMBER 1971
5
Minning:
Gunnlaugur Briem
fyrrverandi póst- og símamálastióri
KALLIÐ kom fyrirvaralaust. —
Gunnlaugur Briem fyrrv. póst-
og símamálastjóri andaðist að
morgni þriðjudaginn 7. des. rúm-
lega sjötugur að aldri.
1 liðlega 10 ár var ég einn af
nánustu samstarfsmönnum
Gunnlaugs Briem. Var það sam-
starf ávallt gott og mér lærdóms-
ríkt. Þótt stundum værum við
sinn á hvorri skoðun og hvorug-
ur gæti sannfært hinn þá féll
aldrei skuggi á samstarfið, held-
ur byggðist upp traust og góð
vinátta. Hann var alltaf hreinn
og beinn, fór aldrei aftan að
fólki en sagði sitt álit á málum,
án þess að hugleiða hvort það
skapaði honum vinsældir eða
ekki. En það voru einmitt hrein-
skilni, drenglyndi, víðsýni og
velvilji, sem gerðu Gunnlaug
Briem að miklum og mikilsmetn-
um manni hjá öllum, sem þekktu
hann. Ég er ekki einn um þessa
skoðun á Gunnlaugi Briem, hún
er sú sama, sem aðrir samstarfs-
menn hans hafa látið í ljós og
talið honum til ágætis.
Gunnlaugur Briem var mjög
hógvær maður og ekki fyrir það
að ota sér fram. En hann var
mjög glöggur og fljótur að átta
sig á aðalatriðum í hverju máli,
braut hann þau til mergjar og
viidi koma þeirn fram til lausn-
ar. Var hann með afbrigðum af-
kastamikill í starfi og tókst að
koma fram mörgum málum á
innlendum og erlendum vett-
vangi landi og þjóð til farsældar.
1 afmælisgrein, sem Jónas Þor-
bergsson fyrrv. útvarpsstjóri
skrifaði um Gunnlaug Briem
sextugan sagði hann eftirfarandi
eftir erlendum manni, sem oft
var með Gunnlaugi á ráðstefn-
um erlendis, „að Gunnlaugur
Briem hafi þar jafnan verið allra
manna prúðastur og hæglátast-
ur, en kunnátta hans svo djúp
og víðtæk og rök svo vel undir-
byggð og hófsamlega flutt, að
torvelt hafi reynzt að láta það
vera að taka þau til greina.“
1 öðru sambandi segir Jónas:
„Ég hefi engan mann þekkt um
dagana, sem hefur haft eins mik-
ið að gera og Gunnlaugur Briem
póst- og símamálastjóri né held-
ur afkastameiri."
Undir þetta vil ég taka. Við
fyrstu kynni mín af Gunnlaugi
Briem undraðist ég það, að þeg-
ar við vorum að ræða mál og
komin vinnulok eða fram yfir
þann tíma, því ekki var Gunn-
laugur alltaf að gá að klukk-
unni, þá dró hann pappírana
úr tösku sinni næsta morg-
un og var þá búinn að móta
lausn þess máis, sem um var
rætt kvöldið áður. Síðan vand-
ist ég þessu og fannst það ekki
tiltökumál. En þetta sýnir vel
vinnusemi og skyldurækni Gunn
laugs Briem. Hann vann stofnun
sinni hverja stund og svo lang-
an vinnudag, að ekki mun tima-
kaupið alltaf hafa verið hátt.
Þegar Gunnlaugur Briem lét
af starfi póst- og símamálastjóra
30. apríl sl. kom óneitanlega í
hug mér nokkur ótti við það, að
erfitt væri fyrir annan eins
starfsmann og Gunnlaugur var
að láta allt i einu af fullu starfi
og það jafn viðamiklu og staða
póst- og símamálastjóra er. En
á því bar ekki, hann fylgdist
með þvi sem var að gerast,
eyddi tímanum i lestur og gat
gefið sig meira að fjölskyldunni
en áður, sem var honum einkar
hugljúft. Lét hann vel yfir sínu
hlutskipti og virtist í engu kviða
ókomnum dögum.
Nær allan sinn starfsaldur
vann Gunnlaugur Briem hjá
Landssimanum og síðan hjá
Pósti og síma. Hann var verk-
fræðingur Landssimans 1929 og
yfirverkfræðingur Pósts og síma
1935, en vann þá að hálfu hjá
Ríkisútvarpinu. Hann var þá
lærðasti maður hérlendis í radíó-
fræðum. Hann var sendur á ráð-
stefnu í Prag 1929 til að fá við-
urkennda langbylgju fyrir ríkis-
útvarpið, en þá voru svo miklir
erfiðleikar á að fá slíka bylgju,
að það var talið afreksverk, að
það skyldi takast að fá tillit tek
ið til lítillar þjóðar eins og Is-
lendinga í þessu efni.
Gunnlaugur Briem annaðist
síðan samningagerð við Marconi-
félagið i Englandi um byggingu
fyrstu útvarpsstöðvarinnar og
hafði með höndum yfirverk-
fræðingsstörf við uppbyggingu
ríkisútvarpsins allt til ársins
1953.
Gunnlaugur Briem skildi
manna bezt nauðsyn þess að
fólk hefði sem bezta þekkingu
og menntun til að bera, enda
lenti oft á honum að annast
kennslu- og prófdómarastörf.
Gunnlaugur Briem vann hjá
Auglýsing
frá fjármálaráðuneytinu
um bann við tóbaksauglýsingum
Skv. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 63/1969
um verzlun ríkisins með áfengi,
tóbak og lyf, sbr. lög nr. 59/1971
um breyting á þeim lögum, eru
óheimilar allar auglýsingar á tóbaki
í blöðum, útvarpi, sjónvarpi, kvik-
myndahúsum og utandyra, frá og
með 1. janúar 1972 að telja.
Athygli forráðamanna fjölmiðla og
þeirra, sem verzla með tóbak er
vakin á þessu lagaákvæði og á
skyldu auglýsenda til að fjarlægja
útiauglýsingar um tóbaksvörur
strax og lögin hafa tekið gildi.
Fjármálaráðuneytið,
21. desember 1971
fræðingur og yfirverkfræðingur
frá 1929—1956 og póst- og síma-
málastjóri frá 1956—1971. Hann
verður því alla tíð talinn sá
maður, sem einn ríkasta þáttinn
hefur átt i þeirri þróun, sem orð-
ið hefur i símamálum á undan-
förnum áratugum og þá ekki
sízt þeim risaskrefum, sem stig-
in hafa verið í framfaraátt nú
síðasta hálfan annan áratuginn.
Hann átti þá ósk að koma lands-
byggðinni allri í sjálfvirkt síma-
samband jafnframt því að bæta
þjónustumöguleika pósts og
síma á sem flestum sviðum.
Gunnlaugur Briem var traust-
ur og ábyggilegur maður, kom
það fram í öllu starfi hans og
umgengni. Vil ég enn vitna til
Jónasar Þorbergssonar í því sam
bandi en hann segir svo í fyrr-
nefndri afmælisgrein: „Grand-
varari maður um alla embættis-
færslu né vandaðri að virðingu
sinni sem opinber þjónustumað-
ur en hann, er ekki til í þessu
landi og þótt víðar væri leitað."
Gunnlaugur Briem var fæddur
30. marz 1901, sonur hjónanna
Sigurðar Briem, póstmálastjóra
og Guðrúnar Isleifsdóttur. Hann
varð stúdent frá Menntaskóian-
um í Reykjavik 1919 og fór þá
til Kaupmannahafnar til náms.
Lauk hann prófi í forspjallsvís-
indum frá Kaupmannahafnar
háskóla og prófi í síma- og út-
varpsverkfræði frá tækniháskól-
anum í ársbyrjun 1926. Var sið-
an verkfræðingur i radíó-
ingeniörkontoret hjá post- og
telegrafvæsenet. Hann fékk
2.000,— kr. styrk frá Alþingi til
framhaldsnáms, er hann stund-
aði i Þýzkalandi og víðar. Heim
kom hann 1928 og stundaði þá
ýmis verkfræðistörf en réðst
fljótlega til opinberra starfa eins
og áður er getið. Gunnlaugur
Briem átti sæti í stjórn Verk-
fræðingafélags Islands um skeið
og formaður þess 1934—1936.
Hann var félagi í Akademiet for
det tekniske Videnskaber i Kaup-
mannahöfn. Var heiðursfélagi í
Rafmagnsverkfræðingafélagi Is-
lands. Hann hlaut innlend og er-
lend heiðursmerki fyrir frábær
störf, m.a. hina islenzku Fálka-
orðu.
Árið 1935, 12. október kvænt-
ist Gunnlaugur Halldóru Mar-
grétu Guðjohnsen frá Húsavík,
hinni mætustu konu. Lifir hún
mann sinn ásamt fjórum börn-
um, Sigurði, Stefáni, Sigrúnu og
Gunnari.
Að lokum vil ég minnast á
kvöldstund, sem ég veit að var
Gunnlaugi Briem kær. Þegar
hann varð sjötugur 30. marz sl.
þá heiðraði þáverandi sam-
gönguráðherra, Ingólfur Jóns-
son, hann með því því að hafa
boð inni í Ráðherrabústaðnum.
Var tekið á móti gestum síð-
degis og komu þá fjögur til
fimm hundruð manns. Mun tæp-
ast fleira fólk hafa verið komið
saman í Ráðherrabústaðnum i
annan tíma.
Um kvöldið var svo veizla fyr- -
ir fjölskyldu og nánustu sam-
starfsmenn Gunnlaugs Briem.
Þar mætti og póst- og síma-
málastjórinn frá Danmörku,
Gunnar Pedersen, til að flytja
Gunnlaugi kveðjur og heilla-
óskir frá samstarfsmönnunum á
Norðurlöndum og Mikla norr-
æna ritsímafélagið sendi fulltrúa
sinn. Sýndi þessi móttaka betur
en orð fá lýst þann mikla hiý-
hug, sem þeir, er kynnzt höfðu
starfsmanninum og manninum
Gunnlaugi Briem, báru til hans
bæði heima og erlendis.
Starfsfólk Pósts og síma kveð-
ur samstarfsmann og vin með
þökk i huga. Og fjölskylda hans
sækir styrk í þær ákveðnu skoð-
anir Gunnlaugs Briem að ekki
sé öllu lokið með hérvistardög-
unum.
Páll V. Daníelsson.
Hjúhrunorkona eðn
meinntæknir
óskast í fullt starf í lækningastofu í Reykjavík, sem tekur til
starfa í febrúarmánuði nk.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf óskast sendar á afgreiðslu blaðsins fyrír 5. janúar,
merktar: .Læknastofan Síðumúla 34 — 630".