Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Kommakaffi Jón Óskar: GANGSTKTTIK I BIGNINGU. Líf skálda og listamanna í Beykjavík Iðimn. Valdimar Jóhannsson. Beykja\ik 1971. GANGSTÉTTIR í rigningu er þrlðja endurminningabók Jóns Óskars um líí hans meðal skálda og listamanna í Reykja- vík, hinar eru Fundnir snilling- ar og Hernámsáraskáld. Hann hefur ákveðið að láta staðar numið að sinni. Grunur minn er samt sá, að framhald þessara þriggja bóka verði hvað for- vitnilegast, þá eru þeir hlutir famir að gerast, sem mestu hafa ráðið um þróun mála hér á landi og víðar. Ég á við sjötta áratug inn, sem einkennist ekki aðeins af nýrri og öflugri sókn i list- rænum efnum, heidur póiitískri endurskoðun, sem hefst með uppreisninni í Ungverjalandi. Jón Óskar bíður að sögn „hag- kvæmari aðstæðna" og við skul um reyna að fyrirgefa honum það að æsa upp i okkur forvitn ina. Segja má, að það sé einkium tvennt, sem Jón Óskar tekur til meðferðar i Gangstéttum í rign- ingu: í fyrsta lagi hinar móður- sýkilegu árásir á ung skáld fyr- ir tilraunir þeirra til að breyta um form í ljóðlist, og í öðru lagi pólitísk vonbrigði, sem bein ast að forystumönnum íslenskra sósialista. Þetta tvennt helst oft í hendur hjá Jóni Óskari, því að eins og kunnugt er hafa for- dómar um nýjungar í listum ekki síst komið frá vinstri mönnum. Um þessi atriði fjallar Jón Óskar á opinskáan hátt í bók sinni. Hann er víða haldinn sárri beiskju eins og skiljanlegt er. Hann er úr hópi skáldakyn- slóðar, hinna svokölluðu atóm- skálda, sem unnið var að að drepa, bæði leynt og ijóst. Á Miðgarði, öðru nafni Kommakaffi, ríkir mengað and- rúmsloft pólitískrar þröngsýni, þar sem skáldum er skipað í flokka eftir skoðunum þeirra á stjórnmálum. Það er siður að tala niðrandi um Gunnar Gunn- arsson, einkum eftir að félagið Frjáls menning er stofnað, og Tómas GiTðmundsson verður fyrir smáskeytum, en fær þó að njóta samstarfsins við Magnús Ásgeirsson. í Kristmann Guð- mundson er endalaust hnýtt, Guðmundur G. Hagalín og Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson eru tæplega umtalsverðir rithöfund ar, í hópi þeirra varasömu stend ur Steinn Steinarr. En Halldór Laxness, þá Kiljan, er dýrkað- ur á mjög einhæfan hátt, sífellt vitnað i hann líkt og heilaga riitningu. Jóni Óskari virðist ekki hafa liðið vel i félagsskapnum á Mið garði; þar var annað andrúms- loft en hann hafði gert sér von ir um. Að vísu kom þangað ungt listafólk, sem trúði á sósialism- ann og var jafnframt að vinna að veigamikl'um verkefnum á sviði lisitanna. Jónas E. Svafár hafði skrifstofu sína í einu horn inu, en ungkommar hæddu hann þegar þeir gátu. Einu sinni boð- uðu Æskulýðsfylkingarmenn tii fundar á efri hæð Miðgarðs. Þangað fór Jón Óskar til að hlusta á hvað hinir ungu um- bótamenn hefðu fram að færa um nýjungar í ljóðlist. Einn hinna ungu manna setti fram skoðanir sínar í svipuðum dúr þess vegna ekki áttað sig á Landnemaljóðinu; síðan bætir Jón Óskar við: „enda áttu þeir þá engan Matthías Johannes- sen“. Jón Óskar minnist á þá kald- hæðni örlaganna, að Morgun- blaðið hafi orðið „það íslenzkt blað, þar sem í fyrsta sinn er skriflað um nýju ljóðagerðina í heild af einhverju viti (ég á við skrif Sigurðar A. Magnússonar) og atómskáldin tekin gild.“ Þá gerist það, að hans sögn, að Æskulýðsfylkingin fer að ganga sömu leið og Morgunblaðið, les- ið er upp úr verkum ungra skálda á fundum hennar, og sá, sem mest var fyrirlitinn áður: grallarinn Jónas E. Svafár, verður vinsælasta skáld Fylk ingarinnar. Um þessi atriði og önnur fjall- ar Jón Óskar í Gangstéttum í rigningu. Hann minnist fjölda sér hefðbundið yfirborð mikils hluta Timans og vatnsins. En það er ekki það, sem mestu máli skiptir í ljóðabálki Steins, held- ur hið nýja inntak, aðferð Steins í ætt við súrrelalisma og afstrakt stefnu í málaralist. Fleira mætti vitanlega gera athugasemdir við í bók Jóns Óskars. En það skiptir ekki máii út af fyrir sig. Mest er um vert, að höfundurinn er hreinskilinn uim sjálfan sig oig aðra. Endurminningar hans með kostum sínum og göllum eru for vitnilegur lestur. Stiill hans er jafn blátt áfram og eðlilegur og áður. Með því að skrifa eins og hann gerir kemst rithöfundur i beint samband við lesanda sinn. Rithöfundiurinn öðlast trúnað les anidans. Það köilum við Msit> rænan sigur og freistumst til að telja slíkt ávinning fyrir báða aðila. manna, sumra hlýlega og eftir- minnilega, eins og til dæmis Sig- urðar Gissurarsonar, sem kenndi Jóni að hugsa rökrænt og vera ekki aUtof viss um heil- indi íslenskra sósíalista. Sigurð- ur dó úr tæringu fyrir aldur fram. Mynd Jóns Óskars af hon um er einkar glögglega dregin. En á sama hátt og Jóni Óskari tekst ágætlega að sýna leandam um fólk, sem hafði gildi fyrir hann og lagði sinn skerf til is- lenskrar menniiigar með já- kvæðum hætti, á hann eins og áður til að láta svipuna bitna á öðrum, samanber neyðarlegar umsagnir um Kristin E. Andrés- son, Halldór Laxness og fleiri í þessari bók. í Gangstéttum í rigningu kynnumst við spilaranum Jóni Óskari, sem lék einu sinni með Karli Jónatanssyni, sem hamn lýsir fjörlega. Eins og af bók- inni má ráða, hefur Jón Óskar komið viða við, og m.a. þess vegna er bók hans nauðsynlegt heimildarrit um kynslóð hans. Henni lýkur á drauminum um Paris, borg hinna frjálsu lista. Skoðanir Jóns Óskars eru stundum einkenniilega fram sett- ar, eins og það, sem hann hefur að segja um Tfcmann og vatnið: „Tíminn og vatnið var ekki hljómur nýja timams, heldur hljómur gamla timams, síðasti hljómurinn, og hefði sómt sér vel á tímum Guðmundar Guð- mundssonar skólaskálds sem talinn vsur yrkja í anda franska symbólismans. . . “ Eins og marg ir aðrir ýkir Jón Óskar fyrir Jón Óskar. og séra Ingimar Jónsson og fleiri á stúdentafundinum fræga; að áliti Fylkingarfélagans stafaði íslenskri þjóðmenningu mikil hætta af atómkveðskapn- um. Ungi maðurinm hafði auk þess þá sögu að segja að ungu skál'din kynnu ekki að yrkja og spilltu tungunni. Jón Óskar var sá eini, sem andmælti þessum skoðunum, hann vissi að þær beindust fyrst og fremst að Jón asi E. Svafár, orðaleikir Jónas- ar og skringilegur kveðskapur skyldi heita samnefnari við- leitni ailra ungra íslenskra skálda. Jónas lá vel við höggi. Þess vegna var ráðist á hann, en ekki reynt að vega og meta það, sem önnur skáld ortu. 1 fimmtugsafmæli Jóhannesair úr Kötlum rís upp Brynjólfiur Bjarnason til þess að hylla skáld alþýðunnar og fara með dróttkvseða visu eftir sjálfan sig, en að sögn Hannesar Sig- fússonar „eyddi hann annars megninu af ræðutímanum í að fijargviðrast út í babblskáld- skap nýtízkunnar, þessa úrkynj uðu list hrynjandi auðvalds- heimsins. „Maður fyrirgefur kornabörnunum þótt þau babbli af því að þau kunna ekki að tala,“ sagði hann, „en fullorðn- um mönnum. . . “ Hann hafði ekki augun af Steini. . . “ Um aifstöðu Brynjólfs, sem Hannes lýsir í bréfi, segir Jón Óskar: „Það gefur að skilja að orð svo mikils metins forustumanns, mælt í fjölmennu samkvæmi, voru ekki áhrifalaus, þvi þarna talaði helzti fræðilegi forustu- maður Sósíalistaflokksins.“ En það eru fleiri en foryistu- menn sósíalista, sem sjá úrkynj unarmerki i skáldskap hinna ungu manna. Ungir sjálfstæðis- menn á Akureyri gera harða hrið að Jóni Óskari fyrir eitt af skemmtilegustu ljóðum hans. Það hafði birst í Landnemanum, málgagni Æskulýðsfylkingarinn ar (Allir Æskulýðsfylkingar- menn voru að sjálfsögðu ekki jafn skyni skroppnir og ungi maðurinn, sem fyrr er nefnduir), myndskreytt af Jóhannesi Jó- hannessyni. Jón Óskar gefur þá skýringu, að ungu sjálfstæðis- mennirnir fyrir norðan hafi ver ið „rígbundnir Hávamálatrú stjórnmálaskörunga sinna“ og Bókamarkcaður Helga Tryggvasonaf, Amtmannsstíg 2 Eftirtalin rit eru til sölu: Acta yfirréttarins 1749—1796, Akranes, Aldamót, Alþingistíðindi 1845—1960, Árbók Dansk-ísl. sam- fund, Ársrit Fræðafélagsins, Ársrit Skógræktarfélagsins, Arbók Slysavarnafélagsins, Ársskýrsla Ræktunarfélags Norðurlands 1903—1969, Berklavörn, Bréfabók Guðbrands biskups, Bridge, Búnaðarritið, Dagrenning, Dvöl„ Edda, Eimreiðin, Eining, Embla, Elektron og Símablaðið, Femina, Félagsbréf A.B., Frí- kirkjan I—IV, Frjáls verzlun, Garður, Maandes Tidender I—III, 1773—-1776, Jólablað, Stjarnan : austrí, Jörð (fyrri og seinni), Kirkjublaðið, Kirkjuritið, Landhagskýrslur og Verzlunarskýrslur, Lögrétta, Menntamál, Morgunn, Norðurijósið, Norræn jól, Nýtt kvennablað, Nýtt kirkjublað, Prestafélagsritið, Sindri, Skuggsjá I—VI, Samtíðin, Sólskin, Spegillinn, Stefnir (fyrri og seinni), Stígandi, Straumhvörf, Stundin, Satt I—XIX, Tímarit iðnaðar- manna, Tlminn 1917—1960, Tímarit kaupfélaga og samvinnufé- laga, Tímarit Máls og menningar, Úrval, Útvarpstíðindi og blöð, Vaka (fyrri og seinni), Verði Ijós, Víðsjá, Vinnan, Vörður og Þjóðin. Auk þess mikið af góðum bókum Markaðurinn er opinn fram í janúar 1972. Jóhann Hjálmarsson skrifar um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.