Morgunblaðið - 23.12.1971, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971
-------------
NÝKOMIÐ
STRAUBORÐ
SKÓGRINDUR
FATAHENGI
Minning:
Guðmundur Jón
Guðmundsson,
frá Hesteyri
Nytsamar
iólagjafir
Hrnðsudukatlar
Hitakönnur
Stálborðbúnnður
Eldhússett
Olnfastur sknlar og iöt
Baðvogir í úrvali
jlz
MHœent
REYKJAVÍK
Hafnarstræti 21. sími 13336,
Suðurlandsbraut 32, súni 38775.
í>ann 5. nóveml>er s.l. var til
moldar borinn Guðmundur Jón
Guðmundsson. Hann fæddist 21.
júlí 1881 á Hesteyri, sonur hjón
anna Rósu Gísladóttur og Guð-
mundar Þorsteinssonar. 21 árs
gamaH missti hann föður sinn
og bjó með móður sinni þar tál
hann kvæntist 7. sept. 1923. Guð-
mundur Jón átti því l'áni að
fagna að eignast einsfaka
mannkostakonu Soffíu Vagns
dóttur. Áttu þau fallegt hús á
Hesteyri og voru samhenit i
prýði þess, utan húss og inn-
an. Hófu þau búskap, voru með
afbrigðum dugleg og vel liðin,
hjálpsöm við menn og máileys-
ingja, hlúðu að gróðri og öllu
góðu og fögru. Stundaði Guð-
mundur Jón sjó samhliða bú-
skapnum, var hann svo mikið
góðmenni og hjálpsamur að ofit
gaf hann sinn síðasta fisk fá-
tækri ekkju eða þeim sem bágt
áttu. Þeim hjónuma varð ekki
barna auðið en ólu upp 3 fóstur
börn og komu þeim vel til
manns.
Þegar fólk byrjaði að yfirgefa
sveitina fluttust þau hjónin sem
síðusju íbúar á Hesteyri til
Reykjavíkur og keyptu sér hús
að Þrastargötu 7b og áttu þar
heima síðan. Var ánægjulegt að
heimsækja þau, gestrisnin og
glaðværðin streymdi á móti
manni. Guðstrúin og áhuginn á
ölLu góðu og fögru mótaði lif
þeirra beggja.
Guðmundur Jón vildi nú ekki
sitja auðum höndum þótt fullLorð-
inn væri, en vann mörg ár með
mikilili prýði hjá Bæjarúi (gerð
Reykjavíkur, var hann virtur
og vel Liðinn sem hið einstaka
FLAMINGO straujárnið er fislétt og formfagurt, fer vel í hendi
og hefur hárnákvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæli, sem
alltaf sýnir hitastigið.
ljúfmenni hann var. Hætti hann
fyrst að vinna fyrir tveimiur ár
um, er þess sjúkdóms varð vart
sem dró hann til dauða. 1 vor
Lá hann á sjúkrahúsi fárveikur
og hugði honum enginn líf, en
fyrir fyrirbænir góðra og trú-
aðra vina hans lét góður Guð
gerast kraftaverk, og hann gat
komið heim til að halda upp á
niræðisafmæLið sitt hjá vinum og
ástvinum sem nú drúpa höfði
og minnast látins samferða-
manns með trega og söknuði.
Guðmundur Jón var með af-
brigðum prúður, glaðlyndur og
vingjarnlegur í viðmóti. Ég
man að faðir minn sálugi séra
Jónmundur sagði eitt sinn er
hann kom úr erfiðri messuför
til Aðalvíkur og Hesteyrar og
Guðmundur Jón hafði ferjað
hann yfir JökuLfirðina í hríðar-
byl og vonzkuveðri. „Hann Guð-
mundur Jón er svo hýr — og
svo hiýr — að maður verður
betri maður af að vera náiægt
honum.“
Biessuð sé minning hans.
Nú er kallið komið og þú ert
horíinn heim
og hjartanlegar móttökur þú
færð hjá öll'urn þeim,
vinum sem þú áiitir við
Jökulfjarða strönd
þeir víst munu þér fagna við
Drottins Himnalönd.
Gauja.
— Grindavík
Framhald af bls. 17.
annað með sér en veiðistöng-
ina o tannburstann."
,,Og hvað kostar svo slííkt
sumarfrí, Jóhann?“
„Verðið er ekki endanlega
ákveðið, en ætti að ligigja ein
hvers staðar kringum 75 s erl
ingspund, og ætti öllum að
vera viðráðanlegt, en í því
verði eru innifaldar ferðir,
bæði milli landa og hér inn-
anLantíj, gisting, bátar, fæði,
yfirleitt allt nema veiðiútbún-
aður.“
„Heldurðu, að þessir ferða-
menn muni eitthvað ferðast
um landið eftir að veiðum
lýkur?“'
„Þessir menn vilja ekkent
sjá af landinu, fyx. en þeir
eru búnir að fiska, en eftir
það eru þeir til alls visir.“
„Eru margir slíkir veiði-
menn á Bretlandi, mir. Thomp
son?“
„Já, eitthvað í kringum
30.000 og á lista okkar, sem
fá tilboðið um íslandsferðina
eru 22.000, svo að ég vona,
að þátttaka verði almenn og
góð, þótt ekkert sé samt enn-
þá hægt um það að fuiflyrða.
Allir vita, hve knattspyrnu-
áhugi Englendinga er mikil'l,
en ég veit, að næst flestir
þeirra munu hafa áhuga á
ýmsum veiðiskap og náttúru-
skoðun, svo að þarna er um
auðuigan garð að gresja."
„Nokkuð sérstakt að lokum,
herra Thompson?“
„Já, þá helzt þetta: Ef
ferðamönnum fjölgaði, ef
fleiri ferðuðust um heiminn
og kynniust öðrum þjóðum,
og minna yrði um stjórnmála
menn, J-á hygg ég, að ekki
yrði eins mikiö um vandræði
í heiminum og nú er.“
— Fr.S.