Morgunblaðið - 05.01.1972, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1972
Vítavert ábyrgðarleysi stjórnvalda
í ávana- og fíknilyf jamálum
Eftir Kristján Pétursson, deildarstjóra
Þar sem ég mun fyrstur
manna hafa vakið athygli opin-
berra aðila á neyzlu Cannabis
efna og Lysergic (LSD) hér á
landi, tel ég rétt og skylt að
skýra þjóðinni frá gangi þess-
ara mála.
Það athafna- og ábyrgðar-
leysi, sem einkennt hefur aðgerð-
ir, bæði fyrrverandi og núver-
andi dómsmálaráðherra í þessu
alvarlega máli, svo og dóms-
málaráðuneytisins, er þess eðl-
is, að ekki verður lengur hjá
því komizt, að þjóðin fái að
vita hverjir það eru, sem bera
ábyrgðina á því vítaverða að-
gerðaleysi, sem einkennt hefur
þessi mál frá upphafi. Hinir fjöl
mörgu foreldrar ungmenna og
aðrir, sem eiga um sárt að binda
vegna þessa vandamáls, eiga
fullan rétt á aðstoð hins opin-
bera, þar sem vandamálið er
þjóðarinnar í heild. Ég leyfi
mér að vona, að þessi grein
megi verða til þess, að almenn-
ingur láti þessi mál meira til
sín taka, en hingað til og for-
dæmi það ábyrgðarleysi, sem
stjórnvöldin hafa sýnt í þessum
málum. Ég mun rekja sögu þess
ara mála i stórum dráttum, jafn
framt skýrslu til dómsmálaráðu
neytisins um sama efni.
Á árinu 1969 framkvremdi ég
lauslega athugun á neyzlu
ávana- og fíkniefna i Reykja-
vik og á Suðurnesjum, en þá
athugun framkvæmdi ég sem
áhugamaður og ekki samkvæmt
tilskipunum dóms- eða lögreglu
yfirvalda.
Sú könnun leiddi þegar í ljós,
að allstór hópur ungmenna
hafði þá neytt Cannabisefna og
LSD, sérstaklega þau, sem dval
ið höfðu í Danmörku, Englandi
og USA.
Ég taldi þessa þróun svo al-
varlega, að rétt væri að skýra
strax dómsmálaráðuneytinu og
landlækni frá þessu. Þann 7.
okt. 1969 lét ég þessum aðilum
í té skýrslu þar að lútandi, jafn-
framt átti ég viðræður við Sig-
urð Sigurðsson landlækni og
Jón Thors, deildarstj. í dóms-
málaráðuneytinu um þetta verð
andi vandamál.
Nefndir menn gáfu allgóð fyr
irheit um aðgerðir af hálfu
sinna ráðuneyta, en hins vegar
varð reyndin sú, að ekkert var
aðhafzt af hendi ráðuneytanna
fyrr en 26. febr. 1970, þegar
nokkrum embættismönnum var
falið að stofna til samstarfs-
hóps, til þess að ræða við sam-
tök æskufólks og annað áhuga-
fólk um vandamál i sambandi
við neyzlu ávana- og fikniefna.
Samstarfshópnum var falið að
stuðla að því að viðhorf æsk-
unnar til þessara vandamála
skýrðust og að leita skyldi sam
ráðs og samstarfs um viðbrögð
gegn þeim hættum, sem af
þessu kynni að stafa. Þá var
samstarfshópnum heimilað að
afla skýrslna og upplýsinga að
þessu lútandi hjá embættis-
mönnum og stofnunum. í sam-
starfshópinn voru tilefndir pró
fessor Þorkell Jóhannesson,
Jón Thors, deildarstj., Örlygur
Geirsson, ftr., Ólafur Jónsson
tollgæzlustj. og Kristinn Ólafs-
son, ftr. lögrelgustj. í Reykja-
vík. Aliir þeir, sem samstarfs-
hópinn skipuðu, voru opinberir
starfsmenn, því varð að sam-
komulagi að ráða áhugasaman
starfsmann til að vinna að
gagnasöfnun og varð Pálmi Fri
mannsson stud. med. ráðinn til
þessa starfa. Einnig var ákveð-
ið að ég starfaði með samstarfs
hópnum sem ráðunautur, vegna
þeirrar gagnasöfnunar, sem ég
hafði unnið að.
Þessi samstarfshópur skilaði
áliti til dómsmálaráðuneytisins
síðla sumars 1970. Þar kom m.a.
fram, að fíkniefnaneyzla væri
sjáanlega verðandi vandamál
hérlendis Qg því bæri að efla
tollgæzlu og löggæzlu í þessum
efnum. Ennfremur var lagt til
að auka fræðslu um ávaha- og
fikniefni í skólum og meðal al-
mennings og beina þeim tilmæl-
um til lækna að gæta fyllstu
varúðar og aðgætni í ávísun
lyfja, sem hafa ávanahættu i
för með sér, en könnun hópsins
hafði leitt í ljós, að sumir lækn
ar sýna of litla gætni og jafnvel
vítavert gáleysi i ávísun róandi
lyf ja og svefnlyfja.
Þá var einnig lagt til að
senda löggæzlumenn og toll-
gæzlumenn erlendis, til að
kynna sér starfsaðferðir starfs-
bræðra sinna i nágrannalönd-
unum, svo og vandamál viðkom
andi þjóða af völdum fíkniefna
og ávanalyf ja.
Seinni hluta ársins 1970 voru
3 menn sendir þessara erinda
erlendis þ.e. til Norðurlanda,
Bretlands og USA. Var þeim
veitt mikil og margþætt fræðsla
í þessum efnum, sem komið hef
ur að verulegum notum siðan.
1 feb. 1971 voru i fyrsta
skipti fengnir 4 menn frá lög-
gæzlu og tolli, til að fram-
kvæma athuganir og rannsókn-
ir á neyzlu, dreifingu og smygli
á ávana- og fíkniefnum. Hafa
störf þeirra borið nokkurn ár-
angur, eins og eftirfarandi
skýrsla sýnir, en hún er gerð
af þeim mönnum, sem annast
hafa téðar rannsóknir:
„Reykjavík 3. nóvember 1971.
(skýrslan).
Hafin voru störf við rann-
sóknir á fikniefnum, ávana- og
fíknilyfjarannsóknum þann 15.
febrúar s.l., en okkur voru fal
in þessi störf á fundi þann 9.
sama mánaðar af Jóni Thors,
deildarstjóra í dómsmálaráðu-
neytinu. Á þeim fundi voru
einnig Ólafur Jónsson, toll-
gæzlustjóri og Kristinn Ólafs-
son, fulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavik.
Við ákváðum þegar i upphafi
að vinna úr þeim upplýsingum,
sem fyrir lágu og safnað hafði
verið saman frá lögreglu- og
tollyfirvöldum á undanförnum
mánuðum. Af þeim orsökum
hafa umræddar rannsóknir mest
beinzt að fortíðinni í þessum
efnum, en minna verið hægt að
sinna, sökum mannfæðar, að-
kaliandi verkefnum, svo sem
rannsóknum á innflutningsleið-
um, eftirliti á ferðum grunaðra
manna og húsum, þar sem
neyzla fíkniefna og lyfja fer
fram.
Verulegur hluti rannsókn-
anna hefur því verið fólginn í
yfirheyrslum og skýrslutökum,
en jafnframt verið unnið að
upplýsingaöflun og úrvinnsiu
þeirra. Meðal annars hafa þau
störf verið í því fólgin, að leita
hjá grunuðum aðilum, sem kom
ið hafa erlendis frá, svo og í
hibýlum manna, sem verið hafa
undir eftirliti.
Lokið er nú frumrannsóknum
á um 90 málum, en alls hafa
verið teknar um 510 skýrslur.
Mestur hluti þessa skýrslu-
fjölda byggist á samanburði
þeirra aðila, sem fram hafa kom
ið i frumskýrslu.
Við þessar rannsóknir hefur
m.a. komið í ljós, að langmest
af þeim fíkniefnum, sem hing-
að berst, kom i pósti. Önnur al-
gengasta leiðin til að koma slík
um efnum hingað er sú, að ís-
lenzkir unglingar, sem dvalizt
hafa erlendis koma með þau í
farangri sínum, eða falin innan
klæða. Þá hefur einnig upp-
lýstst um nokkurt magn af
fíkniefnum, sem unglingar hafa
útvegað frá erlendum ferða-
mönnum og varnarliðsmönnum
á Keflavíkurflugvelli. Vitað er
um a.m.k. 90 póstsendingar af
Cannabisefnum erlendis frá og í
nokkrum tilfellum um minnihátt
ar magn af Lysergic (LSD).
Útvegun þessara fíkniefna
virðist i langflestum tilfellum
vera hendingum háð, enda hef-
ur ekki sannazt ennþá um sölu,
nema i nokkrum tilfellum, á
Cannabis og Lysergic (LSD).
Ekki hefur unnizt timi til þess
að kanna þær upplýsingar,
sem lúta að notkun sterk
verkjadeyfandi eða örvandi
lyfja. Augljóst er þö, að notk-
un örvandi lyfja í samneyzlu
við áfengi er verulegt vanda-
mál hérlendis, en útvegun
þeirra lyfja virðist nær ein-
göngu koma frá læknum. Sama
gildir um misnotkun svefn- og
róandi lyfja.
Þessar rannsóknir og athug-
anir okkar hafa þegar leitt i
ljós, að notkun á Cannabis er
mun algengari, en almennt var
taiið í fyrstu. Vitað er um fjöl-
menna hópa, sérstaklega skóla-
fólks, sem neytir þessara efna í
verulegum mæli, eða a.m.k.
vikuiega. Efni þessi virðast
vera notuð að staðaldri hjá
fjölda unglinga, en vitað er um
hundruð þeirra, sem neytt hafa
þess að meira eða minna leyti.
Notkun á Lysergic (LSD) er
fremur sjaldgæf og ekki er vit-
að um samfellda neyzlu á slíku
efni, en aðalorsakir þess virð-
ast vera að útvegun efnisins er
erfiðleikum háð og jafnframt
gætir nokkurrar hræðslu um af
leiðingar neyzlunnar.
Ekki hefur orðið vart við telj
andi neyzlu á öðrum skynvillu-
efnum. Augljóst er þegar, að
þau verkefni, sem hér er við að
glíma, eru alltof umfangsmikil,
til þess að f jórir menn geti ann
að þeim. Eins og fram kemur í
upphafi þessarar skýrslu, hafa
ýmsir veigamiklir þættir litla
sem enga afgreiðslu fengið af
þeim orsökum, en á því verð-
ur ekki ráðin bót, nema veru
leg fjölgun komi til á starfs-
mönnum og aðstaða bætt, bæði
er tekur til húsnæðis og tækja-
búnaðar.
Með hliðsjón af framangreind-
um niðurstöðum leyfum við okk
ur að gera svohljóðandi tillögur:
1. Öllum lögreglu- og tollgæzlu
mönnum verði látin í té al-
menn fræðsla um fíkniefni
og ávana- og fíknilyf. Sér-
staklega séu yifirlögreglu-
þjónar, yfirtoliverðir, varð-
Kristján Pétursson
stjórar og valinn hópur ann-
arra löggæzlumanna sérþjálf
aður í þessum efnum.
2. Stofnuð verði sérstök deild,
sem sjái um rannsóknir og at
huganir á ávana- og fíkni-
lyfjum og efnum. Sé sú deild
það fjölmenn, að hægt sé að
fela henni að annast slík
verkefni fyrir landið allt i
samráði við viðkomandi yfir-
völd.
3. Starfsmönnum þeirrar deild-
ar sé séð fyrir nauðsynlegri
menntun.
4. Húsnæði deildarinnar og all-
ur tækjabúnaður sé þannig,
að hægt sé að koma á full-
komnu skipulagi og hagnýt-
ingu vinnuafls.
5. Fíkniefna- og ávana- og
fiknilyfjasjúklingum verði
séð fyrir nauðsynlegri læknis
aðstoð og sjúkrahúsvist með
stuttum fyrirvara.
Rúnar Sigurðsson,
lögreglum.
Hrafnkell S. Steinþórsson,
lögreglum.
Birgir Vigfússon,
tollv.
Kristján Pétursson,
deildarstj."
Síðan núverandi ríkisstjórn
tók við völdum, hef ég bæði átt
viðræður við fjármála- og dóms
málaráðherra um þessi mál og
lagt fyrir þá skýrslur þar að
lútandi, ennfremur við nokkra
þingmenn. Allir virtust þessir
aðilar hafa áhuga á að eitthvað
þyrfti að gera til úrbóta, en
við afgreíðslu fjárlaganna kom
hins vegar í ljós hvaða hugur
fylgdi máli, því þar var sam-
þykkt að veita til þessara mála
700.000.00 kr., en ég hafði lagt
fram tillögu um 4,9 millj. kr. til
þessarar starfsemi, sem þó væri
algjört lágmark. Þessar 700.000.
oo kr. myndu því væntanlega
nægja fyrir mat handa hass-
hundinum og kaupi þess manns,
sem annaðist hann. Má þvi með
sanni segja, að hundurinn hafi
étið upp fjárveitingu Alþingis
til þessara mála.
Mér er það fulljóst, að fjár
þörfin til hinna ýmsu greina
þjóðfélagsins eru mikil, en ég er
þess fullviss, að engin ríkis-
stjórn í V-Evrópu hefði af-
greitt þessi mál á þann hátt,
sem hér var gert. Ég hef heim-
sótt ýmsar lögreglurannsóknar-
deildir erlendis, sem annast
ávana- og fíkniefnarannsóknir,
þar hefur mér verið skýrt frá
því að langauðveldast sé að fá
peninga til slíkra mála, vegna
þess að viðkomandi rikisstjórn-
ir og stofnanir skilja þar, hvers
konar ógnarvandamálum fíkni-
efnin valda.
Ég er þess fullviss, ef tekið
hefði verið til greina aðvaran
ir mínar 1969 og þá reynt að
gera nauðsynlegar ráðstafanir
til að fyrirbyggja áframhald-
andi útbreiðslu neyzlunnar, að
þá stæðum við mun betur að
vigi í dag.
Áframhaldandi aðgerðaleysi
stjórnvalda stefnir þessum mál
um í algjöran voða, þvi út-
breiðsla þessara efna vex með
slíkum hraða, því verða að
koma til strax kraftmiklar og
raunhæfar aðgerðir, sem ekki
verða metnar í krónum.
Það er skoðun mín, að eftir
2 -3 ár verði ávana- og fíkni-
efnaneyzla orðið verulegt
vandamál hérlendis, ef ekkert
raunhæft verður að gert og þá
mun lítið þýða að tala um 5
millj. til þessarar starfsemi,
jafnvel 20—30 millj. nægja þá
ekki.
Mér hefur stundum dottið í
hug, hvort ekki væri hægt að
fá þingmenn eða ráðherra á sín
um sífelldu ferðalögum erlendis
til að koma við á einhverju sjúkra
húsi, þar sem fíkniefna- og fíkni-
lyfjasjúklingar dveljast. Ég er
viss um, að það væri þeim lær-
dómsrik og holl ráðning og
myndi jafnframt kenna þeim, að
þessi mál eru okkur öDvnn við-
koniandi, en ekki aðeins þeiin,
sem við vandainálin eiga að
st.ríða hverju sinni. Það er
óhugnanleg staðreynd þegar við
komandi aðilar vilja ekki eða gera
engar úrbætur, nema helzt í
þeim tilvikum, að vandamálið
þrengi sér inn á þá sjálfa. Ann
ars á ég enga skýringu á þvi að
gerðaleysi sem einkennt hefur
dóms- og lögregluýfirvöld í
þessum málum frá upphafi.
Ég hef eftir fremsta megni
reynt að vekja athygli á þess-
um málum, bæði með viðtölum
við ýmsa ráðamenn, fyrirlestr-
um og blaðaskrifum. Sáralitið
hefur áunnizt. enda virðast ým-
is aukaatriði ráða ferðinni, sem
beinlínis þoka framvindu þess-
ara mála í öfuga átt.
Kg hef því ákveðið eftir 2Vt
árs liaráttu við stjórnvöldin að
liætta frekari tilraununi til að
ná frani þeim grundvallarað-
gerðuni, seni lifsnatiðsynlegar
eru í þessum máliim, jafnframt
mun ég ekki starfa að ávana-
og fíkniefnarannsóknum við nú
verandi aðstæðnr, enda óhugs-
andi með öllu.
Ég vil í þessu sambandi taka
það fram, að ég hef að lang-
mestu leyti fengizt við þessi
fikniefnamál sem áhugamaður i
mínum frítíma. Þá vil ég sér-
staklega þakka lögreglustj. á
Keflav.flugv. Birni Ingvarssyni
fyrir þann tima, sem hann hef-
ur veitt mér frá mínu starfi við
tollgæzluna á Keflav.flugv., til
að sinna þessum málum.
Eftirleiðis mun ég vísa því
fólki, sem þarf á aðstoð að
halda, til dóms- og heilbrigðis-
málaráðuneytisins eftir því sem
við á hverju sinni, en von-
andi verða þeir ekki í erfiðleik
um að leysa vandamál þessa
fólks.
ÖIlu því fólki, sem til min
hefur leitað með sín vandamál
varðandi neyzlu ávana- og
fíkniefna og jafnframt hinum,
sem veitt hafa mér ómetanlega
aðstoð við rannsóknir þessara
mála vil ég sérstaklega þakka
drenglyndi þess og ósérhlífni.
Eins og framangreindar tillög
ur til dómsmálaráðuneytisins
bera með sér, varðandi skipu-
lag og uppsetningu rannsókn-
ardeildar á fíkniefnum og ávana-
og fiknilyfjum, sést greini-
lega hversu langt er í
land að við getum sinnt lág-
markskröfum í þessum efnum.
Þess vegna verða allir að taka
saman höndum og knýja strax
fram nauðsynlegar aðkallandi
aðgerðir og láta stjórnvöldin
skilja það afdráttarlaust, að
þau eru fyrir fólkið í landinu.
Hestamenn
Hef flutt vinnustað minn frá Faxatúni 9,
Garðahreppi, að Kirkjustræti 8, Reykjavík,
sími 26745.
Stefán R. Pálsson,
söðlasmiður.