Morgunblaðið - 27.01.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGtJR 27: JANTjAR 1972 IMliMlfl liiiiiiil I KVIKMYNDA HÚSUNUM iiiiiiiiaiiiiaiiiiiiiu *★ góð, ★ sæmileg, Sig. Sverrir Pálsson ★★★ mjög góð, ★★★★ Frábær, léleg, Björn Vignir Sæbjörn Sigurpálsson Valdimarsson Nýja bíó: APAPLÁNETAN JarOarbúar hafa náö þeirri tækni, aö þeir geta sent geimíar iit í geiminn, sem feröast meö hraöa ljóssins. 1 geimfarinu eru íjórir visindamenn — þrlr karl- ar og ein kona. Geimfariö spreng ir öll lögmál tímans, þar sem þaö hefur lagt aö bakl rúml. 1000 jaröarár, er þaö lend- ir á hrjóstugri plánetu. Karl- mennirnir komast klakklaust frá iendingu, en konan veröur tSm- anum aö bráö. ViO könnun reynast apar vera vitsmunaver- umar á þessari plánetu, en mennirnir skynlausar skepnur. Jaröarbúar lenda brátt 1 kasti viö apana, sem ekki vilja viö- urkenna aö menn geti tjáö sig 1 máli og hreyíingum. Óhugnanleg lífsreynsla biður jaröarbú- *★★ Þeissi mynd byggir á mjög einíaldri hugmynd, og þó að apaoiir láti ekkert djúp 3tætt upp úr sér, leynist í fasi þeirra og masi oft bitur ádeila á takmarkanir mamnskepn- unnar. Apagervin eru frá- bærlega urniin og kvikmynda taka Shamroys oft mjög sterk. ★ ★ Dágóð dellumynd. Aug- ljóet að smásagnaformið hef- ux verið haift til hliðsjónair við gerð myndarinnar, og lop imn þvi teygður óþarflega um miðbik myndarinnar. Loka- atriðið er sérlega frumlegt og kemux sem köid gusa í andlit áhorfenda. Hugmyndin að baiki myndarinaar er líklega ekki jafn fráleit og ýmea grunar. Ailavega er boðskapur herm- ar ærið hittinn á köflum. En fyrst og fnemst^ skemmti- mynd — og mjög góð sem slík. Förðun, búningax, leik- svið, taka og leikstjórn fram- úrskaramdi. Laugarásbíó: ,,KYNSLÓÐABILIГ Larry Tyne og frú eru amerisk ir millistéttarborgarar og eiga sér eina dóttur, 15 ára. Er hún hverfur af heimilinu einn góöan veöurdag, án þess að nokkur viti um hana, veröa foreldrarnir áhyggjufullir og Larry fer ásamt kunningja sínum að leita aö henni. Þegar þeir koma heim aft- ur, vel kenndir, heíur dóttirin komiö heím í millitiðinni. En þeg- ar hún sér fööur sinn i þessu ástandi, hverfur hún strax aftur. Foreldrarnir halda áfram aö leita, þau komast i kynni viö „Félagsskap foreldra stroku- barna", pröía marihjúana og tapa spjörunum utan af sér heima i stofu i fatapóker. Dóttirin kem- ur hins vegar aftur heim aí sjálfsdáöum. Hún haföi dvaliö innan um hóp unglinga, sem eins og hún höföu hlaupiö aö heiman I bili. ★★★★ Milos Forman er vax- andi leikstjóri og Taking Off ar bezta mynd hans til þessa. Hann hefur kvikmyndamálið fuUkomlega á valdi sínu og ber frábært skyn á „rythma" og klippingar. Tónlist er not- uð á mjög skemmtilegan og áhrifarikan hátt. ★★★★ Þetta er tvímælalaust bezta skemmtimynd ársins. Hún er meira en skemmti- mynd einvörðungu, þvi hún kafar undir yfirborðið og sting ur broddum sínum 1 banda- rískt þjóðlífskýli, sem er Bandaríkjamönnum sjálfum talsvert feimnismál. Sérlega vönduð mynd að allri ytri gerð. ★★★★ Alvarleg og bráð- skemmtileg í senn, full áleit- inna spurninga. Frábærlega gerð að öllu leyti. Forman er vafalaust einn snjallasti leik- stjóri okkar tíma. Háskólabíó: UNGAR ASTIR Tvelr unglingar á fimmtánda árinu hittast af tiiviMun i al- menmim heimsóknartfma á sænsku sjúkrahósi. I»au talast þó ekki við, nema rétt með augr- unum fara síðan sitt hvora leið. Af tilviijun sér pilturinu, Pár, stúlkuna aftur á götu í bænum, þar sem hann á heima. Honum tekst að komast að þvi hvar hún á heima og stofnar til frekari kynna við hana. Jafnframt því sem við kyniuimst krökkunum, kynnumst við foreldrum þeirra og helmilislífinu. Faðir Párs er bílaviðgrerðarmaður og: rekur smá verkstæði sjálfstætt, faðir stúlk- unnar selur isskápa. Rynni ungl- inganna aukast og ^í krabba- veizlu, sem báðar fjölskyldurnar sækja, g:erast ýmsir undaileg;ir hlutir. *★★★ Þessi fyrsta mynd Roy Andersons lofar mjög góðu. Það má furðu sæta, iversu vei honum tekst (1) tð ná fram eðlilegu og óþving iðu andúmslofti, (2) að draga Eram muninn á sakleysi og íreinleika ungdómsins og iftur vonleysi, þreytu og taugaþenslu foreldranna í sænsku velferðarriki. Stjörnubíó: „OLIVER“ „Oliver" er byggð á samneínd- um söngleik sem sýndur var við mikla aðsökn fyrir nokkrum ár- um. Var hann létt útfeersla á hinni frægu bók Dickens. I stuttu máli fjallar hún um munaðar- iausan dreng, sem strýkur af hæli og heldur til London. Lend- ir hann þar i þjófaflokki, sem stjórnað er af forhertum Gyð- ing, Fagin. Fljótlega er hann gripinn af lögreglunni og þá er farið að grennslast fyrir um að- standendur hans. Þá fyrst fer að rofa til I lífi hins hrjáða drengs. ★ ★★ Oliver er einkar fagiega og smekklega unnin mynd, að mestu laus við þá væmni, sem annars einkennir þessa tegund mynda. Sviðsetning oft lifleg og stórbrotin. Ann- ars er það dálítið broslegt, að það sem Dickens skrifar upp- haflega sem raunsæja ádeiiu, skuli nú vera snúið upp í sak- lausan söngleik. ★★★★ ,,Fagi<n“» væri réttlát ari nafngift á þessari mynd, þar sem að frábær leikur Ron Moody yfirgnæfir aUt annað, snda hlutverkið bitastæðast 3amt sem áður er „Oliver" stórkostlegasta söngvamynd, sam mig rekur mimmi til að tiafa séð. Frábær mynd fyrir alla fjölskyldumeðlimina. Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver ja Í5 < (t te ■<5 s < rt> <1 te < ft P < n> £ < c V *: LITAVER LITAVER STORKOSTLEGT TÆKIFÆRI Ncestu daga seíjum yíH með sérstasðum kjörum á RÝMINGARSÖLU: TEPPABUTA Nylonteppi raeð og án undirlags COLFDUKABUTA KERAMIK-VEGGFLISAR í fjölbreyttu litavali. Einstök kjarakaup. Athugið: Rýmingarsalan stendur aðeins t fáa daga LlTIÐ VID I LITAVERI Það hefur ávallt borgað sig. Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Litaver Lítaver Litaver Litaver Litaver Litaver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.