Morgunblaðið - 27.01.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTU'DAGUR 27. JANÚAR 1972 19 var svo sterkur og mótandi og svo heilsteyptur, að áhrif hans munu lengi vara á meðal okk- ar, sem urðum þeirrar blessun- ar aðnjótandi, að fá að eiga sam félag við hann. Bjarni átti svo einlæga og hreinia trú, að hún hreif hvern þann, sem umgekkst hann leng- ur eða skemur. Heilög ritning var hans leiðarljós allt frá æskudögum. Honum var gefinn svo lifandi skilningur á orðum hennar, að hann var veit- andi öðrum alla tið frá því hann var ungur maður. Hann hefur verið um langa tíð einn helzti leiðheinandi í bibliulestri í fé- lögum þeim, sem hann hefur helgað alla sina starfiskrafta. Við erum vist mörg, sem stönd- um í þakkarskuld við hann fyr- ir þetta frábæra starf hans. Bjarni Eyjólfsson vann svo margháttað starf fyrir K.F.U.M. og íslenzka kristniboðið, að það er ekki á mínu færi að telja það upp. Ég vil hér aðeins minnast á einn þátt þess, þann, sem við áttum nánast samstarf í, en það er unglingastarf K.F.U.M. og einnig K.F.U.K. því hann var aMs staðar þar til hjálpar, sem til hans var leitað. Bjarni var leiðtogi starfs- mannahópsins. Hann kallaði hópinn saman til andlegrar upp byggingar og til sameiginlegra ráðagerða. Oft var það, að hann fékk okkur öll heim til sín, 30 40 manns, miðlaði okk- ur af þekkingu sinni og reynslu umhyggjusamur um það, að við yrðum sem hæfust til að sinna þvi starfi, sem við áttum að vinna í deildunum, og svo veitti hann okkur mat og drykk, sem hann hafði sjálfur útbúið og til- reitt. Nákvæmur í því eins og öllu, sem hann gerði. Bjarni var hvetjandi um allt jákvætt í starfinu fyrir ungling ana. Hann var frumkvöðull, að þvi að koma á sérstökum ungl- ingavikum, sem haldnar voru í félagshúsunum og hafði þar fræðandi og uppbyggjandi er- indi og biblíulestra. Hann stjórnaði einnig sameiginlegum söng og öðru, sem fram fór. Hann var einnig leiðtoginn, þeg ar undirbúin voru og haldin hin fjölmennu unglingamót í Vatnaskógi um verzlunarmanna helgar nokkur undanfarin ár. Þar var einnig hægt að sjá yf- irburða hæfni hans, að tala við unglinga og stjórna mótinu öllu. Minningarnar hrannast að mér. Þær koma i myndum. Orð- in fá varla gert þær ljósar. Síð- asta samverustundin, sem hann átti með starfsmannahópnum var, þegar hann helgaði nýtt fé- lagshús, sem bættist starfi K.F.U.M. og K.F.U.K. það var sunnudaginn 9. janúar sl. Hann var orðinn langt leiddur af sínum alvarlega sjúkdómi. Framkoma hans og ná- kvæmni var samt öll sú sama. Hann hafði lokið vígsluræðu sinni, þá kallaði hann fram 10 unglinga, sem höfðu lagt lið sjálfboða við frágang húss- ins, þá las hann fyrir þá og okkur, sem inni vorum setning- ar um kross Krists, um hve margir þeir eru, sem elska himneskt ríki Krists, en hve fá- ir vilja bera kross hans. Og eft- ir það tók hann upp tíu krossa, sem hann hafði lengi átt og við voru tengdar margar helgar minningar. Hver þessara krossa átti sina sögu. Þessar dýrmætu gjafir afhenti hann nú þessum tíu ungu mönnum á svo ein- faldan og þó á svo hátiðlegan hátt, að það gleymist vairte nokkrum, sem vottur varð að. Þetta verður mér tákn um leið- togann, sem sýndi alltaf fórn- ifýisi, alúð og viturleik i öllu sínu starfi. Því efalaust verður þetta til þess, að þessir ungu menn tengjast enn traustar fé- lagi sínu og þeirri stefnu, sem þeir munu í því finna og er löngu fast mótuð. Ég þakka Guði fyrir alla þá blessun, og þann kærleika, sem ég fékk að njóta fyrir líf og starf Bjarna Eyjólfssonar. S.H. í starfi U.D. KFUM. Það er vissulega einkennileg tilfinning, sem hugann gripur, er gerð skal tilraun til, að rita fáein kveðjuorð um Bjarna Eyjólfsson látinn. Ekki fyr- ir það, að andlát hans bæri óvænt að höndum, því augljóst var um alllangt skeið undan- farið, að hverju stefndi, þó það í lokin bæri brátt að. Eft- ir nærri fjörutiu ára náin kynni og einlæga vináttu er óneitan- lega undarlegt að hugsa sér lif- ið án Bjarna, sem var í svo nán- um tengslum við fjölskyldu mína, venzlafólk og góða vini. Hann var sem einn meðlim- ur fjölskyldunnar og um leið sá, er átti stærstan þáttinn í því að tengja hana sterkum bönd- um þess samfélags, sem við höf- um ríkulega notið. Bjarni var óvenjulega sterkur persónu- leiki. Bar þar margt til. Gáfur miklar og fjölþættar og spönn- uðu yfir það vitt svið, að með ólíkindum má teljast. Sérstakt næmi fyrir öllu göfugu og fögru, hvort heldur í mannlíf- inu eða á sviði náttúrunnar og lista var honum eins og í blóð borið. Betri og skemmtilegri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. Á ferðalögum hafði hann opin augu og eyru fyrir öllu því, sem fyrir bar og auðg- aði þá, sem með honum voru, með leiftrandi frásögum um sögulega og jarðsögulega at- burði, jafnframt því, sem hið smæsta jarðarblóm vakti athygli hans. Vinnuafköst og þrek Bjarna voru með fádæmum enda starfsvilji og ósérhlifni einstök. Starfsdagui’inn varð því oft langur og strangur og stóð iðu- lega yfir langt fram á nótt. Þrátt fyrir það var ávallt risið snemma úr rekkju, og nýr dag- ur hafinn með iestri Guðsorðs og bænar. Mitt í öllu annrik- inu munu fáir hafa fundið það, að hann hefði ekki tíma til að sinna þeim, sem til hans leituðu margvislegra erinda. Nægan tíma virtist hann auk þess hafa til þess að sinna litlu börnun- um, sem nærri honum voru, og fóru þau því engan veginn var- hluta af umhyggju hans og nær gætni. Jafnvel smáfuglinum i búrinu var ekki heldur gleymt. Margar urðu samverustundirn- ar. Samfélagsstundir með þrótt- miklum söng og vitnisburðum, biblíulestrar, þar sem Guðs orð var útskýrt og gert lifandi. Sum ardvalarflokkar i Vatnaskógi og kristilegu mótin, allt frá upp- hafi þeirra að Vatnsenda árið 1936. Bjarna verður einnig minnzt, sem hins mikilhæfa stjórnanda og leiðtoga í fjöl- þættu kristilegu starfi, sem virt ist hafa alla þræði örugglega í hendi sinni og stjórna með festu og öryggi en þó mildi. Allar þessar minningar eru dýr- mætar og margar ógleymanleg- ar. Kærastar verða samt minn- ingarnar frá einkaviðræðum og samverustundum i þröngum vinahópi, sem eru þær perlur, er fátt fær jafnazt við. Bjarni fékk margt að reyna í lífinu bæði blítt og strítt. Vanheilsa var löngum hans fylgifisk- ur. Aldrei var þó æðrazt eða kvartað, heldur allt borið með stakri hugarró og i öruggri trú á Drottinn, sem hann gekk ung- ur á hönd og helgaði líf sitt gjörvallt. Þjónustan og trú- mennskan við hann var það, sem öllu máli skipti í lifi Bjarna. Aldrei hugsað um stundarhag og eigin hagsmuni og velferð. Við fráfall sliks manns er það að vonum, að spurningar vakni um það, hverjir verði nú til að taka upp merkið, yrkja ljóð og söngva, fræða og stjórna styrkri hendi og vera sá umhyggjusami hirðir, sem leita má til undir öllum kringumstæðum lifsins. Spurningar sem þessar kunna að reynasf ófrjóair og gagnslitl- ar, og vafalaust mundi Bjarni sjálfur hafa viljað benda á ritn ingarstaði sem þennan úr Fill- ippibréfinu: „Verið ekki hug- sjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunn- ar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð, og friðúr Guðs, sem er æðri öllum skiln- ingi, mun varðveita hjörtu yð- ar og hugsanir yðar í samfélag- inu við Krist Jesúm“. Bezt tel ég minningu Bjarna á loft haldið með síauknu áframhald- andi starfi í þjónustu Drottins, sem hann reyndist trúr til hinztu stundar. Eiga því hér við orð Hebreabréfsins, er segja: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar tal- að; virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið siðan eftir trú þeirra.“ Lokið er löngu og oft erfiðu striði hér á jörð, en sú fullvissa býr i hjartanu, að hinn trúi og dyggi þjónn fái nú að loknu dagsverki gengið inn til fagnað- ar Herra síns. Seinustu dagana fékk Bjarni á áþreifanlegan hátt að njóta sérstakrar bless- unar og fullvissu um sannleiks- gildi þessara orða Jobsbókar: „Ég veit að lausnari minn lif- ir, og hann mún síðastur ganga fram á foldu, og eftir að þessi húð min er sundurtætt og allt hold af mér, mun ég líta Guð“. Það er því ekki úr vegi, að um leið og Bjarna er minnzt með hjartans þökk og minning hans blessuð, séu niðurlagsorðin tek in úr því hinu sama riti: „Drott- inn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." F.V. Það dimmir þegar ljósin slokkna og okkur finnst myrkr ið þvi svartara sem ljósin, er hverfa hafa verið skærari. Og sannarlega var eins og dimimdi, þegar fregnin um lát vinar okk- ar barst hingað norður til Akur eyrar. En þótt fráfall hans kæmi okkur ekki algjörlega á óvart, höfðum við þó vonað, að við fengjum að njóta samvista við hann enn um sinn. En nú hefur Guði þóknazt að taka hann til sín og undir hans vilja verðum við að beygja okkur, vitandi það, að hans vilji er öllum fyrir beztu. Og þegar við nú kveðjum Bjarna Eyjólfsson, er ofarlega í hugum okkar þakklæti til Guðs fyrir allt það, sem hann gaf okk ur í honum. Við minnumst með þakklæti allra samverustund anna hér fyrir norðan, í Vatna- skógi og i Reykjavík. Við vitum, að það skarð, sem nú er í hópinn, er vandfyllt og víst er, að enginn getur fyllt það skarð að öllu leyti, en það mild- ar söknuðinn, að við vitum að við eigum von um endurfundi, þegar sá timi kemur. Við vitum líka, að Ijósið, sem hvarf pkkur sjónum um stúnd, lýsir enn. Það lýsir í ljóðum og söngv- um og það lýsir í endurminn- ingunni um Bjarna, lærisvein- inn, sem Guð elskaði. Og þann- ig megnar ekki einu sinni dauð inn að slökkva það ljós, sem Guð fær að tendra. Að lokum skulu höfð hér að fcveðjuorðum, orð Bjarna sjálfs, sem hann sendi vinum sínum um s.l. jóí. Það er fögur og karimann'eg kveðja, sem sýnir okkur glöggt hið sanna lærisveinshugarfar : Að lokum, þegar ligg ég nár, ef líða úr vinaraugum tár, þá láttu í þeim Herra hár, þitt glitra gleðibros. Kæri vinur, Bjarni. Far þú í friði. Haf þú þökk fyrir allt og .allt. Vinirnir á Akureyri. Það er með hálfum huga, að ég tek mér fyrir hendur að skrifa nokkur minningarorð um vin minn Bjarna Eyjólfsson. 1 fyrsta lagi finnst mér næstum, að ég gæti eins skrifað um bróður minn, — og það gera menn yfir- leitt ekki. 1 öðru lagi þyíkist ég vita, að svo margt verði skrifað um hann og gott, að það yrði að bera í bakkafullan lækinn. En látum svo vera, flói hann þá yf- ir — eins og bikarinn Daviðs konungs forðum. Það er þá fyrst og fremst bikar þakklætiisins, sem er svo barmafullur að út af flóir. Kemur margt til. Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst saman að ráði, þegar ég var um tvítugt, og innan við, en hann fjórum árum eldri. Ég hafði þekkt hann mun lengur í K.F.U.M. starfinu, en ekki svo náið. En svo vorum við saman á kristilegu móti erlend- is, sem varð ok'kur mjög eftir- minnitegt, — ásamt tveiip öðrum löndum. Bftir því sem ég kynnt- ist Bjarna lengur og betur, varð mér ljósara og ljósara, hve óvenjulegur maður hann var vegna hæfileika sinna. Hann var ljóðelskur og söngvinn í bezta lagi — eiginleikar sem ég mat mikils. Hann talaði og einkanlega ritaði vandað mál og fagurt. Hann var afar vel að sér um íslenzika þjóðhætti og hafði mikið dálæti á öllu sann- íslenzku, enda alinn upp við það frá bernsku hjá sinni ágætu móð ur. Ég sá hana aldrei, eða kynní ist henni, en eins og Bjarni lýsti henni hlaut hún að vera mikils metin af vinum hans. Og svo var Bjarni mjög vel hagorður, en þegar hann kvað um land sitt — eða Drottin sinn og föður- landið himneska greip hann vængjatak skáldsins. Þetta voru nánast umbúðirn- ar. Persónan sjálf var ek'ki síðri. Það var gott að tala við Bjarna og því betra sem meira lá við. Hann átti svo næmt evra og hlýjan skilning, hvort sem kom ið var með eigin vandamál til hans, eða áhyggjur út af ein- hverjum öðrum, alltaf vildi hann leggja hið bezta til mál- anna. Það var því ekki að undra, að hann var sérstak- ur sálusorgari og enda oft til hans leitað í þeirn efnum. Bkki vegna þess, að hann ætti ráð við öllu, heldur vegna þess hve fús- lega hann fór eftir hinu postul- lega orði: „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lög- mál Krists.“ Reynsla hans og þekking á Guðs orði var líka afburða rik, enda miðlaði hann þar af, svo að það auðgaði heila hreyfingu. Hann gerði sér mjög Ijóst eftir að hann komst til trúar á Jesúm Krist, þá kornungur, að fýrirmæl in í Matt. 28,18—20: „Farið því og kristnið allar þjóðir . . .“ (o. s.frv.) voru ekki bara hátíðleg orðatiltæki, ekki eitthvað sem bara er sagt í kirkju, heldur að fyrir hlýðni við þau orð hafði hann sjálfur öðlazt þá bleásun, Framhald á bls. 24 Ása Markúsdóttir — Minning 1 dag verður gerð frá Dóm- kirkjunni útför Ásu Markús- dóttur. Hún fæddist i Reykja- vík 17. júlí 1896 og lézt í Landa- kotsspítalanum 18. þ.m., eftir langvarandi . vanheilsu, en stutta sjúfcrahúsvist. Ása var dóttir Markúsar Þor steinssonar, söðlasmiðs og konu hans Jöhönnu Sveinbjarn ardóttur. Hún bjó hjá foreldr- um sínum í heimahúsum þar til þau voru kvödd úr þessum heimi og annaðist þau af ást og fórnfýsi á þeirra ævikvöldi. Margir Reykvíkingar munu minnast Ásu, en hún starfaði um langt árabil við afgeiðslustörf hjá bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Ása var mjög söng elsk kona og tók þátt í söng- líf'i hér í borg á sínum yngri árum og söng þá m.a. í söngkór Páls ísólfssonar. Hún lærði ung að leika á píanó og kenndi um tíma öðrum að leika á það hljóðfæri. Þá hafði hún mikið yndi af leikhús- ferðum og hygg ég að ekki hafi það verið mörg verk sem hér voru sýnd á leifcsviði, sem hún ekki sá meðan hún hafði heilsu til. Nú þegar hún er kvödd hinztu kveðju munu vinir henn ar og vandamenn láta hugann líða á vald minninganna. Þeir munu minnast þeirrar lifsgleði sem ávalit einkenndi hennar daigtfar, og hafði þau áh.rif á nær stadda að allir komust í gott skap. Þeir minnast einnig staðfestu hennar og virðingar fyrir sjálfri sér og öllu því er henni var treyst fyrir í þessum heimi og siðast en ekki sizt mun sú rninn- ing lifa að henni tökst það sem mörgum samborgurum abka;r tekst ekki í lífinu, að varðveita til hinztu stundar barnið í sál sinni. Hin ytri fegurð fæðist til að deyja Ei fölnar hin Þitt skin urn aldur, sofin saklaus meyja Sólariags skin. Magruis Jóhannesson. í DAG er til grafar borin Ása Markúsdóttir, sem mörgum Reyk víkingum er vel kunn, m.a. vegna starfa hennar í Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. í þeirri verzlun vann hún í nærfellt 30 ár, lengst af í verzl-1 uninni í Austurstræti. en eininig um árabil í Bókabúð Austurbæj- ar, sem Bókaverzlun Sigfúsair Ey- mundssonar rak um skeið á Laugavegi. Ása Markúsdóttir ávann sér þegar í upphafi mikið traust vinnuveitenda sina og ekki síður vinsældir viðskiptavinanna. Hún var einstök kona að samvizku- semi og lagði sig einatt fram við afgreiðslustarfið af þeirri lipurð og kurteisi, sem fáum einum er gefið. Ljósasti vitnisburður þeirra vinsælda, sem hún naut hjá þeim fjölda fóiks, sem skipti við Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, kom greinilegast fram þegar hún varð að hætta störfum í verzlun- inni vegna heilsubrests. Þá var stöðugt spurt eftir Ásu, eins og mönnum þætti þeir ekki geta fengið góða fyrirgreiðslu í verzl- uninni án hennar. Og víst er, að erfitt er að finna þann er jafnast á við hana að alúð og árvekni í starfi. Tryggð Ásu Markúsdóttur við verzlunina var slík, að sjaldgæft má telja. Verzlunin átti, ef svo má segja, hug hennar allan. Og eftir að hún hætti störfum kom hún á hverjum degi, ef veikindi hömluðu ekki, í búðima aðeins til að heilsa samstarfsfólki aínu og sjá hvernig þeim og verzluninni vegnaði. Við, sem kynntumst Ásu Mark- úsdóttur í starfi, þökkum af al- hug ljúfmennsku henmar og sam- vinnu alla. Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar kveður í dag trúan og góð- an starfsmanm og þakkar lanigt og farsælt starf. Baldvin Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.