Morgunblaðið - 27.01.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.1972, Blaðsíða 13
MORGÖNBLAÐIB, FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1972 13 1 B l Magnús Jónsson um afnám nef skattaiina: Farið aftan að launþegunum — með því að hækka beinu skattana í staðinn Jafngildir 3,7 % vísitöluskerðingu Á FUNDI efri deildar í gær var fframvarp rikisstjórnarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalög- nm um framhald verðstöðvunar tekið til 2. umræðu og sam- þykkt með 14 samhljóða atkvæð um til 3. umræðu. Við umræðurnar sagði Björn Jönsson, að það skipti ekki máli, þött launþegar væru sviptir þeim visitölustigum, sem afnám riefskattanna hefði í för með sér, ef skattabreytingarnar í heild hefðu ekki í för með sér út- gjaldaaukningu. Kr hann var spurður að því af Magnúsi Jóns- syni, hvort rílösstjórnin ætlaði eér eða hefði ákveðið að bæta laíinþegum upp 3,7 vísitölustigin, svaraði hann með því að draga I efa, að skattbreytingin hefði í för með sér slíka vísitöluskerð- irigu. Björn Jónsson (SFV) gerði í örstuttu máli grein fyrir nefnd- áráliti f járhagsnefndar og skýrðd frá því, að fjárhagsnefnd legði tU, að frumvarpið yrði sam- þykkt, en þingmenn Sjálfstæðis- fjokksins hefðu þó skrifað undir nefndarálitið með fyrirvara. Geir Hallgrímsson (S) minnti á, að fyrir kosningarnar hefði fyrrverandi ríkisstjórn lýst því yfir, að hún hygðist framlengja yerðstöðvunarlögin til árarnóta, ef hún héldi velli. Þáverandi stjórnarandstaða hefði talið það ógerlegt nema með sérstökum ráðstöfumum. Sú röksemd væri nw að engu gerð með' setningu þessara bráðabirgðalaga. Þingmaðurinn benti á, að efni laganna hefði að hluta verið framlengt fram yfir áramót með aUeinkennileguim hætti. Þannig hefði 1,5% launaskatti verið skotið inn i tryggingalagabálk og yerðstöðvunarákvæðunum í frumvarp um skipan verðlags- nefndar. Slikt sýndi handahófs- kennd vinnubrögð. Þingmaðurinn lagði áherzlu á, að með afnámi nefskattanna væri í raun og veru verið að svipta launþega tæplega 4 visi- töltistigum til frambúðar, þar sem nefskattarnir væru teknir tfl baka með breyttu skatt- formi. BjÖrn Jónsson (SFV) tók und- jr, að óeðlilegt væri að stinga ákVæði um iaunaskatt inn I Landhelgis- málið rætt við Þjóðverja MORGUNBLABINU hefur bor l izt eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá utanríkisráðiuieytinu: ,:, Hinn 31. janúar n.k. munu| J5ara fram i Reykjavík fram- haldsviðræður miili Islendinga ] 5og Þjóðverja um landhelgis- rnálið. , Formaður íslenzku viðræðu- wfndarinnar verður Hans G. ^Andersen, sendiherra, en for- .jnaður viðræðunefndar Þjóð- „yeTjja. verður dr. von Sehenek, | Jyfirmaður r , þjóðréttardeildar , utanríkisráð'uneytisins í Bonn. Magnús Jónsson frumvarp um almannatrygging- ar. Hann spurði, hvaðan Geir Hallgrímsson hefði þær upplýs- ingar, að það væri meiningin að ræna launþega visitölustigum og sagði í því sambandi: — Mér er ekki kunnugt um, að neinar slíkar yfirlýsingar liggi fyrir. Hann sagðist sannfærður um, að rikisstjórnin leysti visitölumál- ið með „eðlilegum hætti". A.m.k. lægi ekkert annað fyrir í því máli. Það sem skipti máli í þessu sambandi væri það, hvort kerfisbreytingin hefði í för með sér útgjaldaaukningu fyrir launþega eða ekki. Geir Hallgrímsson (S) minnti á, að i ræðum Halldórs E. Sig- urðssonar, fjármálaráðherra og Hannibals Valdimarssonr, félags málaráðherra hefði það komið fram, að þeirri lækkun, sem af- nám persónuskattanna hefði á visitöluna, yrði mætt með hækk- un landbúnaðarvara. Þingmaður- inn minnti á, að þá hefði hann bent á þetta, að um enga minnk un skattbyrði væri að ræða, heldur breytimgu frá einu formi til annars, en ekki verið undir það tekið hvorki aí Birni Jóns- syni . né öðrum þingmönnum stjórmarflokkanna. Loks sagði þingmaðurinn, að undir vissum kringumstæðum gæti verið rétt að taka visitölu- skrúfuna úr sambandi ttl þess að koma í veg fyrir að kjarabæt- ur drukknuðu í verðbólguflóði. Svo hefði verið um verðstöðv- unarlögin 1970. En þá hefði líka verið komið framan að mönnum, en ekkí læðzt aftan að þeim eins og nú og reynt að telja fólki trú um, að lífskjaraskerðingin væri engin. Magnús Jónsson (S) sagði það eftirtektarvert, að Björn Jóns- son teldl það óafgert mál, hvort skerðing visitölunnar um 3,7 stig kæmi til framkvæmda eða ekki. Þó hefði ríkisstjórnin þeg- ar gert ráðstafanir, sem byggð- ust á hinu gagnstæða. Nefndi hann í því sambandi búvöru- hækkunina, sem komin væri á herðar launþega, þar sem henn- ar mundi ekki gæta í visitölunni og atvinnurekendur væru þess vegna ekki skyldugir til að greiða hærri laun hennar vegna. I fraimhaldi af þessu spurði al- Dómarar í stað f ulltrúa Breytingar á skipan dómsmála vegna óánægju dómarafulltrúa þingismaðurinn: Er ætlunin eða er ákveðið að bæta launþegum þessa skerðingu ? Þá vék . alþingismaðurinn að því, hvort það kæani til álifca að láta 3,7 visitölustigin vega upp á móti þeim hlunnindum, sem skattalagabreytíngin að öðru leyti hefði í för með sér. Sagði hann, að ef þar væri um einhver hlunnindd að ræða fyrir laun- þega, væri það alveg ný kenn- ing, að rétt væri að láta 3,7 visi- tölustigin koma þar til frádrátt- ar, og spurði hann i því sam- bandi Björn Jónsson, hvort hann væri þeirrar skoðunar, að áhrif skattbreytinganna yrðu etin upp með þeim hætti. Jafnframt spurði hanm, hvort ASÍ félli frá kröfugerð sinni, ef hægt væri að sýna fram á það með ein- hverjum reikningskúnstum, að skattabreytingarnar hefði ekki hækkun i för með sér fyrir laun- þega innan ASl eða einhvern hóp þeirra. Björn Jónsson siagði, að spurn ingin væri ekki um annað en það hvort skaittiabreytingarnar í heild hefðu í för með sér þyng- inigu miðað við viðmiðunarfjöl- skylduna eða ekki og sagðist hann ekki trúa þvi, að ríkis- stjónnin leysti málið á öðrum grundvelli. Taldi hann, að vísi- talan kynni að lækka, þar sem sannanlega væri um raunveru- lega lækkum gjadda að ræða. Það væri um gróft svindl að ræða ef útgjöldin lækkuðu ekki. Loks sagði hann, að meðferð málsiins lyti föstum reglum hjá Kaup- lagsnefnd og að það yrði fylgzt með því, hvernig a'llir útreiking- ar yrðu gerðir. Magnús Jónsson sagði, að þeg- air Halldór E. Sigurðsson hefði gert upp sitt fjárlagadæmi, hefði verið gert ráð fyrir þvi, að taka 3.7 vísitölustigin þegjandi og hljóðalaust og spara þaenig 3— 400 milljónir í niðurgreiðslum á landbúnaðairvörum. Beinir sikatt- ar væru ekki í visitölugrunnin- um og þess vegna væri það að fara aftan að laumþegum að af- nema nefskattana, en taka sömu upphæðina af þeim í bein- um sköttum og hefði en.gi.nn haldið því fram, að skattar væru minni nú. Kauplagsnefnd þyrfti að reikma dæmið eftir gild andi reglum, hvort sem af því leiddi kjairaskerðingu eða ekki. Á FUNDI neðri deildar í gær var til umræðu frumvarp rikis- stjórnarinnar uni skipan dóms- valds í héraði, lögreglnstjórn, tollstjórn o. fl. Gerir frumvarp- ið ráð fyrir að við nokkur um- fangsmestu embætti sýslumanna og bæjarfógeta verði sfcipaðir dómarar. Hingað til hafa sýslu- menn og bæjarfógietar einir far- ið með dómsvald i héraði utan Reykjavíkur, en með þessari breytingu munu dómarar þessir einnig fara með það vald. Að umræðum loknum var mál inu vísað til annarrar umræðu og nefndar. DómsmálaráðTherra, Ólafur Jóhannesson, mælti fyrir frum- varpinu og sagði m.a., að sjálf- stæðiir og óháðir dómstólar væra einn af grundvöllum réttairilegs öryggds. Mikið væri undir því komið fyrir landsmenn, að sjálf- stæði dómstóla og dómenda væri tryggt og þeiir öðrum óháðir. Gildandi löggjöf tryggði því mdður ekki að svo vasri. Með þessu væri hann samt aíls ekki að kvarta yfir störfum dómaraog dómarafulltrúa, sem unnið hefðu gott starf. Um- dæmaskipunin væri hins vegar orðin úrelt, og hefðu dómarair nú mjög umfiangsmikil störf með höndum, sem leiddi til þess, að meðferð mála í héraðd tæki oft lengri tíma en nauðsyjnlegt væxi. Þetta frumvairp rikisstjórnar- ininar væri hins vegar engin alls- herjar umbót í þessu efni, þar sem í því væri aðeins gert ráð fyriir að gera nokknair full- trúastöður að dómairastöðum. Myndu vafa- laust margir verða til þess að segja að hér væri um að ræða bót á gamalt fat, en hann teldi að hún ætti rétt á sér. Hér væri um að ræða að setja í embætti dómara við umfangs- mestu héruðdin, þar sem fólks- fjölgunin hefði valdið því að hindr reglulegu dómarar amma ekki nema litlum hluta þeirra dómsmála, sem koma til með- ferðar. Því værd svo komið að megnið að þessum málum hefðu komið í hlut dómairafulltrúa til að dæma, og yrði það að teljast óæskileg framvinda. Samkvæmt gildandi löggjöf hefðu sýslu- menn og bæjarfógetar fengið málin í hendur fulltrúum, og þeir síðan dæmt í þeim á ábyrgð fyrrnefndra. Samkvæmt þessu frumvarpi myndu dómarar hins vegair dæma í málum á eigin ábyrgð, og hlyti sú skipan að tryggja frekara rétta,röryggi. Þetta frumvarp ætti hins veg- air ekki að stamda i vegi fyrir alls herjar endurskoðun á dómsmál- um í landinu, ef möranum þætti ástæða til að hreyfa þvi máli. Hann skyldi ekki draga fjöð- ur yfir það, að óánægja dómara- fulltrúa með stöðu sína ætti rik- astan þátt i þvi að frumvarp þetta var flutt. Hér væri ekki um neina starfs manmafjölgun að ræða, þar sem ákvæði í frumvarpinu segir til um að jafn mafgar fulltrúastöð- ur skuli lagðar niður og fjöldi dómaraembætta segðu til um. Embætti þessi yrðu að siálfsögðu aiuglýst laiuis til umsóknar eiins og eðlilegt væri, og því engin vissa fyTÍr því að þedr menn sem nú gegna störfum dómífrafulltrúa myndu ganga inn í þessi emb- ætti. Gunnar Thoroddsen (S) tók næstur til máls og sagði m.a. að skipum dómsmála þairfnaðdst endurskoðunar af mörgum ástæð um, og kæmi þa<r margt til. T.d. væri nú málum svo háttað að margir dómarar landsins hefðu ömnur aðalstörf en dómaraistörf og hvort ekki væri rétt að skilja dómarastarfið frá og skipa í það dómara, sem mefðu þá jafnvel stærnri umdæmi en sýslurnar. Samkvæmt frumvarpi þessu væri gert ráð fyrir að leggja niður jafn martg ar fulltrúaístöð- ur og dómaira- embættin væru sem stofina ætti. Vegna sí- aukinna um- svifa í stærstu héruðunum væ,ri nú svo komið að sá sem nú sinnti dómarastörfum ætti í erfiðleik- um með að sinna þeim fjölda mála, sem kæmu til meðferðair, og drægist þvi afgreiðsla þeirra oft meira en ástæða væri til. Þætti honum því ekki rétt að leggja niðw fulltrúaistöðurnair, þótt dómaraembættin væru stofmuð. Enda væri það á marg- an hátt hart fyrir þá sem gegnt hefðu dómarafulltrúastörfum, að eiga jafnvel von á þvi að frumvarp þetta, sem ætti rætur sinar að rekja tdl réttindabar- áttu þeirra, tryggði þeim ekki aukinn rétt, og jafnvel gæti það kostað þá atvinnuna. Þetta atriði frumvarpsins auk ýmissa ainin- arra þyrfti bersýniilega endur- skoðunar víð. starfskraftur. ^^^f^ f GÆR voru lagðar fram á Al- þingi fyrirspurnir frá Insólli Jónssyni (S) og Stefáni Gunn- laugssyni (A). Fyrinspuiriniin frá Ingólfi er til landbúnaðarráðheirra og hljóðar svo: „Hvaða ráðstafanir hefur ríkie- stjórnin gert til þess að koma í verð allrd kartöfluuppsikerunni frá sl. ári?" Fyrirspunnirnar frá Stefáni eru til utanríkisráðherra um fram- kvæmdir á Keflavikurflugvelli. 1. „Hvað tefur fyrirhugaðar fraimtkvæmdir á Keflavíkurflug- velli, sem boðaðar voru í frétta- tilkynnimgu utanríkisiráðuneytis- íms, sem birtist í dagblöðum 19. febrúar 1971, til að auka nýting- anmöguleika og öryggi vallar- ims?" 2. „Hvenær verður hafizt hasnda um aðrar aðkallandi fram kvæmdir á Keflavíkurflugvelli, seim nauðsynlegar eru, til þess að Keflavíkurflugvöllur geti talizt örugguir alþjóðaflugvöllur?" — Stjórnunar- félagið Framhald af bls. 10 hafði Guðmundur Einarsson, viðsk.fr. framsögu. Siðari fund- urinn fjallaði um „Stöðlun, sem tæki til iðnþróunar," en þar hafði Hörður Jónsson, verkfræð- ingur framsögu. Á árinu voru stofnuð Stjórn- unarfélög á Austurlandi og Vest- fjörðum og starfsemi Stjórnunar félags Norðuriands, sem stofn- að var 1968, var mjög öflug. Starfsemin 1972 er þegar haf- in. Þann 19. jamúa,r var nám- skeið á Greiðsluáætlunum II, en 31. janúar hefst námskeið í sölu- og markaðsstarfsemi. í febrúar er fyrirhugað námskeið um stjórnun og áætlanagerð í sam- vinnu við Húsnæðismálastpfnun rikisins. Er það einkum ætlað fyrir verktaka í byggingariðn- aði. Einnig er áætlað að halda félagsfund í febrúar um atvinnu lýðræðd. Félagar Stiórnunarfélags í»- lands eru nú um 100 fyrirtæki, stofnanir og félög, ásamt um á þriðja hundrað einsitakiimgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.