Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 2
2 MORGUiNKL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1972 Þingeyri: Háseti týndist af Miranda AÐFARARNÓTT mánudags týndisit háseti af brezka eftirlits- og veðurathugunarskipinai Mir- anda, þar sem sikipið lá við bryggj u á Þingeyri vegna vélar- biluniar. Auk ákipsinis voru við bryggj uraa tveir brezkir togarar. Vegnia hvassviðris slógust akipin til og frá við bryggjuna og var talið líklegt, að maðurinin hefði fallið í sjóinm á milli skipanma. Var því fenginm kafari frá Reykjavík til að leita við bryggj- una og kom hann í gær til Þing- eyrar, en leit hanis bar enigan ár- arugur. >á hafa margir íbúar Þing eyrar leitað mantnisiins, bæði böm og fullorðið fólk, og hafa fjörur verið genignar beggja vegma Dýra fjarðar. Skipsimenm af Miranda hafa eimnig leitað mikið og hafa þeir m. a. siglt meðfram strönd- um á gúmmíbáti. Maðurimm, sem týndist, er um fimimtugt. Komið hefur í ljós, að sveifarás er brotinm í vél Miranda og verð- ur skipið dregið til Bretlamds til viðgerðar. Dráttarbáturinn, sem á að draga skipið, var værntan- legur til Þingeyrar síðdegis í gær og átti þá strax að hefjast handa um að undirbúa sikipin undir siglinguna til Bretlamds, en ekki var vitað hvenær þau myndu leggja af stað frá Dýra- firði. • ' • . - Hinn nýi skuttogari Seyðfirðinga, Gullver NS-12, siglir inn á Seyðisfjörð. (Ljósm. Valg. Haukisison). Tólf ára ávísanafalsarar RANNSÓKNARLÖGREGLAN i Kópavogi hefur komið upp tun hóp tólf ára barna, sem fölsrtðW tvær ávísanir; 5000 krónur og 2000 krónur, og seldu í verzlun- um í Reykjavík. Ávísanaeyðublöðin tvö fundiu krakkarnir og varð það ofian á hjá þeim að nota þau til að svikja út fé. Peningunum skiptu þau svo á milli sán eftir aðUd hvers og eins og höfðu þau eytt þeim að mestu, þegar rannsófeflr arlögreglan tók þau. Hjartabillinn: 23.800,oo ENN heldur söfnunin áfram fyr- ir hj artabílnum, sem BLaða- mannafélag íslands gengst fyrir næsta mánuðmn. í gær höfðu borizt til blaðanna alls 23.800 kr. Jesús Kristur súper- stjarna í sjónvarpinu SJÓNVARPIÐ mun á laugardags kvöld fyrir páska flytja þátt, þar sem Nemendamótskór Verziunar- skólans syngur lög úr rokkóper- tinni Jesus Christ — Superstar, undir stjórn Magnúsar Ingimars- Adolf Hansen bryti látinn ADOLF Hansen, yfirbryti hjá LandheLgisgæzlunmi, lézt í fyrra- kvöld í sjúkrahúsi, 49 ára að aldri, fæddur 18. september 1922. Hanm var elzti bryti Lamdhelgis gæzlunmar. Áður starfaði hamm hjá Skipaútgerð rikisinis, var matsveinm á Súðinmi 1939 og var einn af þeim, sem særðust er á- rásin var gerð á skipið á striðsár unum. Þegar Landhelgisgæzlam var skilin frá Skipaútgerðinmi, fylgdi hann henni og var bryti á varðskipumim eftir það, nú síð- ast á Ægi. Lesendum Morgumiblaðsins er Adolf kunmiur vegna frásagna óg fjölmargra mynda, sem hanm tók fyrir blaðið af atburðum víðs vegar um land og á sjó. Hamon var eimm traustaisti fréttaritari blaðsims í mörg ár og velunmari þess, og átti marga vini á rit- stjóm blaðsims. sonar. 1 þættinum verða einnig umræður um viðhorf ungs fólks til kristindómsins, sem dr. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, mun sjá u in. Jón Þórarinsison, dagskrár- stjóri Lista- og skemmtideildar sagði í viðtiaM við Mbl., að ekki væri emm komið endan'leigt form á þáttimn, en upptökur hefjast nasstu daga. Verða fyrst kvik- mynduð viðtöl Ólafs víð ýmsa aði'la, síðam verður sönguir kórs- ins tekinm upp og að lokum verð ur þátturimm settur saman. Fyrirlestur Hagalíns í dag í DAG ræðir Guðmundur G. Hagalín í hásikólafyrirlestri sín- um um táknrænisstefnuna og tengsl henmaT við íslenzk nútíma ljóð. Nefnir hanm erindið: „Hrafn iinm flýgur um aftaminin“. Fyrirlesturinm hefst kl. 6.15 og er í 1. kenmislustofu HáSkólans. Öllum er heimill aðgamguir. F j ölsky ldutónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands efn- ir til fjöiskyldutónleika í Há- skólabíói snnnudaginn 19. marz kl. 3 síðdegis. Þetta em seinni fjölskyldutónleikarnir á þessum vetri. Hinir fyrri voru haldnir 10. október, og gilda aðgöngumiðar frá þeim tónleikum elnnig að tónleikunum næstkomandi sunnu dag. SánfóniíiuMjómsveif Istonds hef ur á umdanfömium árum haldið tónileiika, sem sérstoklega eru ætlaðír bömmim á aldrinum 6—12 ára. í upphafi voru þetta skóla- tónleikar, en fyrir nokkrum ár- um var upptekijin sá háttur, í samvinimu við fræðeliuyfiirvöld borgarinmar, að halda fjölskyldu- tónileika, þar sem börnin koma í fylgd foreldma simma. Þessiir tón- lei kar njóta mi'kiila vimsælda, og hefur aðsðkn að þeim verið mjög góð. Hljómsveitarstjóri á tónleiik- umium á sunmudaigimm verðuir Páll Pampichler Pálssom, og efin- isskrá tónleifcamna verður: For- lei'kur að óperunmi Hans og Grétu eftir Humperdimék, þættir úr baltettin'um Þymimósiu effiir Tjaikovsky, Mymdir á sýnimigu eftir Mússorgs'ky (tvær mymdlir), tóniist úr Fiðlaramum á þakintu eftir Jerorne Book og Sahnisik rapsódía eftir Hutgo Alfven. Lágt heimsmark- aðsverð á áli „VIÐ höfum fengið slæmt verff fyrir framleiffslu okkar,“ sagffi Ragnar Halldórsson, forstjóri ÁI- versins í Straumsvík, í vifftali viff Mórgunblaffiff í gær, „nokkru lægra en skráff heimsmarkaffs- verff, sem hefur veriff um langt skeiff 28 sent á pundiff. En þaff munar þó miklu fyrir okkur, aff geta nú losnaff viff framleiffslu okkar, enda þótt verffiff sé ekkl .hagstætt." Skráða heimismarkaðsverðið hefur verið óbreytt um lamgt skeið, en hið raumverulega mamk- aðsverð hefur verið nokkru- lægra og hefur verið skýrt frá sölurn á áli fyrir miruna en 20 sent pundið. Svo lágt hefur þó söluverð á áli úr Stmaumvík ekki farið. Adoif Hansen. Blaðskák Akureyri — Reykjavík Svart: Taflfélag Reykjavíkur Magnús Ólafsson ftgmundiir Kristinsson. mmrnmi &’■&’« mm Hvitt: Skákféiag Akureyrar Tryggvi Pálsson Gylfi ÞórhalLsson. 1. — e7-e5. Jónas Pétursson um hringveginn: Hef alltaf séð, að hann skapaði nýtt Island EINS og kunnugt er .var Jón- as Pétursson, fyrrverandi al- þingismaður, upphafsmaðtir þess, að sú leið var farin að afla fjár með happdrættisfé til vegarlagningarinnar yfir Skeiðarársand og Skeiðará, til þess að lokið yrffi hringvegi umhverfis landið. Frumvarp hans þessa efnis varff aff lög- um á síðasta þingi, og sala happdrættisskuldabréfanna er í þann veginn aff hefjast. Af þessu tilefni sneri Morgun- blaðið sér til Jónasar Péturs- sonar í gær og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvað telur þú höíuðgildi hririgvegarins? — Ég hef alltaf séð, að hann skapaði nýtt ísland, og það er nokkuð síðan mér hug kvæmdist þessi happdrættis- leið til fjáröflunar fyrir ein- mitt þetta fyrirtæki og ef til vitl fleiri samgönguvandamál, sem liggur fyrir að leysa síð- ar. Hins vegar kom ég fram með frumvarpið, þegar mér fannst augnablikið vera kom- ið: Annars vegar lokið að brúa austan frá vestur að Skeiðará og hins vegar gott ástand i peningamálum í þjóðfélaginu, eins og var 1970. Ég hef áður látið í ljós, að ég var ekki ánægður með þá breytingu að vísitölutryggja bréfin. Hef ég þá í huga ann ars vegar hina miklu fjárþörf samgöngumálanna og reynsl- unia frá Keflavíkurveginum, sem mér finnst, að gamla gát- an sannar þá: Hvað er það sem hækkar því meír, þegar af er tekið höfuðið. Þegar Keflavíkurvegurinn var byggður, kostaði hann 280 millj. kr., en vegna gengislána og vísitölutryggðra lána skuld ar hann nú um 430 millj. kr. þrátt fyrir stórfelldar afborg anir á hverju ári. Hina vegar var mín hug- mynd, að það væri fyrst og fremst áhuginn á þessari fram kvæmd, sem dygði til að tryggja sölu happdrættisbréf- anna. — Hverjir verða það, sem nota hringveginn? — Það verða allir lands- menn. Vitanlega hefur hann mesta þýðingu fyrir Austur- Skaftafellssýslu og byggðirn- ar á Austfjörðum sunnanverð um, en einnig hefur vegurinn mikla þýðingu fyrir Suður- land allt. — Óttast þú, að Skeiðarár- hlaup muni setja strik i reikn inginn í framtíðinni? — Ég er fullkomlega búinn við áföllum, sem við verðum fyrir á þessum vegi, en það er fjöldi vega á landinu, sem þannig er ástatt um, þótt ekki sé jafnmikil áhætta, en þar er líka hvergi til sambærilega Jónas Pétursson jafnmiikils að vinna eins og með þessari vega- og briiar- lagningu. — Hvað viltu segja að lok- um, Jónas? — Ég vona það, að sala bréfianna gangi greiðlega eg að þessi fjáröflun nái tilgangi sinum og hringvegurinn verði fuUgerður á 1100 ára af- mæli íslandsbyggðar. Og það verkar síður en svo illa á mig, miklu frekar vel, ef Skeiðarár hlaup er að hefjast í sama mund og sala happdrættisbréf anna. Ég bið þessu allrar bless unar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.